Morgunblaðið - 20.07.2012, Síða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2012
✝ Ingimar
Hólm Guðmunds-
son fæddist 9. mars
1926 að Hóli í Sæ-
mundarhlíð, Skaga-
firði. Hann lést á
Hrafnistu í Boða-
þingi 10. júlí 2012.
Foreldrar hans
voru Sigríður
Helga Gísladóttir f.
í Forsæludalskoti í
Vatnsdal 16. des-
ember 1891, d. 6. ágúst 1970, og
Guðmundur Ari Gíslason f. 18.
desember 1880 að Geitagerði í
Staðarhreppi í Skagafirði, d. 2.
júní 1956. Systkini Ingimars
voru: Sigurlaug f. 1911, d. 2003.
Vilhjálmur f. 1912, d. 1971.
Gunnar f. 1913, d. 1974. Sigrún f.
1915, d. 2000. Anna f. 1916, d.
1990. Hulda f. 1918, d. 1995. Gísli
f. 1919, d. 2001. Guðrún f. 1920,
d. 2003. Þorsteinn f. 1921, d.
2011. Margrét f. 1923, d. 1998.
Eysteinn f. 1924, d. 2011. Bogi f.
1927, d. 1959. Jóhann Sig-
urfinnur f. 1928, d. 1945.
Ingimar kvæntist Ásdísi Katr-
ínu Valdimarsdóttur f .6.2. 1932.
d. 6.1. 2012. Börn: l) Valdimar
Ingimarsson úrsmiður, f. 7. apríl
1949. Maki. Lára Axelsdóttir f.
12. september 1952. Barn þeirra:
marsdóttir f. l. október 1983;
Sonur Þormars fyrir hjónaband:
d) Hallgrímur Þormarsson f. l.
febrúar 1978. Móðir Þuríður
Hallgrímsdóttir f. 27. febrúar
1955. e) Einar Ólafsson f. 24. júní
1987, sonur Þórunnar frá fyrra
hjónabandi.
3) Elsa Ingimarsdóttir iðju-
þjálfi, f. 11. júlí 1958. Fyrrver-
andi maki Guðmundur Stefán
Jónsson f. 11. júlí 1952. Skildu.
Börn: l. Ingimar Hólm Guð-
mundsson f. 30. ágúst 1980, unn-
usta Valý Þórsteinsdóttir f. 16.
desember 1983, 2. Tómas Guð-
mundsson f. 16. desember 1986,
unnusta Þórdís Pétursdóttir, f.
9. júl. 1988.
Ingimar Hólm Guðmundsson
fæddist að Hóli í Skagafirði en
fluttist með foreldrum sínum að
Steinholti í Staðarhreppi. Eftir
nokkurra ára dvöl að Lóni og
Kolkuósi í Viðvíkursveit kom
hann suður til Reykjavíkur og
fór í úrsmíðanám hjá Magnúsi
Benjamínssyni og lauk námi.
Hann kynntist Ásdísi Valdi-
marsdóttur, eiginkonu sinni frá
Eyrarbakka, þá liðlega tvítugur.
Hann rak innflutningsfyrirtæki
með eigin nafni til nokkurra ára-
tuga sem verslaði með úr og
klukkur. Ingimar hafði mikið
yndi af hestamennsku og skíða-
iðkun, auk þess sem daglegar
sundferðir voru honum ómiss-
andi.
Útförin fer fram frá Fossvogs-
kirkju í dag, föstudaginn 20. júlí
2012 kl. 15.
a) Þóra Katrín
Valdimarsdóttir f .
29. sept.1981, sonur
Þóru Katrínar, Elí-
as Axel Maliksson
Bah, f. 2. okt. 2006.
b) Eva Björk Valdi-
marsdóttir, f. 28.
mars 1972, ætt-
leidd, dóttir Evu,
Daníela Saga Jóns-
dóttir f. 10.7. 1996.
Sonur Valdimars
fyrir hjónaband: c) Þorvarður
Goði Valdimarsson, f. 29. janúar
1971, sbk. Guðný Rut Ísaksen,
16.10. 1972. Maki: Birgitta Ró-
bertsdóttir, 17.12. 1970, Skildu.
