Morgunblaðið - 20.07.2012, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2012
Björn Friðfinns-
son starfaði drjúgan
hluta ævi sinnar að sveitar-
stjórnarmálum. Hann var bæj-
arstjóri á Húsavík árin 1966-
1972 og var þá í fulltrúaráði
Sambands íslenskra sveitarfé-
laga og í fjórðungsráði Fjórð-
ungssambands Norðlendinga.
Frá árinu 1977 til 1987 var hann
embættismaður Reykjavíkur-
borgar, síðast framkvæmdastjóri
lögfræði- og stjórnsýsludeildar
borgarinnar. Frá árinu 1982 til
ársins 1987 var hann formaður
sambandsins og í tengslum við
það var hann í skipulagsstjórn
ríkisins sömu ár og formaður
1985-1987. Sem formaður sam-
bandsins var hann jafnframt
ábyrgðarmaður Sveitarstjórnar-
mála, sem ég ritstýrði. Hann var
afar frjór í hugsun og fús til að
brydda upp á nýjungum. Hann
var ötull við að efla fræðslustarf
sambandsins í formi námskeiða
fyrir sveitarstjórnarmenn og
starfsfólk sveitarfélaga á ýmsum
sviðum. Þegar olíukreppan brast
á beitti hann sér fyrir því að
haldin yrðu námskeið í stillingu
olíukynditækja. Þá skrifaði hann
skýringar við sveitarstjórnarlög-
in, sem sambandið gaf út 1986 og
aftur 1989.
Björn vildi hafa skipulag á
hlutunum. Þá hafði eins og áður
hafði tíðkast að helga hverju
tölublaði tilteknu þema eða sveit-
arfélagi og framan á kápu blaðs-
ins valin mynd í tengslum við
það. Hann spurði mig eitt sinn
hvaða kápumynd ég hefði hugsað
mér að hafa á næstu tölublöðum.
Ég svaraði því til að það gæti
eins og endranær ráðist af því
hvort eitthvert sveitarfélag
myndi samþykkja nýtt aðal-
skipulag eða halda upp á stór-
afmæli sem vert væri að gera
skil. Björn taldi rétt að ákveða
meginþema fyrir næstu sex tölu-
blöð. Ég lét til leiðast, bjó til lista
sem ég sýndi honum en áskildi
mér rétt til að skjóta inn nýju
efni eftir því sem tilefni gæfist
til. Reyndin varð sú að listinn yf-
ir væntanlegar kápumyndir og
þemu dugði til tveggja ára eða
ríflega það.
Kynni okkar Björns hófust
raunar áður en hann varð for-
maður sambandsins. Eitt fyrsta
samvinnuverkefni okkar var að
vinna að sameiningu Húsavíkur
og Flateyjar rétt fyrir 1970. Er
mér minnisstæð koma mín til
Húsavíkur tiltekinn vordag á
hafísári er Björn lét strengja
sterkan vír fyrir höfnina til þess
að halda frá henni ísjökum sem
lónuðu úti fyrir og ógnuðu
bryggjunum. Þá ræddum við
ýmis hugðarefni Björns, en hann
mun hafa verið einna fyrstur Ís-
lendinga til að sjá fyrir sér og að
skrifa um þá möguleika fyrir
þjóðina sem gætu falist í hlýn-
andi loftslagi og opnun siglinga-
leiðarinnar norðan við landið, svo
drepið sé á dæmi um áhugamál
hans. Ennfremur lagði hann til
að Íslendingar tækju þátt í sam-
starfi svonefndra vetrarborga á
norðurslóðum.
Um árabil var Björn einn af
framkvæmdastjórum Eftirlits-
stofnunar EFTA. Það var því
ekki ónýtt að eiga hann að þegar
svara þurfti fyrirspurnum frá
Evrópuráðinu á ensku lagamáli.
Þar reyndist hann mér haukur í
horni. Fyrir það er vert að
þakka.
Björn
Friðfinnsson
✝ Björn Frið-finnsson fædd-
ist á Akureyri 23.
desember 1939.
Hann lést 11. júlí sl.
