Morgunblaðið - 07.08.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.08.2012, Blaðsíða 31
Frá Brussel til Makedóníu Ingimar varð síðan ráðgjafi, kost- aður af utanríkisráðuneyti Íslands, við Frétta- og upplýsingamiðstöð NATO í Skopje í Makedóníu sum- arið 2001, hafði um skeið umsjón með þeirri miðstöð og starfaði við friðargæslu þar, varð síðan ráð- gjafi sendiherra NATO í Make- dóníu frá hausti 2001, og var síðan hækkaður í tign í sendiráði NATO, þar í borg, og skipaður borgaralegur fulltrúi NATO í Skopje með umsjón með rekstri skrifstofu NATO í Makedóníu og nánari aðstoðarmaður sendiherra bandalagsins í landinu. Þá störf- uðu tíu starfsmenn NATÓ á skrif- stofunni þar. Ingimar hefur hætt störfum og er kominn á eftirlaun. Ingimar er einn stofnenda Fé- lags áhugamanna um heimspeki og var fyrsti forseti þess 1975-77. Hann er höfundur fjölda útvarps- og sjónvarpsþátta um íslensk stjórnmál og utanríkismál, þ. á m. sjónvarpsþáttaraðar í átta þáttum um Ísland og Evrópusambandið. Fjölskylda Ingmar kvæntist 24.8. 1973 Hólmfríði S. Svavarsdóttur, f. 10.1. 1953, MA í heimspeki og yf- irþýðanda við utanríkisráðu- neytið. Foreldrar hennar: Svavar Júlíusson, kaupmaður í Hafn- arfirði sem nú er látinn, og Unnur K. Sveinsdóttir, fyrrv. rannsókn- armaður á Rannsóknastofnun iðn- aðarins. Börn Ingimars og Hólmfríðar: Ingimar, f. 26.9. 1973, hrl. búsett- ur í Hafnarfirði, en kona hans er Ásta Andrésdóttir lögfræðingur; Brynhildur, f. 21.1. 1984, MA í al- þjóðasamskiptum, búsett í Reykjavík í sambúð með Arnari Steini Þorsteinssyni, sölufulltrúi hjá IFS og er dóttir hennar Aless- andra Ásta Brown, f. 2008; Ró- bert, f. 4.1. 1986, nemi í rafvirkjun, búsettur í Reykjavík. Systkini Ingimars: Þorkell, 5.11. 1953, kennari, kvæntur Gunnþóru Önundardóttur kenn- ara; Björn, f. 30.12. 1954, hag- fræðingur og sveitarstjóri Fjarða- byggðar, kvæntur Sigrúnu Óskarsdóttur förðunarfræðingi; Sigurgísli, 10.6. 1956, tannlæknir í Garðabæ, kvæntur Kristínu Guð- jónsdóttur hjúkrunarfræðingi; Hrafnhildur, f. 28.6. 1957, leik- skólakennari, búsett í Mosfellsbæ, gift Bjarna Óskarssyni veitinga- manni. Foreldrar Ingimars: Ingimar Ingimarsson, f. 24.8. 1929, d. 28.2. 2011, prófastur Þingeyj- arprófastsdæmis, og k.h., Sigríður Kr. Sigurgísladóttir, f. 6.6. 1929, d. 18.3.1997, sjúkraliði. Úr frændgarði Ingimars Ingimarssonar Kristín Kristjánsdóttir frá Arnartungu Baldvin Metúsalemsson b. í Fagranesi Árni S.P. Sigbjörnsson póstur á Felli í Vopnaf. Þórdís Benediktsdóttir húsfr. á Felli Ingimar Ingimarsson Ingimar Ingimarsson prófastur á Raufarhöfn Sigríður Sigurgísladóttir sjúkraliði Sigurgísli Jónsson skósm. og sjóm. í Rvík Oddný F. Árnadóttir húsfr. á Þórshöfn Ingimar Baldvinsson útgerðarm. á Þórshöfn Arnþrúður Ingimarsd. húsfr. á AkureyriArnar Jónss. leikari Helga Jónsd. leikkona Oddný Ingimarsd. kaupm. í Rvík. Ingimar Jóhannss. skrifstofustj. Ingunn Stefánsd. húsfr. í S.