Börn Þorvarðar: Davíð Goði
Þorvarðarson, f. 15. apríl 1997,
Natalía Mist Þorvarðardóttir, f.
7. mars 1999, Óliver Ari Þor-
varðarson, f. 19. sept. 2004, Ni-
koline Emilie Þorvarðardóttir, f.
19. sept. 2003.
2) Þormar Ingimarsson for-
stjóri, f. 21. ágúst 1952. Maki:
Þórunn Stefánsdóttir, f. 8. októ-
ber 1958. Barn þeirra; a) Bryn-
dís Begga Þormarsdóttir, f. 28.
mars 2001. Maki frá fyrra hjóna-
bandi Þorgerður Jónsdóttir f.
14. janúar 1958. Skildu. b)
Thelma Þormarsdóttir f. 16.
nóvember 1981. c). Rakel Þor-
Það lék um loftið hlýr þeyr og
landið í sínum fegursta skrúða
þegar faðir minn kvaddi. Fram-
koma hans var einnig sem hlýr
þeyr og hugsanir og viðmót sem
fegursti skrúði. Fyrstu ár sín
átti hann heima hjá foreldrum
sínum og systkinum í Steinholti í
Skagafirði. Tíu ára gamall þurfti
hann vegna bágrar stöðu heima
fyrir að yfirgefa sín foreldrahús.
Hann var tvö ár að Lóni í Viðvík-
ursveit og síðan fjögur ár hjá
Sigurmoni og Haflínu í Kolkuósi
í sömu sveit. Hann var vel að sér
í öllu er varðar svæðið austan
vatna Skagafjarðar og var unun
á að hlusta hve vel hann mundi
atburði og lífið frá þessum tíma.
Pabbi kom suður sextán ára
gamall og réðst í vinnu til Gests í
Meltungu sem stóð austast í
Fossvogi í Kópavogi. Hann
stundaði almenn bústörf og fór
með mjólk á hestvagni til fólks í
nágrenninu sem var í áskrift.
Seinna á ævinni fengum við
pabbi að halda hesta í fjósinu hjá
Gesti og fékk ég því að kynnast
þessum stað þar sem pabbi átti
sínar fyrstu minningar í Reykja-
vík. Síðar fékk hann sumarvinnu
á Korpúlfsstöðum ásamt Ey-
steini bróður sínum en milli
þeirra var sterkt vinarþel alla
tíð.
Pabbi komst á samning í úr-
smíði hjá Magnúsi Benjamíns-
syni fyrir tilstilli Vilhjálms bróð-
ur síns. Meistari pabba var
Hjörtur Björnsson og varð þeim
vel til vina. Þetta verkstæði var
stórt á sínum tíma, a.m.k. fimm
til sjö úrsmiðir jafnan að störfum
sem urðu traustir vinir hans til
æviloka. Móður minni kynntist
faðir minn á þessum tíma. Sam-
an sáu þau sinni framtíð betur
borgið með því að pabbi tæki
upp sjálfstæða vinnu sem hann
gerði. Uppi á loftinu í Veltusundi
3 fékk pabbi lítið herbergi hjá
Sverri Sigurðssyni, fyrrum
vinnuveitanda, þar sem hann hóf
sinn rekstur, fyrst sem úrsmiður
fyrir búðina niðri og síðan þegar
hann og Bogi bróðir hans hófu
innflutning á úrum sem settu
síðar mark sitt á úlnliði landans
þ.e. Pierpont úramerkið sem
varð hornsteinn í hans
innflutningi.
Eftir fráfall Boga rak pabbi
fyrirtækið ásamt Nínu mágkonu
sinni um nokkur ár. Seinna var
reksturinn fluttur í Aðalstræti 9
og síðar í Skipholt 50. Vinnan og
vellíðan sinna nánustu var föður
mínum kærast. Hann hafði mikið
yndi af því að umgangast barna-
börnin og fara með þau upp í
Skálafell á skíði. Hann hugsaði
mikið alla tíð um heilbrigt líferni
og hreyfingu og var hófsamur.