Jarðarför Björns
var gerð frá Dóm-
kirkjunni í Reykja-
vík fimmtudaginn
19. júlí 2012.
Ég votta Iðunni
Steinsdóttur og
fjölskyldu hennar
innilega samúð.
Unnar Stefáns-
son
samf/Unnar
Stefánsson
Það var sárt á
fallegum sumardegi
að fá þær fréttir að
Björn Friðfinnsson væri fallinn
frá. Ég naut þeirra forréttinda
að kynnast og starfa með honum
um árabil í dóms- og kirkjumála-
ráðuneytinu, að öllum þeim fjöl-
breyttu verkefnum sem þar voru
til umfjöllunar. Hæfileikar
Björns voru á mörgum sviðum.
Hann var einstaklega vel lesinn,
fróður og skemmtilegur og hafði
frá mörgu að segja. Reynsla
hans og þekking var víðtæk og
sérstaklega var hann vel að sér í
öllu því sem sneri að Evrópu-
rétti. Björn studdi vel við sam-
starfsfólk sitt og veitti því ómet-
anlega leiðsögn. Sú leiðsögn var
ekki einungis á hinu faglega sviði
því Björn var umfram allt hjarta-
hlýr og góður maður sem lagði
sig fram um að aðstoða þá sem
minna máttu sín í samfélaginu.
Nefna má í því sambandi ómet-
anlegt framlag hans til málefna
flóttamanna hér á landi.
Innilegar samúðarkveðjur
sendi ég Iðunni, börnum þeirra
og öðrum aðstandendum og vin-
um. Minningin um góðan dreng
lifir.
Stefán Eiríksson.
Björn Friðfinnsson var ná-
tengdur Lagadeild Háskóla Ís-
lands stóran hluta sinnar merku
starfsævi. Hann útskrifaðist það-
an með embættispróf á árinu
1965. Hann hóf stundakennslu
við deildina í opinberri stjórn-
sýslu á árinu 1977 og sinnti henni
allt til ársins 1990. Á þeim tíma
öðlast Björn mikla yfirsýn og
þekkingu á því réttarsviði í störf-
um sínum fyrir Reykjavíkurborg
og Stjórnarráðið. Skýringarrit
hans um sveitarstjórnarlögin og
kennslubók um opinbera stjórn-
sýslu, sem hann gaf út á síðari
hluta þessa tímabils, bera þess
vitni. Breytingar urðu á högum
Björns og fjölskyldu hans á árinu
1993 þegar hann var skipaður
framkvæmdastjóri Eftirlits-
stofnunar EFTA eftir að hafa
tekið þátt í samningagerðinni um
Evrópska efnahagssvæðið.
Eftir heimkomu hans frá
Brüssel 1996 naut deildin að
nýju krafta Björns en nú við
kennslu á sviði Evrópuréttar þar
sem reynsla hans á erlendum
vettvangi og djúpstæð þekking
naut sín vel. Björn var síðan
prófdómari við lagadeildina á því
sviði allt fram á síðasta dag. Las
hann yfir fjölmargar ritgerðir
kandídata til embættis- og meist-
araprófs auk þess að sinna próf-
dómarastörfum við skrifleg og
munnleg próf. Öll þessi verkefni
leysti Björn óaðfinnanlega af
hendi og með bros á vör. Björn
var sannur vinur lagadeildarinn-
ar og góður liðsmaður. Hans
verður sárt saknað.
Fyrir hönd samstarfsmanna
hans við Lagadeild Háskóla Ís-
lands þakka ég Birni fyrir ára-
langt samstarf á vettvangi deild-
arinnar og sendi fjölskyldu hans
einlægar samúðarkveðjur. Bless-
uð sé minning Björns.
Róbert R. Spanó.
Þó að ReykjavíkurAkademían
hafi löngum verið talin vígi yngri
fræðimanna hefur það verið
gæfa hennar að vera vettvangur
fræðilega þenkjandi fólks og
fræðimanna á öllum aldri. Til að
mynda hefur alltaf átt þar aðset-
ur fólk á eftirlaunum sem hefur
viljað njóta og láta aðra njóta
starfskrafta sinna. Í þeim hópi
var Björn Friðfinnsson. Við vor-
um dálítið forvitin að fá svona
karl í hús, sem hafði starfað víða,
bæði heima og erlendis við góðan
orðstír og í ofanálag átt í útistöð-
um við rótgróið valdakerfi
stjórnmálanna.
