Morgunblaðið - 07.08.2012, Side 7

Morgunblaðið - 07.08.2012, Side 7
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012 Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson 14-15 þúsund manns voru á þjóðhátíð í Herjólfsdal á sunnudagskvöldið 10-12 þúsund voru á Akureyri á Spari- tónleikum að kvöldi sunnudags 6.000 manns voru á Síldarævintýrinu á Siglufirði um helgina 2.500 manns voru á Mýrarbolta á Ísafirði en færri veltu sér upp úr drullunni 3.000 manns voru á Neistaflugi í Neskaupstað 2.000 manns, tæplega, heimsóttu Hörgársveit í Eyjafirði ‹ HELGIN Í TÖLUM › » Stórsöngvarinn Ronan Keating kom fram á þjóðhátíðinni í Vest- mannaeyjum á sunnudagskvöldið. Áhorfendur voru vægast sagt ánægðir með frammistöðu kappans og hann ekki síður. Hann hefur tíst af ánægju á twittersíðu sinni þar sem hann lofar áhorfendur og útsýn- ið yfir mannhafið þegar hann stóð á sviðinu. Hann var helsta atriði skipuleggj- enda þjóðhátíðarinnar. Ronan Keat- ing er írskur tónlistarmaður og lagasmiður. Hann byrjaði feril sinn sem aðalsöngvari hljómsveitarinnar Boyzone árið 1994 og hóf sólóferil árið 1999. Hann hefur selt yfir 22 milljónir platna um allan heim. Þjóðhátíðargestir voru ánægðir með kappann en fáir gátu þó sungið með lögum hans. Öllu meiri stemning var í dalnum í Brekkusöngnum þegar allt mann- hafið tók undir með Árna Johnsen sem stýrði söngnum að venju. Ís- lensk lög og textar höfðu sitt að segja í að skapa rífandi stemningu. Toppnum var náð þegar Hreimur Örn Heimisson og félagar fluttu lag- ið „Lífið er yndislegt“. Keating tísti af ánægju eftir þjóðhátíðina í Eyjum Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Þjóðhátíð Ronan Keating syngur á sviðinu í Herjólfsdal um helgina. VERTU Í TAKT VIÐ ÓLYMPÍULEIKANA Í LONDON 2012 C o c a -C o la ; C o k e ´a n d th e C o c a -C o la ´c o n to u r b o tt le a re tr a d e m a rk s o f T h e C o c a -C o la C o m p a n y. © 2 0 12 T h e C o c a -C o la C o m p a n y. 7

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.