Morgunblaðið - 15.08.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.08.2012, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012 ✝ Ragnhildur J.Pálsdóttir fæddist 22. októ- ber 1922 í Reykja- vík. Hún lést 3. ágúst 2012 á Landspítalanum við Hringbraut. Foreldrar Ragn- hildar voru hjónin Elísabet Ingunn Ólafsdóttir Thor- arensen, f. 5. febr- úar 1896 í Ármúla í Naut- eyrarhreppi, d. 16. maí 1933 og Páll Jóhannsson Snæfeld, f. 12. janúar 1893 frá Sævarenda í Loðmundarfirði, d. 19. ágúst 1989. Ragnhildur missti móður sína úr berklum barn að aldri og ólst upp hjá hjónunum Ingigerði Ósk Sigurðardóttur, f. 5. ágúst 1901 í Reykjavík, d. 1985 og Hirti Kristjánssyni, f. 11. nóvember 1894 frá Stapa- dal, Auðkúluhreppi, d. 1964. Ragnhildur og Elísabet Sig- urbjörg Thorarensen (1916- 2006) voru sammæðra. El- ísabet og Páll eignuðust tvo syni auk Ragnhildar, Jóhann (1919-1977) og Ólaf Bjarna Thorarensen f. 1920. Páll borgar eru Tania f. 1976 og Ragnar f. 1983. Eiginmaður Jóhönnu Elísabetar er Sig- urjón Bolli Sigurjónsson, f. 20. desember 1944. Börn þeirra eru Vilhelm Ragnar f. 1970 og Bryndís Björk f. 1973. Barna- barnabörnin eru 17. Sonur Vilhelms er Gunnar, f. 8. júlí 1939 í Vestmannaeyjum. Kona hans er Bjarnveig Gunn- arsdóttir, f. 23. janúar 1953. Börn þeirra eru Atli f. 1976, Harpa f. 1980 og Sævar Már f. 1985. Ragnhildur gekk í barna- og gagnfræðaskóla á Ísafirði og stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Ísafirði. Hún starfaði í verslun þar til hún festi ráð sitt. Ragnhildur sá um heimilisrekstur og barna- uppeldi auk þess sem þau Vil- helm ráku verslanir um árabil. Þegar börn þeirra voru komin á legg vann hún skrif- stofustörf, meðal annars hjá Alþýðublaðinu og Happdrætti Háskólans. Ragnhildur réði sig til Tryggingastofnunar ríkisins árið 1976 og vann þar þangað til hún fór á eftirlaun 1992. Ragnhildur gekk í Odd- fellow fyrir rúmum fjörutíu árum og var í Rb.st. nr. 1, Bergþóru. Útför Ragnhildar J. Páls- dóttur fer fram í Fossvogs- kirkju í dag, miðvikudaginn 15. ágúst 2012 kl. 13. eignaðist fjögur börn með seinni konu sinni, Guð- laugu Bjarnadótt- ur (1911-1996), Bjarna f. 1931, Jó- hönnu Elísabetu f. 1935, Diljá Sjöfn f. 1940 og Björn Hauk f. 1950. Ragnhildur gift- ist þann 31. des- ember 1944 Vil- helmi Ragnari Ingimundarsyni, f. 10. janúar 1922 í Reykjavík, d. 8. janúar 2012. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Guðlaug Egils- dóttir, f. 25. nóvember 1881 í Hörglandskoti á Síðu, d. 5. maí 1982 og Ingimundur Ein- arsson, f. 7. febrúar 1874 á Stöðlum í Arnarbælishverfi í Ölfusi, d. 4. mars 1961. Börn Ragnhildar og Vilhelms eru Hjörtur Ingi, f. 10. apríl 1945 og Jóhanna Elísabet, f. 25. maí 1947. Hjörtur er kvæntur Vil- borgu Ingvarsdóttur, f. 7. apr- íl 1954. Börn Hjartar eru Gyða f. 1967, Jón Hinrik f. 1968, Árni Hinrik f. 1970 og Hjörtur Ingi f. 1980. Börn Vil- Kveðja til móður. Ég veit, að það bezta, sem í mér er, í arfleifð ég tók frá þér. Ég veit, að þú gafst mér þá glöðu lund, sem getur brosað um vorfagra stund, og strengina mína, sem stundum titra, er stráin af náttköldum daggperlum glitra, stemmdi þín móðurmund. Ég veit það af