Morgunblaðið - 07.08.2012, Síða 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012
VIÐTAL
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Arngunnur Árnadóttir klarinettu-
leikari og píanóleikarinn Väinö Jalk-
anen halda tónleika í Salnum í Kópa-
vogi fimmtudaginn 9. ágúst klukkan
átta. Tónleikarnir eru hluti af Tón-
listarhátíð unga fólksins.
Þetta er í fyrsta skiptið sem Arn-
gunnur heldur tónleika af þessu tagi
á Íslandi, en hún lauk nýlega námi
frá Hochschule für Musik Hanns
Eisler í Berlín og stundaði áður nám
í Tónlistarskóla Reykjavíkur og
Listaháskóla Íslands. Píanóleikarinn
á tónleikunum á fimmtudaginn,
Finninn Väinö Jalkanen, stundar
nám í Hochschule für Musik Hanns
Eisler í Berlín.
„Það er venja að fólk komi fram á
svona tónleikum þegar það lýkur
tónlistarskóla,“ segir Arngunnur.
„En ég hætti í Tónlistarskóla
Reykjavíkur án þess að taka burt-
fararpróf og kláraði ekki heldur
námið í Listaháskóla Íslands. Ég
lauk námi mínu í Berlín í sumar en
lokaprófið var einmitt í tónleika-
formi. Þess vegna fannst mér tilvalið
að endurtaka leikinn á Íslandi og
halda loks tónleika af þessu tagi
hérna.“
Á efnisskránni eru verk eftir Rob-
ert Schumann, Leonard Bernstein,
Alban Berg og Johannes Brahms.
Spurð um dagskrána segir Arn-
gunnur: „Tónlist frá þýska málsvæð-
inu er ráðandi á tónleikunum en mér
finnst það viðeigandi þar sem ég hef
verið í námi í Þýskalandi. Dagskráin
er römmuð inn af vinunum Schu-
mann og Brahms, sem voru helstu
fulltrúar þýskrar síðrómantíkur og
deildu auk þess ást sinni á Clöru
Schumann. Á milli Brahms og Schu-
manns á dagskránni er síðan að
finna Bernstein frá New York og
Alban Berg frá Vínarborg, en þeir
standa fyrir mjög ólíka tónlistarstíla
á 20. öld. Þannig að það má finna
bæði samherja og andstæðinga á
dagskránni.“
Vildi spila á saxófón
Arngunnur er flutt heim og hefur
verið ráðin fyrsti klarinettuleikari
Sinfóníuhljómsveitar Íslands í eitt ár
til reynslu. „Það er yndislegt að fá að
leika hjá Sinfóníunni,“ segir hún, „ég
var mjög heppin því stöður þar losna
ekki svo oft.“
Hún var átta ára þegar hún fór að
læra á klarinettu. „Ég var í Tón-
menntaskóla Reykjavíkur þar sem
nemendur byrjuðu í forskóla og
spiluðu á blokkflautur og eftir það
fóru þeir á hljóðfærakynningu þar
sem eldri nemendur spiluðu. Ég
valdi mér að spila á saxófón af því að
mér fannst stelpan sem spilaði á það
hljóðfæri spila svo flott og blúsað
lag. En það kom í ljós að ég var með
of litla putta til að geta spilað á saxó-
fón þannig að mér var bent á að
byrja að spila á klarinettu og sagt að
svo gæti ég seinna skipt yfir í saxó-
fóninn. Síðan gleymdi ég að skipta.
Þannig að það var tilviljun að ég fór
að spila á klarinettu. En núna er ég
mjög ánægð með valið og held mig
við þetta hljóðfæri. Ég trega saxó-
fóninn ekki mikið.“
Hvað er skemmtilegt við
klarinettuna?
„Mér finnst, og hef heyrt marga
aðra segja það líka, að klarinettan sé
blæbrigðaríkt blásturshljóðfæri, það
er til dæmis hægt að spila afar veikt
á hana. Klarinettan blandast svo vel
við önnur hljóðfæri og hefur fallegan
viðartón. Svo er til ótrúlega mikið af
fallegri kammertónlist fyrir klarin-
ettu, sem sýnir að tónskáldin hafa
tilfinningu fyrir þessu hljóðfæri.
Klarinettusónöturnar eftir Brahms
eru gott dæmi um það, en Sónata nr.
2 í Es-Dúr verður flutt á tónleik-
unum. Við klarinettuleikararnir er-
um svo heppnir að það er til mikið og
skemmtilegt úrval af verkum fyrir
klarinettu.“
Þið Väinö ætlið að flytja kammer-
tónlist á tónleikunum. Er kammer-
tónlistin stór þáttur í þínum tónlist-
arflutningi?
Samherjar og
andstæðingar
í Salnum
Arngunnur Árnadóttir klarinettu-
leikari leikur á tónleikum á fimmtudag
Viðamikil yfirlitssýning á verkum
fatahönnuðarins Valentinos Garav-
anis, Valentino: Master of Couture,
verður opnuð 29. nóvember nk. í
Somerset House í Lundúnum og
verður m.a. að finna á henni 60
metra langan tískusýningarpall og
yfir 130 handunna kjóla. Verkin á
sýningunni munu spanna hálfa
höld. Valentino er einn þekktasti og
virtasti fatahönnuður sögunnar og
hafa margar stjörnur klæðst kjól-
um hans, m.a. Grace Kelly og
Sophia Loren. Meðal kjóla á sýning-
unni verður brúðarkjóll Jackie
Kennedy, kjóllinn sem hún klæddist
er hún gekk að eiga Aristotle
Onassis árið 1968, að því er fram
kemur í frétt á vef dagblaðsins
Guardian. Þá verður einnig hægt
að virða fyrir sér brúðarkjól grísku
prinsessunnar Marie-Chantal frá
brúðkaupi hennar sem fram fór ár-
ið 1995. Á sýningunni verða marg-
ar flíkur sem aldrei hafa verið til
sýnis áður í Bretlandi. Auk þeirra
verða sýndar ljósmyndir úr fórum
Valentinos og aðrir gripir og mynd-
bönd sýnd af honum við störf sín.
Valentino settist í helgan stein árið
2007 og hefur ekki hannað síðan.
Fatamerkið Valentino var keypt í
júlí sl. af fjárfestingafélaginu May-
hoola.
Reuters
Stjörnukjóll Leikkonan Julia Roberts var í Valentino-kjól þegar hún tók við
Óskarsverðlaunum árið 2001. Margar stjörnur hafa klæðst flíkum hans.
Sögufrægir kjólar á
Valentino-sýningu
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646
Opið virka daga frá 10-18