Kjarninn - 10.07.2014, Side 17

Kjarninn - 10.07.2014, Side 17
13/13 efnahagsmál á því tímabili sem er undir hleypur enda á tugum prósenta. Kostnaðurinn við að „endurgreiða“ þessar verðbætur til neytenda myndi hlaupa á hundruðum, ef ekki þúsundum, milljarða króna. Íslenskir neytendur væru þá skyndilega með ein bestu lánakjör í heimi. Afturvirkt. Skuldir allflestra sem tóku verð- tryggð fasteigna- eða bílalán myndu lækka gífurlega, náms- lán í mörgum tilvikum þurrkast út, yfirdrættir hverfa og svo framvegis. En þar sem einhver „græðir“ þá þarf einhver að „tapa“. Eða borga. Og í þessu tilfelli lendir tapið að langstærstu leyti á þeim sömu sem græða, íslenskum skattgreiðendum. Það yrði nefnilega ríkið, sem eigandi Íbúðalánasjóðs, Landsbankans og nokkurra minni fjármálastofnana, ásamt lífeyrissjóðum landsins, sem eiga þorra skulda Íbúðalánasjóðs og eru sjálfir verðtryggðir lánveitendur, sem myndu bera höggið vegna þessa. Ríkið myndi einnig mögulega verða skaðabótaskylt gagn- vart viðskiptavinum þeirra fjármálastofnana sem eru ekki lengur til, eru farnar á hausinn í kjölfar hrunsins, en lánuðu verðtryggt til viðskiptavina sinna. Þannig þyrfti ríkið að taka á sig stóran hluta kostnaðar sem annars hefði lent á fjármálafyrirtækjum í einkaeigu. Þannig væri verið að færa peninga úr einum vasa í annan. Einstaklingarnir sem mynda samfélagið væru að fá greiðslu úr sameiginlegum sjóðum sínum og nokkurs konar fyrirframgreiðslu á lífeyrinum sínum. Niðurstaðan yrði sú að skuldir einstaklinga myndu lækka gífurlega en staða ríkissjóðs yrði óbærileg og lífeyriskerfið myndi líkast til eyðileggjast. Hvorki ríkið, lífeyrissjóðir né einkabankarnir hafa áætlað hver mögulegur kostnaður þeirra yrði vegna slíkrar niðurstöðu. Þessir aðilar hafa að minnsta kosti ekki viljað gera þær áætlanir opinberar. En ljóst er að um væri að ræða mestu ágjöf sem orðið hefur á það íslenska kerfi sem hefur verið byggt upp hér frá því að það var reist. „En þar sem einhver „græðir“ þarf einhver að „tapa“. Eða borga.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.