Morgunblaðið - 07.08.2012, Side 20

Morgunblaðið - 07.08.2012, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Geimferða-stofnunBandaríkj- anna, Nasa, sýndi í gær að hún hefur ekki lagt árar í bát þó að geimskutl- unni hafi verið lagt í fyrra. Nasa hefur unnið marga sigra á sviði geimrannsókna, enda hefur það verið Bandaríkj- unum metnaðarmál að vera í fararbroddi rannsókna á geimnum og hefur ekkert verið til sparað. Frægasta afrekið er komið til ára sinna því að rúm 43 ár eru frá því að fyrsti mað- urinn tók lítið skref á tunglinu og stórt skref fyrir mann- kynið. Bæði fyrr og síðar hafa mörg skref verið stigin, stór og smá, á tunglinu og víðar um geiminn. Fyrst var flogið með dýr út í geiminn árið 1947, flugur í það skiptið, og fyrsti maðurinn fór út í geim árið 1961. Þar var á ferðinni Sov- étmaðurinn Yuri Gagarin, sem er án efa frægasti geimfarinn ásamt Bandaríkjamanninum Neil Armstrong. Á þessum ár- um einkenndust geimrann- sóknir ekki síst af kapphlaup- inu á milli þessara tveggja þáverandi risavelda og mátti varla á milli sjá hvorir skákuðu hinum oftar en aðrar þjóðir voru tæplega þátttakendur. Þegar Bandaríkjamenn lentu svo með fyrstu geimfar- ana á tunglinu árið 1969 má segja að þeir hafi náð foryst- unni í kapphlaupinu um geim- inn þó að Sovétríkin hafi einn- ig haldið uppi öflugum geimrannsóknum og síðan hafi Rússar og ýmsar aðrar þjóðir látið til sín taka á þessu sviði. Þetta er merki- leg saga ótrúlegra afreka og henni er hvergi nærri lokið. Margvíslegar rannsóknir eiga sér stað í geim- ferðunum og í geimstöðvunum og nú mun rannsóknar- farartækið Forvitni, sem lenti í gær á Mars, rannsaka reiki- stjörnuna með mun nákvæm- ari hætti en unnt hefur verið hingað til. Ætlunin er að kom- ast til botns í hversu lífvænleg Mars er eða hefur verið. Þar með verður væntanlega enn og aftur hægt að svara stóru spurningunni: Er líf á Mars? Vissulega geta menn spurt sig, og sumir hafa gert það, hverju það breytir hvernig að- stæður eru á Mars eða á þaðan af fjarlægari afkimum al- heimsins. En eins og nafnið Forvitni gefur til kynna er ekki endilega spurt að því hvaða gagn er að slíkum upp- lýsingum í bráð. Fólk er for- vitið og fólk vill kanna hið óþekkta og fræðast um það sem það ekki veit og ekki skil- ur. Á endanum kemur oftast eitthvað gagnlegt út úr slíkum rannsóknum og stundum eitt- hvað sem við vildum alls ekki vera án. En jafnvel þó að ferðalög út í óþekktar óravídd- ir geimsins virðist ekki skila miklu í bráð, þá gagnast þær að minnsta kosti við að minna manninn á hve agnarsmár hann er í hinu stóra samhengi hlutanna, hversu margt það er sem hann veit ekki enn og hversu mikilvægt það er að hann sýni af sér hæfilega auð- mýkt gagnvart því sem hann getur ekki skilið til fulls. Forvitni mun ef til vill leiða manninn í allan sannleikann um líf á Mars} Eitt skref enn Það er algjöróþarfi að vera slóðar í dýravernd- unarmálum og kallar með réttu á skömm og fyr- irlitningu. Lang- stærsti hluti þjóðarinnar er ekki þannig innréttaður að hann vilji að dýr séu látin kenna aflsmunar í þeim mæli að teljist óþarflega ill meðferð. Þetta gildir bæði um alidýr, sem maðurinn á alls kostar við, og þau sem búa við frelsi í því umhverfi sem er þó sífellt naumar skammtað, bæði hér og annars staðar, vegna fjölg- unar manna og aukins ágangs sem því fylgir. Bent er á að hagkvæmni, arðsemi, samkeppni og krafa neytenda og sjálfskipaðra tals- manna þeirra um lægra verð skipti miklu um hvað ali- rekstur getur leyft sér í ræktun. Sjálf- sagt er nokkuð til í þeirri málsvörn, en þýðir þó ekki að þar með eigi mál- leysingjarnir ekki málstað og rétt, þótt hann sé sárlega takmarkaður. Og einnig er pottur víða brotinn þar sem framangreind sjónarmið um verksmiðju- rekstur með dýr koma ekki við