Mataræði skipti hann miklu máli
og á móðir mín mikið hrós skilið
fyrir það góða fæði sem við nut-
um. Ég átti þeirrar gæfu að
njóta í tæpa þrjá áratugi að fá að
starfa með honum, kynnast og
læra af. Hann verður mér óend-
anlegur brunnur af einstakri fyr-
irmynd sem ég mun leita í. Hann
var mjög vinnusamur og fylginn
sér í sínum rekstri. Opinn fyrir
nýjungum og djarfur um leið og
hann fetaði tryggan slóða. Lán-
samur var hann með reksturinn
alla tíð og átti vinfengna og
trygga viðskiptavini.
Sund í Vesturbæjarlauginni
stundaði pabbi í rúma fimm ára-
tugi og þar eignaðist hann
marga góða kunningja. Foreldr-
ar mínir voru bæði mjög áhuga-
söm um útreiðar og eins lang-
ferðir þar sem ég var einnig
þátttakandi. Nú eru hófaslögin
frá Safír brúnstjörnótta klárnum
hans pabba frá Skáney í Borg-
arfirði hljóðnuð en minning kær
lifir þær ánægjustundir. Ég er
þakklátur fyrir þá yndislegu
vegferð sem ég hef deilt með
föður mínum í leik og starfi.
Hans minning lifir um ókomna
tíð sem fegurð ein.
Þormar Ingimarsson.
Ingimar tengdafaðir minn lést
á Hjúkrunarheimilinu Boðaþingi
í háblóma sumars. Einhvern
veginn fannst mér að hann hlyti
að lifa að eilífu, – eins og úrin
hans og klukkurnar sem slógu
eilífan taktinn allt í kringum
hann. Með Ingimari er genginn
góður maður og hjartahreinn.
Ævi hans varð löng, bæði í ár-
um og atburðum. Aðeins 10 ára
gamall var hann sendur til vist-
ar, alfarinn að heiman, á
sveitabæi í Skagafirði, lengst af í
Kolkuósi. Hann ræddi árin þar
af sinni alkunnu hógværð. Ýmsu
þurfti að sinna á bóndabæjum í
þá tíð. Kolkuós var, auk hefð-
bundinna bústarfa, útgerðarbýli.
Þar kynnist Ingimar því veiði í
sjó, aðgerð á afla, auk þess sem
hann ferjaði fólk yfir ósinn. Þar
lærði hann einnig að sitja hest,
en sú kúnst átti eftir að verða
stór þáttur í lífi hans seinna
meir. Hann undi sér vel í Kolku-
ósi og greinilegt var að þaðan
átti hann margar góðar minn-
ingar.
16 ára gamall heldur hann svo
suður til Reykjavíkur. Þar lærir
hann til úrsmiðs og stofnar fyr-
irtæki sem hann rak alla tíð og
síðustu 30 árin ásamt Þormari
syni sínum.
Ingimar var um margt
óvenjulegur maður. Reglufesta
var honum í blóð borin. Hann
gekk ávallt til og frá vinnu og í
hádeginu fór hann heim og borð-
aði með Ásu, eiginkonu sinni,
lagði sig stutta stund og hélt svo
á ný til vinnu. Hann synti dag-
lega, fór á skíði þegar skíðafæri
gafst og hestamennsku stundaði
hann í ein 45 ár, allt fram á átt-
ugasta og fjórða aldursár. Hann
var fyrirmyndar manneskja,
bæði til orðs og æðis. Hann var
víðlesinn og einkar vel að sér í
sagnfræði liðinnar aldar. Hann
miðlaði af þekkingu sinni ef eftir
því var leitað, en lét annars
kyrrt liggja. Ingimar var góður
sínum, ég minnist hans sem góðs
tengdaföður, barnabörnin minn-
ast yndislegs afa.
Þeir feðgar, Ingimar og Þor-
mar, stunduðu hestamennskuna
saman alla tíð. Mér er alltaf í
minni þeir tveir sitjandi í kaffi-
stofunni í hesthúsinu, – bjór í
hendi meðan klárarnir fengu
smá tuggu, svo var lagt á.
