Morgunblaðið - 07.08.2012, Qupperneq 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Innilegar þakkir þeim sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
KRISTRÚNAR GUÐNADÓTTUR,
lengst af til heimilis
á Fornhaga 11,
sem lést mánudaginn 16. júlí á
Droplaugarstöðum.
Guðni Harðarson,
Grétar Hrafn Harðarson,
Sverrir Harðarson,
Sólrún Harðardóttir
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
AUÐUR PÉTURSDÓTTIR,
Mýrarási 3,
Reykjavík,
lést á deild 11E á Landspítalanum við
Hringbraut mánudaginn 30. júlí.
Útför hennar fram frá Árbæjarkirkju í Reykjavík fimmtudaginn
9. ágúst kl. 13.00.
Ríkharður Sverrisson,
Pétur Kristmanns, Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir,
Ríkharður B. Ríkharðsson,
Margrét Ríkharðsdóttir,
Guðlaugur Geir Kristmanns,
Ríkharður Kristmanns.
Það var gæfa Hjartar að
kynnast eftirlifandi eiginkonu
sinni, Unni Axelsdóttur. Þau
giftust mjög ung og hafa alla tíð
verið sem eitt, óvenju samrýmd
hjón og af þeim er nú komin stór
og samhent fjölskylda og er
missir þeirra mikill. Systkini
Hjartar missa einnig mikið, því
hann var elsti bróðirinn í stórum
barnahópi og samband þeirra
systkina hefur alla tíð verið gott.
Að leiðarlokum vil ég þakka
fyrir langa og sanna vináttu
elskulegs frænda míns og votta
eiginkonu og fjölskyldu allri
innilega samúð mína.
Það er bjart yfir minningu
Hjartar Hjartarsonar.
Elísabet Kristjánsdóttir.
Hjörtur og ég vorum bræðra-
börn. Pabbi var örverpi þannig
að við systur kynntumst systk-
inabörnunum við okkur hans
megin tiltölulega lítið á uppvaxt-
arárunum. Svo gerist það að
Hjörtur, prentari og ekki barn-
ungur, skellti sér í stúdentinn og
síðan í prestinn. Fjölskylda okk-
ar er ættuð af Ströndum og
skömmu eftir vígslu messaði
hann í kirkjunni í Aðalvík. Ég
var stödd þar í fyrsta sinn að
leita „rótanna“. Messan var upp-
lifun, yndislegur sumardagur í
nýuppgerðri kirkjunni á þessu
yfirgefna bóli, að viðstöddu fjöl-
menni. Og síðast en ekki síst,
frábær prestur. Þarna kynnt-
umst við frændsystkinin aðeins
betur, vitjuðum leiðis langömmu
okkar og afa, og fór vel á með
okkur.
Eftir þetta var það sjálfgefið
að Hjörtur annaðist prestsstörf
fyrir mig og mína. Alltaf með
Unni, konu sína, hald sitt og
traust, sér við hlið. Hann kom í
heimahús, gaf saman okkur Jón
Gauta, minn seinni eiginmann,
og skírði barnabörnin. Hann
annaðist útför pabba, föðurbróð-
ur síns, í júní 2005 þannig að
aldrei gleymist. Í minningar-
ræðunni greindi hann frá ýmsu
sem ég vissi ekki áður um yngri
ár míns fámála föður og sam-
skipti þeirra frænda. Á þeim var
ekki nema 9 ára aldursmunur.
Þeir deildu köldu kamesi í húsi
afa og ömmu á Ísafirði, Hirti,
komnum suður og húsnæðislaus-
um, var laumað í gistingu á gólf í
herbergi á stúdentagarði hjá
frænda sínum og margt fleira
var nefnt. Þeir voru aldir upp við
kröpp kjör og höfðu báðir döng-
un til þess að bjarga sér. Hjört-
ur leit oft við hjá foreldrum mín-
um eftir að þau voru farin að
missa heilsu og var ætíð aufúsu-
gestur.
Hjörtur vildi en treysti sér
ekki til þess að annast útför
mömmu í júní 2008. En hann
„stalst“ af spítala til þess að vera
viðstaddur. Hann lét aldrei deig-
an síga, reis upp aftur og aftur
úr alls kyns alvöruveikindum.