reynslunni, móðir mín, hve mjúk hún er höndin þín. Þín umhyggja er fögur sem himinninn hár, ég hef ekki skoðað þau grátsöltu tár, sem þú hefur kysst burt af kinnunum mínum og klappað í burtu með höndunum þín- um í fjöldamörg umliðin ár. Ég vildi, að hvert tárið mitt væri orðið steinn, sem vatnsperla silfurhreinn, þá skyldi ég flétta þér fagran krans, fegurri en kórónu nokkurs manns. Hann skyldi ég hnýta í hárið þitt svarta og horfa á þá fegurð, er vorsólin bjarta léti sín geislabörn leika þar dans. (Jóhann Sigurjónsson.) Elsku mamma, takk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Jóhanna Elísabet. Látin er kær tengdamóðir mín, Ragnhildur Jósefína Pálsdóttir, sem við kveðjum í dag. Hún lést 3. ágúst sl., tæplega níræð. Bína eins og hún var alltaf kölluð af þeim sem þekktu hana var fædd í Reykjavík, yngsta barn hjónanna Elísabetar Thorarensen ljósmóður og Páls Jóhannssonar Snæfeld verkamanns. Móðir hennar Elísabet fékk berkla þeg- ar hún gekk með hana og var Bína því send til vandalausra í fóstur. Elísabet fór á Vífilsstaði og lést þegar Bína var 10 ára gömul. Hjónin Ingigerður Sigurðardóttir og Hjörtur Kristjánsson húsa- smiður sem bjuggu á Ísafirði fengu hana í fóstur tæplega tveggja ára gamla. Þar ólst hún upp og naut mikils ástríkis hjá þeim hjónum, en alla tíð harmaði hún að hafa ekki fengið að alast upp hjá móður sinni. Það var um miðjan sjöunda ára- tuginn sem ég kynntist tengda- móður minni fyrst þegar við Bettý byrjuðum að draga okkur saman. Bína var glæsileg kona, alltaf vel til höfð og sagði sjálf að hún ætlaði að halda í pjattið fram í andlátið. Hún var einstaklega vel gerð manneskja, þjónustulunduð með afbrigðum við alla sína, með góða nærveru, blíð og brosmild. Ég man ekki eftir að hafa séð hana skipta skapi í þau 48 ár sem ég hef þekkt hana. Hún var vel gefin, hafði góðan húmor og fór aldrei í manngreiningarálit. Hvar sem hún kom var hún elskuð fyrir trygglyndi sitt og góðmennsku. Heilsteyptari og betri manneskju var vart að finna. Hún átti við heilsuleysi að stríða í fjölda ára, en það var ekki hennar stíll að kvarta og bera sig illa. Hún elskaði lífið og sagðist ekki vera tilbúin að fara strax því að „hún hefði svo mikið til að lifa fyrir“. Það er margs að minnast í gegnum árin með þeim hjónum. Ferðirnar um landið okkar með þeim voru fjölmargar, við Bettý nutum þess að vera með þeim, ræða þjóðmálin, lífið og tilveruna. Aldrei fann ég fyrir kynslóða- bilinu svokallaða. Það er varla hægt að tala um Bínu nema nefna Villa í sömu andrá. Þau voru gift í rúm 67 ár, en nú er lífshlaupi þeirra beggja lokið.Villi lést 8. janúar sl., og eru því aðeins tæpir sjö mánuðir á milli þeirra hjóna. Langri ævi er lokið, mikill söknuður situr eftir en einnig gleði yfir því að þau hafa nú sam- einast á ný. Að leiðarlokum vil ég þakka kærri tengdamóður minni fyrir samfylgdina og elskulegheitin í minn garð. Sigurjón Bolli. Að kveðja ömmu Bínu er eitt af því erfiðasta sem ég hef þurft að takast á við í mínu lífi og sökn- uðurinn eftir henni er mikill. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa, hlýjan og væntumþykjan var alltumlykjandi og átti sér eng- in takmörk. Amma var einstök, ein falleg- asta og stórbrotnasta manneskja sem ég hef kynnst. Það var sama hvað dundi yfir, alltaf tók hún á því af einstöku æðruleysi og hlýju. Það sýndi sig líka best í veikindum hennar hversu stórbrotinn kar- akter hún var. Þegar hún fékk að vita hvert stefndi með veikindi sín tók hún á því á sinn einstaka hátt. Hún sagði setningar eins og „Maður tekur það sem að manni er rétt og gerir það besta úr því“ og svo sá hún til þess að allir sem voru í kring um hana væru ekki áhyggjufullir. Hún kvaddi okkur öll á sinn fallega og einstaka hátt. Amma hvatti mig til þess að njóta lífsins, gera það besta úr hlutun- um og ekki að lifa í fortíðinni. Hún sannfærði mig um að mín biði björt framtíð. Amma hafði þann einstaka hæfileika að sjá alltaf það besta í bæði fólki og aðstæðum. Hún sagði líka oft „Það hefði getað ver- ið verra“ og benti á jákvæðar hlið- ar. Það var oft erfitt að skilja hvaðan hún fékk þennan mikla kraft og hvað hún tók á oft mjög erfiðum aðstæðum af miklu æðru- leysi. Á þann hátt var hún góð fyr- irmynd. Ég heyrði hana heldur aldrei segja styggðaryrði um nokkurn mann og hef ég sjálf reynt að tileinka mér þann eigin- leika ömmu. Amma hefur verið kletturinn í lífi mínu og hef ég getað rætt hluti við hana sem ég hef ekki talað við aðra um, eins og móðurmissir minn en það áttum við amma sam- eiginlegt að hafa misst móður okk- ar ungar að aldri. Amma skildi mig alltaf og vildi hafa það þannig að ég gæti rætt allt við hana, þannig var hún að mörgu leyti í ákveðnu móðurhlutverki gagnvart mér. Ég var og verð alltaf litla stelpan hennar, var eitt það síð- asta sem hún sagði við mig. Það var líka notalegt að heyra hana lýsa því hversu stolt hún var þegar ég fæddist sem hennar fyrsta barnabarn. Hún þreyttist aldrei á að segja okkur fjölskyldunni sinni hvað hún væri stolt af okkur öllum og hvað hún elskaði okkur öll mik- ið. Það lýsir ömmu einnig vel að hún gerði engan greinarmun á „blóðskyldum“ og stjúpbörnum, hún dreifði hlýju sinni og vænt- umþykju til allra. Amma átti ekki bara einstakt samband við mig, heldur átti hún mjög fallegt og einlægt samaband við börnin sín, pabba og Bettý frænku og svo öll hin barnabörnin. Sérstaklega þótti mér vænt um samband hennar við dætur mínar, en þeim hefur hún verið sterk fyr- irmynd í lífinu. Ástarsamband ömmu og afa var afar fallegt og rómantískt. Þau elskuðu hvort annað fram á síð- ustu stundu og það fór ekki fram hjá neinum sem í kring um þau voru. Rauðar rósir voru þeirra blóm. Amma var orðin þreytt und- ir það lokin og vildi ekkert annað en hitta hann Villa sinn aftur. Ég veit að þau hafa fundið hvort ann- að og fylgjast stolt með okkur. Missir okkar allra er mikill en hluti af ömmu lifir áfram í okkur öllum. Hún skilur eftir sig djúp spor í hjörtum okkar allra. Þín, Gyða. Elsku amma. Mér finnst hálf undarlegt að sitja hér og skrifa þessa grein vegna þess að það er svo afskap- lega óraunverulegt að þú sért far- in. Þú varst alltaf svo sterk og komst þér í gegnum allt og ég hafði trú á því að þér myndi batna allt til hinsta dags. Ég vona að þér líði betur þar sem þú ert núna. Þú kenndir mér svo margt sem mun veita mér frábært veganesti