Morgunblaðið - 20.07.2012, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.07.2012, Qupperneq 21
SVIÐSLJÓS Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Neyðin er ennþá til staðar í Sómalíu og það er enn fólk á faraldsfæti til Eþíópíu vegna hungurs eða átaka. Við höfum tekið á hluta vandans en það er ekki nóg,“ segir Mark Bow- den, yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu. Nú þegar ár er liðið frá því að hungursneyð var lýst yfir í Sómalíu segir Bowden að tvær og hálf milljón manna þurfi nauðsynlega á aðstoð að halda og 1,3 milljónir til viðbótar þurfi hjálp til að lenda ekki í neyð á ný. „Dánartíðnin og vannæringin hefur rénað gríðarlega en er enn með því mesta sem gerist í heim- inum,“ segir Bowden. Ástandið versnar líklega Það var í júlí í fyrra sem hung- ursneyð var lýst yfir í landinu í kjöl- far gríðarlegra þurrka og innri átaka á milli herskárra íslamista og stjórn- valda. Talið er að tugir þúsunda manna hafi látist í hungursneyðinni. Enda þótt lýst hafi verið yfir að henni væri lokið í febrúar á þessu ári, meðal annars vegna aðgerða Sameinuðu þjóðanna og ýmissa hjálparstofnana, er mannúðar- ástandið í landinu þó enn afleitt. Sér- staklega óttast menn að frekari þurrkar, sein uppskera og áfram- haldandi vopnuð átök muni verða þess valdandi að allt fari aftur í sama far og í fyrra. Bowden segir að enn vanti fleiri hundruð milljónir punda upp á til þess að hægt sé að hjálpa Sómölum í neyð. „Mannúðarástandið mun lík- lega versna enn frekar áður en það batnar. Þeim sem eru í neyð á líklega eftir að fjölga á seinni hluta ársins,“ segir hann. Neyðin af mannavöldum Hjálparsamtök segja að eitt af vandamálunum sé að þeirri neyðar- aðstoð sem hefur borist til Sómalíu hafi verið ætlað að bregðast við bráðri þörf. Það hjálpi fólki hins veg- ar ekki áfram þegar sömu aðstæður haldi áfram að leika það grátt. „Það er við hæfi að spyrja hvers vegna við stöndum aftur frammi fyr- ir neyðarástandi í Sómalíu aðeins einu ári eftir eitt umfangsmesta mannúðarstarf í sögunni þar,“ segir Richard Middleton í skýrslu hjálp- arstofnunarinnar Oxfam sem gefin var út í þessari viku. Litlar rigningar segir hann vera augljósu ástæðuna fyrir ástandinu en bendir á að öðrum þjóðum hafi gengið betur að glíma við samskonar vandamál. „Það er fólk sem er hin raunverulega orsök neyðar- ástandsins í Sómalíu,“ segir Middle- ton. Yfir fjórðungur allra Sómala hefur annaðhvort flutt sig um set innan landsins burt frá átökum og hungri eða flúið land. Flóttamannastofnun SÞ sagði frá því fyrr í vikunni að sómalskir flóttamenn væru nú fleiri en ein milljón. Það byggist á upplýs- ingum sem safnað hefur verið á und- anförnum tuttugu árum á meðan borgarastríð hefur geisað þar. Til samanburðar hafa aðeins átökin í Afganistan og Írak neytt yfir milljón manns til að flýja land. Hungurvofa sveimar yfir Sómalíu á nýjan leik AFP Í neyð Þessi drengur í flóttamannabúðum í höfuðborginni Mógadisjú er einn þeirra gríðarmörgu Sómala sem eru á hrakhólum vegna stríðsátaka og hungursneyðar. Í fyrra flúðu einnig hundruð þúsunda til nágrannaríkjanna.  