Hann var mikill söngmaður eins
og hann átti ættir til. Jón Hjört-
ur pabbi hans, Finnbjörn afi og
Margrét föðursystir voru öll
rómað söngfólk. Hann söng síð-
ast með Fóstbræðrum sínum nú
um miðsumar. Má segja að
frændi minn hafi fallið syngj-
andi!
Ég minnist Hjartar sem ljúfs
manns, með bjart yfirbragð og
er þakklát fyrir okkar viðkynn-
ingu. Innilegar samúðarkveðjur
til þín, Unnur, og allra ykkar.
Hólmfríður Árnadóttir.
Kveðja frá Fóstbræðrum
Styrkleiki samfélaga byggist
á þeim einstaklingum sem þau
mynda. Þá skiptir litlu hvort um
er að ræða félagsskap eins og
karlakór, söfnuð eða samfélagið
í heild. Fallinn er frá Fóstbróð-
irinn, guðsmaðurinn og öðl-
ingurinn séra Hjörtur Hjartar-
son. Þar er skarð fyrir skildi því
að Hjörtur hefur verið öflugur
liðsmaður hverju því samfélagi
sem hann hefur tekið þátt í.
Ungur að árum flutti Hjörtur
frá æskuslóðum á Ísafirði til
Reykjavíkur í þeim tilgangi að
ljúka sveinsprófi í prenti. Það
gerði hann með ágætum og átti
eftir að starfa við iðnina framan
af ævi. Haustið 1958 gekk Hjört-
ur í raðir Fóstbræðra og raðaði
sér þar á pall með tenórum sem
tóku liðveislunni vel. Það varð
strax ljóst að þarna fór ágætur
söngmaður en ekki síður félagi
hinn besti.
Þegar horft er um öxl má auð-
veldlega greina þá þætti sem
séra Hjörtur valdi í haldreipi lífs
síns. Söngurinn, eins mikilvæg-
ur og hann getur verið í sjálfu
sér, varð honum leið til að veita
fólki gleði og gaman en ekki síð-
ur til að lina þraut og sefa trega
þegar því var að skipta. Hjörtur
gerði garðinn frægan með Fjórt-
án fóstbræðrum er færðu lands-
mönnum gleði og yl um árabil í
sunnudagsþáttum Svavars
Gests. Söngur af öðru tilefni var
þó ríkari þáttur í lífi séra Hjart-
ar. Félagar úr Karlakórnum
Fóstbræðrum hafa margir
hverjir verið ötulir við að syngja
við útfarir þar sem óskað hefur
verið eftir hátíðlegum söng við
hæfi. Þar fór Hjörtur fremstur í
flokki og er ekki ósennilegt að
náin kynni hans af vandasömu
hlutverki prestsins við slík tæki-
færi hafi átt sinn þátt í því að
hann ákvað á miðjum aldri að
segja góðu starfi sínu lausu og
setjast á skólabekk í guðfræði-
deild Háskóla Íslands. Séra
Hjörtur vígðist til prests á Ásum
í Skaftártungu 1990.
Hjörtur Hjartarson gekk
ungur í raðir Fóstbræðra og
hann tók þátt í starfi Gamalla
fóstbræðra frá því að sá fé-
lagsskapur komst á legg. Hjört-
ur átti sinn þátt í því að karla-
kórssöngur á Íslandi komst til
þroska með stuðningi hug-
myndaríkra og stefnufastra
stjórnenda og tónskálda sem
sóttu fram um leið og þeir varð-
veittu arfleifð hins íslenska
sönglags. Fyrir hönd félaga úr
Karlakórnum Fóstbræðrum
færi ég honum þakkir fyrir sitt
góða framlag á því sviði. Þó vil
ég ekki síður þakka þessum
góða dreng fyrir þá væntum-
þykju og virðingu sem hann
sýndi okkur á sameiginlegri veg-
ferð á vængjum söngsins. Eig-
inkonu, börnum og öðrum ætt-
mennum Hjartar sendum við
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Árni Jóhannsson.
Góður vinur til margra ára er
látinn. Séra Hjörtur Hjartarson
var einstaklega ljúfur og góður
maður sem kunni vel til verka að
öllu sem flokkast undir orðið
góðsemi.
