Morgunblaðið - 20.07.2012, Side 30

Morgunblaðið - 20.07.2012, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2012 ✝ Sigríður Páls-dóttir fæddist í Reykjavík 5. júlí 1918. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ í Reykjavík 10. júlí síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Páll Árna- son, lögregluþjónn í Reykjavík, f. 24. desember 1871 í Fellsmúla á Landi, d. 23. apríl 1930, og kona hans Kristín Árnadóttir, f. 12. júlí 1877 í Miklaholtshelli í Flóa, d. 8. júní 1958. Sigríður var yngst níu barna þeirra hjóna, en systkini hennar voru: Þorbjörg, 1904- 1991, Bjargey, 1905-1992, Árný Jóna, 1907-1987, Árni, 1908- 1992, Inga Sólnes, 1910-2003, Kristín, 1911-1991, Páll Krist- inn, 1912-1993, Auður, 1914- 1966. Hálfsystir Sigríðar var Lára, 1900-1967, sem var dóttir Páls og fyrri konu hans, Val- gerðar Runólfsdóttur, en þau skildu 1902. Sigríður gekk að eiga Bene- dikt Egil Árnason, löggiltan endurskoðanda, 10. október 1941. Þau eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Guðrún, f. 21. mars 1942, d. 22. mars 1942. 2) Ásta 1976, b) Hrafnkell, f. 1984. Fyr- ir átti Hildur Gunnar Atla Haf- steinsson. Seinni kona: Birna Björg Berndsen verkefnisstjóri, f. 11. maí 1963. Hún á þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Barna- barnabörn Sigríðar eru 17. Sigríður ólst upp á heimili foreldra sinna á Skólavörðustíg 8. Tónlist var þar í hávegum höfð og lærðu flest börnin að leika á hljóðfæri. Páll, bróðir Sigríðar, kenndi henni að spila á píanó. Hún varð gagnfræð- ingur 1934 og á árunum 1938- 1940 stundaði hún nám við Kommunehospitalet í Kaup- mannahöfn og útskrifaðist það- an sem sjúkrafæðismatráðs- kona, fyrst íslenskra kvenna. Í Kaupmannahöfn kynntist hún Benedikt Agli. Þau fóru heim sjóleiðis í svokallaðri Petsam- óferð. Þau stofnuðu heimili að Guðrúnargötu 3 þar sem þau ólu börn sín upp. Árið 1970 reistu þau sér einbýlishús í Fossvogi. Eftir að börnin kom- ust á legg starfaði Sigríður sem verslunarmaður, lengst af í Rammagerðinni. Síðustu árin dvaldi hún við gott atlæti á Skógarbæ. Sigríður hafði mikið yndi af lestri ljóða og sígildri tónlist; hún hafði sérstakt dá- læti á Bach og Beethoven. Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, föstudag- inn 20. júlí 2012, og hefst at- höfnin kl. 11. leiðsögumaður, f. 27. febrúar 1943, giftist Andrési Ber- telssyni raf- eindavirkja, þau skildu. Börn þeirra: a) Benedikt Egill, f. 1964, b) Sigríður Kristrún, f. 1967, c) Bertel, f. 1972. 3) Kristrún Ragnhildur læknir, f. 3. ágúst 1944, gift Jóni R. Kristinssyni lækni, f. 26. nóvember 1943. Börn þeirra: a) Þórunn, f. 1968, b) Yngvi Kristinn, f. 1970, c) Ragn- hildur Ásta, f. 1972, d) Benedikt Árni, f. 1979. 4) Ingibjörg Krist- ín hæstaréttardómari, f. 27. september 1948, gift Friðrik Daníelssyni, efnaverkfræðingi, f. 26. október 1947. Börn þeirra: a) Dýrleif, f. 1983, b) Kristrún, f. 1985, c) Benedikt, f. 1987. 5) Árni lyfjafræðingur, f. 6. janúar 1951, kvæntur Guðbjörgu Fríðu Ólafsdóttur, f. 24. september 1950. Börn þeirra: a) Benedikt Egill, f. 1980, b) Páll, f. 1982. Fyrir átti Guðbjörg Ólaf Krist- jánsson. 