Morgunblaðið - 07.08.2012, Page 2

Morgunblaðið - 07.08.2012, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Billund *Flugsæti aðra leið með sköttum. Netverð á mann. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • www.heimsferdir.is 13.900 kr.*flugfr á Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Töluverð umferð var á landinu í gær eins og við mátti búast við lok verslunarmannahelg- ar, en umferðin var mest um Kjalarnes og Hellisheiði. Um klukkan 18 í gærkvöldi höfðu 6.420 bílar farið um Hellisheiði frá miðnætti og var meðalumferð þar rúmlega 15 bílar á mínútu, en mikil umferð var á öllu Suðurlandi. Fjöldi bíla frá Landeyjahöfn 4.467 bílar höfðu farið um Þjórsárbrú klukkan 18 í gær og var meðalakstur þar rúmlega fimm bílar á mínútu. Á sama tíma höfðu 4.032 bílar farið yfir Markarfljótsbrúna en öll umferð frá Landeyjahöfn fer um hana. Umferðin um Steina undir Eyjafjöllum var töluvert minni eða 1.586 bílar en það sýnir hversu gríðarleg umferð er frá Landeyja- höfn. Svo virðist sem margir nýti sér Mosfells- heiði til að komast til borgarinnar, en umferð um Gjábakkaveg frá miðnætti var einnig töluverð, 2.475 bílar, og fóru að meðaltali sjö bílar á mínútu þar um klukkan 18 í gær. Lítið um hraðakstur Nokkur umferð var einnig um Vesturland. Um Hafnarfjall höfðu 4.889 bílar farið frá miðnætti til klukkan 18 og meðalumferð þar var tæplega 17 bílar á mínútu. Á Kjalarnesi var umferðin öllu meiri, eða 6.577 bílar. Með- alumferðin var svipuð um klukkan 18 eða rúmlega 16 bílar á mínútu. Þær lögreglustöðvar sem náðist samband við gáfu allar þær upplýsingar að umferðin hefði gengið nokkuð vel, en lítið var um hrað- akstur. Umferð þung en áfallalaus  Umferðin var mest um Kjalarnes og Hellisheiði  Margir nýttu sér Mosfells- heiði á leið sinni til borgarinnar  Gríðarlega mikil umferð frá Landeyjahöfn Morgunblaðið/Sigurgeir S. Á heimleið Umferðin var mikil í gær en gekk til- tölulega vel fyrir sig, að sögn lögreglunnar. Norðurlandamótið í hestaíþróttum var haldið í Eskilstuna í Svíþjóð um helgina. Íslenska landsliðinu vegnaði vel og fékk fjögur gull á mótinu. Agnar Snorri Stefánsson var þar fremstur í flokki, en hann vann þrjú gull á mótinu. Hann keppti á hestinum Feng frá Staagerup og urðu þeir Norðurlandameistarar í fimmgangi, slaktaumatölti og sam- eiginlegum fimmgangsgreinum. Hann var tolleraður af landsliðs- félögum sínum að lokinni keppni. Þá varð Flosi Ólafsson Norð- urlandameistari í tölti ungmenna á Kveik frá Lian. Þeir fengu einnig silfur í fjórgangi og brons í sam- anlögðum fjórgangsgreinum. Reynir Örn Pálmason endaði í öðru sæti í slaktaumatölti á Tór frá Auðsholtshjáleigu og Guðlaug Marín Guðnadóttir varð önnur í 250 metra skeiði á Toppi frá Skarði. Hafliði Halldórsson var liðsstjóri íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hannes Sigurjónsson Íslenska landsliðinu gekk vel á Norðurlandamótinu í hestaíþróttum Agnar vann þrjú gull á NM Skúli Hansen skulih@mbl.is „Þetta er ekki formlegur hópur með erindisbréfi heldur einungis vinnu- hópur og hver ráðherra mætir sjálfur eða velur sína full- trúa,“ segir Stein- grímur J. Sigfús- son ráðherra aðspurður hvort