Þau hjónin Hjörtur og Unnur
voru frumbyggjar í Kópavogi og
bjuggu sér heimili í suðurhlíðum
bæjarins. Mín fyrstu kynni af
Hirti voru þegar ég var tíu ára
gamall og hann þá ungur maður
sem hafði brennandi áhuga á
æskulýðsmálum, enda má segja
að hann hafi verið fyrsti æsku-
lýðsfulltrúi Kópavogs, samt
ólaunaður. Undir hans leiðsögn
var stofnað drengjaknatt-
spyrnulið sem hann bæði þjálf-
aði og stjórnaði af mikilli inn-
lifun. Þarna lágu leiðir okkar
Hjartar í upphafi, en seinna á
lífsleið okkar urðu kynnin meiri
og þá sérstaklega hvað varðaði
bæjarmálin í Kópavogi.
Hjörtur hafði brennandi
áhuga á öllu sem varðaði fram-
gang og velferð hins unga bæj-
arfélags og lagði sitt af mörkum
til að svo yrði. Mér er sérstak-
lega minnisstætt samstarf okkar
Hjartar árið 1974 þegar I-listi
Framsóknarflokks og Samtaka
og frjálslyndra og vinstri manna
buðu fram sameiginlegt framboð
til bæjarstjórnar í Kópavogi.
Hjörtur fékk það verkefni að sjá
um útgáfu á blaði framboðsins,
enda með kunnáttuna sem
þurfti. Hann vann þá við iðn sína
sem setjari í prentsmiðju og
kunni þar með allt er varðaði út-
litshönnun á blaðinu og vorum
við frambjóðendur listans afar
stoltir af blaðinu og þeim ýmsu
nýjungum í útliti blaðsins sem
Hjörtur kom með af kunnáttu og
smekkvísi.
Það sýnir hinn mikla kraft og
dugnað Hjartar þegar hann á
miðjum aldri settist á skólabekk
að nýju, með fullri vinnu, tók
stúdentspróf og hóf að læra til
prests í Háskóla Íslands. Að öll-
um líkindum hefur sterkur vilji
og trúin á það góða í lífinu ásamt
barnatrúnni gegnum árin ráðið
þar för.
Séra Hjörtur vígðist til prests
í Ásaprestakalli í Vestur-Skafta-
fellssýslu árið 1990 og gegndi
þar prestþjónustu við góðan
orðstír meðal sóknarbarna
sinna. Þau hjónin fluttust aftur í
Kópavog og starfaði séra Hjört-
ur í hlutastarfi við Grindavíkur-
kirkju, Hjallakirkju og aðrar af-
leysingar við kirkjur í sínum
gamla heimabæ þar til hann lét
af störfum vegna aldurs.
Ég kveð hér minn góða gamla
vin í 60 ár þó samskiptin hafi
stundum verið stopul vegna ým-
issa anna okkar beggja.
Ég votta Unni og börnum
þeirra mína fyllstu samúð og
veit að góður Guð tekur vel á
móti þjóni sínum.
Jóhann H. Jónsson,
f.v. forseti bæjar-
stjórnar Kópavogs.
Hjörtur og Óskar, maðurinn
minn, byrjuðu að syngja með
karlakórnum Fóstbræðrum
haustið 1956 og það var upphafið
að ævilangri vináttu þeirra. Fé-
lagsstarf Fóstbræðra hefur allt-
af verið mikið og eiginkonur kór-
manna virkir þátttakendur og
því kynntist ég fljótt Hirti og
Unni og það var gott að eiga þau
að vinum. Á þessum árum hitt-
umst við oft, fórum í ferðalög
bæði innanlands og utan og eftir
skemmtanir á vegum kórsins
var það orðin hefð að koma við
hjá þeim hjónum í Kópavoginum
á leiðinni heim í Garðabæ. Það
var alltaf jafngott að koma á
heimili þeirra í þetta afslappaða
og þægilega andrúmsloft. Unnur
settist við píanóið og þeir félagar
sungu milt hvert lagið á fætur
öðru og ómurinn af röddum ten-
óranna leið út í nóttina. Það voru
ljúfar stundir.
Hjörtur var fróður og
skemmtilegur, hann var leitandi
maður og settist í guðfræðideild
á efri árum. Stuttu eftir að hann
tók við prestsembætti vorum við
stödd á Akureyri, Fóstbræður
voru þar á söngferðalagi og
Geysismenn buðu til veislu eftir
konsert og vakað var langt fram
á nótt. Það varð þó að vakna tím-
anlega á sunnudagsmorgni til að
ganga frá íbúðinni og koma sér
heim og mánudagurinn beið
handan við hornið með óleyst
verkefni. Þá var það sem séra
Hjörtur settist fram á rúm-
stokkinn og sagði:
„Ég nenni ekki að vera prest-
ur lengur.“
En prestur var hann auðvitað
og meira að segja langt fram yfir
starfslokaaldur og var farsæll í
því starfi eins og öðru sem hann
tók sér fyrir hendur. Hann var
líka svo lánsamur að hafa hana
Unni sér við hlið og eiga góða
fjölskyldu.
