SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Side 42
42 24. júní 2012
Á dögunum sat ég sem oftarfund þar sem hafði framsöguungur maður sem lagt hafðileið sína upp framastigann og
nálgaðist nú efstu þrep hans. Á fundi
þessum gerði hann að umræðuefni mál-
efni sem vissulega var brýnt og skipti
landsmenn miklu máli. Þrátt fyrir það
sótti á mig svefn. Við mér blasti lítt
heillandi veggjakrot.
Ræðumaður stóð í púlti upp við vegg.
Á veggnum á móti honum birtist ræðan
nokkurn veginn í heilu lagi með hjálp
power point (kraftbendils). Fundargestir
sneru baki við ræðumanni og góndu á
vegginn og lásu með manninum orð fyrir
orð það sem á veggnum stóð. Ræðumað-
urinn sá enga ástæðu til að ljá máli sínu
þann kraft sem nauðsynlegur er til að
gæða flutninginn lífi. Orðin eins og láku
niður í hálsmálið á skyrtunni hans. Óli
lokbrá varð smám saman heillandi vinur.
Samt var textinn fremur góður. Hefði
hann birst á prenti í dagblaði eða tímariti
hefði sjálfsagt einhver haft á orði að þar
væri á ferðinni prýðilegur íslenskumað-
ur.
Annað birtingarform veggjakrots-
aðferðarinnar er að sá sem flytur textann
stendur við vegginn sem geymir ræðuna,
snýr rassi sínum í áhorfandann/
hlustandann og les það sem á veggnum
stendur. Sú aðferð er jafnvel ennþá betur
fallin til svæfingar en hin fyrri.
Þegar mælt er að einhver sé góður í ís-
lensku er langoftast átt við að hann riti
gott mál, hann kunni að haga máli sínu
þannig að athygli veki, kunni til dæmis
ýmis stílbrögð sem hreyfi við lesanda.
Sjaldan er hins vegar góð íslenska tengd
við framsögnina.
Annað einkenni hins talaða máls, þegar
illa tekst til, er það þegar sá sem talar
slítur í sífellu sundur setningar og máls-
greinar. Þennan framburð má stundum
heyra (og sjá) í fjölmiðlum, til dæmis í
sjónvarpinu. Þá byrjar sá sem talar á
setningu en skyndilega er eins og hann
fái andarteppu. Hann starir á hlust-
endur/áhorfendur um skeið svo að þeim
dettur helst í hug að nú sé brýn þörf
hjartahnoðs eða blástursaðferðar. Svo
losnar skyndilega um stífluna og orðin
fossa fram uns ný stífla myndast. Þessi
framburður er afar óþægilegur fyrir þann
sem hlýðir á og horfir. Félagi minn einn
lýsti þessum framburði á myndrænan
hátt. „Hugsum okkur, Þórður, að máls-
grein sé pylsa. Í meðförum þessara
manna verður hún eins og ótal kokteil-
pylsur (hanastélspylsur).“ Engin leið er
að átta sig á hverju flyjandinn vill koma
til leiðar með þessari aðferð í flutningi
talaðs máls. Ef til vill er ætlunin með
honum sú að gera eitthvert málefni æsi-
legra, meira spennandi, en því fer víðs
fjarri að það takist.
Ég er einn þeirra sem hrífast af góðum
ræðum og ræðumönnum sem kunna að
haga orðum sínum þannig að athygli
vekur. Þeir kunna þá list að tala til
áheyrenda. Þeir kunna að beita rödd
sinni á áhrifamikinn hátt. Þeir vita einnig
að þar skipta augun miklu máli, svo
miklu að sumir fullyrða að augun séu eitt
megintalfærið. Undir ræðum slíkra flytj-
enda fær áheyrandinn það á tilfinninguna
að hann hlusti á skilaboð sem skipta
hann máli. Hann upplifir ákveðið sælu-
ástand og dettur ekki í hug að sofna.
Af veggjakrots-
aðferð og hanastéls-
pylsuframburði
’
Þegar mælt er að ein-
hver sé góður í ís-
lensku er langoftast
átt við að hann riti gott mál,
hann kunni að haga máli
sínu þannig að athygli veki,
kunni til dæmis ýmis stíl-
brögð sem hreyfi við les-
anda. Sjaldan er hins vegar
góð íslenska tengd við
framsögnina.
Ummm... já. Ég heiti
semsagt Pedró mörgæs og
ég ætla... hérna, ég ætla...
þannig séð, að tala við
ykkur um, þarna, þrettán
leiðir til að fá síldina aftur.
Eða... já. Svona, eiginlega.
El
ín
Es
th
er
Málið
Ummm... já. Ég heiti semsagt
Pedró mörgæs og ég ætla...
hérna, ég ætla... þannig séð, að
tala við ykkur um, þarna, þrettán
leiðir til að fá síldina aftur. Eða...
já. Svona, eiginlega.