Ingimar átti jafnan góða hesta
og sá síðasti var afbragðs hestur,
ættaður frá Skáney í Reykholts-
dal. Það er gæfa hestamanns að
eignast góðan hest og þannig
kýs ég að minnast hans, – með
blik í auga og bros á vör, þeys-
andi áfram á stóra, fallega, brún-
stjörnótta hestinum sínum.
Þórunn Stefánsdóttir.
Elsku afi.
Nú ert þú farinn til ömmu.
Það er gott að vita af ykkur sam-
an. Eftir að amma fór í janúar
var eins og þú værir að bíða eftir
að komast til hennar. Ekki
skrýtið eftir 63 ár saman.
Þú varst svo blíður, góður, ró-
legur og einlægur. Þú skiptir
aldrei skapi og þagðir frekar ef
þér mislíkaði.
Þú talaðir ekki illa um fólk og
grínaðist ekki einu sinni á kald-
hæðinn eða illkvittinn hátt. Þú
varst bara góður og traustur.
Okkur þótti alltaf svo ótrúlegt
að heyra sögur af æsku þinni. Þú
ólst upp við fátækt og eflaust
hefur það verið þér þung raun að
geta ekki alist upp með foreldr-
um þínum og systkinum. Þú
komst heill úr þessum erfiðu að-
stæðum sem var að stórum hluta
vegna dugnaðar þíns og elju-
semi.
Það var ríkt í fari þínu að fara
vel með eigur þínar jafnt sem
annarra. Þú fórst vel með bíla
þína og áttir þá lengi. Þú sýndir
öllu virðingu á þinn hægláta
hátt.
Reglusemin og snyrtimennsk-
an var þér í blóð borin. Þú varst
höfðinglegur í gjöfum þínum en
nægjusamur sjálfur og krafðist
einskis.
Brosið þitt var svo fallegt og
einlægt, bláu augun ljómuðu
þegar þú gladdist og minntu oft
á lítinn strák.
Sjaldan sáum við þig jafn
glaðan og þegar þú varst á hest-
baki. Þú lifnaðir allur við og
frelsið tók yfir.
Þannig eigum við eftir að
minnast þín að eilífu. Við þökk-
um fyrir endalausar minningar
af veislum og hestaferðum stút-
fullum af hlátri og gleði. Allt sem
þú gerðir var fyrir fjölskyldu
þína.
Við biðjum innilega að heilsa
ömmu og sjáumst síðar, ekki
amalegt að hafa tvo engla þar til.
Thelma og Rakel
Þormarsdætur.
Hann afi minn, Ingimar Guð-
mundsson, á merkilega og far-
sæla sögu að baki sér. Hann
fæddist 9. mars 1926, í Skaga-
firði, á erfiðum tímum. Átta ár-
um eftir frostaveturinn mikla
1918 og þremur árum fyrir
heimskreppuna miklu 1929.
Hann afi var ríkur að systkinum
eða alls 12 talsins. Aðstæður á
þessum tíma leiddu til þess að
hann þurfti ungur að árum að
flytjast til Reykjavíkur og vinna
fyrir sér við bústörf á Blikastöð-
um. Menntaði sig í úrsmíðum við
Iðnskólann í Reykjavík, vann
sem nemi hjá Magnúsi Benja-
mínssyni og stofnaði heildsölu
með úr og klukkur ásamt ömmu
minni Ásdísi Valdimarsdóttur.
Það var alltaf gaman að hlusta
á hann afa segja sögur af gamla
tímanum og í hvert skipti fylltist
ég aðdáun á manninum sem
hafði svo sannarlega upplifað
tímana tvenna. Þessar sögur
hafa kennt mér margt og þeim
mun ég aldrei gleyma. Afi naut
þess að segja mér sögur frá því
þegar hann var ungur en hann
lifði einnig í samtímanum og frá
þeim tíma á ég mínar bestu
minningar um afa.