út í lífið. Mér þykir það leitt að mér hafi aldrei tekist að segja þér það, og tilhugsunin að þú vitir ekki hversu mikilvæg þú varst mér er hrikaleg. Ég trúi því að þú fylgist með mér eins og þú sagðir og þá veistu hversu mikils virði þú og afi líka voruð mér. Þú ert og verður alltaf fyrirmyndin mín. Þú sýndir mér að þrautseigja og jákvæð við- leitni getur reynst margra meina bót. Ég elska þig. Hvíldu í friði elsku amma Bína. Adda Guðrún. Elsku amma Bína mín. Þó svo að ég viti vel að það hafi verið best fyrir þig að fá að kveðja þetta líf, þá á ég mjög erfitt með að kveðja þig og sleppa af þér hendinni. Ég get þó alltaf huggað mig við þá til- hugsun að þú sért komin aftur í fangið á afa Villa þar sem þú helst vilt vera og þér líður best. Samband okkar var bæði ein- lægt og náið. Mér þótti alltaf svo gott að koma til þín og tala við þig og afa enda gátum við talað um allt milli himins og jarðar. Þú hafðir þann sérstaka hæfi- leika að geta alltaf komið mér í gott skap, með jákvæðni þinni og húmor. Jákvæðnin er eitt af því sem einkenndi þig hvað mest. Sama hvað kom fyrir mættirðu vandanum alltaf með jákvæðu hugarfari og leist fram á bjartan veg. Þú hefur bæði kennt mér og gefið mér margt. Allt frá því að vera fyrirmynd mín og til að leggja mér lífsreglurnar. Þegar ég hugsa um þær góðu stundir sem þú og ég höfum átt saman, þá er mér efst í huga þegar ég, þú og afi sátum í eldhúsinu heima hjá ykk- ur, afi með sætabrauð og te í hendinni og við öll að spjalla. Það eru stundir sem ég sakna. Jóla- boðin annan í jólum eru minningar sem mér eru kærar og ég mun alltaf varðveita þær. Það er skrýt- in tilhugsun að síðustu jól, hafi verið síðustu jól sem við áttum saman. Ég mun standa við loforð- ið sem ég gaf þér um að gera allt sem í valdi mínu stendur til þess að halda þeirri jólahefð uppi. Enda eru engin jól án jólaboðsins hjá ömmu Bínu og afa Villa. Ég get ekki lýst því í orðum hversu mikils virði þú varst mér en þá tilfinningu mun ég alltaf varðveita. Þú varst ekki bara góð langamma heldur varstu mér svo miklu meira en það. Þú varst mér góð vinkona og einhver sem ég gat alltaf treyst á. Það eru ekki allir sem geta státað af því. Ég kveð þig með ljóði sem ég samdi fyrir þig. Guð geymi þig elsku amma Bína, Þegar nóttin kemur og lífið fer, slokknar ljósið bjarta. Hugur minn hjá þér ávallt er, þú munt alltaf eiga heima í mínu hjarta. Þín, Ingibjörg. Nú, tæplega níræð (89 ára að aldri), er hún amma mín komin til blóðmóður sinnar eftir 79 ára að- skilnað. Amma Bína, hún móðuramma Ragnhildur J. Pálsdóttir Allt of fljótt var hann tekinn í burtu frá okkur. Eftir sitja góðar minningar sem hjálpa öllum þeim sem fengu að kynn- ast honum Svenna. Við fjöl- skyldan vorum svo heppin að fá að kynnast honum en tíminn sem við fengum með honum var ekki nærri nógu langur. Þær stundir sem við áttum saman á Illugagötunni hjá Hörpu og Svenna voru ávallt skemmtileg- ar. Börnin áttu hug hans allan og það var alveg sama hvað afi Svenni var beðinn um að gera, það gerði hann. Mótorhjólið var mikilvægur hluti af lífi Svenna og að eiga mótorhjólaafa þótti Tómasi Arnari mjög flott. Farinn er af jörðu yndisleg- ur maður, sonur, faðir, eigin- maður, bróðir, afi og margra vinur. Hann lifir þó enn í huga okkar allra. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Gísli Geir, Lilja Björg og Tómas Arnar. Elsku besti vinur minn og æskufélagi. Nú ertu farinn frá okkur öllum, svo snemma og án alls fyrirvara. Ég er svo þakk- látur fyrir að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að umgangast þig síðustu stundir lífs þíns. Þú komst til okkar Önnu Dóru um fimm leytið á laugardeginum á þjóðhátíðinni, við sátum þar nokkur bak við hús og fengum okkur öllara í blíðskapar veðri og þú reyttir af þér brandar- ana, brandara um lífið sjálft sem komu frá hjarta þínu og tengdust uppvexti þínum. Með- al annars sýndir þú okkur hvernig þú skaust þvottak- lemmum upp í loftið þegar þú varst peyi, móður þinni til mik- illar armæðu. Það var mikið hlegið. Seinna um kvöldið hitt- um við þig svo í brekkunni inni í dal þar sem við eyddum síð- ustu stundum þínum saman. Þú varst svo hamingjusamur og þér leið svo vel. Þú elskaðir líf- ið, og þú elskaðir að vera þarna Sveinn Matthíasson ✝ Sveinn Matt-híasson fæddist 20. mars 1966 í Vestmannaeyjum. Hann varð bráð- kvaddur á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja hinn 5. ágúst sl. Útför Sveins fór fram frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum þriðjudaginn 14. ágúst 2012. í brekkunni innan um vini, ættingja og eiginkonu þína hana Hörpu. Ég hef ekki tölu á því hve oft þú kysstir mig þetta kvöld og sagðir að ég væri besti vinur þinn. Það þykir mig óendanlega vænt um. Minningarnar sem ég á um þig elsku vinur eru margar og allar góðar. Við vorum tólf ára þegar við kynnt- umst, það var á körfuboltaæf- ingu í íþróttahúsinu. Við smull- um strax saman, sennilega vegna þess að við vorum báðir með innbyggðan prakkara í okkur og með sama húmor. Við þessi fyrstu kynni áttum við saman okkar fyrsta bernsku- brek og þau áttu eftir að vera nokkur. Það var ekki ósjaldan sem við rifjuðum þau upp og hlógum innilega að þeim. Það eru einmitt allar minn- ingarnar sem ég á um þig, Svenni minn, sem munu hjálpa mér í gegnum þessa stingandi sorg sem ég upplifi núna. Það eiga margir um sárt að binda þessa stundina og bið ég Guð að gefa þeim styrk í sorginni. Ég kveð þig með trega, elsku vinur, en minningarnar góðu hjálpa okkur öllum í sorginni. Hvíl í friði vinur. Vignir og Anna Dóra. Elsku Svenni okkar. Við eigum engin orð og getum ekk- ert sagt. Vill einhver skýra út hvað er að gerast? Hvað er að eiga sér stað? Segja mér við hvern er að sakast, svo ég viti hvað er að. (Björn Jörundur Friðbjörnsson) Við erum svo þakklát fyrir þessi ár sem við áttum með þér. Yndislegur tími, þú áttir svo létta lund og fékkst okkur alltaf til þess að brosa. Sökn- uðurinn er mikill og minning þín mun lifa. Við sendum Hörpu og öðrum ástvinum innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja þau á þessum erfiða tíma. Eigum við eitthvað annað en hvort annað sem skiptir máli á örlagabáli. Við eigum hvort annað eigum hvort annað að. (Björn Jörundur Friðbjörnsson) Ástar- og saknaðarkveðja. Þórunn, Dröfn, Guðlaug og fjölskyldur. MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.