6) Páll upplýsinga- fulltrúi, f. 26. maí 1953. Fyrri kona: Hildur Rögnvaldsdóttir lífeindafræðingur, f. 9. janúar 1953. Börn þeirra: a) Egill, f. Tengdamóðir mín, Sigríður Pálsdóttir, er horfin af sjónarsvið- inu. Okkar leiðir lágu saman fyrir aldarþriðjungi þegar ég kynntist dóttur þeirra Benedikts, Ingi- björgu. Mér er minnisstætt hversu vel mér var tekið þegar ég kom á heimili þeirra. Frá henni stafaði manngæska og umburðar- lyndi sem átti eftir að reynast mér ósvikið. Hún kom mér strax fyrir sjónir sem góðrar gerðar og af góðum komin. Það varð alltaf til- hlökkunarefni að hitta hana, hún var glaðlynd og fróð og kunni skemmtilegar sögur. Meðal margra góðra einkenna hennar var óbrigðul nærgætni og agi; í hópi hennar vina og nánustu, sem sumir voru skapmiklir, hélt Sig- ríður alltaf sinni rósemi og lagði gott til mála og sætti sjónarmið. Hún hlaut framhaldsmenntun á erlendri grund í matreiðslu fyrir sjúka en hún tileinkaði sér þar fyr- ir utan ýmsa mennt og siðmenn- ingu, sem kom fram í hennar dag- lega lífi, sem því miður margir tileinka sér aldrei og geta ekki miðlað eins og hún gerði. Hún sagði mér og okkur í fjölskyldunni frá sinni reynslu. Hún sagði sögur frá Danmörku, þýsku innrásinni og flóttanum frá Evrópu yfir norð- urhafið. Hún gaf mér innsýn í gömlu Reykjavík eins og hún var þegar landið var að rísa úr öskustó ósjálfstæðis og fátæktar; sögur sem ég utanbæjarmaðurinn þekkti ekki en mín kynslóð og yngri þyrftu að fara að rifja upp. Frásagnir hennar voru ljóslifandi en hún var borinn og barnfæddur Reykvíkingur og þekkti gömlu borgina og sleit barnsskónum í henni miðri. Sigríður er í mínum huga fulltrúi þess mannstofns sem á ör- fáum áratugum byggði Ísland upp úr fátæktarnýlendu í eina af vinj- um góðs mannlífs á jörðinni. Hún fæddist fullveldisárið 1918, hún hóf sitt fjölskyldulíf og átti sitt fyrsta barn um það leyti sem Ís- lendingar ákváðu að gerast sjálf- stæð þjóð; hún var holdgervingur stóra stökksins sem færði okkur frelsi og sjálfsbjörg. Hún vann af þekkingu, elju og samviskusemi að sínum oft erfiðu verkefnum og leysti þau vel af hendi, hún vann utan heimilisins þegar færi gafst frá heimilisönnum. Besta verk hennar var að koma upp fimm börnum með slíkum ágætum að eftir var tekið en öll urðu þau virk- ir og góðir þegnar samfélagsins sem hún og hennar samtíðarmenn skiluðu okkur. Ég sakna samveru- stundanna með henni. Friðrik Daníelsson. Á sólríku sumarkvöldi kvaddi mín kæra tengdamóðir þennan heim. Þá nýlega orðin 94 ára. Kynni mín af Sigríði, tengda- móður minni, og hennar fjöl- skyldu hófust fyrir liðlega 45 ár- um. Sigríður var Reykjavíkurmær. Fædd og uppalin á Skólavörðu- stígnum í stórum, glaðværum og samhentum systkinahóp. Hún var yngst systkina sinna. Föður sinn missti hún barnung. Móðir hennar með góðri sam- hjálp systkina kom öllum hópnum vel til manns. Sigríður fór ung kona til Kaup- mannahafnar til náms í matvæla- fræði með tilliti til matreiðslu fyrir sjúka. Í Kaupmannahöfn kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Benedikt E. Árnasyni, lögg. end- urskoðanda sem var þar við nám. Þar voru þau í upphafi seinni heimsstyrjaldar og komu síðan heim í gegnum Petsamo. Fljótlega eftir heimkomu stofn- uðu þau heimili á Guðrúnargötu 3 í Reykjavík. Eignuðust þau fimm mannvænleg börn. Hún sinnti uppeldis- og öðrum heimilisstörf- um sem tóku upp allan hennar tíma á fyrri árum. Benedikt vann við endurskoðunarstörf utan heimilis daginn langan. Þegar börn hennar komust á legg, hóf Sigríður afgreiðslustörf í verslun- um um