Björn lét ekki mikið yfir sér,
lágvaxinn, þéttur á velli og hæg-
látur í fasi en líklega tóku flestir
fljótt eftir glettnisglampa í aug-
um og góðlátlegu brosi sem
hvarf eiginlega aldrei. Við kynni
kom í ljós að þarna var ekki á
ferðinni neinn steinrunninn emb-
ættismaður heldur víðsýnn og
fjölmenntaður maður með opinn
huga, sem gat jöfnum höndum
frætt okkur um lögfræðileg álita-
mál, refilstigu stjórnkerfa og
sérkenni mannlífsins á Norður-
landi, ekki síst í Grímsey þaðan
sem hann var ættaður. Skýring-
ar hans voru alltaf ljósar og ein-
faldar og það var ógleymanlegur
kaffitími þegar hann útskýrði á
töflu eins og gamalreyndur
kennari, ættartengsl sem voru
svo flókin að Grímseyingur
nokkur var í raun afi sjálfs sín.
Björn starfaði að mannúðar-
málum og var hjálpsamur að eðl-
isfari, laumaði bókum og fróðleik
að mönnum þegar hann vissi að
gagn væri að. Hann var einstak-
lega velviljaður Reykjavík-
urAkademíunni og hollráður
okkur sem þar vorum við stjórn-
völinn því oft þurftum við að
glíma við skriffinnsku sem við
höfðum litla þekkingu á.
Björn og Iðunn tóku virkan
þátt í félagsstarfi Akademíunnar
og tóku meira að segja á móti
okkar stóra hópi í sínum fallega
sumarbústað fyrir austan fjall
þar sem við nutum gestrisni
þeirra og elskusemi. Björn hafði
framsögu á nokkrum málþingum
og málstofum á vegum RA og
veitti okkur þannig örlitla innsýn
í þau spennandi verkefni sem
hann átti í handraðanum en hafði
ekki áður haft næði til að sinna.
Allir héldu að Björn ætti í
vændum notaleg eftirlaunaár þar
sem hann gæti í senn notið
ávaxtanna af heilladrjúgu ævi-
starfi og fengist við þessi fjöl-
breyttu hugðarefni. Illvíg veik-
indi bundu enda á allt slíkt og við
í ReykjavíkurAkademíunni sökn-
um góðs vinar. Við sendum Ið-
unni og öllum afkomendum
Björns okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Fyrir hönd félaga
í ReykjavíkurAkademíunni,
Viðar Hreinsson.
Ingunn Ásdísardóttir.
Þorleifur Hauksson.
Kveðja frá Rauða
krossinum
Björn Friðfinnsson var í hópi
þeirra sem tóku á móti fyrsta
hópi víetnamskra flóttamanna
sem komu til Íslands árið 1979
og aðstoðaði æ síðan þá flótta-
menn sem komu til Íslands við
að koma undir sig fótunum í nýju
landi og aðlagast íslensku sam-
félagi.
Björn og eiginkona hans Ið-
unn Steinsdóttir héldu til dæmis
um árabil veislu á heimili sínu á
þrettándanum fyrir þá flótta-
menn sem komu árið 1979 og þá
sem komu í kjölfarið vegna ætt-
artengsla. Alltaf var notalegt
andrúmsloft í þessum veislum og
voru þær góður vettvangur fyrir
flóttafólkið sem annars hittist
sjaldan til að koma saman.
Björn sat í stjórn Rauða
krossins 1977-1991 og var for-
maður flóttamannanefndar 1979-
1993 en á þeim árum var tekið á
móti hópum flóttamanna frá Ví-
etnam og Póllandi.
Rauði krossinn þakkar Birni
hið mikla og fórnfúsa starf sem
hann lagði fram í nafni Rauða
krossins í þágu flóttamanna.
