Morgunblaðið - 20.07.2012, Síða 10

Morgunblaðið - 20.07.2012, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2012 ÚRVAL FATNAÐAR OG GJAFAVÖRU Opið virka daga frá 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 Skátastarf á Íslandi er með miklum blóma og um að gera að hvetja unga fólkið til að ganga til liðs við þessa gamalgrónu hreyfingu, sem hefur starfað hér í heila öld. Á heimasíðu Bandalags íslenskra skáta (BÍS) skatar.is, er hægt að kynna sér hvað er í boði og út á hvað það gengur að vera skáti. Þar kemur t.d. fram að markmið skátahreyfingarinnar sé að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir, hjálpsamir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Skátar hittast almennt vikulega á fundum og vinna í hópastarfi að margþættum verkefnum, taka þátt í útilífi og alþjóðlegu skátastarfi. Hvort sem það er gönguferð, varð- eldur, næturleikur, hellaferð, hnúta- kennsla, tjaldútilega, skátaheiti, úti- eldun, skátastarf á netinu, skáta- vígsla eða kakó og kex. Nú er lag að tékka á skátunum fyrir krakkana. Vefsíðan www.skatar.is Morgunblaðið/Ernir Skátar Frábær félagsskapur og skemmtilegt starf bæði um sumar og vetur. Fjölbreytt skátastarf Nú þegar sólin hverfur um stund á bak við skýin sem ætla að gráta nokkrum regndropum á okkur mann- fólkið hér á Íslandi, er full ástæða til að hvetja fólk til að njóta þess. Vissu- lega er fólk fljótt að fá leiða á væt- unni en það er tímaeyðsla að kvarta og kveina yfir því sem ekki er hægt að breyta. Miklu skemmtilegra er að skottast út í rétta gallanum og hafa hann vatnsheldan og njóta þess að finna hlýja rigningardropa hreinsa andlitið af inniveru. Útivera er ekkert minna skemmtileg þó ekki sé glamp- andi sól, hún getur meira að segja orðið frábær, þá ilmar gróður jarðar. Endilega… …njótið regns og hlýinda Morgunblaðið/Eggert Rigning Hún getur verið góð. Þegar rigningin hellist yfir okkur get- ur verið heillaráð að vera innandyra á góðum stað þar sem hægt er að njóta menningar. Eitt af því sem hægt er að gera á morgun, laugardag, er að bregða sér í Rangárþing á tónleika í Selinu á Stokkalæk. Þar ætlar Kammerhópurinn Stilla að koma fram kl. 16 og yfirskrift tónleikanna er „Tónlist frá ýmsum löndum – Rússland, Frakkland, Ítalía, Svíþjóð, Ísland, Rúmenía og Írland“. Kammerhópurinn Stilla er skip- aður strengjakvartett og söngvurum og ætla þau að leika allt frá eldfjör- ugum þjóðlögum til hádramatískra sönglaga, auk þess sem dúettar og tríó úr heimi óperunnar fá að hljóma. Flutt verða verk eftir Rachmaninoff, Bellini, Sibelius, Bizet o.fl. auk ís- lenskra söngperlna eftir Karl O. Run- ólfsson, Atla H. Sveinsson og Sigfús Halldórsson. Strengjakvartettinn flytur svo fjöruga þjóðdansa í eigin útsetningum. Um að gera að koma líka við á Kaffi Langbrók í Fljótshlíð nú eða Café Eldstó & Húsi leirkera- smiðsins á Hvolsvelli. Kammerhópurinn Stilla heldur tónleika í Selinu á Stokkalæk Gott að bregða sér út úr bænum og njóta tónlistar í sveitinni Glæsilegur hópur Þau eru strengjakvartettinn og söngvararnir. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég byrjaði í skátunum ívetur og finnst það alvegfrábært. Frændur mínirsem eru í skátunum voru alltaf að segja mér frá einhverju skemmtilegu þar og þess vegna vildi ég prófa og ég sé ekki eftir því,“ seg- ir Thelma Líf Sigurðardóttir sem er í skátafélaginu Hraunbúum í Hafnarfirði. Hún er fálkaskáti en að liðnu þessu sumri mun hún færast einu stigi ofar og verða dróttskáti. Innan fálkanna eru strákarnir kall- aðir riddarar og stelpurnar rauð- skinnur. „Við hittumst einu sinni í viku og gerum allskonar skemmti- legt, búum til ís, leirum og ótal margt fleira. Svo eru útilegur reglu- lega allan ársins hring og við lærum að bjarga okkur úti í náttúrunni.“ Söngur við bálköst Ekki var laust við að Thelma Líf væri með tilhlökkunarblik í auga, hún getur vart beðið eftir því að sunnudagurinn renni upp, því þá fer hún á sitt fyrsta Landsmót skáta. „Þetta verður heil vika í tjaldi við Úlfljótsvatn og það mæta um tvö þúsund skátar, alls staðar að úr heiminum. Þetta er stórt alþjóðlegt mót og virkilega spennandi. Við verðum nokkrar vinkonur saman í tjaldi og ætlum að skemmta okkur vel, enda verður flott dagskrá, alls- konar keppnir, fjölbreyttar göngu- ferðir, bátsferðir, kveikt verður bál, sungið og ótal margt fleira.“ Saumaði kjól sjö ára Thelma Líf er hugmyndarík og skapandi stelpa og gerði sér lítið Skátastelpa með sköpunargáfu Hún er á leið á skátamót og verður heila viku í tjaldi við Úlfljótsvatn þar sem mæta um tvö þúsund skátar, alls staðar að úr heiminum. Thelmu Líf er margt til lista lagt, hún prjónar, heklar, föndrar og bakar. Hún gerði sér lítið fyrir og hann- aði og prjónaði sér húfu fyrir skátamótið með merki skátahreyfingarinnar. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Dýravinur Thelma Líf að leika við hundinn sinn hana Sögu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.