Morgunblaðið - 07.08.2012, Page 35
„Já, hún er stór þáttur. Ég hef
alltaf gert mikið af því að spila
kammertónlist og á námsárum mín-
um úti í Berlín var ég í mörgum mis-
munandi kammerhópum. Ég fæ
mikið út úr því að spila kammer-
tónlist, það er alveg ótrúlega
skemmtilegt að vinna svona náið
með öðru tónlistarfólki. Svo er líka
til svo mikið af fallegri kammer-
tónlist.“
Þú hefur komið fram á tónleikum
með hljómsveitinni Hjaltalín.
Hvernig upplifun var það?
„Það var virkilega gaman. Hljóm-
sveitin er skipuð frábærum tónlist-
armönnum og þau voru öll auðvitað
miklu betri en ég í að koma svona
fram án nótna og spila af fingrum
fram. En það var gaman að prófa
þess konar tónlistarflutning og mig
langar að gera meira af því í
framtíðinni.“
Menningarborgin Berlín
Kom aldrei annað til greina en að
fara út og læra meira?
„Ég var búin að vera lengi í tón-
listarnámi og þá getur maður ekki
beinlínis tekið sér langt hlé. Ef mað-
ur tekur sér ár í að gera eitthvað
annað þá er mjög erfitt að koma sér
aftur í gang. Ég ákvað að það kæmi
ekkert annað til greina en að halda
áfram tónlistarnámi. Eftir að hafa
verið í námi í Listaháskólanum
ákvað ég að láta á það reyna að kom-
ast til útlanda og kynnast öðru um-
hverfi. Það eru mikil viðbrigði að
koma til Berlínar og fara í stóran
skóla þar sem er fullt af fólki sem
spilar á alls konar hljóðfæri. Ég fann
fyrir mikilli hvatningu en líka meiri
samkeppni en ég hafði áður kynnst.
Ég var í námi í fjögur ár í Berlín
og þar var mikið að gera. Aukagrein-
unum fækkaði með hverju ári en ég
var alltaf að takast á við fjölbreytileg
verkefni. Þegar ég kom út lærði ég
fyrst almennilega að æfa mig og það
var mjög gott. Ég lærði hjá tveimur
kennurum og annar þeirra spilaði
með Berlínarfílharmóníunni og var
alltaf tilbúinn að hleypa okkur nem-
endum sínum inn á tónleika. Það var
ómetanlegur hluti af upplifun minni
af Berlín og námi mínu sem tónlist-
armaður að vera á þessum tón-
leikum. Reyndar er allt tónlistarlíf í
borginni í heimsklassa.“
Hvernig er Berlín?
„Ég var og er óskaplega hrifin af
Berlín. Þar er skapandi og skemmti-
leg orka í loftinu og menningarlífið
er ótrúlega fjölbreytt. Borgin býr
líka yfir sérstökum hráum sjarma og
er þannig heillandi á annan hátt en
fallegar borgir eins og til dæmis
París. Það sem mér fannst líka ein-
kennandi við að búa í Berlín var allt
plássið. Það er oft gríðarhátt til lofts
í gömlu húsunum í Berlín og göt-
urnar eru óvenjubreiðar. Þar af leið-
andi er meira pláss til að vera til,
hugsa óvenjulegar hugsanir og gera
það sem manni dettur í hug.“
Finnst þér gaman að koma fram
opinberlega og spila?
„Það verður auðveldara með
hverju árinu. Mér finnst reyndar að
mér hafi tekist ágætlega að hafa
gaman af þessu. Það er líka um að
gera, annars væri maður bara að
pína sig.“
Morgunblaðið/Eggert
Arngunnur Tónlist frá þýska málsvæðinu er
ráðandi á tónleikunum en mér finnst það viðeig-
andi þar sem ég hef verið í námi í Þýskalandi.