Tungutak
Þórður Helgason
thhelga@hi.is
Flutnings SinfóníuhljómsveitarÍslands í tónlistarhúsið Hörpuverður ætíð minnst sem einnamerkustu tímamóta í sögu
hljómsveitarinnar. Eftir nærri hálfrar ald-
ar dvöl í Háskólabíói eignaðist hljóm-
sveitin loksins heimili sem gefur bestu
tónlistarsölum heims ekkert eftir. Þrátt
fyrir betri aðstæður og glæsilega tónlist-
arsali Hörpunnar hlýtur að vera einhver
eftirsjá af heimilinu þar sem hljómsveitin
sleit barnaskónum. Sigurður Nordal,
framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar,
segir að því fylgi ávallt einhver söknuður
að kveðja góðan förunaut en ekki þýði að
dvelja við það. Hlúa verður að framtíðinni
og fagna frekar þeim áfanga í sögu hljóm-
sveitarinnar að vera komin í tónlistarhús
á heimsklassa. „Aðstöðuleysið í Há-
skólabíói varð til þess að þjappa hljóm-
sveitinni vel saman en gæðin í Hörpu kalla
fram það besta í hverjum hljóðfæraleikara
enda mjög krefjandi að leika í sal eins og
Eldborg þar sem hver nóta skín í gegn. Við
erum þakklát að eiga þetta stórbrotna
tónlistarhús sem heimili og ætlum að gera
okkar besta til að gera það aðgengilegt
sem flestum Íslendingum.“
Vinar gjöf skal virða og vel hirða
Bygging tónlistarhússins var langt í frá
sjálfsögð framkvæmd og skapaðist tölu-
verð óvissa um framtíð þess í kjölfar
efnahagshrunsins. Sigurði er það vel ljóst
og telur því enn mikilvægara að Sinfóníu-
hljómsveitin sé hljómsveit allra lands-
manna og að sem flestir finni tónlist sem
höfði til sín í dagskrá hljómsveitarinnar.
„Sinfóníuhljómsveitin leggur til stóran
hluta þeirrar dagskrár sem boðið er upp á
í Hörpu. Hljómsveitin á því mikinn þátt í
að skapa sátt og velvilja gagnvart húsinu.
Við höfum haldið yfir 90 tónleika á því
rúma ári síðan við fluttum í Hörpu og á
þeim tíma hafa hátt í 100 þúsund tón-
leikagestir komið og hlýtt á Sinfón-
íuhljómsveitina. Það verður að teljast
töluvert afrek og við erum geysilega
þakklát fyrir hvað fólk hefur tekið dag-
skrá okkar vel.“
Sigurður segir það augljóst að lands-
menn séu stoltir af Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands og geri sér grein fyrir mikilvægi
hennar fyrir land og þjóð. „Sinfón-
íuhljómsveitin er þjóðarhljómsveit og hér
hefur þjóðin tekið sig saman og byggt
þetta tónlistarhús sem er heimili þjóð-
arhljómsveitarinnar og það var markmið
okkar frá fyrstu tíð að sem flestir tengdu
sig við húsið og hljómsveitina sína. Við
viljum að fólki finnist það eiga erindi í
húsið og hlusti á tónlist sem höfðar til sín í
þeim búningi sem sinfóníuhljómsveit ein
getur skapað. Það að heyra Sinfón-
íuhljómsveit í fullum gæðum í flutningi er
hrífandi fyrir alla.“ Hann bætir því við að
upplifunin sé enn sterkari í hljómburði
eins og í Eldborg.
Einstakt upphafsár í Hörpu
Fyrsta starfsár Sinfóníuhljómsveitarinnar
í Hörpu hefur gengið vonum framar og er
Sigurður hæst ánægður með frammistöðu
allra þeirra sem hafa komið að starfi
hljómsveitarinnar. „Enginn vissi hvernig
myndi takast til með sjálft húsið, hljóm-
gæðin, salina og allra síst viðtökur al-
mennings. Allt þetta heppnaðist síðan
framar okkar björtustu vonum en árangur
sem þessi kemur ekki af sjálfum sér held-
ur er afrakstur mikillar vinnu og und-
irbúnings allra sem starfa hjá hljómsveit-
inni. Þannig tókst okkur að gera fyrsta
starfsárið hér í Hörpu það besta í sögu
hljómsveitarinnar. Við sáum mikla aukn-
ingu í fjölda áskrifenda síðustu árin í Há-
skólabíói, en við flutninginn í Hörpu
fjölgaði áskrifendum um hér um bil 70%.
Á undanförnum þremur starfsárum hefur
fjöldi áskrifenda Sinfóníuhljómsveit-
arinnar hátt í þrefaldast.“
Töfrandi tónar hljómsveitarinnar í fjöl-
breyttum verkum er eflaust ein helsta
ástæða velgengninnar og telur Sigurður
fjölbreytta dagskrá forsendu hvort tveggja
velgengni hljómsveitarinnar og tilgangs
hennar sem þjóðarhljómsveitar sem hann
vill að nái til flestra óháð tónlistarsmekk.
„Meginhluti dagskrár okkar er auðvitað
sá hafsjór meistaraverka sem saminn hef-
ur verið fyrir sinfóníuhljómsveit í gegnum
aldirnar. Sá brunnur verður seint tæmd-
ur. Í vetur lékum við til dæmis allar sin-
fóníur Beethovens frá eitt til níu, til að
nefna einungis eitt dæmi úr fjölbreyttri
klassískri dagskrá. Við tókum þátt í
Airwaves með nýja og spennandi tónlist,
lékum tónlist úr James Bond myndum og
Hringadróttinssögu. Tónleikar sem við
stóðum fyrir við opnun Hörpu með Páli
Þau stilltu
saman
strengi sína
Fyrir rúmu ári flutti Sinfóníuhljómsveit Íslands í
Hörpu. Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri
hljómsveitarinnar, segir gæðin í Hörpu kalla
fram það besta í hverjum hljóðfæraleikara.
Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is
Lesbók