Morgunblaðið - 20.07.2012, Side 16

Morgunblaðið - 20.07.2012, Side 16
FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun djúp lægð ganga yfir landið um helgina með mikilli úrkomu. Er gert ráð fyrir suðaustan strekkingi og jafnvel hvössum vindi. Þá verð- ur mikil úrkoma um mestallt land seinnipart laugardags og sunnu- dags, minnst þó á Norðaust- urlandi, og ættu vegfarendur að hafa varann á, einkum þeir með eftirvagna. Mannamót verða víðs vegar um landið um helgina, en aðstandendur þeirra eru einhuga um að láta veðrið ekki á sig fá. Hluti af þjálfun skáta Landsmót skáta verður sett á Úlfljótsvatni í dag, en skátahreyf- ingin á Íslandi fagnar 100 ára af- mæli sínu í ár. Bragi Björnsson skátahöfðingi segir að skátarnir muni ekki láta veðrið skyggja á landsmótið: „Baden-Powell, upphafsmaður skátahreyfingarinnar, sagði einu sinni á miklu rigningarmóti snemma á síðustu öld að það gætu allir farið í útilegu í góðu veðri, en það þyrfti skáta til þess að vera í vondu veðri, þannig að við kippum okkur ekki upp við það.“ Bragi segir að aðstandendur landsmótsins séu búnir undir hvaða veður sem er: „Við erum ávallt viðbúin, það er bara þannig. Við höfum svo sem alveg séð mót þar sem hefur verið vont veður lengi, en við lítum á þetta sem hluta af þjálfuninni, því að skáta- hreyfingin er uppeldishreyfing, og við lítum svo á að það að kljást við íslenska náttúru með félögum þín- um sé ákveðið þroskaferli.“ Bragi segir að þegar vont sé í veðri taki það að sjálfsögðu mikið á fyrir 11- 12 ára börn, en þau líti þó oftast á þetta sem skemmtilegt verkefni til að takast á við: „Ég hef verið á nokkrum mótum í gegnum tíðina og ég man ekki eftir því að krakk- arnir hafi verið að bölsótast þó að veðrið væri vont.“ Fari veðrið al- gjörlega úr böndunum segir Bragi skátana viðbúna því: „Ef allt fer í handaskol eru aðstæður á Úlfljóts- vatni þannig að við getum komið fólkinu í skjól.“ Með belti og axlabönd Karl Jónsson, einn af umsjónar- mönnum Húnavöku á Blönduósi, segir að verið sé að undirbúa við- búnað við veðrinu og leggur áherslu á að dagskrá Húnavöku muni halda sínu striki. Eina spurn- ingin sé hvort hún verði utan- eða innandyra, sérstaklega á laug- ardaginn: „Við erum við öllu búin, með belti og axlabönd og allt. Það er því engin ástæða til að láta sig vanta á Húnavöku þetta árið.“ Jenný Jensdóttir, oddviti Kaldrananeshrepps, segir að lík- lega muni komandi lægð ekki hafa nein teljandi áhrif á Bryggjuhátíð- ina á Drangsnesi á laugardaginn, því veðurspáin geri ráð fyrir sól um daginn þegar mest er að ger- ast: „Ef veðrið versnar svo um kvöldið erum við við öllu búin, og munum færa kvöldvökuna inn í frystihúsið.“ Á laugardaginn verð- ur einnig Kátt í Kjós, en þá verða ýmsir viðburðir og opin hús í Kjós- inni. Ólafur J. Engilbertsson hjá Kjósarstofu segir að veðrið ætti ekki hafa mikil áhrif en að hugs- anlega verði að hætta við heims- meistaramót í heyrúlluskreyt- ingum sem ráðgert er um eftirmiðdaginn. Skúli Gautason, framkvæmda- stjóri Miðaldadaga á Gásum í Eyjafirði, segir að veðrið muni lík- lega ekki raska neinu, en þó þurfi hugsanlega að gera einhverjar minni háttar ráðstafanir: „Við tök- um þessu bara af karlmennsku og æðruleysi.“ Ávallt viðbúnir veðrinu um helgina Ljósmynd/Gunnlaugur Bragi Björnsson Ávallt viðbúin Hugsanlegt slagviðri um helgina slær ekki á gleði þeirra sem sækja landsmót skáta á Úlfljótsvatni.  Vond veðurspá hefur lítil sem engin áhrif á mannamót um helgina  Aðstandendur að mestu til- búnir með viðbúnað við rigningunni  „Tökum þessu bara með karlmennsku og æðruleysi“ Mannamót um helgina » Landsmót skáta verður sett í dag á Úlfljótsvatni og stendur til 29. júlí. Þar verður fagnað 100 ára afmæli skátahreyfing- arinnar á Íslandi. Gert er ráð fyrir um 5.000-6.000 manns þangað. » Miðaldadagar á Gásum í Eyjafirði hefjast í dag og standa fram á sunnudaginn. » Húnavaka var sett á Blöndu- ósi í gær og mun hún standa fram á sunnudaginn. » Bryggjuhátíðin á Drangsnesi hefst á morgun kl. 8:30 og verður allan daginn. » Á laugardaginn verður svo Kátt í Kjós, en dagskráin hefst kl. 12 á hádegi og stend- ur fram á kvöld. Blanda Á landsmót skáta koma oft skátar víðs vegar að úr heiminum. