Morgunblaðið - 20.07.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2012
Formaður Framsóknarflokksinsfjallar um ríkisfjármálin á
heimasíðu sinni og bendir á að sam-
kvæmt fjárlögum ársins 2011 hafi
hallinn á ríkissjóði átt að vera 36,4
milljarðar króna. Eftir árið hafi
fjármálaráðuneytið
talið að hallinn yrði
46,4 milljarðar en
nú sé komið í ljós að
hann hafi verið 89,4
milljarðar.
Hallinn hafi semsagt verið
173% umfram áætl-
un fjárlaga, sem
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson telur
að sé Evrópumet í
skekkju.
Hann bendir á aðóreiðan hafi verið sambæri-
leg árið áður. Gert hafi verið ráð
fyrir 87,4 milljarða halla í fjár-
lögum ársins 2010. Fjármálaráð-
herra hafi svo talið, þegar fjárlögin
voru kynnt, að hallinn yrði 13 millj-
örðum minni. Þegar ríkisreikn-
ingur hafi legið fyrir hafi hallinn
hins vegar reynst 123,3 milljarðar.
Sigmundur bendir á að í fjár-lögum fyrir þetta ár hafi að
sögn fjármálaráðuneytisins verið
dregið úr aðhaldi vegna þess ár-
angurs sem hafi náðst.
Hvernig ætli raunveruleg nið-urstaða ársins 2012 verði?
Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir
kosningar,“ segir Sigmundur Dav-
íð Gunnlaugsson.
Full ástæða er til að taka undirmeð formanni Framsóknar-
flokksins um áhyggjur af fjár-
lögum þessa árs. Og enn frekari
ástæða er til að hafa áhyggjur af
kosningafjárlögunum sem fram-
undan eru.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Kosningafjárlög
óreiðustjórnar
STAKSTEINAR
Jóhanna
Sigurðardóttir
Veður víða um heim 19.7., kl. 18.00
Reykjavík 13 skýjað
Bolungarvík 12 skýjað
Akureyri 13 skýjað
Kirkjubæjarkl. 13 rigning
Vestmannaeyjar 13 skýjað
Nuuk 13 heiðskírt
Þórshöfn 9 skýjað
Ósló 16 skýjað
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Stokkhólmur 17 léttskýjað
Helsinki 21 léttskýjað
Lúxemborg 18 léttskýjað
Brussel 16 léttskýjað
Dublin 13 skýjað
Glasgow 16 léttskýjað
London 20 léttskýjað
París 21 skýjað
Amsterdam 15 skýjað
Hamborg 13 skúrir
Berlín 17 þrumuveður
Vín 28 skýjað
Moskva 17 skýjað
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 38 léttskýjað
Barcelona 27 heiðskírt
Mallorca 30 heiðskírt
Róm 32 heiðskírt
Aþena 30 heiðskírt
Winnipeg 27 heiðskírt
Montreal 20 skýjað
New York 22 alskýjað
Chicago 26 skýjað
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
20. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:59 23:10
ÍSAFJÖRÐUR 3:32 23:47
SIGLUFJÖRÐUR 3:13 23:32
DJÚPIVOGUR 3:21 22:48
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) fékk engin
bein framlög frá ríkinu árið 2011. ,,Sjóðurinn hefur
ekki fengið bein fjárframlög frá skattgreiðendum,
síðan árið 2005, þegar hluta af ágóða vegna sölu
Símans var ráðstafað til sjóðsins,“ segir í frétta-
tilkynningu sem sjóðurinn sendi frá sér í gær. Til-
efnið er sú framsetning fjármálaráðuneytisins, þeg-
ar ríkisreikningur ársins 2011 var kynntur, að
rekja megi hluta af bókhaldslegu tapi ríkissjóðs í
fyrra til taps fyrri ára í rekstri NSA. Þetta gefur
villandi mynd af rekstri og stöðu sjóðsins að mati
forsvarsmanna NSA.
,,Eign ríkisins í NSA hefur hins vegar verið of-
metin í bókhaldi ríkisins um langt skeið. Um þetta
hefur NSA ekkert haft að segja. Mat ríkisins hing-
að til hefur ekki stuðst við ársreikninga eða álit
sjóðsins,“ segir í fréttatilkynningu NSA.
Í frétt fjármálaráðuneytisins í fyrradag var ein
af skýringunum sem tilteknar voru á að afkoma rík-
issjóðs var verri en áætlað hafði verið, rakin til nið-
urfærslu eignarhluta hjá NSA sem svaraði til um 5
milljarða króna. Í fréttatilkynningu NSA í gær seg-
ir að endurmat eignanna hafi ekkert með rekstur
eða stöðu NSA að gera. NSA hafi lagt mikla
áherslu á gæta varúðar við verðmat eigna og sjóð-
urinn telji ekki til tekna verðhækkanir á hlutabréf-
um í fyrirtækjum sínum fyrr en endanleg sala á sér
stað en færir tap um leið og það myndast. Bent er á
að eigið fé NSA var jákvætt um 4,6 milljarða hinn
31. desember 2011. omfr@mbl.is
NSA fékk engin bein ríkisframlög í fyrra
Forsvarsmenn Nýsköpunarsjóðs segja framsetningu fjármálaráðuneytisins á
bókhaldslegu tapi samkvæmt ríkisreikningi ársins 2011 gefa villandi mynd
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurð-
ardóttir, hefur skipað sr. Ástu Ingi-
björgu Pétursdóttur sóknarprest í
Bolungarvík-
urprestakalli í
Vestfjarðapró-
fastsdæmi. Hún
tekur við embæt-
inu 1. ágúst nk.
Sr. Ásta er
fyrsti presturinn
sem hinn nýi
biskup skipar, en
sem kunnugt er
var sr. Agnes
sóknarprestur í Bolungarvík þegar
hún var kjörin biskup. Tíu manna
valnefnd prestakallsins náði sam-
stöðu um að mæla með því að sr.
Ásta Ingibjörg yrði skipuð í emb-
ættið.
Fimm umsækjendur voru um
embættið: Sr. Ásta Ingibjörg Pét-
ursdóttir, Elín Salóme Guðmunds-
dóttir cand. theol, sr. Jóna Lovísa
Jónsdóttir, Salvar Geir Guðgeirsson
cand. theol og Sigríður Rún
Tryggvadóttir cand. theol.
Sr. Ásta Ingibjörg hefur gegnt
embætti sóknarprests í Bíldudals-
og Tálknafjarðarprestakalli síðan 1.
janúar 2009. sisi@mbl.is
Nýr prestur
til Bolung-
arvíkur
Ásta Ingibjörg
Pétursdóttir
Fyrsti presturinn
sem nýr biskup skipar