Kjarninn - 10.07.2014, Qupperneq 26

Kjarninn - 10.07.2014, Qupperneq 26
20/23 alÞjóðamál j ean-Claude Juncker er ekki óumdeildur maður. Þvert á móti ríkir mikil tortryggni í garð hans á meðal margra stjórnmálamanna innan Evrópu, og víðar. Ástæðan er sú að hann er einlægur sambandssinni. Hann vill mjög aukna samþættingu þeirra ríkja sem tilheyra Evrópusambandinu. Vissulega eru margir slíkir til í álfunni. En Juncker sker sig úr að því leyti að hann var tilnefndur sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins í lok júní og mun því geta haft töluverð áhrif á það hvernig Evrópusambandið þróast. Bara Bretar og ungverjar á móti Juncker var tilnefndur af 26 af 28 leiðtogum sambandsins. Einungis David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, kusu gegn honum. Cameron sagði í kjölfarið: „Þetta er slæmur dagur fyrir Evrópu... ný völd munu færast til Evrópuþingsins.“ Báðum leiðtogunum var þó ljóst að andstaða þeirra myndi ekki hafa nein áhrif á niður- stöðuna og ljóst að hún var mun meira til heimabrúks. Skiptar skoðanir eru á því hvort það hafi gagnast Cameron. Margir breskir fjölmiðlar líta á niðurstöðuna sem niðurlægjandi tap fyrir hann sem sýni að ítök Breta innan Evrópusambandsins fari sífellt þverrandi. Þar hefur Þýskaland, og Angela Merkel kanslari, þræðina í sínum höndum. Merkel studdi enda Juncker mjög opinberlega. Í Ungverjalandi er staðan aðeins önnur. Viktor Orban er nú að hefja sitt annað kjörtímabil sem forsætisráðherra og hefur gert það að sínu helsta aðalsmerki að agnúast út í Evrópusambandið og hamra á sjálfstæði þjóðar sinnar. Með nýlega endurnýjað umboð til þess að fylgja þeirri vegferð nýttist afstaða Orban honum ágætlega við að festa sig enn betur í sessi sem þyrnir í læri Evrópusambandsins í augum samlanda hans. alÞjóðamál Þórður Snær Júlíusson L@thordursnaer „Juncker var enda „Herra evra“ í átta ár. Það viðurnefni fékk hann vegna þess að hann var fyrsti fasti forseti evruhópsins.“

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.