Morgunblaðið - 07.08.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012
samskipti@tonaflod.is | www.tonaflod.is
Fyrirtæki með yfir 20 ára reynslu
Vantar þig heimasíðu?
...eða er kominn tími til að hressa upp á þá gömlu?
Sími 553 0401
Engin útborgun, 0% vextir
Bjóðum vaxtalaus lán í allt að 12 mánuði
fyrir VISA og Mastercard korthafa
Fréttir af þessu tagi voru áber-andi um helgina:
Mario Monti, forsætisráðherraÍtalíu, segir að spennan sem
hefur skapast í Evr-
ópu vegna evru-
vandans hafi þegar
leitt til þess að ríki
hafi snúist hvert
gegn öðru. Hann
óttast þróunina og
segir að vandinn
megi ekki leiða til
þess að Evrópa
sundrist.
Margir Ítalir erureiðir út í
Þjóðverja vegna
framgöngu þeirra
varðandi leiðir til að
taka á skuldavand-
anum í Evrópu og eru þeir sakaðir
um hroka. Monti var spurður út í
þetta og í viðtali við þýska tímaritið
Der Spiegel segist ráðherrann hafa
áhyggjur.
Hann segir að reiðin á Ítalíu bein-
ist ekki aðeins að Þýskalandi og
Angelu Merkel, kanslara Þýska-
lands, heldur einnig að Evrópusam-
bandinu og evrunni.
Monti tekur fram að vandinn sémeiri en svo að hann varði
einvörðungu samskipti Ítalíu og
Þýskalands.
„Álagið, sem hefur fylgt evru-
svæðinu undanfarin ár, er þegar
farið að bera einkenni sál-
fræðilegrar sundrungar í Evrópu,“
sagði Monti.
„Við verðum að leggja hart að
okkur til að hafa hemil á slíku,“
segir hann.
Þá segir hann að ef Evrópa liðast
í sundur vegna evrunnar muni
grunnstoðir Evrópuverkefnisins
standa eftir ónýtar.
Þetta segir Monti. En ætli Össurmonti sig áfram yfir ESB-
umsókninni?
Mario Monti
Af Monti og monti
STAKSTEINAR
Össur
Skarphéðinsson
Veður víða um heim 6.8., kl. 18.00
Reykjavík 14 léttskýjað
Bolungarvík 14 skýjað
Akureyri 15 skýjað
Kirkjubæjarkl. 17 skýjað
Vestmannaeyjar 13 léttskýjað
Nuuk 8 skýjað
Þórshöfn 10 skýjað
Ósló 16 skúrir
Kaupmannahöfn 22 léttskýjað
Stokkhólmur 17 léttskýjað
Helsinki 17 skýjað
Lúxemborg 21 skýjað
Brussel 20 léttskýjað
Dublin 17 skýjað
Glasgow 16 skýjað
London 20 léttskýjað
París 20 heiðskírt
Amsterdam 18 léttskýjað
Hamborg 18 skúrir
Berlín 23 skýjað
Vín 31 léttskýjað
Moskva 26 heiðskírt
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 28 heiðskírt
Barcelona 26 léttskýjað
Mallorca 28 léttskýjað
Róm 32 heiðskírt
Aþena 33 heiðskírt
Winnipeg 23 léttskýjað
Montreal 21 skýjað
New York 26 léttskýjað
Chicago 25 léttskýjað
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
7. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:56 22:12
ÍSAFJÖRÐUR 4:43 22:34
SIGLUFJÖRÐUR 4:26 22:18
DJÚPIVOGUR 4:21 21:46
Hjá ÓB stjórna strákarnir okkar í
handboltalandsliðinu afslættinum á
meðan þeir keppa á Ólympíu-
leikunum í London.
Ef íslenska liðið vinnur fá ÓB-
lykilhafar afslátt sem jafngildir
markamuninum; fjögur mörk gefa
fjögurra krónu afslátt, fimm mörk
fimm krónu afslátt o.s.frv., en ÓB er
dótturfélag Olís.
Íslenska landsliðið vann stórsigur
á gestgjöfum Bretlands, 41:24, í síð-
asta leik sínum í riðlakeppninni í
London í gær og markamunurinn því
17 mörk. Úrslit leiksins leiddu þar
með til þess að ÓB er með 17 krónu
afslátt af bensínlítranum í dag, sem
og Olís.
„Þegar við fórum út í þetta vissum
við að sigurinn gegn Bretum yrði
stór. Við áttum alveg eins von á því að
hann yrði stærri. Eins og aðrir Ís-
lendingar gleðjumst við yfir góðu
gengi íslenska liðsins og við erum
mjög stoltir af þeim,“ segir Samúel
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
vörustýringarsviðs Olís, aðspurður
hvort hann hefði ekki haft áhyggjur
af of stórum sigri Íslendinga.
„Við munum veita þennan sama af-
slátt og markamunur leiksins var og
þetta verður í boði fyrir þá sem eru að
jafnaði í viðskiptum við okkur,“ sagði
Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atl-
antsolíu, en lækkunin verður í boði
fyrir þá sem eru með dælulykla hjá
fyrirtækinu. pfe@mbl.is
Gefa 17 krónu afslátt af bensínlítranum
Lykilhafar ÓB og Olís fá glaðning í
dag og Atlantsolía fylgir eftir
Morgunblaðið/Golli
Handbolti Strákarnir gegn Bretum.
Skemmtiferðaskipið Celebrity
Eclipse kemur til hafnar í Skarfa-
bakka um hádegisbilið í dag, en
þetta er í annað skiptið í sumar sem
það kemur til landsins.
Skipið er gríðarstórt, rúmlega 300
metrar á lengd og um 122.000
brúttótonn, en til samanburðar má
nefna að flutningaskipið Dettifoss er
um 14.000 brúttótonn. Óhætt er að
segja að skipið eigi eftir að vekja
mikla athygli, en það rúmar mörg
þúsund farþega ásamt rúmlega
1.200 manna áhöfn.
Ljóst er að mikill fengur er að
komu erlendra skemmtiferðaskipa
hingað til lands en þess má geta að
Celebrity Eclipse greiðir um 6,8
milljónir króna í hafnargjöld til
Faxaflóahafna.
Morgunblaðið/Eggert
Risaskip Celebrity Eclipse kemur
til hafnar um kl. 12 í dag.
Kemur til
hafnar í
annað sinn