Morgunblaðið - 07.08.2012, Síða 14

Morgunblaðið - 07.08.2012, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012 Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 Opnunartími: 08:00 - 17:00 alla virka daga www.ispan.is - ispan@ispan.is CE-VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI Sérfræðing ar í gleri … og okku r er nánast ekkert ómö gulegt • Sólvarnargler • Einangrunargler • Öryggisgler • Eldvarnargler • Speglar • Hert gler - Í sturtuklefa - Í handrið - Í skjólveggi - Í rennihurðir Með nýrri kynslóð öryggismyndavélakerfa hjá Svar tækni getur þú núna fylgst með beinni útsendingu úr myndavélunum hvar sem þú ert staddur, hvort sem er í gegnum tölvu, iPad eða snjallsíma. Hærri upplausn en þekkst hefur hjá eldri kynslóðum gerir þér svo kleift að þekkja þann sem er á myndinni. Ný kynslóð öryggismyndavéla SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta eru alltaf jafnskemmtilegar ferðir og við erum alltaf að upplifa og sjá eitthvað nýtt í umhverfinu. Við höfum verið mjög heppin með veðrið. Landslagið er ætíð jafn- fallegt, eiginlega aldrei eins, og ís- lenski hesturinn er virkilega skemmtilegur,“ segir Díana Brickel, 79 ára breskur eftirlaunaþegi og fyrrverandi kennari, sem er að ljúka tveggja vikna hestaferð um vest- anvert landið. Hún hefur komið hingað á hverju sumri undanfarin 25 ár, ef undan er skilið eitt skipti þeg- ar hún þurfti að fara til Bandaríkj- anna á ráðstefnu. Hún bætti sér það bara upp árið eftir þegar hún kom til Íslands í tvígang! Hittast líka yfir veturinn Ferðafélagarnir hafa að stórum hluta verið þeir sömu allan tímann; hestaáhugafólk frá Þýskalandi og Svíþjóð. Brickel er aldursforsetinn í hópnum og gjarnan kölluð „Lady Diana“ eða Lafði Díana. Mjög góð kynni hafa myndast hjá þessum hópi og fá þau aldeilis ekki nóg hvert af öðru í hestaferðunum. Fyr- ir nokkrum árum tóku þau upp á því að hittast í Hannover í Þýskalandi að vetri til, þar sem fyrri Íslands- ferðir eru rifjaðar upp og byrjað að undirbúa þá næstu. Þau eru einnig farin að tala smáíslensku sín á milli, þegar sest er niður á kvöldin í ferð- unum og spjallað. „Þetta er nú bara eitt og eitt orð en mig langar að læra tungumálið betur,“ segir hún. Átti tvo íslenska hesta Hestaferðin á Íslandi tekur sem fyrr segir tvær vikur. Lagt er af stað frá Brekkulæk í Miðfirði og þaðan farið um Hrútafjörð, yfir í Dalina, að Löngufjörum á Snæfells- nesi og til baka yfir Rauðamelsheiði og Haukadalsskarð yfir í Hrútafjörð og 370 km hring lokað á Brekkulæk. Spurð hvernig ferðirnar til Ís- lands hafi komið til segir hún bresk- an vin sinn í hestamennskunni hafa bent sér á þær. Hún var heldur ekki alveg ókunnug íslenska hestinum eftir að hafa átt tvo slíka gripi um tíma í Bretlandi. Brickel býr í út- hverfi London og starfaði þar sem kennari í mörg ár og síðar við kennslu í kennaraskóla. „Ég mun halda áfram að koma til Íslands á meðan heilsan leyfir. Leið- sögumennirnir eru frábærir, þau Eggert og Herdís, og allir aðrir sem aðstoða í ferðinni. Við fáum góðan og þjóðlegan mat og kokkarnir kunna greinilega sitt fag,“ segir hún. Heimsækir íslenska vini Þó að hestaferðinni sé lokið hefur hún ekki fengið nóg af landi og þjóð. Við tekur nokkurra daga frí til að heimsækja íslenska vini á Akureyri og í Reykjavík, sem hún kynntist bæði hér á landi og í Bretlandi fyrir mörgum árum. Henni fannst ekkert slæmt að yf- irgefa London á meðan Ólympíu- leikarnir eru. Hún sá Íslendinga leggja Svía að velli í handbolta, þeg- ar þau gistu á Eldborg eitt kvöldið og horfðu á sjónvarpsútsendinguna, og vonar að við fáum gullið. Sannari Íslandsvin en Lafði Díönu Brickel er vart að finna. Lafði Díana kemur aftur og aftur Ljósmynd/Herdís K. Brynjólfsdóttir Íslandsvinur Díana Brickel, fremst á myndinni, á ferð um Löngufjörur á Snæfellsnesi. Hún kemur á hverju sumri í hestaferð til landsins og er ekki af baki dottin þó að hún sé að verða áttræð. Hefur þegar pantað næstu Íslandsferð.  Díana Brickel, fyrrverandi kennari í London, komið hingað í hestaferðir á hverju sumri í 25 ár  Sama leiðin og sömu ferðafélagarnir  Verður áttræð á næsta ári og þegar búin að panta ferð Diana Brickel er ekkert að breyta mikið út af vananum í hestaferðunum til Íslands. Frá upphafi, eða í kringum 1987, hefur hún farið í þessar hesta- ferðir á vegum Arinbjörns Jó- hannssonar á Brekkulæk, sem fyrstu árin var hennar leið- sögumaður. Arinbjörn hóf sínar skipu- lögðu hestaferðir með útlend- inga árið 1979, einn af þeim fyrstu hér á landi. Frá árinu 1993 hafa leiðsögumennirnir verið þeir sömu; Eggert Páls- son, bóndi á Bjargshóli og ná- granni Arinbjörns, og Herdís K. Brynjólfsdóttir, túlkur og kennari, sem eru hér á með- fylgjandi mynd með Díönu á meðan hún var í símaviðtali við Morgunblaðið um helgina. Alls voru 18 manns á ferð að þessu sinni og hestarnir hátt í 90, flestir í eigu Eggerts Páls- sonar. Með sömu leiðsögumönnunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.