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2012 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu og það eru búnir að vera miklu fleiri smáskjálftar inni í Kötluöskjunni frá því í júlí í fyrra en verið hefur undanfarin ár,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðl- isfræðingur og bendir á að um sé að ræða grunna jarðskjálfta sem að lík- indum tengjast jarðhitavirkni á svæð- inu en hún hefur aukist að undan- förnu. Hefur þetta ástand verið ríkjandi við eldstöðina í rúmt ár og bendir Magnús Tumi m.a. á að hlaupið í Múlakvísl á síðasta ári tengist þess- ari auknu virkni. „Þannig að Katla er órólegri núna en hún er vanalega,“ segir Magnús Tumi en t.a.m. má nefna að í gær og fyrradag mældust jarðskjálftar upp á rúmlega tvö stig í Mýrdalsjökli. Höfum beðið eftir gosi frá árinu 1955 Seinast gaus Katla öflugu gosi fyrir 94 árum, eða árið 1918, en ómögulegt er að segja fyrir um hvenær næsta eldgos mun eiga sér stað í eldstöðinni. Magnús Tumi bendir á að árið 1955 hafi margir átt von á gosi en nú 57 árum síðar er enn beðið eftir Kötlugosi. „En auðvitað endar þetta með því að það kemur Kötlu- gos,“ segir Magnús Tumi og bendir á að á árunum 1955, 1967, 1977, 1999 og á árunum 2001-2005 hafi verið mikill órói á svæðinu með aukinni virkni jarðskjálfta og -hita. „Það er oft heilmikið líf og jarðhiti inni í virkum öskj- um, eins og Katla er, en erfitt að segja til um hvað sé und- anfari eldgosa og hvað ekki,“ segir Magnús Tumi og bæt- ir við að þó sé ljóst að skjálftana undir öskjunni megi rekja til jarðhita en ekki til bráðnunar jökuls. „Bráðnun jökuls ein og sér býr ekki til jarðskjálfta heldur er þetta tengt jarðhitasvæðum og eldfjallinu.“ Þrátt fyrir að engar augljósar vísbendingar séu uppi þess efnis að eldstöðin í Mýrdalsjökli muni koma til með að gjósa á næstunni segir Magnús Tumi vissulega meiri líkur en minni vera á gosi á næstu misserum. Að sama skapi er ómögulegt að segja til um hversu öflugt næsta eldgos í Kötluöskju verði. „Hversu stórt verður næsta gos? – Það er ekkert í gossögunni sem segir okkur hvort næsta gos verður stórt. Það virðast ekki vera tengsl þar á milli að goshlé sé langt og svo komi stórt gos.“ Aukin virkni mælist enn við eldstöðina Kötlu  Gossagan segir ekkert til um stærð á næsta eldgosi Morgunblaðið/RAX Titringur Að undanförnu hefur megineldstöðin Katla í Mýrdalsjökli reglulega minnt á sig með jarðskjálftahrinum. Magnús Tumi Guðmundsson „Við erum með körfur við veginn fyrir bæði andar- og hænuegg. Svo erum við með krukkur við hliðina á eggjunum og fólk tekur eftir þörfum og skilur eftir pen- ing,“ segir Kristbjörg Þórey Ing- ólfsdóttir, bóndi á Þorfinnsstöðum í Vesturhópi. Þar ganga endurnar og hænurnar um frjálsar, en and- areggið selja þau á 150 krónur og hænueggið á 50 krónur. Á Þorfinnsstöðum í Vesturhópi býr Kristbjörg ásamt eiginmanni sínum, Jakobi Hermannssyni, og þremur sonum þeirra, þeim Krist- jáni, Ingólfi og Hermanni. Allir eru þeir mjög duglegir að hjálpa til við búskapinn, en Kristján hef- ur sérstaklega verið duglegur að hjálpa til með eggin. „Ég fer á hverjum degi og kíki hversu mörg egg eru í körfunni og bæti við eft- ir þörfum,“ segir Kristján, en hann hefur staðið í þessu und- anfarin sumur og segir alltaf nóg að gera. Unnur Halldórsdóttir, formaður Ferðamálasamtaka Íslands, átti leið fram hjá bænum á dögunum ásamt vinkonum sínum, en henni líst mjög vel á framtakið. „Við vorum á ferðalagi og ákváðum að stoppa við skiltið. Svo hittum við þennan unga dreng sem spjallaði við okkur og sýndi okkur um- hverfið,“ segir Unnur. pfe@mbl.is Ljósmynd/Vegahandbókin Duglegur Unnur Halldórsdóttir, formaður Ferðamálasamtaka Íslands, heilsaði upp á Kristján frá Þorfinnsstöðum, sem er duglegur að selja eggin. Selja andar- og hænuegg við veginn á sumrin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.