Ár liðið frá því hungursneyð var lýst yfir í landinu Spillt stjórnvöld » Í skýrslu SÞ sem lekið var í vikunni kemur fram að ekki sé vitað hvað varð um 70% af fé sem verja átti í uppbyggingu og þróun í Sómalíu. » Þar segir einnig að fjár- dráttur, misferli og þjófnaður einkenni bráðabrigðastjórn landsins. » Stjórnin hefur brugðist ókvæða við þessum ásökunum og hafnar þeim alfarið. Umboð hennar rennur út í næsta mán- uði. FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2012 Talið er að sjálfsmorðssprengju- maður með fölsuð bandarísk skilríki hafi verið að verki þegar rúta með ísraelskum ferðamönnum var sprengd í loft upp í Búlgaríu á mið- vikudag. Að minnsta kosti fimm ferða- mannanna létust í árásinni, auk bíl- stjórans og árásarmannsins, og 34 særðust. Tveir hinna slösuðu eru taldir í mjög alvarlegu ástandi. Ísraelsk yfirvöld hafa bendlað Hezbollah-skæruliðasamtökin og írönsk stjórnvöld við árásina. Þau segja ennfremur að þetta sé mesta mannfall í árás á Ísraela á erlendri grundu frá árinu 2004. „Öll ummerki benda til Írans. Ísr- ael mun bregðast við írönskum hryðjuverkum af hörku,“ sagði Benjamín Netanyahu, forsætisráð- herra Ísraels, á miðvikudagskvöld. Búlgarska ríkisstjórnin birti í gær myndband úr öryggismyndavélum þar sem maður sem talinn er vera sjálfsmorðssprengjumaðurinn sést. Hann er á fertugsaldri og segjast yf- irvöld hafa fingraför hans. Þau bíði nú eftir niðurstöðu DNA-rann- sóknar. kjartan@mbl.is AFP Særð Sjúkraliðar huga að ísraelskri ferðakonu eftir árásina. Ísraelar sendu lækna og sjúkraliða til að aðstoða særða og flytja heim hina látnu. Ísraelar saka Írani um aðild að sprengjuárás Andrés López Obrador, fram- bjóðandi PRD- flokksins í mexí- kósku forsetakosn- ingunum sem fóru fram þann 1. júlí, sakar Enrique Peña Nieto, fram- bjóðanda PRI- flokksins, um að hafa notað illa feng- ið fé og peningaþvætti til þess að fjármagna kosningabaráttu sína. López Obrador, sem fékk næst- flest atkvæði í kosningunum á eftir Peña Nieto, skilaði inn kæru sinni til sérstaks kosningadómstóls í vik- unni. Þar sakar hann andstæðing sinn um að hafa beitt umfangs- miklum atkvæðakaupum, fölsuðum skoðanakönnunum og eytt langt um- fram það sem kosningalög heimila í baráttuna. Þá sakar hann fjölmiðla um hlutdrægni í þágu Peña Nieto. Dómstóllinn hefur frest fram í september til að úrskurða í kæru- málum. Hafna öllum ásökunum „Peña Nieto nýtti sér illa fengið fé, nokkuð sem kallast yfirleitt pen- ingaþvætti. Það væri mjög alvarlegt ef yfirvöld rannsökuðu ekki málið. Þá væru þau að hylma yfir glæp,“ sagði López Obrador þegar hann kynnti ásakanir sínar. Hann lagði jafnframt fram ný gögn um að fé, sem annaðhvort hefði komið í gegnum misnotkun á op- inberum sjóðum eða frá skipulagðri glæpastarfsemi, hefði verið dælt með leynd inn í kosningabaráttu PRI-flokksins í gegnum bankann Monex. Hafa rafræn kort sem bank- inn gefur út verið tengd starfs- mönnum kosningabaráttu PRI í kæru PAN-flokks Felipe Calderón, fráfarandi forseta, í Guanajuato-ríki. PRI-flokkurinn hefur ítrekað hafnað öllum ásökunum um að hafa haft rangt við í aðdraganda kosning- anna. Hann sakar López Obrador um örvæntingu í tilkynningu. „Það eina sem þessi nýja lygi nær fram er að gera röksemdafærslur hans fjarstæðukenndari,“ segir í til- kynningunni. kjartan@mbl.is Andrés López Obrador Sakar PRI um pen- ingaþvætti www.avon.is Dalvegi 16B, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Gaman í baði með Naturals Kids línunni Flækjusprey Sjampó og næring Sturtusápa og freyðibað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.