árabil. Naut Sigríður sín vel í samskiptum við fólk, glaðvær og lífleg eins og hún alltaf var. Á efri árum og í lok starfsald- urs starfaði hún í mörg ár á læknastofu þeirri, sem undirritað- ur starfaði á, og var þar eins og alls staðar vinsæll og virtur starfs- kraftur. Ég minnist minnar ástkæru tengdamóður með hlýju og virð- ingu. Í okkar samskiptum bar aldrei skugga á. Fjölskyldu minni var hún margoft stoð og stytta. Sól og ylur var alltaf í kringum hana. Glaðværðar, vinsemdar og hlýju hennar mun ég alltaf minn- ast. Hvíl þú í friði, mín kæra tengdamóðir. Jón R. Kristinsson. Mig langar til að minnast móð- urömmu minnar, Sigríðar Páls- dóttur, með fáeinum orðum. Ég kveð ömmu með söknuði en fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa fengið að vera samferðamað- ur hennar, ekki einungis sem barn heldur líka fullorðin manneskja. Frá fyrstu tíð man ég eftir glað- lyndri og hjartahlýrri ömmu sem umvafði mann kærleika. Á seinni árum fann ég í ömmu góðan vin og dyggan stuðningsmann. Hún hvatti mig til að fylgja minni eigin sannfæringu, kom ætíð fram við mig af virðingu og ræddi við mig á jafningjagrundvelli. Amma var af þeirri kynslóð sem upplifði ótrúlega umbreyt- ingatíma. Það var alltaf fróðlegt og gaman að heyra hana segja frá uppvaxtarárum sínum á Skóla- vörðustígnum, árum hennar í Kaupmannahöfn og þegar hún og afi Benedikt voru ung hjón í Reykjavík. Það voru árin sem hún átti svo góðar minningar frá þegar hún var farin að gleyma mörgu öðru. Hún talaði alltaf svo hlýlega um fólkið sitt og maður fékk á til- finninguna að hún hafi verið alin upp við mikla ást og umhyggju. Þegar ég heimsótti ömmu á Skógarbæ þar sem hún undi hag sínum vel fórum við oft í gegnum hvaða börn, tengdabörn og barna- börn hún ætti og hvað þau væru að aðhafast. Hún átti fallega mynd af börnunum sínum frá því að þau voru ung sem við tókum oft niður og skoðuðum. Hún var alltaf svo ánægð að heyra hvað þau hefðu komist vel til manns en þóttist jafnframt ekkert kannast við að hafa átt nokkurn þátt í því. Það var alltaf stutt í hláturinn og gleðina hjá ömmu. Til dæmis var það einn daginn þegar ég heimsótti hana á Skógarbæ að hún hafði áhyggjur af því að hún væri ekki alveg með á hreinu hvað hún væri gömul. Þá hafði hún að- spurð sagt öðrum vistmönnum staðarins að hún væri sjötíu og fimm ára og vildi fá að vita hvort það væri ekki rétt munað. Þegar ég sagði henni að hún væri níutíu og eins árs horfði hún á mig með undrandi vantrúarsvip og hló svo innilega lengi á eftir. Hún hafði lag á að sjá spaugilegar hliðar lífs- ins. Ég kveð ömmu með þakklæti fyrir það sem hún kenndi mér og þær minningar sem eftir sitja. Megi hún hvíla í friði. Dýrleif Friðriksdóttir. Mig langar að minnast ömmu Siggu hér með nokkrum orðum. Á kveðjustund koma upp minn- ingar margar og góðar. Grundarlandið sem afi og amma byggðu á sínum tíma, var mitt annað heimili á uppvaxtarár- unum. Þar var alltaf gott að koma. Í minningunni var amma oft í eld- húsinu við matseld, á meðan afi sat í borðstofunni, gjarnan við sína vinnu. Oftar en ekki sat ég hjá ömmu inni í eldhúsi, meðan hún sagði mér sögur frá sínum yngri árum á Skólavörðustíg 8. Um helgar var oft glatt á hjalla í Grundarlandinu og safnaðist þá stórfjölskyldan gjarnan saman á góðviðrisdögum. Þá var oft setið úti á palli og stundum farið í krikket, en amma sat þá gjarnan í skugga með krossgátu í hönd. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að vinna með ömmu Siggu um nokkurra ára skeið, aðallega á sumrin í Rammagerðinni við Hafnarstræti. Þar var einstaklega gott að vinna og ríkti mikil sam- heldni og góður andi. Þar kom bersýnilega í ljós hennar góðu kostir. Amma vann við að taka á móti lopapeysum og öðrum varn- ingi frá hinum ýmsu prjónakon- um. Einnig var hún oft frammi við afgreiðslu ferðamanna, þar sem hún var jafnvíg á dönsku, ensku og þýsku. Amma hafði einstaklega góða nærveru og var mjög vel liðin af bæði samstarfsfólki og við- skiptavinum, enda bæði glaðvær og skemmtileg. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni. Ein af eftirminnilegustu minn- ingum mínum er frá árinu 1989, þegar ég dvaldi að sumri til í Gautaborg, á vegum Nordjobb. Þá voru mamma og amma staddar í Kaupmannahöfn, og ég kom yfir sundið og hitti þær. Það var ein- staklega gaman að labba um stræti Kaupmannahafnar, þar sem amma þekkti mjög vel til. En þar hafði hún einmitt verið í námi á sínum tíma. Hún sýndi okkur ýmis kennileiti og áhugaverða staði, m.a. þar sem hún hafði lært matvælafræði við Kommunal Ho- spital og hvar í borginni afi var við nám í endurskoðun. Eftir lát afa fluttist amma í góða íbúð í Miðleiti þar sem hún bjó sér fallegt heimili. Ég kom þangað oft í heimsókn enda stutt frá mínu heimili og skóla. Þar var alltaf gott að koma í kaffi og spjall. Amma kvaddi ávallt með orðunum „Takk fyrir að koma“ og brosti sínu blíða brosi. Hvíl í friði elsku amma, góðar samverustundir lifa í minning- unni. Þín, Sigríður. Hver fær að stíga upp á fjall drottins og hver fær að dveljast á hans helga stað? Sá sem hefur flekklausar hendur og hreint hjarta, sækist ekki eftir hégóma, og vinnur ekki rangan eið. Hann hlýtur blessun frá Drottni og réttlæti frá Guði frelsara sínum. ( Úr 24. Davíðssálmi.) Að lokinni langri ævi sem spannaði hátt í eina öld er lífs- skeiði minnar ástkærru ömmu lokið. Hún hefur fengið þá hvíld sem hún þráði. Amma ólst upp yngst níu systk- ina á Skólavörðustíg 8. Sem stelpa var hún látin fara með mat fyrir fangana i hegningarhúsið handan götunnar, sem Kristín móðir hennar hafði matreitt. Seinna fór hún til Kaupmannahafnar til að læra til sjúkrafæðismatráðskonu og og þar kynnist hún afa Benna sem var í námi í endurskoðun. Þau fara heim i hinni frægu Petsamo- ferð i seinna stríði, giftu sig og reistu sér glæsilegt heimili, fyrst á Guðrúnargötu og seinna í Grundarlandi. Amma fylgdist ávallt vel með og sýndi áhuga á því hvað hver og einn var að gera af hennar barna- börnum og hvatti okkur áfram með hrósyrðum. Slíkur stuðning- ur var ómetanlegur. Að sama skapi vísaði hún veginn og var fyr- irmynd með lífsgildum sínum frekar en orðum. Hún var í senn amma og vin- kona. Það var alltaf hægt að leita til hennar og ræða við hana og hún sýndi okkur öllum alltaf mikinn skilning. Allt sem amma tók sér fyrir hendur gerði hún af mikilli alúð. Hún vann lengi í Rammagerðinni, meðal annars sá hún um öll kaup á handprjónuðum lopapeysum. Stundum þurfti hún að neita að kaupa peysu ef hún var ekki nógu vel prjónuð en ég veit dæmi þess að hún keypti peysur einungis vegna slæmra aðstæðna hjá prjónakonunum. Amma mín var guðhrædd manneskja. Hún bað fyrir börnum sínum daglega. Boð á stórhátíðum voru minn- isstæð. Öll