Við Óskar kveðjum vin okkar
Hjört Hjartarson með söknuði
og þökkum honum vináttu og
ánægjulegar samverustundir á
lífsleiðinni. Unni og öðrum að-
standendum sendum við innileg-
ar samúðarkveðjur.
Anna Jónsdóttir.
Fallinn er frá höfðinginn
Hjörtur Hjartarson. Hirti og
fólkinu hans kynntist ég í flokks-
starfi Framsóknarflokksins í
Suðvesturkjördæmi. Hjörtur
var framsýnn, úrræðagóður og
vildi láta til sín taka. Þessir eig-
inleikar nutu sín vel í félagsmál-
unum, en þar var hann virkur
um langt skeið og gegndi mörg-
um trúnaðarstörfum. Hann sat
t.d. í bæjarstjórn í Kópavogi um
tíma. Nú síðast prýddi hann
framboðslista okkar í einu af
heiðurssætunum fyrir bæjar-
stjórnarkosningar.
Hann var einnig ritstjóri
Þjóðmála og Framsýnar, blaðs
framsóknarmanna í Kópavogi.
Hjörtur var góður penni og rit-
aði fjölmargar greinar í blöð um
bæði stjórnmál og guðfræðileg
málefni. Hann var boðinn og bú-
inn að hjálpa til við útgáfustarf-
semi okkar á allan hátt og lagði
þar ómetanlegt lóð á vogarskál-
arnar. Slíkt starf er unnið að
mestu í sjálfboðavinnu og var
Hjörtur alltaf tilbúinn í þá óeig-
ingjörnu vinnu. Flokksstarfinu í
Suðvesturkjördæmi sinnti
Hjörtur af áhuga og alúð og
mætti í hópinn þegar taka þurfti
til hendinni. Fyrir alla þá vinnu
vil ég þakka. Fjölskyldu Hjartar
og ástvinum votta ég mína
dýpstu samúð vegna fráfalls
hans. Megi Guð blessa minningu
Hjartar.
Siv Friðleifsdóttir.
Vinarminning.
Fátt er manni hollara eða
betra veganesti en að eignast
góða vini. Því fyrr á ævinni sem
það gerist því betra og ekki spill-
ir fyrir ef sú vinátta endist með-
an lífsanda dregur og aukist og
þroskast eftir því sem árin líða.
Sú vinátta sem hér um ræðir er
hin kröfulausa vinátta tveggja
þar sem gagnkvæmur skilningur
ríkir, oftast án margra orða –
augnatillit eða stutt setning er
allt sem þarf til. Séu meiningar
deildar er ekki verið að halda til
streitu, en látið staðar numið án
frekari umræðu. Báðir sitja eftir
sáttir sem áður.
Bjáti eitthvað á var spurt og
aðstoðað eftir megni.
Þessi vinátta verður helst til
við ákveðnar kringumstæður.
Menn hittast á vettvangi til að
sinna sameiginlegu hugðarefni,
sem kostar ekki annað en nær-
veru, gleði og getu til að leysa
verkefnið. Síðast en ekki síst að í
slíkri vináttu skiptir ætt og upp-
runi engu máli.
Þegar ég spurði andlát Hjart-
ar morguninn 27. júlí var mér
brugðið. Ekki svo að það kæmi
verulega á óvart heldur var það
sú sorglega staðreynd að við
myndum ekki hittast framar,
ekki spjalla saman framar, ekki
gantast framar hvor við annan,
að minnsta kosti ekki um sinn.
Það sem ég segi hér að ofan
um vináttuna er fátækleg lýsing
á áratugalangri vináttu okkar
Hjartar eins og við skildum
hana.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
í karlakórnum Fóstbræðrum er
Hjörtur kom í kórinn 1958. Ég
hafði þá sungið með fóstbræðr-
um í 4-5 ár. Hjörtur var eilítið
eldri en ég og hafði brýnt raust-
ina talsvert áður en hann kom til
Fóstbræðra, og fannst mér mik-
ið til hans koma í öllu tilliti. Okk-
ur var svo stillt upp saman í
kórnum og sungum saman hlið
við hlið, nærfellt alla okkar kó-
rævi, bæði í Fóstbræðrum og 14
Fóstbræðrum sem og gömlum
Fóstbræðrum. Hjörtur hafði af-
ar fallega og góða tenórrödd,
beitti henni af næmni og smekk-
vísi enda mjög vel músíkalskur.