-Árskógi Þorsteinn Gíslas. skáld og ritstj. Gylfi Þ. Gíslas. ráðherra Þorvaldur Gylfas. prófessor Vilmundur Gylfas. ráðherra Þorsteinn Gylfas. heimspekingur Björn Gíslason kaupmaður Gunnlaugur Scheving listmálari Hólmfríður Stefánsd. frá Snartarstöðum Jón Jónsson b. á Skaganesi í Mýrdal Eldeyjar-Hjalti Jón Þorkelsson oddv. í Arnartungu í Staðarsv. Arreboe Clausen bílstjóri Örn Clausen hrl. Jóhanna V.Arnard. leikkona Guðrún Þorkelsd. húsfr. Hólmfríður Jónsdóttir húsfr. í Rvík. Jón G. Sólnes alþm. Júlíus Sólnes verkfr. og fyrrv. alþm. Haukur Clausen tannlæknir Ragnheiður Clausen fyrrv. sjónvarpsþula Alfreð Clausen söngvari ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012 Vilmundur Gylfason, alþing-ismaður og ráðherra, fædd-ist í Reykjavík 7.8. 1948, sonur Gylfa Þ. Gíslasonar, ráð- herra, form. Alþýðuflokksins og hagfræðiprófessors, og k.h., Guð- rúnar Vilmundardóttur húsfreyju. Bræður Vilmundar: Þorsteinn heimspekiprófessor, nú látinn en hefði orðið 70 ára þann 12. þ.m., og Þorvaldur hagfræðiprófessor. Gylfi var sonur Þorsteins Gísla- sonar, skálds og ritstjóra, en afi Vilmundar í móðurætt var Vil- mundur Jónsson, landlæknir, alþm. og áhrifamaður í Alþýðuflokknum. Vilmundur lauk BA-prófi í sagn- fræði frá Manchester-háskóla og MA-prófi frá Exeter-háskóla. Hann varð þjóðkunnur fyrir óvægna gagnrýni á íslenska stjórmálamenn, í pistlum í Vísi og Dagblaðinu 1975- 80 og í sjónvarpsþáttum sínum. Hann var ritstjóri Alþýðublaðins í afleysingum og upphafsmaður rannsóknarblaðamennsku þessara tíma. Vilmundur sat í flokkstjórn Al- þýðuflokksins, var alþm. 1978-83 og dóms-, kirkju- og mennta- málaráðherra í minnihlutastjórn Benedikts Gröndals 1979-80. Hann var frjálslyndur og gagnrýninn jafnaðarmaður, hafði um tíma mik- inn áhuga á nýrri Viðreisnarstjórn og átti öðrum fremur heiðurinn af kosningasigri Alþýðuflokksins 1978. Vilmundur var feikilega skemmtilegur í viðkynningu, prýði- legur skákmaður og ágætt skáld. Í árslok 1982 stofnaði hann Bandalag jafnaðarmanna sem stefndi að róttækum stjórnskip- unarbreytingum, s.s. skýrari að- skilnaði löggjafar- og fram- kvæmdavalds og beinni kosningu forsætisráðherra. Bandalagið fékk fjóra menn kjörna í alþingiskosn- ingunum 1983. Vilmundur lést skömmu síðar, langt um aldur fram, og mörgum harmdauði, þann 18.6. 1983. Bókin Við í Vesturbænum, fjallar um bernskuár og bernskustöðvar hans. Þá skrifaði Jón Ormur Hall- dórsson bók um Vilmund: Löglegt en siðlaust. Merkir Íslendingar Vilmundur Gylfason 95 ára Anna Hallgrímsdóttir 85 ára Ástríður Þorsteinsdóttir Guðbergur Ólafsson 80 ára Guðlaugur Sæmundsson Theodór Steinar Marinósson 75 ára Gísli Marteinsson Grétar Snær Hjartarson Guðmunda Halldórsdóttir Hrafnkell Henry Gíslason Ingibjörg