Morgunblaðið - 07.08.2012, Side 12

Morgunblaðið - 07.08.2012, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012 Við leysum málin á einfaldan hátt www.iss.is BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Tilraun sem gerð var á íslenskum selum í Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum í febrúar 1980 sýndi að inflúensuveira sem var upprunnin í fuglum og hafði smitað seli við aust- urströnd Norður-Ameríku gat einnig smitað menn. Þessa uppgötvun má rekja til óhapps sem varð þegar verið var að rannsaka íslenskan sel sem var búið að smita af inflúensu í til- raunaskyni. Þekktir vísindamenn komu hingað til lands vegna þessarar rannsóknar, m.a. einn fremsti veirufræðingur heims, Robert G. Webster. Hann er höfundur þeirrar kenningar að inflú- ensusmit í spendýrum og mönnum megi rekja til fugla og var í fremstu röð vísindamanna sem rannsökuðu inflúensuveirur. Auk hans kom hing- að Joseph R. Geraci, dýralæknir frá Kanada, einnig mjög þekktur veiru- fræðingur. Þeir unnu með íslenskum vísindamönnum á Keldum að rann- sókninni. Auk þess að uppgötva það að menn gátu smitast af inflúensu úr selum sýndi tilraunin að hægt var að framkalla lungnabólgu í íslenskum selum með því að sýkja þá með inflú- ensuveirum úr veikum selum vestan hafs. Margir landselir höfðu drepist úr selapest við austurströnd Banda- ríkjanna í desember 1979. Þeir voru með bólgin og blóðhlaupin lungu. Pestin var rakin til H7N7 inflúensu- veiru af A-stofni eða fuglaflensu- veiru. Hafði verulegar áhyggjur Tilraunin sem gerð var hér árið 1980 var í framhaldi af þessum far- aldri. Selirnir sem notaðir voru við tilraunina voru fengnir úr íslensku sædýrasafni sem starfaði hér á þess- um árum. Robert G. Webster lýsti því í viðtali, sem síðar var birt í þýska tímaritinu Der Spiegel árið 1984 (Mit der chemischen Keule in die Zelle), þegar íslenskur aðstoðarmaður hans smitaðist óvænt af selaflensu. Webster var nýbúinn að smita sel með inflúensuveirum þegar selurinn reif sig lausan og hnerraði upp í auga aðstoðarmannsins sem hélt selnum. Aðstoðarmaðurinn var Karl Skírn- isson dýrafræðingur sem þá hafði nýlega hafið störf á Keldum. „Ég reyndi að sýnast rólegur,“ sagði Webster síðar. „En innst inni hafði ég verulega miklar áhyggjur af þessu.“ Fuglaflensuveiran getur dregið fugla til dauða á tveimur sólar- hringum. Webster hafði því áhyggjur af því hvort veiran sem drap selina gæti mögulega sýkt menn. Svarið var jákvætt, eins og Der Spiegel greindi frá á sínum tíma. Þetta var í fyrsta sinn sem það var staðfest í tilraun að veira sem var upprunnin í fuglum og hafði borist í spendýr gat smitað mann. Fékk selaflensu í augað Karl, sem líklega er einn fárra manna sem vitað er um með vissu að hafi sýkst af selainflúensu, fékk stað- bundna yfirborðssýkingu í annað augað, en ekki dæmigerða inflúensu með einkenni frá öndunarvegi. Augað var orðið blóðrautt eftir tvo sólar- hringa og hægt var að rækta inflú- ensuveirur úr auganu og sanna að um smit úr selnum var að ræða. Líkami Karls myndaði ekki mótefni svo ekki var um kerfissýkingu að ræða. Hann náði fullri heilsu. Þetta þótti svo merkilegt að skrifuð var grein um smitið og birtist hún í einu virtasta fræðitímariti heims, The New Eng- land