Björn vann ekki aðeins frábært
sjálfboðastarf á þessum árum
heldur var hann og fjölskylda
hans þessum skjólstæðingum
ómetanlegur bakhjarl alla tíð.
Þannig aðstoðaði Björn fólkið
við að kaupa íbúðir, stofna fyr-
irtæki, fá vinnu og var því alltaf
innan handar ef eitthvað bjátaði
á. Víst er að mörg úr þeirra hópi
hugsa til hans með hlýhug fyrir
veitta aðstoð og vináttu í gegnum
árin.
Fyrir hönd félaga, sjálfboða-
liða, starfsfólks og stjórnar
Rauða krossins á Íslandi þökk-
um við Birni fyrir fórnfúst starf
hans með félaginu. Eiginkonu
hans og fjölskyldu sendum við
samúðarkveðjur.
Kristján Sturluson,
framkvæmdastjóri
Rauða krossins.
Ég var staddur úti við í Ný-
höfn á Melrakkasléttu er Iðunn
hringdi og sagði mér lát Björns.
Ég horfði í átt til Grímseyjar –
staðarins sem ég vissi að Birni
var svo kær og hugsaði hlýtt til
góða vinar míns. Þangað fór
hann sem barn til ömmu sinnar
er heimsstyrjöldin stóð yfir –
þótti öruggari þar gegn vítisvél-
um styrjaldarinnar en á götum
höfuðborgarinnar. Í Grímsey leið
Birni vel og árlega fór hann
þangað í traust athvarf og tók
tryggð við staðinn. Þaðan má sjá
til heimabyggðar minnar.
Birni kynntist ég fyrir um
þrjátíu árum er við gengum í
Lionsklúbbinn Víðarr þar sem
Björn átti síðar eftir að gegna
fjölda trúnaðarstarfa.
Við náðum vel saman; einhver
bönd tengdu – kannski var það
norðrið – Grímsey og Melrakka-
slétta, þessar hrjóstrugu byggðir
en bestu staðir í heimi að mati
þeirra sem þar slitu litlum skóm.
Við störfuðum báðir á vegum
hins opinbera og gátum rætt ým-
is mál út frá okkar reynslu og
spjallað um menn og málefni
sem við þekktum. Báðir höfðum
við gaman af fólki – ekki síst sög-
um af fólki og gjarnan sáum við
kómísku hliðarnar á þeim mál-
um. Björn var hafsjór af sögum
og sögumaður aldeilis ágætur –
átti stutt að sækja þá eiginleika.
Kom það oft í hans hlut að leggja
til einhver gamanmál á klúbb-
fundum – fróðleik og stundum
hreina vitleysu sem aldrei er of
mikið af í lífinu. Björn kunni líka
þá list að segja aldrei frá á
kostnað annarra og fjarri honum
að miklast af sjálfum sér.
Björn var góður Lionsfélagi.
Sagði alltaf já væri til hans leitað
og taldi hlutina aldrei eftir sér.
Eftirminnilegt er mér er við fé-
lagarnir hreinsuðum drasl með
Hellisheiðarvegi. Þá mætti Björn
með fullan bíl af krökkum og
stýrði liði sínu vasklega og fyllti
sjálfur hvern ruslapokann á fæt-
ur öðrum. Man ég hvað ég dáðist
að þessum háttsetta embættis-
manni að hann skyldi óragur
taka þátt í svona ruslatínslu. En
svona var Björn; heimsmaður og
háttsettur en jafnframt svo fjarri
honum að telja eitt verkið fínna
en annað.
Já – ég vissi að hverju dró hjá
Birni og nú er hérvistardögum
hans lokið. Eftir því sem árin líða
fer maður að skynja tilveruna í
öðru ljósi en á ungdómsárum. Æ
oftar hugsar maður til þess hvað
maður getur verið Guði þakklát-
ur fyrir fallegt og gott líf; að hafa
eignast barnahóp og barnabörn
og fengið að fylgjast með þeim
dafna. Og maður skynjar að
þetta er hið eina sanna hlutverk-
ið í lífinu. Þegar þessu öllu miðar
vel áfram getur maður kvatt
sáttur. Ég má fullyrða að Björn
var hamingjusamur í sínu einka-
lífi – hafði átt farsælt og gott líf
og það er í raun meira en svo
margir geta sagt. Hann má því
kveðja sáttur.
