Morgunblaðið - 20.07.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.07.2012, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2012 Við leysum málin á einfaldan hátt www.iss.is Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Þetta er voðalega spennandi og verður alltaf raunverulegra með degi hverjum,“ segir Halldór Smárason sem sest á skólabekk í New York í haust, nánar tiltekið í Manhattan School of Music, að nema tónsmíðar á meistarastigi. Halldór er 23 ára gamall Ísfirð- ingur og er nýútskrifaður úr Listaháskólanum með BA-próf í tón- smíðum. Stórborgin New York heillar unga tónlistarmanninn, að sjá og upplifa eitthvað allt annað og meira en á litla Íslandi. Ísafjörður - New York Á ísfirsku tónlistarhátíðinni, Við djúpið, kynntist hann Booklyn- búanum og tónskáldinu Ellis Lud- wig-Leone. Vinskapur tókst með þeim og kom Ellis honum í samband við kennara sinn, prófessor í Yale- háskóla. Sú var að leita að leigjanda að íbúð sinni í New York og voru því Halldór og kærasta hans, Nadía, til- valin. Íbúðin er steinsnar frá skóla Halldórs. „Þetta er skemmtileg tilviljun og frábært að þekkja einhvern á staðn- um. Hann hefur verið mjög hjálpleg- ur. Þetta er mun auðveldara þegar manni hefur verið bent á íbúð frá fyrstu hendi.“ Kærasta hans, Karen Nadía Páls- dóttir, hyggst stunda frekara söng- nám úti en hún útskrifaðist í vor úr klassískum söng frá Listaháskól- anum. „Nú er bara tilhlökkun og ég er feginn að fara ekki einn út,“ segir Halldór. Dýr en góður skóli „Það er hrikalega erfitt að fjár- magna námið einn, og ég hefði aldrei getað stundað það án stuðnings.“ Halldór hlaut Fulbright-styrk og helming skólagjaldanna niður- felldan, Lánasjóður íslenskra náms- manna mun brúa bilið. „Svo verður þetta bara að ráðast. Ég mun einnig sækja um alla þá styrki sem hægt er að fá.“ Skólinn er dýr, til að mynda eru skólagjöldin fyrir eitt ár um 34.000 dollarar sem eru um fjórar og hálf milljón íslenskra króna. Honum reiknast til að fram- færslan og samanlagður kostnaður sé um 8 milljónir, þar af er hátt leigu- verð auk framfærslukostnaðar. „Maður virðist ætla að lifa fyrsta árið af, miðað við fyrstu tölur að minnsta kosti. Ég ætla ekki að hafa áhyggur af öðru árinu fyrr en þar að kemur, vona að þetta reddist. Ég hlakka ótrúlega til að fara og upplifa þetta.“ Tónelsk fjöskylda „Flest frændsystkinin eru spilandi eða syngjandi,“ segir Halldór, að- spurður hvort hann komi úr tónelsk- ri fjölskyldu. Frænka hans, Margrét Hannes- dóttir, verður einnig stödd á sama tíma í New York. Hún stundar meist- aranám í söng í Princeton-háskóla í New Jersey. Systkinabörnin eiga ef- laust eftir að bralla eitthvað skemmtilegt saman úti því um stutt- an veg er að fara. Föðursystur Halldórs eru flottar fyrirmyndir og færar á sínu sviði. Hólmfríður Sigurðardóttir er ein- leikari á píanó og meðleikari í Söng- skóla Reykjavíkur. Rannveig Sif Sigurðardóttir er barokksöngkona í Þýskalandi. Þær systurnar hafa haldið ófáa tónleika saman. Nýkjörinn biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, er þriðja systirin sem spilar á píanó og gott ef hún getur ekki spreytt sig á orgelinu. Smári, faðir Halldórs, er einlægur tónlistarunnandi. Hann fékk tilsögn í píanóleik hjá syni sínum Halldóri þegar hann var 8 ára gamall og hefur látið þar við sitja síðan. Dúxinn að vestan Halldór hefur spilað á píanó frá sjö ára aldri. Sama ár hóf hann tónlist- arnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar hjá Björk Sigurðardóttur sem kveikti mikinn áhuga hjá unga drengnum á tónlist og píanóleik. Foreldrar Halldórs hafa einnig veitt honum ómetanlegan stuðning. „Það komu þær stundir á unglingsár- unum eins og hjá flestum tónlistar- unnendum, að ég var við það að gef- ast upp og vildi hætta. En foreldrar mínir hvöttu mig alltaf eindregið áfram sem hefur komið mér á þann stað sem ég er á í dag.