SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Page 40
40 24. júní 2012
Lífsstíll
Það er skemmtilegt að fá erlendagesti í heimsókn því þá kynnistmaður landinu sínu í raun uppá nýtt. Þannig sér maður enn
betur hvað við erum nú heppin að fá að
búa hér á þessari góðu eyju. Þrátt fyrir
snjó, kulda og allt það vesen yfir vetrar-
tímann. Á sumrin skartar landið sínu
fegursta. Þá sérstaklega þegar sólin skín
og fjallasýnin getur ekki verið betri.
Í slíku veðri keyrði góður vinahópur
um landið í byrjun júní. Þingvellir tóku á
móti okkur með sól og blíðu. Nestið rann
vel ofan í okkur úti í góða veðrinu og
göngutúrinn var eins og á sólarströnd.
Yfir Uxahryggina virtumst við fljúga í
fallegu útsýni og í Borgarnesi spillti örlítil
gola ekki gleði okkar. Síðar um kvöldið
nutum við fegurðar Snæfellsness í allri
sinni dýrð svo og daginn eftir. Á Djúpa-
lónssand hafði ég ekki komið lengi og
hugsaði með mér hversu stutt væri nú í
raun þangað úr borginni. Hið sama er að
segja um Arnarstapa þangað sem ætíð er
gaman að koma. (Þrátt fyrir gargandi
kríur).
Við komum við á fleiri fallegum stöð-
um og allan tímann voru veðurguðirnir
svo rausnarlegir að bíða með að vökva
og skrúfuðu bara hraustlega frá sólinni í
staðinn. Það var ekki fyrr en síðasta dag-
inn sem örfáir dropar duttu úr loftinu við
Gullfoss og vindurinn lét aðeins á sér
kræla. Þá var nestið bara borðað
inni í bíl í staðinn og skemmdi ekki
fyrir. Ferðalangarnir héldu sælir
heim á leið og við Íslendingarnir
vorum alveg jafn glaðir að hafa séð
svo margt af landinu okkar á nokkrum
góðum dögum. Það er skemmtilegt að
ferðast til útlanda og sjá nýja og oft
framandi staði. En að sama skapi er líka
mikilvægt að opna augun fyrir því sem er
í nærumhverfi okkar. Litlir bæir með
kaffihúsum og bakaríum, strendur og
fjöll, fuglar og falleg náttúra. Allt þetta og
miklu meira til erum við svo heppin að
eiga svo að segja í bakgarðinum okkar.
’
Það var ekki fyrr en
síðasta daginn sem
örfáir dropar duttu
úr loftinu við Gullfoss og
vindurinn lét aðeins á sér
kræla
Á ferð um ævintýraeyju
Lífið og
tilveran
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Það er skemmtilegt að
ferðast um landið sitt
og á ferð með erlendum
gestum kynnist maður
því á nýjan hátt. Ekki
skemmir gott veður
fyrir upplifuninni.
Á Boqueria-markaðnum í Barcelona iðar allt af lífi
þennan miðvikudagsmorgun. Tveir spænskir skóla-
drengir kaupa sér ferskan ávaxtasafa við hlið þriggja
ferðamanna frá Íslandi. Verðið er hagstætt og úrvalið
bæði gott og gómsætt. Framandi ávöxtum sem og
öllu hversdagslegri er listilega raðað upp í skipulegt
form sem minnir helst á olíumálverk. Innar hanga
þurrkaðir hvítlaukar og chili. Í grenndinni mokar
glaðleg sölukona litríkum kryddtegundum ofan í box
og mælir. Bresk hjón tryggja sér góða marineringu
fyrir kvöldið. Svo er það allur fiskurinn sem bíður
kaupanda síns ferskur á klakabeði og pylsurnar sem
hanga bústnar í stórum bás og lokka til sín matargöt
með góðan smekk. Margt ber fyrir augu og nef.
Skynfærin spennast og fagurkerar eiga erfitt með
sig. Ef maður gæti nú bara verslað svona á degi
hverjum. Og þó. Sumt er einhvern veginn gott að
hafa bara dálítið sérstakt og spari. Annars myndi
varla margt koma manni framandi fyrir sjónir eða
gleðja mann eins mikið á ferðalögum. Eins og t.d.
bara það að kaupa sér ferskan ananassafa á 200
krónur glasið. Sumt er bara í útlöndum.
Bústnar pylsur, ávextir og krydd í bland
Það er alltaf dálítið
gaman að endurnýja í
fataskápnum. Sér-
staklega þegar ein árs-
tíð tekur við af annarri.
Þá langar mann frekar
að klæða sig í liti í birtu
og yl og sokkarnir fá að
fjúka.
Sterkir litir eru fallegir
einir og sér og einfaldur
kjóll sem þessi hér til
hliðar er sniðugur til að
eiga í fataskápnum. Í
svona fallegum lit er
eins og maður klæði sig
í sólina og svo má ann-
aðhvort poppa hann upp
með flottu hálsmeni eða
tóna niður með látlaus-
um skóm. Appels-
ínugulur er líka vinsæll
litur í sumar og hann
passar vel við látlausari
liti fyrir þá sem vilja
blanda litunum saman.
Fyrirsætan hér til hlið-
ar er í kjól eftir brasil-
íska fatahönnuðinn
Reinaldo Lourenco.
Sýndi hann það nýjasta
úr sinni smiðju í Sao
Paulo á dögunum og
voru skærir litir sem
þessir einkennandi.
Sólarkjóll