Morgunblaðið - 20.07.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.07.2012, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2012 Frelsi er eitthvað sem viðsækjumst öll eftir ogmargir taka sem sjálf-sögðum hlut. Það gera sér þó ekki allir grein fyrir því að það eru gríðarlega margir sem berjast fyrir frelsi sínu á hverjum degi. Ég vil lifa lífinu eins ég kýs að lifa því án mikilla takmarkana. Ég sæki sjaldan kvikmyndahús borgarinnar en fyrir stuttu sá ég myndina Intouchables sem hafði djúp og mikil áhrif á mig. Myndin er bæði ótrúlega falleg og bráð- skemmtileg. Hún fjallar um mann sem er lamaður fyrir neðan háls og ræður til sín aðstoðarmann til að hjálpa sér við athafnir daglegs lífs. Hugmyndin er sú að aðstoð- armaðurinn hjálpi honum að lifa sjálfstæðu lífi og stjórna því sjálf- ur ásamt því að virkur þátttakandi í lífinu. Aðstoðarmaðurinn skapaði manninum það frelsi sem allir leita eftir, hann leit ekki á hann með meðaumkun heldur sem félaga. Hann hafði aðstoðarmann sem gleymdi því stundum að hann væri fatlaður og gæti m.a. ekki staðið upp til að ná í símann. Aðstoð- armaðurinn var ómenntaður og hafði enga faglega þekkingu á umönnun fatlaðra. En með honum varð hann heill á ný og með að- stoðarmanninn sér við hlið var hann nú loksins fær um allt og gat lifað lífinu til fulls. Einmitt það að fatlaðir einstaklingar geti lifað lífi sínu til fulls án tak- markana og fordóma ætti að vera sjálf- sagður hlutur. Að þeir einstaklingar hafi aðstoðarmann með sér sem gerir þeim kleift að hafa stjórn á eig- in lífi, ákvörð- unum og eiga möguleika til fullrar þátttöku á öllum sviðum lífsins. Með því láta þeir drauma sína rætast. Mynd- in snerti hjörtu allra áhorfenda með því að fjalla á þennan æðru- lausa hátt um mikilvægi frelsis fyrir alla. Efni kvikmyndarinnar styður hugmyndir mínar um frelsi án fordóma og mikilla takmarkana. Það að kvikmynd geti sent svona sterk skilaboð til samfélags- ins hélt ég að væri óhugsandi, ég hélt að kvikmynd gæti ekki haft jafn mikil áhrif á mig og þessi hafði, hún fær mig til að hugsa um fegurð frelsisins. Hér á landi er mikill áhugi til þess að innleiða notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem færir fötluðum einstaklingum tækifæri á að lifa sjálfstæðu lífi. Það væri óskandi að þessi kvik- mynd opnaði augu fólks fyrir mikilvægi sjálf- stæðs lífs fyrir fatlað fólk. Við þurfum að halda áfram að berjast fyrir frels- inu, að berjast fyrir alla sem lifa ekki við frelsi því sú barátta er síður en svo á enda. Um leið og allir geta búið við sama frelsi og Philippe með Driss að- stoðarmann sinn hefur baráttan borið árangur og frelsið hefur sigrað. »Myndin snerti hjörtuallra áhorfenda með því að fjalla á þennan æðrulausa hátt um mikil- vægi frelsis fyrir alla. Efni kvikmyndarinnar studdi hugmyndir mínar um frelsi án fordóma og mikilla takmarkana. Heimur Áslaugar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is Líkaminn er mikið undratól og sann- arlega makalaust hversu mikið er hægt að toga hann og teygja. Í vik- unni fór fram alþjóðleg danshátíð í Túnis og má hér sjá nokkur sýnishorn frá glæstri sýningunni þar sem ball- ettdansarar fóru hamförum. Alþjóðleg danshátíð í Túnis Kroppar teygðir og togaðir AFP Á leið á skátamót Thelma Líf skartar hér húfunni góðu sem hún hannaði og prjónaði sjálf. fyrir og prjónaði sér húfu fyrir skátamótið með merki skátahreyf- ingarinnar á Íslandi. „Ég teiknaði munstrið bara upp á rúðustrikað blað og taldi það svo út,“ segir hún eins og ekkert sé einfaldara, enda hefur hún bæði prjónað og saumað frá því hún var lítil stelpa. „Ég saumaði minn fyrsta kjól þegar ég var sjö ára, úr afgöngum af efni í árshátíðarkjól eldri systur minnar. Ég hef alltaf viljað nýta það sem fell- ur til, hvort sem það er garn eða efni, og gera eitthvað úr því. Mér finnst gaman að gera hluti í höndun- um en ég hef lært mest af mömmu, hún er mikil prjónakona. Við sitjum oft saman og prjónum og höfum það notalegt. Við förum líka stundum í prjónakeppni.“ Bakar þegar henni leiðist Eitt af því sem Thelmu Líf finnst gaman að búa til eru armbönd með blómi ofan á. Hún telur ekki eft- ir sér að hjóla marga kílómetra til að kaupa allskonar litt garn sem hún notar sem efnivið í hekluðu arm- böndin. Hún hefur líka búið til prjónamerki með skrautlegum perl- um. Hún hefur ekki mikla biðlund og vill framkvæma hlutina um leið og hún fær hugmyndir. Og hún get- ur líka verið afkastamikil. Ein- hverju sinni þegar fjölskylda hennar var í útilegu með fleira fólki þá heklaði hún eyrnabönd á alla kvenkyns meðlimi hópsins, eða tólf eyrnabönd. „Ég hekl- aði þau öll hér heima áður en við lögðum af stað, en ég þurfti að hekla eitt þeirra í úti- legunni, af því það bættist ein stelpa í hópinn,“ segir Thelma Líf sem prjónaði munstraða dúkku- peysu í síðustu útilegu fjölskyld- unnar. Hún hefur líka prjónað peysu á sig, saumað tösku, pennaveski og búið til hringi úr leir. Thelmu Líf finnst líka gaman að baka og það gerir hún í tíma og ótíma, til dæmis ef henni leiðist. Fjölhæf Armböndin sem Thelma Líf heklar eru litrík, bollakökurnar sem hún bakar eru bæði skrautlegar og bragðgóðar og prjónamerkin perlu- skreyttu sem hún býr til eru gleðjandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.