Morgunblaðið - 07.08.2012, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 07.08.2012, Qupperneq 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012 Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Marlene Dietrich og Tilbury. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Djókspurning. Ekki séns að velja eina en sem dæmi má nefna Joy Division, Nick Cave – The Boat- man’s Call, Tom Waits – Closing Time o.fl., o.fl., o.fl. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptirðu hana? Bad með Michael Jackson í Kaupfélagi Árnesinga. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Plöturnar þeirrar Ellýjar og Vil- hjálms. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Snoop Dogg :), neeh Frekar Dav- id Bowie. David Bowie, lokasvar. Hvað syngur þú í sturtunni? Þessa dagana er það Marlene Dietrich eingöngu. Hvað fær að hljóma villt og gal- ið á föstudagskvöldum? Tilbury auðvitað og allt hresst sem mig langar til! Allt nema kántrí og dauðarokk. En hvað yljar þér svo á sunnudags- morgnum? Madeleine Peyroux, Radio- head, Ella Fitz- gerald og að sjálfsögðu Diet- rich. Í mínum eyrum Lilja Nótt Þórarinsdóttir Allt nema kántrí og dauðarokk Morgunblaðið/Kristinn Hress Lilja Nótt hlustar á Tilbury og alla hressandi tónlist. Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is Sópransöngkonan Sólrún Braga- dóttir og píanóleikarinn Anna Mál- fríður Sigurðardóttir leika á tón- leikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í dag, þriðjudaginn 7. ágúst, kl. 20.30. Á efnisskrá eru sönglög um drauma eftir norræn, þýsk og frönsk tónskáld, m.a. Richard Strauss, Franz Schubert, Richard Wagner, Johannes Brahms, Sigvalda Kalda- lóns og Edvard Grieg. Báðar tónlistarkonurnar eiga langan og viðburðaríkan feril að baki í tónlist. Sólrún Bragadóttir hefur að mestu leyti starfað við tónlist er- lendis og því gott tækifæri að heyra hana syngja hér á Íslandi. Sólrún lauk meistaragráðu í ein- söng og kennslu frá tónlistarháskól- anum í Bloomington í Indiana. Anna Málfríður lagði einnig stund á tón- listarnám erlendis, við Guildhall School of Music and Drama í Lond- on, þar sem hún útskrifaðist sem einleikari og kennari. Áframhald- andi nám tók við þar sem hún lærði hjá prófessor Brigitte Wild, en sá prófessor var fyrrverandi nemandi píanóleikarans Claudios Arraus. Viðburðaríkur tónlistarferill Sólrun hefur sungið og starfað við óperu- og leikhús víða í Þýskalandi, m.a. í Hannover, Düsseldorf, Mann- heim, München, Karlsruhe, Kiel og Heidelberg. Við það má bæta að hún hefur komið fram í Belfast, Avignon, Bern, Palm Beach og Tsuyama í Japan. Sólrún hefur farið með hlut- verk á borð við Mimi í La Bohème, Desdemonu í Otello, Gildu í Rigol- etto, Elísabetu í Don Carlo og Pam- ínu í Töfraflautunni. Í gegnum árin hefur einkennandi tónleikastíll Sól- rúnar verið efnisskrá sem er ekki ákveðin fyrirfram. Þar að auki hefur hún þróað svokallaða söngheilun en það felst í að söngkonan spinnur lag- línur og tóna fyrir fólk sem liggur fyrir í slökun. Anna Málfríður hefur starfað sem píanókennari og -leikari bæði hér á Íslandi og erlendis. Hún kom fram sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveit Íslands og Sinfóníu- hljómsveit í Trier. Á tónlistarferli sínum hefur hún einnig verið virk í kammertónlist og meðleik. Anna Málfríður hefur kennt píanóleik bæði erlendis og á Íslandi, nú sein- ast við Tónskóla Sigursveins og Tón- listarskóla Reykjanesbæjar. Tónleikar Sólrúnar og Önnu Mál- fríðar hefjast kl. 20.30 og er að- gangseyrir 2.000 kr. Anna og Sólrún flytja sönglög um drauma  Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Tónlistarkonur Sólrún og Anna Málfríður eiga báðar langan og fjölbreyttan tónlistarferil að baki. Frá höfundum Toy Story 3, Leitin að Nemó og UPP Stórkostleg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna Sýnd með íslensku og ensku tali – sýnd í 2D og 3D  KVIKMYNDIR.IS  HOLLYWOOD REPORTER  SÉÐ OG HEYRT  MBL  EMPIRE STÆRSTA MYND ÁRSINS FORSÝNINGAR UM HELGINA TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á SAMBIO.IS STÆRSTA MYND ÁRSINS  KVIKMYNDIR.IS  HOLLYWOOD REPORTER  SÉÐ OG HEYRT  - Miami Herald - Rolling Stone - Guardian - Time Entertainment  MBL EGILSHÖLL VIP 12 12 12 12 12 12 12 12 L L L 16 16 16 16 L L L L L L L KEFLAVÍK ÁLFABAKKA KRINGLUNNI L L L L L L 12 12 12 12 12 AKUREYRI SELFOSSI THE DARK KNIGHT RISES kl. 4 - 6 - 8 - 10 2D DREAMHOUSE kl. 11:15 2D UNDRALAND IBBA kl. 4 2D DARK KNIGHT RISES 1:40 - 3:50 - 4:50 - 5:50 - 7 - 8 - 9 - 10:10 - 11:10 2D TED kl. 5:40 - 10:30 2D MAGIC MIKE kl. 8 2D ÍSÖLD 4 ísl.Tali kl. 1:40 3D ÍSÖLD 4 ísl.Tali kl. 1:40 - 3:50 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 1:40 - 3:40 2D DARK KNIGHT RISES kl. 2-4:30-5:30-6-8-9-10 -10:20 2D DARK KNIGHT RISES VIP kl. 2 - 6 - 10 2D BRAVE M/ísl.Tali kl. 2 forsýndsun.ogMán. 3D MAGIC MIKE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 2D DREAMHOUSE kl. 8 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 1:30 - 3:40 3D UNDRALAND IBBA ísl.Tali kl. 1:30 2D DARK KNIGHT RISES kl. 2 - 4:20-6-9-10 2D BRAVE ísl.Tali kl. 2 forsýnd sun. og Mán. 3D MAGIC MIKE kl. 8 - 10:20 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 1:30 - 3:40 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali Sýnd Lau. kl. 2 3D LOL kl. 5:50 2D Dark Knight Rises kl. 4:30 - 8 - 11:20 2D Madagascar 3 ísl.Tali kl. 2 3D Undraland Ibba ísl.Tali kl. 2 - 4 2D LOL kl. 6 2D Dream House kl. 8 - 10:20 2D THE DARK KNIGHT RISES kl. 7 - 10:20 2D BRAVE ísl.Tali kl. 5 forsýndsun.ogMán 3D ÍSÖLD 3 ísl.Tali kl. 3 (lau) - 5 3D DREAMHOUSE kl. 8 - 10 2D LOL kl. 6 2D UNDRALAND IBBA ísl.Tali kl. 4 2D MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ www.avon.is Dalvegi 16B, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Gaman í baði með Naturals Kids línunni Flækjusprey Sjampó og næring Sturtusápa og freyðibað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.