búið sé að skipa vinnuhóp um hið svokallaða Gríms- staðamál, en rík- isstjórnin til- kynnti nýlega að til stæði að skipa slíkan hóp. Að sögn Steingríms munu þau ráðuneyti sem nú þegar tengjast mál- inu, eða gætu mögulega tengst því, taka þátt í starfi vinnuhópsins. „Ég held að þetta séu fjögur eða fimm ráðuneyti. Það eru semsagt iðnaðar-, innanríkis-, sjávarútvegs- og land- búnaðar-, umhverfis- og svona eftir atvikum fjármálaráðuneytið og utan- ríkisráðuneytið,“ segir Steingrímur og bendir á að málið tengist þó mest þremur ráðuneytum, þ.e. innanríkis-, iðnaðar- og sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneyti. Aðspurður hvort vinna hópsins sé hafin segir Steingrímur: „Það var strax byrjað að tína saman gögn og undirbúa fund sem verður í þessari viku.“ Að sögn Steingríms er ekki ennþá búið að setja vinnu hópsins tímamörk. „Við þurfum að átta okkur á því hve mikið menn telja sig þurfa að skoða,“ segir Steingrímur og bætir við að menn muni taka sinn tíma til að skoða þetta vel og starfið muni taka að minnsta kosti nokkrar vikur. Vinnuhópur um Grímsstaðamál fundar í vikunni Steingrímur J. Sigfússon Af fjórum ökumönnum sem teknir voru fyrir of hraðan akstur við svo- kallað sérstakt umferðareftirlit rík- islögreglustjóra í umdæmi lögregl- unnar á Selfossi í gær mánudag voru þrír þeirra konur. Sérstaka athygli vakti að allar mældust konurnar á sama ólöglega hraðanum þegar þær voru teknar; 112 kílómetra hraða. Auk kvennanna var einn karl- kyns ökumaður tekinn þegar hann ók á 117 kílómetra hraða um Ár- nessýslu. Töluverð umferð var að öðru leyti um Suðurlandið í gær og gekk að mestu greiðlega fyrir sig. Þrjár teknar – allar á 112 km hraða Íslendingadagurinn var haldinn há- tíðlegur í bænum Gimli í Kanada í gær. Hátíðahöld höfðu staðið yfir alla helgina en hápunktur þeirra var í gær. Þá fór fram skrúðganga í bæn- um en jafnframt voru fluttar ræður og söngatriði. Að sögn Atla Ásmundssonar, ræð- ismanns Íslands í Winnipeg í Kanada, fór Íslendingadagurinn vel fram. „Hér hefur komið alveg gríðarlegur fjöldi fólks og bæði skrúðgangan og mannfjöldinn í bænum slógu öll met,“ segir Atli og bætir við: „Þar flytur Bjarni Benediktsson, alþingismaður og formaður Sjálfstæðisflokksins, minni Kanada. Stefán Jónasson, sem er prestur hér um slóðir, flytur minni Íslands og ávarp flytur bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björgvinsson.“ Þá bendir Atli á að sjónvarpsmað- urinn Andri Freyr Viðarsson, ásamt tökuliði þáttarins Andri á flandri, hafi verið þarna á svæðinu að taka upp efni fyrir nýja sex þátta sjónvarps- þáttaröð. Aðspurður hversu margir hafi ver- ið viðstaddir hátíðahöldin yfir helgina segist Atli ekki geta gefið upp ná- kvæma tölu en segir þó að vanalega taki 40-50 þúsund manns þátt í há- tíðahöldunum. Þá voru einnig hátíðahöld af sama tilefni í Norður-Dakótaríki Banda- ríkjanna síðastliðinn laugardag. Fögnuðu Íslendingadegi  Mikill mann- fjöldi í Gimli Ljósmynd/Þrúður Helgadóttir Á flandri Jóhann Jóhannsson, Kristófer Dignus, Haraldur Sigurjónsson, Andri F. Viðarsson, Hugi Halldórsson, Davíð Magnússon og Atli Ásmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.