fjölskyldan kom saman þar sem reiddur var fram hádeg- ismatur, svo kaffi og síðan kvöld- matur fyrir fjölda manns. Aldrei heyrði ég hana kvarta þótt hún legði sig alla fram og yrði að sjálf- sögðu þreytt. Ég minnist með ánægju heim- sókna hennar og mömmu til mín á meðan ég bjó í París. Hún skoðaði söfnin af miklum áhuga og við átt- um góðar stundir saman. Þegar litið er yfir líf ömmu minnar má segja að það hafi verið ein gjöf. Hún vakti stöðugt yfir velferð barna sinna. Hennar lífs- mottó voru orð jesú: gefið og yður mun gefið verða. Ósérhlífnari manneskja var vandfundin. Fyrir mig mun minning hennar lifa. Minningarnar voru einungis góðar, það er það sem stendur. Þó hún sé ekki lengur á meðal okkar munu hennar lífsreglur og já- kvæða viðmót lifa svo lengi sem ég lifi. Hennar líf var til eftirbreytni fyrir mig. Hún sóttist aldrei eftir eigin frama. Ég er Guði þakklátur fyrir að hafa fengið að eiga dýrmæt ár með ömmu minni. Benedikt Egill Andrésson. Ástkær amma okkar, Sigríður Pálsdóttir, er látin. Margar minn- ingar streyma um hugann á kveðjustundu. Amma Sigga eins og við barnabörnin kölluðum hana var gædd öllum þeim kostum sem margur vildi eiga. Gleði, hlýja, bjartsýni, þakklæti og innilegheit mætti manni á öllum stundum um leið og dyrnar hjá ömmu voru opn- aðar. Amma var eins og ömmur eiga að vera, hornsteinn sem tók á móti manni með opinn faðminn sama hvenær það var og hver átti í hlut. Amma var stolt af sínu fólki og af- komendum. Aldrei var gert upp á milli neins í hópnum, allir fengu sína athygli og sitt hrós. Oft hafði amma á orði hve þakklát og lán- söm hún væri að eiga svo stóran afkomendahóp sem allt væri far- sælt fólk. Langamma Sigga var vinsæl meðal barnabarnabarna sinna enda gaf hún sér tíma til að sinna athygli hvers og eins á þeim aldursgrundvelli sem við átti. Enn á níræðisaldri sá hún ekkert því til fyrirstöðu að bregða sér í feluleik við yngstu kynslóðina. Hógværð var einkenni ömmu sem hugsaði fyrst og fremst um aðra frekar en sjálfa sig. Listir og þá sérstaklega tónlist átti hug hennar sem hún svo sannarlega kenndi afkomendum sínum að meta. Minningarnar hefjast þegar við vorum lítil systkinin í heimsókn í Grundarlandi 14 þar sem oft var margt um manninn. Þar var drukkið kaffi úti á palli í sólinni, hlaupið um garðinn, spilað krikket og lífsins notið með frændum og frænkum. Þar var margt brallað. Góð er minningin í faðmi ömmu þar sem hún kímin sagði Togga sögur við hlátur barnabarna sinna. Eftir að afi dó fyrir um 28 árum flutti amma fljótlega í Miðleiti 4. Oft var staldrað við hjá ömmu í Miðleitinu og er enginn vafi á því að þaðan fór maður út betri mað- ur. Kaffi var á könnunni, konfekt var sett í skál, kapallinn lá á borð- stofuborðinu, dönsku blöðin með hálfútfylltum krossgátum inni í stofu og ómandi sígild tónlist fyllti íbúðina. Þar voru sögur sagðar, ættfræði rakin, tónlist ígrunduð, ljóðabækur opnaðar, ljósmyndir skoðaðar og jafnvel gluggað í af- mælisdagabókina góðu. Þá var víst að þrautir dagsins urðu að engu og maður gekk út frá ömmu fullur kátínu, bjartsýni á lífið, fróðari en fyrr og þakklátur fyrir tilveruna. Í umgengni okkar við ömmu er það minnisstætt hve einstaklega jákvæð, lífsglöð og glettin hún var. Sátt við lífið og södd lífdaga hefur amma nú kvatt okkur. Elsku amma, það er mikil gæfa að hafa fengið