sögu. Grein Sigurðar Sigurðs- sonar dýralæknis í síðasta Sunnudagsmogga um of slakan aðbúnað útigangshrossa of víða er sláandi dæmi um þetta. Dýraverndunarmál verð- skulda meiri athygli íslensks almennings en þau hafa náð að undanförnu. Vafalítið er að slík sjónarmið eiga mikinn dul- inn stuðning. En í felum gerir hann lítið gagn. Það er rík þörf á vakningu í dýraverndunar- málum á Íslandi} Vakna þurfa vinir dýra B rosmildir, bjartleitir og ljómandi af hreysti gengu krakkarnir þús- undum saman inn á völlinn þegar Unglingalandsmót UMFÍ var sett sl. föstudagskvöld. Hvert einasta skref tók Íslandsæskan með taktföstu og sam- ræmdu göngulagi undir merkjum íþróttafélaga sinna. Í bakgrunni heyrðust ættjarðarlög þar sem blásið var á sönglúðra svo undir tók á Sel- fossvelli. Skv. hefð kom dugmikill íþróttamaður inn á leikvanginn og hyllti íslenska fánann með því að lyfta honum upp, niður og út á ská; allt eftir ritúalinu. Í lífi og leik undi fólk sér frábær- lega þarna alla helgina og engar fréttir hafa bor- ist af vímuefnaneyslu, nauðgunum, skemmd- arverkum eða öðrum miska sem margir telja þó – ranglega – eðlilegan fylgifisk fjöldasamkoma. Eitt atriði á landsmótinu stakk þó illilega í augun; það er hin hallærislega tilbeiðsla valdsins. Efalítið er í góðu gert að bjóða ráðherrum, þingmönnum og fleirum mann- broddum á samkomur sem þessar. Kynna þá svo sér- staklega sem heiðursgesti sem vísað er í stúkuna, hvar þeir sitja og brosa út að eyrum. Líklega er löng hefð fyrir slíku en miðað við aðstæður og viðhorf líðandi stundar er slíkt mjög óviðeigandi. Þeir sem gefa sig að pólitík, þjóðfélagsmálum og þjón- ustu við almenning eru líklega alla jafna velviljað fólk. Dagfar, breytni og geðþokki einstakra stjórmálamanna er þó aukaatriði í þessu sambandi. Hér eru stjórnmálin öll undir. Ærukært fólk sem gefur sig að pólitík verður ansi oft – og áður en við er litið – leiksoppar of- stækisins sem ræður íslenskri pólitík um þessar mundir. Því orkar tvímælis að kalla stjórnmálamenn og aðra slíka heiðursgesti. Verðskuldar fólkið slíkt? Skv. könnun Capacent sem gerð var á síð- astliðnum vetri bera 10% þjóðarinnar traust til Alþings og fólksins sem gegnir því ábyrgð- armikla og satt að segja göfuga hlutverki að setja samfélagi okkar leikreglur. Niðurstaða þessarar könnunar þarf ekki að koma á óvart. Vinnubrögð á hinum pólitíska vettvangi í dag eru ömurleg. Stóryrði, plottleikir, leynd- arhyggja, sýndarmennska, brigsl, persónu- legt skítkast, getsakir og hjaðningavíg virðast inngróin í stjórnmálin. Þessi ömurleiki hefur ágerst eftir hrun og valdatafl dagsins í dag hefur hvorki svip heiðurs né tignar. En þrátt fyrir áðurnefndan og mjög svo sérstæðan sýndarleik í áhorfendastúkunni á Selfossi bar unglinga- landsmótið eigi að síður með sér vonina. Sólríkir sum- ardagar vekja bjartsýni í brjósti hvers manns. Þá stund sem ég stoppaði á landsmóti fannst mér ég sjá allt það besta sem íslenskt samfélag hefur; dugmikið, samheldið og gott fólk sem átti saman frábæra daga á sólríkasta sumri í manna minnum. Svo var ekki síður gaman að fylgj- ast með þúsundum kátra og skemmtilegra krakka sem háðu keppni af heiðarleika og drengskap. Og ef einhver efast; unglingarnir voru hinir raunverulegu heiðursgestir. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Heiðursgestirnir í stúkunni STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Niðurskurður á fjár-framlögum til opinberr-ar þjónustu hefur víðakomið illa niður á vega- kerfi landsins eftir hrun. Hafa fram- lögin ekki haldið í við verðlag síðustu þrjú árin og það er nú að koma betur og betur í ljós. Vissir vegakaflar eru komnir að þolmörkum hvað umferðaröryggi varðar og nú í sumar hefur Vega- gerðin fengið margar kvartanir frá vegfarendum yfir slæmum vegum, einkum holóttum og grófum mal- arvegum. Þurrkatíðin í sumar hefur haft sitt að segja og rykmyndunin mikil. Þá er bundna slitlagið illa farið á mörgum stöðum og niðurskurður m.a. leitt til þess að eingöngu sé sett slitlag yfir hjólför og holur en ekki vegina í heild sinni. Merki þessa sjást t.d. á Vestfjörðum. Hætta getur skapast Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri segir að ekki sé hægt að bíða mikið lengur með viðhald og end- urbætur á ákveðnum köflum í vega- kerfinu. Reynt sé að forgangsraða verkefnum þannig að umferðarör- yggi sé hvergi stefnt í hættu. Um- ferðarmagn og ástand vega ræður mestu um hvaða kaflar eru endurbættir. „Auðvitað getur skapast hætta þegar lengra líður á milli viðhalds. Ef ekki er hægt að endurbæta slit- lagið þá koma hjólför sem safna í sig vatni. Slíkir hlutir hafa áhrif á um- ferðaröryggið,“ segir Hreinn. Viðhald malarvega hefur einnig orðið að sitja á hakanum víða um land eftir hrun. Hreinn segir það hafa sín áhrif á þann hluta vegakerfisins. „Við erum með töluvert fjár- magn til viðhalds vega þó að það sé ekki nóg til að halda þeim í góðu horfi. Við forgangsröðum eins og við getum og tökum tillit til þess að þetta komi frekar niður á þægind- unum. Við veljum staði og aðgerðir sem miða að því að halda örygginu eins góðu og hægt er,“ segir Hreinn. Vegagerðin fylgist vel með burðarlagi undir bundna slitlaginu; að það brotni ekki niður. Djúpar hol- ur geta reynst hættulegar á fjölförn- um vegum og brotnir vegkantar. „Það þarf ákveðið fjármagn til að halda vegakerfinu í horfinu og eftir hrun hefur dregið verulega úr því. Hægt er að lifa við það í ein- hvern tíma en þetta er eins og í heil- brigðiskerfinu og víðar. Á endanum fer eitthvað að láta undan. Ef burð- arlag veganna brotnar þá er mjög kostnaðarsamt að byggja það upp aftur. Þetta getur orðið erfiðara og dýrara er frá líður ef vegirnir fá ekki reglulegt og fyrirbyggjandi við- hald,“ segir Hreinn. Horfir til betri vegar Vegagerðin hefur alls úr 7-8 milljörðum króna að spila til við- halds, þjónustu og rekstrar á vega- kerfinu á ári, þar af um 4,5 milljarða í viðhald og þjónustu. „Við höfum ekki síður áhyggjur af niðurskurði til þjónustu eins og hálkuvarna og snjómoksturs að vetri til. Þeir þættir geta ekki síður haft áhrif á umferð- aröryggi,“ segir vegamálastjóri. En það ríkir ekki algjört svart- nætti í vegamálum. Samkvæmt ný- lega samþykktri samgönguáætlun til ársins 2014 stendur til að auka fram- lög við viðhalds. Á meðan verð- ur dregið úr nýfram- kvæmdum, sem er kannski ekki óskastaða, en Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri er þolinmóður þrátt fyrir allt er hann segir að endingu: „Þetta horfir til betri vegar.“ Viðhald á vegum hef- ur setið á hakanum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vegagerð Ekki er mikið um nýframkvæmdir í vegagerð þessi misserin. Ein stærsta framkvæmdin er á Barðaströndinni. Meira fé þarf til viðhalds. „Ég skil mæta vel áhyggjur Vegagerðarinnar varðandi við- hald vegakerfisins. Ef við ekki sinnum viðhaldi sem skyldi er hætt við því að það komi fram í versnandi ásigkomulagi veg- anna og auknum viðhalds- kostnaði síðar. Auðvitað er slíkt óviðunandi til lengdar,“ segir Ögmundur Jónasson inn- anríkisráðherra, en bendir á að farið hafi verið að tillögum Vegagerðarinnar og fjármagn flutt í ár af framkvæmdafé yfir í viðhald. En endurskoða megi samgönguáætlun. „Við munum ræða það við Vegagerðina hvort hún telji ástandið það alvarlegt að leggja verði aukna áherslu á meiri fjárframlög til við- halds. En það yrði þá að vera á kostn- að nýrra verkefna, sem er ekki góður kostur heldur og er nokkuð sem þyrfti að ræða á Alþingi.“ Óviðunandi til lengdar RÁÐHERRA UM VEGAMÁL Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.