Á mínum yngri árum var ég
oft heima hjá afa og ömmu í
Skaftahlíðinni. Ég var ekki orð-
inn hár í loftinu þegar afi var
farinn að fara með mig niður á
Klambratún á litlu plast-
skíðunum og láta mig renna nið-
ur brekkurnar sem litu þá út
eins og Alparnir. Þegar ég var
orðinn eldri eða svona 10 ára þá
fórum við saman á hvíta „gamla
bílnum“ hans afa í Skálafell með
nýsmurt brauð, heitt kakó og
jólaköku frá henni ömmu. Afi
hjálpaði mér í skíðaskóna og svo
skíðuðum við í marga tíma.
Við afi áttum fleiri sameigin-
leg áhugamál. Við höfðum báðir
ákaflega gaman af hesta-
mennsku. Hestamennskan batt
okkur enn meira saman og
minnist ég margra skemmtilegra
útreiðartúra með afa. Afi var
mjör fær knapi og átti marga
góða hesta sem honum þótti
ákaflega vænt um. Fyrsti hest-
urinn sem ég man að afi talaði
um var Fífer, viljugur og góður
töltari. Annar hestur afa sem ég
man vel eftir og hafði ánægju af
var Blakkur, viljugur og góður
töltari. Sá þriðji hét Safír sem ég
man vel eftir frá því að afi keypti
hann ungan, hann var viljugur
og góður töltari. Sem sagt, hann
afi hafði gaman af viljugum og
góðum tölturum. Ekki spillti fyr-
ir þegar við riðum saman „lamb-
hagann“ eða „heiðina“ og afi
hafði kannski fengið sér einn eða
tvo koníak. Þá var betra að loka
augunum því sá gamli reið svo
hratt að rykið og moldin fyllti í
mér augun.
Ég er einnig svo heppinn að
hafa fengið að vinna með honum
afa í úraheildsölunni sem hann
rak með henni ömmu. Það var
mjög gott að vinna með afa og ég
lærði margt af honum. Afi var
mikill fagmaður, ósérhlífinn og
með mikla vinnusemi. Mér finnst
það eins og það hafi verið í gær
sem hann var að bera úratöskur
sem vigtuðu tugi kílóa út í bíl og
fara í söluferðir. Hann var vin-
sæll af viðskiptavinum sínum og
þekktur af sinni vinsemd, hlý-
leika og heiðarleika.
Hann afi var mjög jarðbund-
inn og góður maður. Hann lifði
mjög heilbrigðu lífi, sótti Sund-
laug Vesturbæjar á hverjum
degi og tók lýsi. Hann vildi öllum
vel og átti ekkert nema gott skil-
ið.
Takk fyrir allar góðu minn-
ingarnar, elsku afi.
Hallgrímur Þormarsson.
Við fráfall Ingimars er mér
ofarlega í huga þakklæti til hans
og Ásdísar, sem lést 6. janúar sl.
Við Gunnar bjuggum undir sama
þaki og þau í tæp 50 ár. Betri
meðbúendur er ekki hægt að
hugsa sér. Þeim var umhugað
um að halda eigninni vel við
enda snyrtimennska þeim báð-
um í blóð borin. Það var skotist
milli hæða, málin rædd, skoðanir
látnar í ljós og lausn ávallt fund-
in. Traust vinátta þeirra er okk-
ur Gunnari ómetanleg. Blessuð
sé minning þeirra.
Ingibjörg Elíasdóttir.
Klukkan slær,
tíminn fjær.
Eilífð nær,
en var í gær.
Í dag kveðjum við félagarnir í
Úrsmiðafélagi Íslands, einn okk-
ar tryggasta félagsmann, Ingi-
mar H. Guðmundsson. Ingimar
lagði félaginu ýmislegt gott til í
gegnum árin, studdi starfsemi
þess dyggilega alla tíð.
Ingimar hóf ungur úrsmíð-
anám hjá meistara sínum, Magn-
úsi Benjamínssyni, og stóð sig
með miklum ágætum, hagur vel
og útsjónarsamur. Þetta var í þá
daga þegar erfitt var um ýmis
aðföng, varahlutir voru smíðaðir
á staðnum og nóg að gera. Inn-
flutningshöft voru á úrum og
klukkum, það sem fékkst var
skipt á milli úrsmiðanna.
