Morgunblaðið - 07.08.2012, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 07.08.2012, Qupperneq 40
ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 220. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Varð bráðkvaddur í Eyjum 2. Ísland vann 17 marka sigur 3. Ronan Keating á sviðinu í dalnum 4. Íslendingar mæta Ungverjum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Marilyn og Greta, sýning á teikn- ingum Kristínar Ómarsdóttur, verður opnuð í aðalsafni Borgarbókasafns- ins í Tryggvagötu kl. 17 í dag. Sýndar verða teikningar Kristínar af Marilyn Monroe og Gretu Garbo en í tilefni opnunarinnar taka Ragnhildur Gísla- dóttir og Lay Low lagið. Marilyn og Greta á Borgarbókasafninu  Samnorræna ungmennatónlist- arhátíðin Ung Nordisk Musik hefst 28. ágúst. Verk ungra tón- skálda frá Norð- urlöndunum verða flutt á átta tónleikum í Reykjavík og Skálholti. Í ár verður megináhersla hátíðarinnar á nýj- ungar í tónlistarflutningi og nýsköp- un hljóðfæra. Aðgangur er ókeypis. Nýjungar og nýsköp- un á tónlistarhátíð  Mjög líklega sló franska kvikmyndin Intouchables met um helgina sem tekjuhæsta mynd allra tíma hér á landi, af þeim sem hvorki eru á ís- lensku né ensku. Gamla metið átti Karlar sem hata konur, 43,6 milljónir kr., en í síðustu viku hafði In- touchables farið fram úr Klovn sem vermdi 2. sætið. Hafði myndin þá skilað 42 millj- ónum í kassann. Enn ekkert lát á vin- sældum Intouchables Á miðvikudag og fimmtudag SV 8-15 m/s og rigning eða súld, en þurrt að mestu um landið austanvert. Hiti 12 til 23 stig. Á föstudag og laugardag Suðlæg átt, 5-10 m/s og rigning sunn- an- og vestanlands, en þurrviðri NA- og A-lands. Hiti 12 til 23 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 3-13 m/s, hvassast NV-til. Skýjað og dálítil súld V-lands, en bjartviðri eystra. Hiti 10 til 20 stig. VEÐUR Ásdís Hjálmsdóttir keppir í spjótkasti á Ólymíuleik- unum í London í dag en hún er í B-riðlinum sem hefst í kringum 10.30 að íslensk- um tíma. „Mér líst alveg af- skaplega vel á þetta. Ég er ofboðslega vel stemmd og er akkúrat á þeim stað sem ég á að vera á,“ sagði Ásdís við Morgunblaðið en tólf efstu komast í úrslita- keppnina á fimmtudag. »3 Ásdís vel stemmd fyrir spjótkastið Var þetta hlaup aldarinnar? Sú spurning leitar óneitanlega á mann eftir að hafa horft á 100 metra hlaup karla á ólympíuleikvanginum í Lond- on á sunnudagskvöldið. Ekki er svo sem langt liðið á öldina en ef maður skoðar keppendurna í hlaupinu og árangur þeirra hlýtur þessa íþrótta- viðburðar að verða minnst um langa hríð. Kristján Jónsson horfði á Usain Bolt vinna magnaðan sigur í London í fyrrakvöld. »3 Hlaup aldarinnar þegar Bolt stakk alla af? „Ég kom hingað til að fá reynslu og ég fékk hana svo sannarlega. Ég er búinn að sanna fyrir sjálfum mér að ég get þetta. Fyrir neðan mig voru heimsklassa- skotmenn sem eru atvinnumenn í grein- inni. Ég er töluvert reynsluminni og get ekki æft eins mikið en held ótrauður áfram. Ég stefni alla vega að því að keppa á Ólympíuleikunum 2016 og 2020,“ segir skotmaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson. »2 Ásgeir stefnir á Ólymp- íuleikana 2016 og 2020 ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is „Það er búið að reikna út fyrir mig að ég verð líklegast á unglingalands- mótum fram til ársins 2027 haldi fram sem horfir,“ sagði Jóhann Gunnar Friðgeirsson, einn foreldra keppenda á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi, í samtali við Morg- unblaðið í gær, að nýloknu vel heppnuðu landsmóti um helgina. Unglingalandsmótið í ár var það tíunda sem Jóhann og kona hans, Heiða Björg Hreinsdóttir, sækja. Upphaflega fylgdu þau syninum Hreini Heiðari á hans fyrsta lands- mót á Ísafirði árið 2003 þar sem hann keppti í frjálsum íþróttum fyrir hönd HSK. Þessa dagana fylgjast hjónin með dætrunum Ingibjörgu Andreu, 13 ára, og Elínborgu Önnu, 16 ára. „Metið hjá okkur var fyrir tveimur árum en þá vorum við með þrjá keppendur,“ segir Jóhann létt- ur og á þar við systkinin þrjú. Hjón- in eiga tvær dætur til, þær Aðalheiði Erlu og Stefaníu Maren sem eru þriggja og fimm ára, og fylgja þær fjölskyldunni að sjálfsögðu á mótin. Ætti ekki að koma á óvart ef þær yrðu einn daginn í hópi keppenda miðað við áhuga systkinanna. Á landsmótin víða um land Jóhann og fjölskylda sóttu lands- mótið á Egilsstöðum í fyrra og setja stefnuna á Höfn í Hornafirði að ári. Fjölskyldan tekur virk- an þátt meðan á mót- unum stendur og hefur gaman af. Var Jóhann m.a. í óðaönn að ganga frá á tjald- svæðinu á Selfossi þegar blaðamaður náði af honum tali enda titlaður tjaldbúðastjóri HSK í ár. Sonurinn hefur heldur ekki alveg sagt skilið við viðburð- inn, þrátt fyrir að vera vaxinn upp úr keppni. Mætti hann aftur til leiks í ár eftir hlé og vann við mótið, enda enn á kafi í frjálsum. Gott að ala börnin upp í þessu Að sögn Jóhanns var það afar já- kvætt þegar ákveðið var að halda unglingalandsmótið á hverju ári í stað annars hvers árs áður. Segir hann gott að ala börn upp í þessu og mótin góðan kost fyrir fjölskyldufólk um verslunarmannahelgina. „Það er helst að of lítið heyrist af þessu,“ segir hann. „En það er eflaust bara þar sem allt gengur vanalega svo vel fyrir sig á mótinu.“ MMetþátttaka » Íþróttir Á landsmóti til ársins 2027?  Fjölskylda á unglingalands- mótum sl. tíu ár Ljósmynd/Jóhann Gunnar Friðgeirsson Myndarlegur hópur Fjölskylda Jóhanns Gunnars og Heiðu Bjargar er sannkölluð landsmótsfjölskylda. Hér eru systkinin (f.v.): Stefanía Maren, Elínborg Anna, Ingibjörg Andrea, Hreinn Heiðar og Aðalheiður Erla. Veðrið lék við gesti á Unglingalandsmóti UMFÍ, sem fram fór á Selfossi um helgina. Metþátttaka var á mótinu í ár og voru keppendur rúmlega tvö þúsund tals- ins, á aldrinum 11 til 18 ára, auk fjölmargra aðstandenda. Keppt var í ýmsum greinum, svo sem boltaíþróttum, glímu, fim- leikum, sundi og frjálsum íþrótt- um, og voru fjölmörg mótsmet slegin. Talið er að yfir tíu þúsund manns hafi sótt lokahátíð mótsins sem fram fór á sunnudagskvöldið. Skemmtu þar tónlistarmenn á borð við Jón Jónsson og félaga ásamt fleirum. Árleg flugeldasýn- ing sló síðan botninn í vel heppnað mót eins og hefð er fyrir. Næsta unglingalandsmót fer fram á Höfn í Hornafirði að ári. Fjölmörg mótsmet slegin UNLINGALANDSMÓT UMFÍ Á SELFOSSI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.