Morgunblaðið - 20.07.2012, Side 4

Morgunblaðið - 20.07.2012, Side 4
FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is Að sögn Kristjáns Freys Helga- sonar, sérfræðings hjá sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytinu, er lagabókstafurinn skýr um að meginreglan sé sú að þegar ekki er í gildi samningur um veiðar þá séu hafnir lokaðar. Í gær greindi Morgunblaðið frá því að grænlenska makrílveiðiskip- inu Eriku hefði verið meinað að landa hér á landi makríl sem það veiddi í grænlensku efnahagslög- sögunni. Þá sagði Eyþór Björns- son, fiskistofustjóri, í blaðinu í gær, að ástæðan fyrir þessu væri sú að í lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands standi að skipum sem stundi veiðar úr fiskistofnum sem ekki eru samningar um nýtingu á, líkt og t.d. makrílstofninum, sé óheimilt að koma til hafna hér- lendis. Í 1. mgr. 3. gr. laga um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fisk- veiðilandhelgi Íslands segir að er- lendum skipum sé heimilt að landa eigin afla, umskipa afla og selja hann í íslenskum höfnum og sækja þangað alla þá þjónustu sem varð- ar útgerð skips. Í 2. mgr. 3. gr. sömu laga kemur síðan fram und- antekning frá þessu ákvæði en þar segir m.a.: „Erlendum skipum, sem stunda veiðar eða vinnslu á afla úr sameiginlegum nytjastofn- um sem veiðast bæði innan og ut- an íslenskrar fiskveiðilandhelgi og sem íslensk stjórnvöld hafa ekki gert milliríkjasamning um nýtingu á, er þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. óheimilt að koma til íslenskra hafna.“ Að sögn Kristján er þetta ein- mitt staðan í dag. „Þetta er akk- úrat staðan eins og hún er. Það er ósamið um makrílinn, þannig að þú átt ekkert að fá að koma inn í höfn,“ segir Kristján. Ráðherra má víkja frá lögum Að sögn Kristjáns er ráðherra heimilt að víkja frá ákvæðum 2. mgr. 3. gr. laganna þegar sérstak- lega stendur á og vísar hann þar til ákvæðis 4. mgr. 3. gr. laganna. Hann nefnir að eitt fordæmi sé fyrir hendi um að ráðherra hafi nýtt sér þessa lagaheimild. Bendir Kristján þannig á að í ágúst árið 2001 hafi sjávarútvegs- ráðuneytið sent frá sér fréttatil- kynningu þess efnis að ráðuneytið Lokaðar hafnir eru megin- reglan þegar samninga skortir Ljósmynd/Markús Karl Valsson Erika Grænlenska makrílveiðiskipið Erika fékk ekki að landa afla sínum úr grænlensku lögsögunni hér á landi.  Sérfræðingur segir eðlismun á löndunum rússneskra skipa og máli skipsins Eriku hafi ákveðið að rýmka þessar regl- ur þannig að erlendum skipum sem hafa leyfi grænlenskra stjórn- valda til að stunda veiðar á grá- lúðu og karfa við Austur-Græn- land, sé heimilt að landa afla sínum á Íslandi, jafnvel þótt ekki hafi tekist að semja við grænlensk stjórnvöld um nýtingu þessara stofna. „Erlend skip, með leyfi grænlenskra stjórnvalda til veiða á grálúðu og karfa, hafa landað á Ís- landi og þannig búið til veiði- reynslu fyrir Grænland,“ segir Kristján. Hann tekur undir orð Eyþórs Björnssonar, fiskistofustjóra, í blaðinu gær um að lögin hafi verið í gildi frá árinu 1998 og eigi ekkert skylt við makríldeiluna. „Þetta eru sambærileg ákvæði og Norðmenn hafa í sínum lögum og Evrópusam- bandið er að reyna að ná sér í til að geta beitt svona löguðu,“ segir Kristján. Spurður út í rússnesk skip sem hafa upp á síðkastið landað hér á landi úthafskarfa án þess að vera aðilar að samningum um skiptingu karfans segir Kristján að varðandi það sé meginreglan sú að hafnir séu opnar en ráðherrann hafi í því tilviki heimild til þess að loka höfnunum fyrir rússneskum skip- um, því sé eðlismunur á málunum. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2012 tvær nýjar bragðtegundir! E N N E M M / S IA / N M 46 40 7 E N N E M NÝ BRAGÐTEGUND- SÍTRÓNA OG KARRÍ NÝ BRAGÐTEGUND- BÉARNAISE Veðurstofan bendir vegfar- endum, einkum þeim sem ferðast með aftanívagna, á að spáð er versnandi veðri um helgina. Búast má við hvössum vindi og allmikilli rign- ingu seinnipart laugardags og á sunnudag um mestallt land. Því er spáð að óvenjudjúp lægð, miðað við lægðir í júlímánuði, verði suðvestur af landinu á sunnudag. Lægðin sem spáð er líkist meira haustlægðum en sumarlægð hvað dýptina varðar. En víst er að það er von á veðrabrigðum. Ferðalöngum er ráð- lagt að skilja aftan- ívagnana eftir heima um helgina Vond spá Spáð er hvössum