En betri tíð gekk brátt í garð,
þá greip Ingimar tækifærið og
hóf innfluttning á flestu því sem
úrsmiðir þurfa við störf sín.
Flutti hann meðal annars inn
Pierpoint úrin, sennilega fræg-
ustu fermingarúr hér á landi og
má segja að annað hvert
fermingarbarn hafi gengið um
með slíkt úr á hendi um langt
árabil. Einnig má nefna Wehrle-
klukkurnar sem fegra aðra
hverja stofu á landinu, svo ég
tali nú ekki um hinn fagra slátt
þeirra.
Ingimar var með afbrigðum
dagfarsprúður og liðlegur mað-
ur. Vildi öllum vel, heiðarlegur
manna sættir, leysti öll vanda-
mál okkar úrsmiðanna á skjótan
og öruggan hátt. Fyrir það vilj-
um við þakka í dag um leið og
við sendum ættingjum samúðar-
kveðjur.
F.h. Úrsmiðafélag Íslands,
Björn Árni Ágústsson.
Ingimar Guðmundsson, fyrr-
verandi úrsmiður, lærði hjá fyr-
irtæki Magnúsar Benjamínsson-
ar og co. og vann þar síðan í
nokkur ár þar til hann stofnaði
sitt eigið fyrirtæki. Hann var þá
einstaklega flinkur í viðgerðum á
úrum og klukkum. Í þá daga
(eftir stríðið) var lítið um vara-
hluti í úr og klukkur.
Það urðu nokkur ár þar til
þetta jafnaði sig og á þeim tíma
var töluvert smíðað í úr og
klukkur. Það var þá smíði á fóðr-
ingu í klukku, hjólása, gler,
(lappa upp á fjaðrir).
Höggvörnin á nýrri úraverk-
um var ekki komin og við
minnstu högg brotnaði ballanás-
inn og steinlegurnar. Við þurft-
um að renna í rennibekk ball-
anásana o.fl. Ingimar var sérlega
flinkur í því, bæði fljótur og
vandvirkur. Svo þurfti að smíða
uppdráttarása og laga spíral-
fjaðrir. Það gekk vel.
Sá sem skrifar þetta telur sig
hafa verið heppinn að sjá hvern-
ig Ingimar fór að þessu og hann
var svo indæll að leiðbeina mér
ásamt öðrum í þessu.
Blessuð sé minning hans. Mér
er mikill sómi að hafa kynnst
þessum ágæta manni og fjöl-
skyldu hans sem ég samhrygg-
ist.
Þórður fyrrverandi
úrsmiður.
Ingimar Hólm
Guðmundsson
✝
Elskuleg mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
INGIBJÖRG HALLBERA ÁRNADÓTTIR,
Skólastíg 14,
Stykkishólmi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Akranesi, laugardaginn 14. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Stykkishólmskirkju
laugardaginn 21. júlí kl. 13.00.
Sigrún Ársælsdóttir,
Árdís Sigurðardóttir, Arne H. Dilling,
Sesselja Guðrún Sigurðardóttir, Guðjón Þorkelsson,
Sigurborg Inga Sigurðardóttir, Pétur J. Jóhannsson,
Unnur Sigurðardóttir, Páll H. Sigvaldason,
Aðalsteinn Sigurðsson, Jónína Shipp,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
INGA MARÍA PÁLSDÓTTIR,
(Stúlla),
Lækjarhvammi 5,
Búðardal,
lést á heimili sínu aðfaranótt miðvikudagsins
18. júlí.
Útförin auglýst síðar.
Hilmar Óskarsson,
Auður Ásdís Jónsdóttir, Guðmundur Hreiðarsson,
Unnur Ásta Hilmarsdóttir, Ásgeir Salberg Jónsson,
Anna Lísa Hilmarsdóttir, Brynjar Bergsson,
Óskar Páll Hilmarsson, Sunneva Ósk Ayari,
barnabörn og barnabarnabörn.