Við Lionsfélagar hans í Víð-
arri komum til með að sakna
góðs og trausts vinar og oft mun
verða vitnað í Björn. Þannig
myndi hann vilja hafa það.
Um leið og við félagarnir
kveðjum Björn með virðingu og
söknuði, færum við Iðunni, börn-
um hans og öðru venslafólki okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Ég kveð minn góða vin og bið
honum blessunar Guðs um alla
eilífð. Á útfarardegi mun ég
horfa til Grímseyjar – hugsa til
Björns og fara með bæn okkur
báðum til góða.
F.h. Lionsklúbbsins Víðarrs,
Níels Árni Lund.
Kveðja frá Landssambandi
sumarhúsaeigenda.
Björn Friðfinnsson er látinn.
Hann var einn frumkvöðlum í
starfi fyrir Landssamband sum-
arhúsaeigenda. Björn var mjög
ráðagóður og vandvirkur í öllum
þeim málum sem hann tók að sér
fyrir sambandið. Björn var kjör-
inn annar formaður sambandsins
og sat hann til dánardægurs í
stjórn og varastjórn sambands-
ins. Birni var veitt fjölda viður-
kenninga fyrir störf sín hjá sam-
bandinu og var kjörinn
heiðursfélagi sambandsins þann
28. apríl, 2008.
Björn var góður húmoristi og
var nærvera hans góð. Þá sagði
Björn mér að þegar hann var
bæjarstjóri á Húsavík þá hefði
hann ásamt prestinum og frysti-
hússtjóranum á staðnum borið
sama fornafn. Þar sem þeir voru
eðli starfa síns allir áberandi í
bæjarlífinu þótti rétt að aðgreina
þá í sundur með forskeyti. Þann-
ig að bæjarstjórinn var kallaður
Aðalbjörn, presturinn Guðbjörn
og frystihússtjórinn Ísbjörn. Síð-
an hló Björn smitandi hlátri svo
undir tók. Það var oft gott að
leita í smiðju félaga míns með
góðar sögur sem hægt væri að
endurflytja á mannamótum.
Björn segir sjálfur svo frá að
sambandið væri verkfæri til að
ná fram ýmsum hagsmuna- og
áhugamálum þeirra sem tengjast
frístundahúsabyggðinni.
Björn og Iðunn höfðu mikið
dálæti á því að dvelja í frístunda-
húsinu sínu í Ásgarðslandi. Eða
eins og Björn sagði sjálfur frá
þar sem lóan, spóinn og krían og
aðrar vængjaðar tónlistarverur
fá einar rofið kyrrðina langtím-
um saman. Þar taldi Björn að
menn fengu ekki eingöngu notið
kyrrðar og fuglasöngs, heldur
fengu menn þar útrás fyrir rækt-
unarþörf og viljann til að græða
landið skógi og blómgróðri.
Björn var mikill baráttumaður
í okkar röðum og gerði hann sér
grein fyrir hversu mikilvægt
verkfæri sambandið væri til að
ná fram ýmsum hagsmuna- og
áhugamálum í frístundahúsa-
byggðinni. Hann kom m.a. að
undirbúningi og framkvæmd að
koma öryggismerkingum á öll
sumarhús í landinu. Því starfi er
ekki lokið og munum við halda
uppi merkjum félaga okkar til
allrar framtíðar.
Við söknum sárt félaga okkar.
Minning um góðan mann lifir
áfram, líkt og sólin sem gengur
til viðar en heldur alltaf áfram að
lýsa.
Landssamband sumarhúsa-
eigenda, stjórn þess og starfs-
menn sendum Iðunni og fjöl-
skyldu hennar hugheilar
samúðarkveðjur.
Sveinn Guðmundsson.
Kristjana Milla ólst upp við
gott atlæti á heimili foreldra
sinna, þeirra Sigríðar Hafstein
og Geirs Thorsteinsson útgerð-
armanns. Foreldrar hennar voru
þátttakendur í atvinnuuppbygg-
ingu þjóðarinnar og menningu.