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012
Tónlistarkonan Beyoncé hyggst
gera heimildarmynd um líf sitt og
jafnframt koma fram í henni, eðli
málsins samkvæmt. Breska dag-
blaðið Guardian segir frá því að
Beyoncé og samstarfsmenn hennar
séu að kynna verkefnið fyrir kvik-
myndafyrirtækjum vestra, í leit að
framleiðendum. Verði af gerð
myndarinnar er hún sú fyrsta sem
Beyoncé stýrir en hún mun aðeins
vera á teikniborðinu eins og staðan
er í dag. Umboðsfyrirtæki tónlist-
arkonunnar, ICM, mun hafa tekið
upp myndefni í Hollywood til kynn-
ingar verkefninu og þykir heldur
óvenjulegt í kvikmyndaborginni að
tónlistarmaður geri heimildarmynd
um sjálfan sig. Í myndinni verður
blandað saman tökum frá tón-
leikum og viðtölum en ekki er á
hreinu hvort öll ævi Beyoncé verð-
ur til umfjöllunar.
Heimild Beyoncé hefur í hyggju að
gera heimildarmynd um sjálfa sig.
Vill gera heimildar-
mynd um sjálfa sig
Reuters
Leikarinn Dan
Aykroyd hefur
greint frá því að
kollegi sinn, Bill
Murray, muni
ekki leika í
þriðju kvikmynd-
inni um Drauga-
banana, Ghost-
busters 3.
Murray lék í
fyrstu tveimur myndunum með
Aykroyd, Harold Ramis og Ernie
Hudson. Þriðja myndin hefur verið
á teikniborðinu í rúman áratug og
er enn unnið að handritinu.
Murray verður ekki
í Ghostbusters 3
Bill Murray
Kvikmyndin Jism 2 var frumsýnd á
Indlandi föstudaginn sl. Hún hefur
vakið mikið umtal þar í landi sem
og utan landsteinanna, annars veg-
ar vegna þess að klámmynda-
leikkona fer með aðalhlutverkið og
hins vegar þess að myndin þykir í
grófara lagi, sé miðað við indversk-
ar kvikmyndir.
Klámmyndaleikkonan Sunny
Leone er kanadísk-indversk og er
hún þekkt á Indlandi fyrir þátttöku
sína í raunveruleikaþætti þar í
landi, Bigg Boss, sem svipar til
þáttanna Big Brother. Leone leikur
klámmyndaleikkonu í Jism 2 og
þurfti því ekki að undirbúa sig sér-
staklega fyrir hlutverkið.
Borgarstjóri Mumbai er meðal
þeirra sem ósáttir eru við myndina
en hann skipaði svo fyrir í liðinni
viku að öll kynningarveggspjöld
fyrir hana yrðu fjarlægð af strætis-
vögnum borgarinnar. Leikstjóri
myndarinnar, Pooja Bhatt, er kona
og segist hún með myndinni vilja
sýna konuna sem kynveru en ekki
sem leikfang fyrir karlmenn.
Þess má geta að orðið „jism“ þýð-
ir líkami á hindí en orðið hefur aðra
og öllu grófari merkingu á ensku.
Klámmyndaleikkona í Bollywood-mynd
Hiti Úr Bollywood-myndinni Jism 2.
Clint Eastwood hefur lýst opin-
berlega yfir stuðningi sínum við
frambjóðanda repúblikana, Mitt
Romney, til forsetakjörs í Banda-
ríkjunum. Leikstjórinn tjáði sig um
kosningarnar á góðgerðarsam-
komu í Idaho og sagðist styðja
Romney „vegna þess að ég held að
landið þurfi á uppörvun að halda.“
Eastwood studdi líka Repúblik-
anaflokkinn í forsetakosningunum
2008, þegar John McCain var í
framboði.
Clint Eastwood styður Mitt Romney
Eastwood Yfirlýstur repúblikani.
OPNUNARTÍMI EFNALAUG
MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: LOKAÐ
OPNUNARTÍMI FATALEIGA
MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ
EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS
Hröð og vönduð þjónusta.
Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára.
Persónuleg þjónusta og hagstætt verð.
ALHLIÐA HREINSUN
Hreinsum einnig sængur,
svefnpoka og rúmteppi
Minnum á að gott er að geyma
dúnúlpurnar hreinar yfir sumartíman