Morgunblaðið - 07.08.2012, Side 22

Morgunblaðið - 07.08.2012, Side 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012 falleg minning á fingur www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 16 6 6 Giftingarhringar Samtök fyrirtækja á fjármálamarkaði, SFF, skipuð þeim fyrirtækjum sem áður mynduðu Samtök banka og verðbréfa- fyrirtækja, SBV, eru komin á kreik á nýjan leik eftir „hrunið“ með ráðgjöf og um- sagnir til stjórnvalda. En eins og flestir vita voru það aðilar þessara samtaka og forverar þeirra sem mest or- sökuðu „íslenska hrunið“. Vit þeirra á fjármálastarfsemi dugði illa þá, sem og tillögur þeirra og umsagnir. Það voru stjórnendur fjármálafyrirtækjanna sem stýrðu þeim í þrot. Fjárglæfrar þeirra koma betur í ljós eftir því sem rannsóknum miðar áfram. Þetta eru sömu aðilarnir og nú ráðleggja stjórnvöldum í umsögnum sínum um fjármál. Lítið virðist hafa breyst í kenningum þessa fé- lagsskapar eftir hrunið eins og umsögn SFF til efnahags- og við- skiptaráðuneytis vegna skýrslu ráðherra til Alþingis um framtíðarskipan fjármálakerfisins sýnir. Þar er klifað á sömu tugg- unni og fyrir hrun, þ.e. að engin ástæða sé til þess að ríkið, þ.e. Íbúðalánasjóður, þurfi að annast íbúðalán. Þá voru rök samtakanna þau að lán Íbúðalánasjóðs væru niðurgreidd af ríkinu. Það er rangt. Ríkið hefur aldrei niðurgreitt Íbúðalánasjóðslán. Þá kalla samtökin lán- veitingar lífeyrissjóða til sjóðfélaga „skugga- bankastarfsemi“. Því orðatiltæki er sýni- lega ætlað að vekja tortryggni í garð sjóð- anna. Starfsemin sé skuggaleg. Samtök fjármálafyrirtækja hafa áður ráðist gegn lánveitingum lífeyris- sjóðanna til sjóðsfélaganna og vildu banna hana. Þau vildu sölsa undir bankana alla lánastarfsemi í landinu og halda fákeppninni sem mestri. Lántökukostnaður hjá líf- eyrissjóðunum og Íbúðalánasjóði var hins vegar mun lægri en hjá bönkunum. Þeirra kjara mátti al- menningur ekki njóta. Þegar stofnað var til lánveitinga af for- verum Íbúðalánasjóðs til íbúðar- húsnæðis var það vegna þess að þau lán fengust ekki hjá bönk- unum. Og þannig var það til skamms tíma eða þangað til bank- arnir hófu samkeppni við Íbúða- lánasjóð og reyndu að kæfa hann. Og lífeyrissjóðirnir tóku að lána til íbúðarhúsnæðis fljótlega eftir stofnun þeirra til að bæta úr brýnni þörf sjóðfélaga fyrir lánsfé sem ekki fékkst annarsstaðar. Sú starfsemi sjóðanna hefur verið gríðarlega mikilvæg kjarabót sjóð- félaganna og stuðlaði að því að þeir eignuðust húsnæði sem þeim hefði ella ekki verið kleift. Höf- uðtilgangur SFF er eins og „hrun- fyrirtækjanna“, sem mynda sam- tökin, hagsmunagæsla þeirra vegna. Hagsmunir þeirra eru oft- ast andstæðir hagsmunum við- skiptamanna fjármálafyrirtækj- anna, sem er almenningur. Stefna samtakanna er að viðhalda og auka fákeppni á fjármálamarkaði og halda uppi háum vöxtum og þjónustugjöldum. Þetta staðfestir umsögn samtakanna með því að þau gagnrýna lánaþjónustu ann- arra en aðila að samtökunum og halda því fram að sú starfsemi sé beinlínis skaðleg þjóðfélaginu. Al- menningur þarf að átta sig á hvað er skaðlegt í fjármálastarfsemi. Það er auðvitað margt en skaðleg- ast væri fyrir allan almenning ef fákeppni í fjármálastarfsemi mundi aukast að ráðum SFF, sömu aðilana og keyrðu hér allt í þrot. Þeirra ráð eru jafn slæm nú og þau reyndust fyrir hrunið. Þeir sem voru valdir að hruni fjár- málastofnananna treysta því nú að þjóðin sé að gleyma þeim óförum sem þeir leiddu yfir hana og eru byrjaðir á áróðri sínum og þrýst- ingi á fákæna stjórnmálamenn um að fara að þeirra ráðum um að af- henda