“ Aðaltónlistarkennari Halldórs á Ísafirði var Sigríður Ragnarsdóttir. Á sama tíma og hann lauk fram- haldsprófi í píanóleik varð hann dux scholae frá Menntaskólanum á Ísa- firði. Hann hélt útskriftartónleika fyrir fullu húsi í Hömrum, tónleika- sal Tónlistarskóla Ísafjarðar, við góðan orðstír. Allir tónlistarstílar heilla Halldór er ekki einhamur tónlist- armaður, allir stílar heilla hvort sem það er djass, popp, klassík eða hrein- lega það sem honum dettur í hug þá stundina. „Ég spila oft dinnermúsík, og þess háttar við mismunandi tæki- færi, stutt er í djassinn og dægur- lagamúsík. Ég hef einnig oft spilað á böllum með mismunandi hljóm- sveitum. Í ár á tónlistarhátíðinni Við Djúpið spilaði ég í tríó þar sem ólíkir stílar nutu sín, m.a. popp, latín, búgí, blús og blúgrass/þjóðlagatónlist.“ Hann klykkir út með því að segja: „Það er alltaf mjög erfitt að skil- greina tónlist í stefnur og mér finnst að maður þurfi ekki endilega að gera það, hvorki sem flytjandi né neyt- andi.“ Hann grípur einnig í harmóniku og spilar með balkanhljómsveitinni, Orphic Oxtra. Fjöldi meðlima þeirr- ar hljómsveitar er á reiki þar sem margir eru að mennta sig erlendis. Tónsmíðar Halldórs heilla en hann varð, ásamt tveimur öðrum, hlut- skarpastur í verkefninu Leit að nýj- um tónskáldum sem Við Djúpið stóð fyrir vorið 2011 og var verk hans Grunnavík fyrir óbókvartett frum- flutt á hátíðinni. Ljóst er að framúrskarandi tón- listarmaður er þar á ferð. Ef til vill kemur hann heim aftur með nýja þekkingu í farteskinu og ferska strauma inn í tónlistarlífið. Tónsmíðar í stóra eplinu  Ungur Ísfirðingur sest á skólabekk í virtum tónlistarskóla til að stunda meistaranám í tónsmíðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Afslöppun Halldór slakar á í íslenskri náttúru með Míló áður en haldið er í ys og þys stórborgarinnar. Halldór er fyrsti Íslendingurinn sem stundar nám í tónsmíðum við skólann í 25 ár. Þó nokkrir Ís- lendingar hafa numið við skól- ann; hljófæraleik, sönglist og tónsmíðar. Skólinn var stofnaður 1917 og býður upp á nám til BA-, MA- og doktorsgráðu í tónlistarflutningi og tónsmíðum. Síðasti íslenski nemandinn í tónsmíðadeildinni var Ríkharður H. Friðriksson, raftónlistarmaður og kennari við Listaháskólann. Hann stundaði mastersnám í tónsmíðum árin 1985-87 og útskrifaðist fyrir 25 árum. Gréta Guðnadóttir, fiðluleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, út- skrifaðist úr skólanum með mastersgráðu á sama tíma, 1987. Um svipað leyti var Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðluleikari, einnig í mastersnámi. Ingveldur Ýr Jónsdóttir messósópran stundaði þar mastersnám í sönglist. Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari lauk BA-gráðu frá skólanum árið 1998. Fyrsti Íslendingurinn í tón- smíðum í skólanum í 25 ár THE MANHATTAN SCHOOL OF MUSIC Skólinn The Manhattan School of Music. Í dag stígur hljómsveitin Múgsefjun á svið á Bar 11. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 2008 sem nefndist Skiptar skoðanir og nú í ár gáfu þau út plötuna Múgsefjun. Á þeirri hljómplötu var m.a. lagið Fékkst ekki nóg sem hefur setið nærri toppnum á vinsældalista Rás- ar 2 undanfarnar vikur. Þá spilar hljómsveitin Kiriyama Family á laugardagskvöldið á Bar 11 en sú hljómsveit er „kvintett af suðurströnd Íslands,“ eins og segir í tilkynningu. Þau gáfu út sína fyrstu plötu í vor þetta ár sem var samnefnd hljómsveitinni. Húsið verður opnað kl. 21 bæði kvöldin og aðgangur er ókeypis. Herlegheit á Bar 11 Kiriyama Family Á Bar 11 um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.