vindi. Karlmaður slas- aðist þegar breyttur tveggja sæta torfæru- jeppi valt við sumarhúsa- byggð á Flúðum um fjögurleytið í fyrrinótt. Mað- urinn brotnaði illa í andliti en var ekki talinn vera í lífshættu, að sögn lögregl- unnar á Selfossi. Sá slasaði var með meðvitund og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Svo virð- ist sem ökumaður jeppans hafi misst stjórn á honum í brekku með þeim afleiðingum að hann valt. Lögreglan handtók tvo aðra menn vegna málsins en þeir voru grunaðir um ölvunarakstur. Mönn- unum var sleppt eftir yfirheyrslur og telst málið upplýst að sögn lög- reglunnar á Selfossi. Tveir mann- anna eru á fimmtugsaldri og einn á fertugsaldri. gudni@mbl.is Einn slasaður og tveir handteknir Slys Grunur lék á ölvunarakstri. Konan sem varð fyrir árás í heima- húsi í miðborg Reykjavíkur á mið- vikudagskvöld er ekki alvarlega særð. Árásarmaðurinn, sem er fyrrverandi eiginmaður konunnar og var vistaður í fangageymslu lög- reglu í fyrrinótt, var yfirheyrður í gær. Maðurinn réðst á konuna með hnífi í kjölfar ágreinings, með þeim afleiðingum að hún særðist á hendi. Lögregla handtók manninn um klukkan 22 á miðvikudagskvöld en konan var flutt á slysadeild, þar sem gert var að sárum hennar. Ekki alvarlega særð eftir hnífaárás „Færeyingar hafa landað hér makríl og kolmunna þótt ósamið hafi verið um þá stofna,“ sagði Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. „Erlend skip lönduðu hér miklu af kolmunna áður en var samið um hann. Færeyingar lönduðu hér makríl í fyrra og hittifyrra. Íslensk skip hafa landað makríl í Færeyjum og talið þann afla sér til tekna þeg- ar þau reikna sér hlutdeild í makríl- stofninum. Þegar ekki var búið að semja um norsk-íslensku síldina þá lönduðu Færeyingar og Norðmenn hér síld.“ Gunnþór nefndi og grálúðu sem ekki hefur verið samið um og er- lend skip hafa landað hér. Einnig að Rússar landi hér úthafskarfa án þess að eiga aðild að samningi um skiptingu karfans á Reykjanes- hrygg. Grænlenska skipið Erika fór með makríl sem því var bannað að landa hér á landi fyrr í vikunni til Fugla- fjarðar í Færeyjum. Síldarvinnslan á þriðjung í útgerð Eriku og hefur átt hlut í útgerðinni í áratug. Sam- kvæmt skýrslum Fiskistofu hefur Erika oft landað hér loðnu og einnig síld, kol- munna og nú síð- ustu árin einnig makríl. „Mér finnst þetta frekar á lágu plani,“ sagði Gunnþór um lönd- unarbannið sem sett var á Eriku. Hann benti á að Grænlendingar hefðu gert loðnusamning við okkur og að við fáum megnið af þeirri loðnu sem Erika aflar til vinnslu. Það skapi útflutningstekjur fyrir okkur. „Ég held að menn eigi frekar að velta því fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegt að gera fiskveiði- stjórnunarsamning milli Íslands og Grænlands en að búa til svona ágreining,“ sagði Gunnþór. gudni@mbl.is Löndunarbann á lágu plani MÖRG DÆMI UM LANDANIR ERLENDRA SKIPA HÉR Gunnþór Ingvason „Þetta er ákveðinn stimpill og viður- kenning sem við erum búin að fá og gefur okkur möguleika á því að flytja út vörur, sem er kannski aðalávinn- ingurinn,“ segir Helgi Rafn Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Biobú ehf., sem á dögunum fékk afurða- stöðvaleyfi hjá Matvælastofnun. Biobú framleiðir m.a. jógúrt, skyr og ís úr lífrænni mjólk en leyfið gerir fyrirtækinu m.a. kleift að taka á móti hrámjólk beint frá bændum. „Þetta mun flýta ferlinu, nú þarf MS ekki að gerilsneyða mjólkina áð- ur en við fáum hana,“ segir Helgi. „Við fáum mjólkina strax, í stað þess að bíða í einn dag áður en hún kemur til okkar,“ segir hann. Helgi segir aðstandendur fyrir- tækisins hafa gælt við þá hugmynd að flytja vörur sínar út en það sé ákveðnum vandkvæðum bundið þar sem geymslutími jógúrtar og skyrs sé takmarkaður. Hins vegar kæmi mögulega til greina að flytja út ísinn sem framleiddur er hjá fyrirtækinu. Biobú notar lífræna mjólk frá þremur búum í vörur sínar, þar sem lífræn framleiðsla hefur verið stund- uð um árabil. Helgi segir ýmislegt spennandi á döfinni en t.d. sé von á nýjum vörum á næstu tveimur mán- uðum, þ.á m. nýjum skyrdrykk. holmfridur@mbl.is Fá hrámjólkina beint heim og leyfi til að flytja út vörur  Biobú fær afurðastöðvaleyfi  Von á nýjum vörutegundum Mjólk Biobú notar lífræna mjólk frá þremur búum í vörur sínar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.