Ég minnist græskulausrar
kímni hans og orðhnyttni. Ég
minnist ótal söngferðalaga og
skemmtiferðalaga bæði utan-
lands og innan. En síðasta söng-
ferð okkar nú í sumar mun
geymast mér í minni um ókomin
ár. Þar voru þau saman Hjörtur
og Unnur og nutu ferðarinnar,
landsins, náttúrunnar og veð-
ursins í eins ríkum mæli og kost-
ur var. Og talandi um hana Unni
– mikið ótrúlega var hann Hjört-
ur heppinn að hitta hana og eiga.
Þau áttu svo mikið sameiginlegt
í lífinu alla tíð.
Það verða ugglaust margir til
að minnast þessa góða drengs og
rekja allt hans veraldlega vafst-
ur menn sem kunna það betur en
ég. Ég held á milli mín og Hjart-
ar hafi ríkt gagnkvæmur skiln-
ingur á því hversu lítilfjörlegt
það allt saman er í raun og veru.
En ég verð að síðustu að
minnast hinnar merkilegu
ákvörðunar Hjartar að gerast
prestur þá kominn yfir miðjan
aldur. Hann sagði mér fljótlega
um hvað þetta snerist hjá sér og
ég fann að þessa leið til lífsfyll-
ingar ætlaði hann að ganga með-
an leyft væri.
Vinur minn, ég mun sakna þín
sárt en hver veit nær við
sjáumst aftur.
Elsku Unnur, við Helga send-
um þér og aðstandendum sam-
úðarkveðjur á erfiðum tímum.
Megi almættið vera ykkur nær
alla tíð.
Garðar Jökulsson.
Eftir öfluga baráttu við skæð-
an sjúkdóm er enn ein hetjan
fallinn frá. Séra Hjörtur, eins og
við framsóknarmenn kölluðum
hann alltaf, er nú farinn til
himna þar sem hetjurnar eiga
heima. Við Hjörtur kynntumst
fljótlega eftir að ég gekk til liðs
við Framsóknarflokkinn í Kópa-
vogi. Hann var ráðagóður og
hafði greinilega nef fyrir stjórn-
málum. Engu að síður valdi
hann að fara aldrei í framvarð-
arsveit flokksins í Kópavogi. Þó
var hann ávallt tilbúinn að taka
eitt af heiðurssætunum ef til
hans var leitað og kann ég hon-
um bestu þakkir fyrir það. Ég
var duglegur að nýta mér það
hversu ráðagóður hann var og
þegar ég þurfti á góðum ráðum
að halda voru þau auðsótt til
séra Hjartar. Ekki bara var
hann ráðagóður heldur kunni
hann lag á mönnum og var mað-
ur sátta. Ég verð að segja eins
og er að í fyrstu skildi ég aldrei
af hverju Sigurður Geirdal lagði
mikla áherslu á að fá séra Hjört
til þess að ritstýra Framsýn,
blaði okkar framsóknarmanna í
Kópavogi. Ég hugsaði með mér:
„Hvað veit prestur um blaðaút-
gáfu?“ En fljótlega komst ég að
því að hann var lærður prentari
og hafið starfað við blaðaútgáfu í
fjölda ára. Og ég átti heldur bet-
ur eftir að þakka prestinum fyr-
ir, því hann var duglegur að
finna efni sem vakti áhuga og
enginn notaði það betur að
„mynd segir meira en þúsund
orð“. Hann var naskur á bæj-
arlífið og hafði puttann á púls-
inum.
Séra Hjörtur var glæsimenni
sem bar sig alltaf vel og vakti at-
hygli fyrir „séntilmannslegt“ út-
lit og ef einhver var prestlegur í
skrúðanum var það hann. Ég á
margar góðar minningar um
séra Hjört og konu hans Unni
sem og fleiri úr fjölskyldunni.
Ég votta þeim mína innilegustu
samúð. Minning um góðan mann
lifir.
Ómar Stefánsson,
oddviti Framsóknar-
flokksins Kópavogi.