Hannes Hafstein, skáld og
stjórnmálamaður, var móðurafi
hennar, þannig að sterkir stofnar
voru henni að baki.
Stúlkan gekk menntaveginn
og lauk prófi frá VÍ aðeins 17 ára
og fór svo í hagfræðinám til
USA. Hún hefur ung sýnt ein-
beitni og áræði með því að fara á
stríðstímum siglandi þangað.
Námið gekk vel hjá Millu og um
það leyti er heim skyldi farið
kynntist hún mannsefni sínu, Al-
freð Elíassyni flugmanni, er var
þá í USA að taka á móti DC-4
flugvél Loftleiða. Það var ekki
aftur snúið hjá þeim og þau giftu
sig 1947. Þarna í byrjun Loftlei-
ðaævintýrisins hófu þau svo bú-
skap saman í Hlíðunum og eign-
uðust sjö börn. Fyrsta barnið,
Geir Alfreð, lést í barnæsku að-
eins 2ja ára gamall. Það var ungu
hjónunum þungt högg. Árin sem
á eftir komu reyndust þeim
happadrjúg, stór barnahópur,
glæsilegt heimili í Haukanesinu
og Loftleiðir blómstraði undir
styrkri stjórn bónda hennar.
Saga hans og félagsins hefur ver-
ið gefin út í bók og einnig kvik-
mynduð.
Það var á Haukanesárunum
sem við kynntumst, Haukur Al-
freðsson, Bjarni Guðmundsson
og undirritaður. Við höfðum
fengið auðsótt leyfi þeirra hjóna
Kristjana Milla
Thorsteinsson
✝ Kristjana MillaThorsteinsson
viðskiptafræðingur
fæddist í Reykjavík
26. maí 1926. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 12. júlí
sl.
Útför Kristjönu
Millu var gerð
fimmtudaginn 19.
júlí 2012.
til hraðbátaútgerð-
ar í bátaskýli húss-
ins. Mér er minnis-
stætt hve vel Milla
tók á móti okkur
strákunum eftir
siglingar okkar,
með mat og drykk.
Í 41. kafla fyrstu
Mósebókar segir að
eftir sjö góð ár komi
sjö mögur ár. Árið
1970 veiktist Alfreð
alvarlega og á sama tíma tók að
halla undan flugrekstri í heim-
inum. Í hans félagi voru einnig
komin upp innanhússátök og
deilur um framtíðarstefnu sem
og sameiningu við Flugfélag Ís-
lands, sem stjórnvöld í landinu
svo knúðu fram. Þá tóku við erf-
iðir tímar hjá Millu en aftur
sýndi hún úr hvaða efni hún var
og af hverjum hún var komin.
Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika fór
hún aftur til mennta og lauk
stúdentsprófi og háskólaprófi í
viðskiptafræðum. Hún blandaði
sér svo í félagsmál og stjórnmál.
Seinna tók hún sæti í stjórn
Flugleiða er Alfreð gat ekki
lengur sinnt þeim sökum heilsu-
brests.
Það sem stendur upp úr í þátt-
töku þeirra hjóna og samherja
þeirra í Loftleiðaævintýrinu er
að Icelandair byggir sinn góða
árangur í dag á grunn viðskipta-
hugmynd Loftleiðamanna, þ.e.
að bjóða útlendingum ódýrt flug
yfir Norður-Atlantshafið og ná
þannig einnig að bjóða Íslend-
ingum tíðar ferðir til beggja átta.
Þannig varð Loftleiðir fyrsta lág-
gjaldaflugfélagið í heiminum.
Það er þó nokkuð afrek að
koma sex börnum á legg, stýra
stóru heimili í útkanti höfuðborg-
arinnar og um leið að vera stoð
og stytta eiginmanns í krefjandi
starfi hans. Öll þessi verkefni
leysti Milla vel af hendi.
Ýmsir erfiðleikar og heilsu-
brestur gerði henni lífið erfitt
síðustu árin og mun hún vera
hvíldinni fegin.
Sigurður Karlsson.