Kjarninn - 10.07.2014, Blaðsíða 26

Kjarninn - 10.07.2014, Blaðsíða 26
20/23 alÞjóðamál j ean-Claude Juncker er ekki óumdeildur maður. Þvert á móti ríkir mikil tortryggni í garð hans á meðal margra stjórnmálamanna innan Evrópu, og víðar. Ástæðan er sú að hann er einlægur sambandssinni. Hann vill mjög aukna samþættingu þeirra ríkja sem tilheyra Evrópusambandinu. Vissulega eru margir slíkir til í álfunni. En Juncker sker sig úr að því leyti að hann var tilnefndur sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins í lok júní og mun því geta haft töluverð áhrif á það hvernig Evrópusambandið þróast. Bara Bretar og ungverjar á móti Juncker var tilnefndur af 26 af 28 leiðtogum sambandsins. Einungis David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, kusu gegn honum. Cameron sagði í kjölfarið: „Þetta er slæmur dagur fyrir Evrópu... ný völd munu færast til Evrópuþingsins.“ Báðum leiðtogunum var þó ljóst að andstaða þeirra myndi ekki hafa nein áhrif á niður- stöðuna og ljóst að hún var mun meira til heimabrúks. Skiptar skoðanir eru á því hvort það hafi gagnast Cameron. Margir breskir fjölmiðlar líta á niðurstöðuna sem niðurlægjandi tap fyrir hann sem sýni að ítök Breta innan Evrópusambandsins fari sífellt þverrandi. Þar hefur Þýskaland, og Angela Merkel kanslari, þræðina í sínum höndum. Merkel studdi enda Juncker mjög opinberlega. Í Ungverjalandi er staðan aðeins önnur. Viktor Orban er nú að hefja sitt annað kjörtímabil sem forsætisráðherra og hefur gert það að sínu helsta aðalsmerki að agnúast út í Evrópusambandið og hamra á sjálfstæði þjóðar sinnar. Með nýlega endurnýjað umboð til þess að fylgja þeirri vegferð nýttist afstaða Orban honum ágætlega við að festa sig enn betur í sessi sem þyrnir í læri Evrópusambandsins í augum samlanda hans. alÞjóðamál Þórður Snær Júlíusson L@thordursnaer „Juncker var enda „Herra evra“ í átta ár. Það viðurnefni fékk hann vegna þess að hann var fyrsti fasti forseti evruhópsins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.