Morgunblaðið - 15.08.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.08.2012, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012 Þú átt betri samskipti Þú verður virkur þáttakandi á mannamótum, getur sinnt vinnu og námi betur og tekið þátt í félagslífinu með ReSound heyrnartækjum því þau hjálpa þér að halda uppi samræðum í hvaða hljóðumhverfi sem er. Fáðu heyrnartæki til reynslu og heyrðu lífið hljóma eins og það er. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Komdu í greininguhjá faglærðumheyrnarfræðingi Fylgstu með Ebbu útbúa einfalda og bragðgóða heilsurétti í mbl sjónvarpi á hverjum miðvikudegi. - heilsuréttir Tónlistarkonan Ólöf Arnalds verður meðal útvalinna flytjenda á vænt- anlegri hljómplötu sem gefin verður út í minningu bandaríska tónlistar- mannsins Arthur Russell. Platan mun bera titilinn This Is How We Walk On the Moon, eftir einu laga Russells. Af öðrum flytjendum á plötunni má nefna Robyn, Scissor Sisters, Jose González, Sam Amidon og Nico Muhly. Platan verður gefin út af Red Hot útgáfunni í samstarfi við tónlistarritið Pitchfork en Red Hot hefur gefið út safnplötur til styrktar alnæmissjúklingum og til að efla fræðslu um sjúkdóminn. Má nefna að safnplatan Red Hot + Blue, sem kom út árið 1990, seldist í yfir millj- ón eintökum. Ólöf hefur minnst Russells áður því „Close My Eyes“, eitt laganna á tökulagaplötu hennar, Ólöf Sings, var eftir Russell. Um Russell segir í tilkynningu að hann hafi komið víða við á tónlist- arferli sínum og hafi tengst jöfnum höndum nýklassísku senunni í New York, með því að starfa með tón- skáldunum Philip Glass og John Cage, og neðanjarðar-diskósenu borgarinnar á áttunda áratugnum. Russell lést úr alnæmi árið 1992. Ólöf á minn- ingarplötu um Russell Vegsemd Ólöf Arnalds er meðal þekktra flytjenda á plötu til minn- ingar um Arthur Russell.  Til styrktar al- næmissjúklingum Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Verum góð við hvert annað og komumst heil heim,“ sagði borg- arstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr á blaðamannafundi Menningarnætur sem haldinn var á Kex Hostel í gær. Menning- arnótt er haldin í sautjánda sinn næstkomandi laugardag, 18. ágúst, og að sögn borg- arstjóra verða viðburðir í kring- um 350 talsins. Jón Gnarr kynnti hátíðina ásamt Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra, Jóni Viðar Matthíassyni slökkvi- liðsstjóra og Einari Erni Bene- diktssyni, formanni stjórnar Menningarnætur. Mikil áhersla var lögð á það á fundinum að borg- arbúar myndu ganga vel um og til dæmis henda rusli í þar til gerðar tunnur. Borgarstjóri hvatti fólk til að sýna prúðmennsku og „stilla neyslu áfengra drykkja í hóf“. Einar Örn hvatti borgarbúa til að nýta sér ókeypis strætóferðir og sagði hátíðina í ár myndu skera úr um það hvort hátíð yrði árið 2013. Framtíð Menningarnætur væri í höndum borgarbúa og yrði hún of mikið álagsverkefni fyrir lögreglu, með ólátum og óþrifnaði, væri ekki víst að hún yrði að ári. Lög- reglustjóri hvatti fólk eindregið til að skilja einkabílana eftir heima og nýta sér ókeypis strætóferðir til og frá miðbæ. Forsmekkur að árinu Karen María Jónsdóttir, verk- efnastjóri viðburða á Menning- arnótt, segir að bryddað verði upp á ýmsum nýjungum í ár. „Má þar nefna að á Menningarnótt erum við í fyrsta sinn að kynna það sem framundan er á hátíðarári Reykja- víkur og er laugardagurinn því eins konar upphaf þess sem fram- undan er.“ Hátíðir eins og Airwa- ves, Food and fun, Hönnunarmars, Reykjavík Dance Festival, Lókal – alþjóðleg leiklistarhátíð og Riff verða kynntar fyrir gestum Menn- ingarnætur og sýnishorn af því sem koma skal verða sýnd í Hörpu frá klukkan 13. Jazzhátíð í Reykja- vík er sett um kvöldið og slær upp- hafstaktinn að hátíðarárinu. Ljósasýning í Tý „Hafnarsvæðið verður einkar líf- legt. Svæðið allt frá Granda og að Hörpu verður undirlagt myndlist, tónlist, sýningu á Cadillac- bifreiðum og fleiru. Það verður því gaman að ganga þar í gegn. Þá er mikið fjölskyldufjör á Sjóminja- safninu og varðskipið Týr opnar sín vélarrými fyrir gestum með myndvörpunarsýningu sem Mar- cos Zotes stendur meðal annars að.“ Skátar 100 ára Í Hljómskálagarðinum halda Skátarnir upp á 100 ára afmæli sitt og bjóða hér um bil upp á annað landsmót. Gestir geta prófað að verða skáti í einn dag og mögulega áfram. Norræna félagið stendur fyrir Höfuðborgarmóti í Ráðhúsinu og dagskrá á Óðinstorgi. „Um kvöldið er að sjálfsögðu flugeldasýning sem verður í boði Vodafone. Þess má geta að Voda- fone er á laugardag í fyrsta skipti að bjóða upp á að almenningur geti tekið instagram-myndir á símann sinn af sér og sínum, merkt þær Menningarnótt og þá streymir fyr- irtækið myndunum á sínar sjón- varpsrásir og vefsíður. Úr þessum myndum skapast því fjölbreyttur minnisvarði úr öllum áttum.“ Í ár bætist sá valmöguleiki við að á heimasíðunni menning- arnott.is verður hægt að leita að dagskrá eftir hverfum. „Sé fólk statt úti í bæ með símana sína og viti ekki nákvæmlega hvað er í boði í nánasta nágrenni er hægt að slá inn slóðina menningarnott.is/m í vafrann og bæta síðunni við í „bo- okmark“. Þá er hægt að skoða dag- skrána í 200 metra radíus út frá því hvar viðkomandi er staddur.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S. Fjörugt Jón Gnarr borgarstjóri sagði á blaðamannafundi vegna Menningarnætur að vonandi gengi hátíðin vel en hún væri stórt verkefni sem borgarbúar yrðu að hjálpast að við að láta ganga. Uppákomur eru á fjórða hundrað. Spennandi nýjungar í ár  Stærstu hátíðir í Reykjavík verða kynntar með uppákomum í Hörpu á Menn- ingarnótt  Borgarstjóri hvetur borgarbúa til að sýna prúðmennsku Karen María Jónsdóttir Myndlistarmaðurinn Arnór Bielt- vedt tekur þátt í samsýningu í Linus Gallery í Pasadena í Kali- forníu sem verður opnuð 24. ágúst næstkomandi. Sýningin ber yfir- skriftina Life: Real and Imagined og sýnir Arnór á henni eitt olíu- málverk, „Fragrant Lily“ sem hann málaði á þessu ári. Blóm „Fragrant Lily“, olíumálverk eftir listamanninn Arnór Bieltvedt. Arnór Bieltvedt sýnir í Pasadena

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.