fjármálastofnunum Íbúða- lánasjóð og banna lífeyrissjóðum að lána sjóðfélögum. Nú geta menn velt fyrir sér hversu gott það væri fyrir þjóðina ef Íbúða- lánasjóður hefði verið kominn í hendur bankanna við hrunið eins og leiðtogar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks höfðu komið sér saman um undir lok rík- isstjórnarsamstarfs þeirra. Út- lendir kröfuhafar á bankana hefðu áreiðanlega verið ánægðir með það. Eftir Árna Þormóðsson » Vit þeirra á fjár- málastarfsemi dugði illa þá, sem og tillögur þeirra og umsagnir. Það voru stjórnendur fjár- málafyrirtækjanna sem stýrðu þeim í þrot. Árni Þormóðsson Höfundur er eldri borgari. Slæm ráðgjöf Í föstudagsblaði Fréttablaðsins hinn 20.7. birtist grein undir fyrirsögninni „Ósáttur við hávaða frá þyrlum“, þar sem leiðsögumaðurinn Steingrímur Gunn- arsson gerir at- hugasemd við þyrlu- flug í afþreyingarskyni hér á landi. Í sömu grein segir þjóðgarðs- vörðurinn Ólafur Örn Haraldsson að samstarfið við þyrlufyrirtækin hafi verið gott. Undir greininni er svo viðtal við Sigurð Pálmason, framkvæmda- stjóra Þyrluþjónustunnar, sem einnig upplýsir að samstarf hafi verið gott við þjóðgarðinn á Þing- völlum. Það var nefnilega það. Var ekki samstarfið líka gott milli hrunbankanna og endurskoð- endanna? Svo er haft eftir Sigurði að hann hafi ekki orðið var við það að fólk í ferðageiranum hafi gert athuga- semdir við þyrluflugið. Nú, þá er víst tími kominn til að bæta úr því. Ég er búinn að vera tengdur þessum geira í meira en þrjá ára- tugi og það er mín reynsla að ferða- mennirnir sem ég hef verið með eru ævinlega hissa á því að slíkur hávaði skuli leyfður nálægt helstu ferðamannastöðum landsins, og flestir eru hneykslaðir á þessu, ef slíkt orð má nota í þessu samhengi. Fyrirsögnin á viðtalinu við Sig- urð er „Hentugur ferðamáti og um- hverfisvænn“. Hér finnst mér keyra um þver- bak. Þetta orðaval er nú vægast sagt villandi. Eða eru menn komnir það langt úr sambandi við náttúru, að það að flæma burt fugla og menga um- hverfið með óþolandi hávaða teljist í dag „umhverfisvænt“? Einhvern veginn finnst mér há- vaði og truflun frá þyrlum ekki al- veg passa við þá ímynd landsins okkar sem verið er að selja lang- flestum þeirra erlendu ferðamanna sem á að lokka til Íslands (eða var það ekki ætlun ráðamanna okkar?) Í sama tölublaði Fréttablaðsins (bls. 14) segir Jón Ásbergs- son, framkvæmda- stjóri Íslandsstofu, m.a.: „Þessar viðbót- arskatttekjur verða ekki til nema ferðamönnum fjölgi og þeim fjölgar ekki nema við getum tekið á móti þeim með sóma og án þess að ganga frekar á gæði okkar stór- kostlega lands.“ Til þeirra gæða vil ég telja ró og kyrrð sem þangað til fyrir stuttu höfðu einkennt dvöl úti í íslenskri náttúru. Svo er mér með öllu óskiljanlegt hvernig þyrluhávaði getur verið ásættanlegur inni í þjóðgörðum landsins eða þess vegna bara ná- lægt þeim. Að mínu mati er hér verið að stofna ánægju margra í hættu vegna hagsmuna fáeinna. Fyrir utan að nota þyrlur til að bjarga mannslífum mætti með þeim flytja ljósmyndara og sjón- varpsmenn upp á Eyjafjallajökul þegar næst opnast þar gígur, en í guðanna bænum höldum þeim að öllu jöfnu frá fuglabjörgum og öðr- um náttúruperlum, sem erlendir jafnt sem íslenskir ferðalangar reyna að njóta. Náttúruskoðun og þyrluhávaði Eftir Ingó Herbertsson Ingó Herbertsson » Það er mín reynsla að ferðamennirnir sem ég hef verið með eru ævinlega hissa á því að slíkur hávaði skuli leyfður nálægt helstu ferðamannastöðum Höfundur starfar sem leiðsögumaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.