að fylgja þér í öll þessi ár. Þín er saknað. Með gleði í hjarta og jákvæðni að hugarfari munum við reyna að líta til framtíðar eins og þú hefur kennt okkur. Þá lífs- sýn viljum við hafa að leiðarljósi. Hvíl í friði, elsku amma. Ástaróðinn fjörugt syngja ýtar hver er heillaður. Þorbjörg, Bjargey, Árny, Inga Auður, Kristín, Sigríður. (Höfundur ókunnur.) Þórunn Jónsdóttir. Ragnhildur Ásta Jónsdóttir. Við systkinin áttum því láni að fagna að vera hluti af stórri fjöl- skyldu sem átti sinn miðpunkt í ömmu okkar, Kristínu Árnadótt- ur. Þegar við þekktum ömmu var hún ekkja eftir Pál Árnason lög- regluþjónn, en hann hafði látist 1930. Amma Kristín dó 1958 kom- in á níræðisaldur. Alls voru þau níu alsystkin og ein hálfsystir, Lára á Rauðalæk í Rangárþingi, dóttir Páls frá fyrra hjónabandi. Systkinin níu voru fædd á árunum 1904-1918 og ólust öll upp á Skóla- vörðustíg og héldu að mestu sam- bandi sín á milli meðan þau lifðu þó svo þau byggju víða um land og eitt jafnvel erlendis. Yngst barna þeirra Kristínar og Páls var Sig- ríður sem við kveðjum hér. Um miðja síðustu öld höfðu börn Páls lögregluþjóns og Krist- ínar stofnað sínar eigin fjölskyld- ur og barnabörn farin að vaxa úr grasi, flest í Reykjavík, og mikill samgangur þeirra á milli. Við vor- um vel sett þar sem við áttum heima í mjólkurstöðinni við Snorrabraut, því ekki var nema um fimm mínútna gangur þaðan á Guðrúnargötuna þar sem Sigga frænka og Benedikt maður henn- ar bjuggu og börnin þeirra fimm. Um tíma vorum við daglega á ferð þar einhverra erinda eða bara að drolla og leika okkur. Það var nefnilega gott og gaman að koma á Guðrúnargötuna á þessum ár- um. Svo oft var maður þar að lík- lega hafa einhverjir íbúar við göt- una haldið að þangað væri flutt nýtt fólk. Á heimili þeirra Siggu og Benna voru líka einhver skemmtilegustu afmælis- og jóla- boð í fjölskyldunni haldin þar og einnig hjá þeim síðar þegar þau voru flutt í Grundarland í Foss- vogi. Daglega lífið var þó það sem við munum best og ekki síst hvernig heimalærdómur barnanna var þar tekinn föstum tökum. Sigga frænka var þar virkur þátttakandi í námi barna sinna, a.m.k. til loka framhaldsskólans, og ætli hún hafi ekki lesið til stúdentsprófs um það bil fjórum sinnum. Miðpunktur heimilisins var borðstofuborðið og milli mála var lært fyrir næsta skóladag. Á borðstofuborðið var líka borinn fram matur og bakk- elsi sem enn er talað um; systur mínar muna sérstaklega brauð- súpuna, ég man aftur á móti Ama- gerbrauðið. Þau Benedikt og Sig- ríður bjuggu glæsilegt heimili og höfðu gott auga fyrir öllu sam- ræmi. Húsið að Grundarlandi var teiknað af prýðilegum arkitekt og að þeirra forsögn. Listaverk á veggjum og vandaður húsbúnaður bar vott um góðan smekk þeirra hjóna. Öll voru þau Skólavörðustígs- systkin hin reffilegustu og báru sig vel. Enginn vafi er þó að þeirra glæsilegust þeirra var Sigríður. Hún var hávaxin og grönn og hafði það sem kalla má „presens“. Mátti jafnvel segja að það sópaði að henni. En það var í samtölum og samkvæmum sem hún bar af. Hún gat sagt kímisögur svo maður valt um af hlátri og athugasemdir hennar voru hárfínar. Það var allt- af kátt við borðið þar sem hún sat. Við söknum frænku okkar, Sigríð- ar Pálsdóttir. Blessuð sé minning hennar. Þorsteinn Þorsteinsson. Sigríður Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.