SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Síða 43

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Síða 43
24. júní 2012 43 Óskari slógu í gegn og sama á við um tón- leika okkar með Sigríði Thorlacius og Sig- urði Guðmundssyni. Upptökur frá þess- um tvennum tónleikum náðu báðar metsölu nú fyrir jólin. Þannig að dagskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar höfðar til afar fjölbreytts hóps.“ Sigurður nefnir einnig þátttöku Sinfón- íuhljómsveitarinnar í ýmsum hátíðum, svo sem Menningarnótt, Myrkum mús- íkdögum og Listahátíð. Í mars stóð svo hljómsveitin fyrir nýrri alþjóðlegri tón- listarhátíð, Tectonics, þar sem saman komu listamenn úr ýmsum geirum tón- listar og unnu með Sinfóníuhljómsveit- inni í tilraunakenndri tónsköpun. „Það myndaðist mögnuð stemning á Tectonics hátíðinni. Þar fórum við leið sem fáar ef nokkur sinfóníuhljómsveit hefur fetað áður, í samtarfi við fjölda innlendra og er- lendra listamanna. Við nýttum Hörpu og hin ýmsu rými hússins á alveg nýjan hátt. Meðal annars léku fimm fullskipaðar skólalúðrasveitir saman hér í anddyri hússins við lok hátíðarinnar í mögnuðum hljóðskúlptúr.“ Sigurður segir að Sinfóníuhljómsveitin leiki stórt hlutverk í að efla og styrkja það frjósama tónlistarlíf sem Ísland er orðið þekkt fyrir. „Eitt af því sem við erum að gera er að brjóta múra og aðgreiningu milli tónlist- arstefna því þær geta grætt hver af annarri og búið til eitthvað skemmtilegt.“ Að- spurður hvort klassísk tónlist sé þó ekki helsta viðfangsefni hljómsveitarinnar kveður Sigurður svo vissulega vera en að Sinfóníuhljómsveit Íslands leggi fyrst og fremst metnað í að spila góða og vandaða tónlist, hvaðan sem hún er upprunnin. Tónleikagestir eigi að ganga að gæðum vísum þegar þeir fari á tónleika með Sin- fóníuhljómsveitinni. Hvað ungur nemur, gamall temur „Stór þáttur í starfi Sinfóníunnar er fræðslustarf og við leggjum mikið upp úr því að fræða bæði unga sem aldna og höf- um í vetur fengið í heimsókn til okkar um 20 þúsund ungmenni allt frá leikskóla- upp í menntaskólaaldur,“ segir Sigurður sem telur fræðslustarfið hvort tveggja gefandi fyrir hljómsveitina og skila sér inn í tónlistarlíf landsmanna. „Það er ein- staklega gefandi fyrir okkur í hljómsveit- inni að sjá svipinn á börnunum þegar þau koma inn í Eldborgarsalinn í fyrsta sinn og fá að upplifa tónlistina í þessum stór- kostlega sal eða þegar þau uppgötva kannski í fyrsta sinn tónlist í þeim flutn- ingi sem einungis sinfóníuhljómsveit er fær um að leggja fram.“ Auk þess að fræða ungu kynslóðina er okkur sem eldri erum einnig boðið upp á fræðslu og að sögn Sig- urðar er hún ekki síður mikilvæg til að leyfa sem flestum að njóta tónlistarinnar og uppgötva nýjar hliðar á henni. Hljómsveitin er feikilega góð Það telst kannski ekki til tíðinda að fá- mennri þjóð beri að reka sinfón- íuhljómsveit enda eru dæmi um minni svæði sem halda úti slíkri starfsemi. Sin- fóníuhljómsveit Íslands ber sig þó saman við bestu hljómsveitir, en í þeim sam- anburði er hún ung og fátt starfsfólk sem heldur utan um starf hennar. „Saga hljómsveitarinnar er ekki löng í saman- burði við sambærilegar hljómsveitir víða um heim. Hljómsveitin er hins vegar feikilega góð og hefur skapað sér frábært orðspor hvar sem hún hefur komið og er- lendir tónleikagestir og gagnrýnendur borið henni lof.“ Sigurður telur hlutverk hljómsveitarinnar mikilvæga í samfélag- inu en eins telur hann að viðtökur al- mennings séu mikilvægur þáttur í grund- velli hljómsveitarinnar. „Á erfiðum tímum í samfélaginu er gaman að sjá hvað Íslendingar eru duglegir að rækta andlegu hliðina hjá sér og það sést vel í viðtökum þjóðarinnar gagnvart Sinfóníuhljómsveit- inni. Ég fyllist stolti yfir því hvað Íslend- ingar eru duglegir að sækja menningar- viðburði og setja þá ekki fyrir sig tíma eða fjármuni. Þetta er eitt okkar glæsilegasta þjóðareinkenni og ber vott um einlægan áhuga á því sem lyftir huganum úr dag- legu amstri. Á meðan svo er hefur maður ekki áhyggjur af andlegum styrk þjóð- arinnar þegar á móti blæs.“ Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, segir að fagna eigi þeim áfanga í sögu hljómsveitarinnar að vera komin í tónlistarhús á heimsklassa. Morgunblaðið/Sigurgeir S. ’ Sinfóníuhljómsveitin er þjóðarhljómsveit og hér hefur þjóðin tekið sig saman og byggt þetta tónlistarhús sem er heimili þjóðarhljómsveit- arinnar og það var mark- mið okkar frá fyrstu tíð að sem flestir tengdu sig við húsið og hljómsveitina sína. Sinfóníuhljómsveit Íslands lauk nýlega glæsilegu opnunarári í nýju og fullkomnu tónlistarhúsi Íslendinga, Hörpunni, þar sem hátt í 100 þúsund gestir komu til að hlýða á hljómsveitina spila. Komandi starfsár Sinfóníunnar verður ekki síður fjölbreyttu og eitthvað ætti að vera fyrir alla á dagskrá hennar. Á Menningarnótt verður Sinfónían með fyrstu tónleikana á nýju starfsári og hefst dagskráin á viðeigandi hátt með fjöl- skyldutónleikum Maxímús Músíkús. Síðar í haust og næsta vetur mun al- menningi gefast tækifæri á að hlýða á sin- fóníur eftir Schumann, Tjajkovskij og Mahler svo eitthvað sé nefnt. Kvikmyndaáhugamenn geta líka farið að hlakka til því Sinfónían mun halda sér- staka Star Wars tónleika og tónleika úr töfraveröld Disney þar sem ódauðleg tón- list úr smiðju Walt Disney verður spiluð. Sinfóníuhljómsveitin fer síðan norður á land og spilar í Hofi, menningar- og tónlist- arhúsi Akureyringa. Þar verður fluttur sellókonsert eftir Joseph Haydn undir stjórn Ilans Volkovs og Bryndís Halla Gylfadóttir spilar sem einleikari. Einnig verður boðið upp á grípandi tón- list þar sem klarinettleikarinn Martin Fröst spilar Peacock Tales eftir Hillborg. Vín- artónleikar verða svo á nýju ári og róm- aður einleikskonsert Hafliða Hallgríms- sonar. Fjölbreytt dagskrá Sinfóníuhljómsveit- arinnar næsta vetur

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.