Helgadóttir Pálína Ágústa Jónsdóttir Sigurður J. Ingólfsson Þórdís Ágústsdóttir 70 ára Áslaug Benediktsdóttir Bjarni Jón Bjarnason Eggert V. Kristinsson Elísabet Þórðardóttir Hansína Ólafsdóttir Helgi Guðlaugsson Jónasína Þórðardóttir Kristjón P. Kolbeins 60 ára Guðmundur Steingrímsson Guðmundur Svavar Kjartansson Heimir Stefánsson Helgi Marinó Magnússon Ingimar Baldursson Júlía Guðrún Ingvarsdóttir Rúnar Eyjólfsson Sigríður Rúna Gísladóttir Sigríður Þ. Vilhjálmsdóttir Svanur Sigurjón Lárusson Vignir Stefánsson Þorkell Guðmundsson Þorsteinn Guðnason Þórarinn F. Guðmundsson Þór Sævaldsson 50 ára Andrés Ágúst Tvörá Birna Sævarsdóttir Björgvin Högnason Einar Valur Einarsson Friðgeir Guðmundsson Juergen Jamin Kristján Jóhann Kristjánsson Stefanía Óskarsdóttir Wieslawa Bielawska Þórunn Gunnarsdóttir 40 ára Árni Sigfússon Elísabet Eggertsdóttir Guðlaugur Magnús Steindórsson Guðrún Jóna Kristjánsdóttir Haraldur Jón Sigbjartsson Helga Guðfinnsdóttir Jerzy Krzysztof Mateuszek Nanna Lilja Níelsdóttir Rún Kormáksdóttir Rögnvaldur Ólafsson Skúli Sveinbjörnsson Svala Bryndís Hjaltadóttir Tara Simone Kaberry Þórir Þorsteinsson 30 ára Birgitta Vigfúsdóttir Eðvald Ingi Gíslason Egill Halldórsson Gylfi Jónsson Jasmin Schieck Lýdía Kristín Jakobsdóttir Sigríður María Aðalsteinsdóttir Skúli Gestsson Stefanía Bonnie Lúðvíksdóttir Til hamingju með daginn 30 ára: Vignir fæddist í Neskaupstað, ólst upp á Eskifirði, lauk prófum í húsasmíði frá VA, rekur smíðafyrirtækið Vandverk og álgluggaverksmiðju. Maki: Íris Eysteinsdóttir, f. 1988, húsfr. og nemi. Sonur: Jóhann Trausti, f. 2010. Foeldrar: Fjóla Trausta- dóttir, f. 1959, kennari og Ragnar Jóhannsson, f. 1953, forstjóri Idex og ál- gluggaverksmiðju. Vignir Örn Ragnarsson 40 ára Sigurjón fæddist í Hafnarfirði en ólst upp í Neskaupstað og hefur stundað sjómennsku og unnið lengst af hjá SVN. Maki: Ragnhildur Tryggvadóttir, f. 1978, skrifstofumaður. Börn: Andri Snær, f. 2001; Arnar Freyr; f. 2004; Jóna Sigrún, f. 2012. Móðir: Jóna Sigurborg Sigurjónsdóttir, f. 1951, d. 1989, fiskv. og verkakona. Sigurjón Mikael Jónuson 30 ára: Sunna hefur bú- ið á Blönduósi frá 2009 og starfar hjá Vinnumála- stofnun á Skagaströnd. Maki: Brynjar Bjarkason, f. 1979, forstöðumaður við sambýlið á Blöndu- ósi. Sonur: Nökkvi Hólm Brynjarsson, f. 2011. Foreldrar: Borghildur Jakobsdóttir, f. 1945, d. 2010, sjúkraliði, og Krist- ján Hólm Hauksson, f. 1955, verkstjóri hjá N-1. Sunna Hólm Kristjánsdóttir Útsala 10-50% afsláttur Dalvegi 16a - Rauðu múrsteinshúsunum, 201 Kópavogi S. 517 7727 - nora.is - Opið: mán-fös 12:30 - 18:00 - 40% grænn eldfastur leir verð frá kr. 714 Áhöld með tréskafti -10% Járnstóll -40% verð kr. 11.700 Skápur -40% verð kr. 10.800 Lituð glervara og smávara -50% Verð frá kr. 780

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.