Journal of Medicine. Karl var meðhöfundur að greininni ásamt Guðmundi Péturssyni, fyrrverandi forstöðumanni á Keldum. Karl sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi grein væri á meðal þeirra fræði- greina frá Keldum sem mest hefði verið vitnað í í vísindaritum. Árið eftir voru fangaðir á þriðja hundrað andfuglar hér í tengslum við rannsóknina, aðallega við Mývatn. Þeim var öllum sleppt eftir sýnatöku. Inflúensuveira af gerð H7N7, þeirri sömu og olli veikindum selanna, fannst í íslenskri urtönd frá Mývatni, að sögn Karls sem tók þátt í þessum tilraunum. Inflúensusmit á milli dýrategunda var mjög mikið rann- sakað á 9. áratug síðustu aldar. Karl sagði að þá hefðu komið fram fleiri tilvik þar sem menn höfðu smitast af inflúensu úr spendýrum. Ekki hægt að segja smit fyrir Guðmundur Pétursson, fyrrver- andi forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum, sagði í samtali við Morgunblaðið að alltaf væri ákveðin hætta á að inflúensu- veira gæti borist úr dýrum í menn. Hann taldi þó að ekki væri hægt að spá því í hverju tilviki með neinni vissu hvort hún bærist í menn. Guð- mundur sagði að þeir Karl hefðu skoðað þetta svolítið þegar þeir könn- uðu heimildir um selafárið sem gekk hér yfir árið 1918, sama ár og spánska veikin geisaði í mannfólkinu. Líklegt er talið að selapestin hafi ver- ið inflúensa og spánska veikin var inflúensufaraldur. Þeir skoðuðu frek- ar hvort spánska veikin kynni að hafa borist í seli frekar en að hún hefði komið úr selum í fólk hér á landi. „Við gátum ekki tengt þetta sela- fár 1918 beint við spánsku veikina, þetta er því opin spurning,“ sagði Guðmundur. Hann sagði það vera þekkt að fuglar gætu verið hýslar fyrir inflúensuveiru. Alltaf gæti kom- ið upp ný afbrigði í fuglum sem bær- ust svo í önnur dýr. Fuglar virtust geta verið með inflúensuveiru án þess að sýna nein sjúkdómseinkenni. Íslendingur sýktist af selaflensu  Það sannaðist á Keldum árið 1980 að fuglainflúensa sem smitað hafði seli gat smitast í menn  Forystumanni á sviði veirurannsókna stóð ekki á sama þegar Íslendingurinn smitaðist Ljósmynd/Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum Sýnataka Veirufræðingurinn Robert Webster tekur sýni úr auga landselskóps sem Karl Skírnisson heldur föstum. Morgunblaðið/Sverrir Veiktist Karl fékk yfirborðssýkingu í augað en ekki dæmigerða inflúensu. Ljósmynd/Tilraunastöð HÍ á Keldum Selur Karl aðstoðaði Webster. Séra Solveig Lára Guðmunds- dóttir verður vígð sem vígslu- biskup á Hólum í Hjaltadal 12. ágúst á Hólahá- tíð 2012. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígir hana. Dagskrá Hólahátíðar verður fjöl- breytt, fræðandi og heilsueflandi. Föstudaginn 10. ágúst flytur Ragn- heiður Þórsdóttir erindi um vefnað til forna við kljásteinsvefstól í Auð- unarstofu kl. 20. Laugardagurinn 11. ágúst er útivistar-, fræðslu- og grilldagur. Þrjár göngur verða í boði: Að Gvendarskál, kl. 11, um Heljardalsheiði, þar sem gengin verður gömul þjóðleið úr Svarf- aðardal yfir heiðina, og þriðja gönguferðin er pílagrímsganga frá Flugumýrarkirkju að „felustað frú- arinnar að Hólum“. Sturlungaslóðir sjá um dagskrá í kirkjunni. Solveig Lára verður vígð á Hólahátíð Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.