Morgunblaðið - 15.08.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
BAKSVIÐ
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál
hefur fallist á kröfu eins íbúa í Hafn-
arfjarðarbæ þess efnis að hann eigi
rétt á að fá aðgang að skilmálaskjali
milli Hafnarfjarðarbæjar og Depfa
ACS Bank og FMS Wertmanage-
ment. Bærinn hafði neitað að veita
aðgang að umbeðnum gögnum á
þeim forsendum að ákvæði í samn-
ingi kvæðu á um trúnað milli aðila.
Úrskurðarnefndin segir upplýsinga-
rétt almennings ganga framar við-
skiptahagsmunum í þessu tilviki. Þó
kemur fram í úrskurði nefnarinnar
að afmá skuli vaxtakjör og endur-
greiðsluhlutföll.
Jón Arnar Guðmundsson, íbúi í
Hafnarfirði, ákvað að kæra ákvörðun
bæjarins um að synja honum aðgangi
að umræddum upplýsingum. Hann
segist vera kominn með nóg af því að
hann og aðrir íbúar bæjarins þurfi að
taka á sig mikla skerðingu á þjónustu
og hækkað útsvar án þess að fá full-
nægjandi skýringar á því hvað liggi
að baki.
90% andvirðis til bankanns
Í skilmálaskjalinu sem Jón Arnar
hefur nú fengið í hendur kemur m.a.
fram að allar óseldar lóðir bæjarins
séu að veði, og við sölu skuli 90%
söluandvirðis renna til greiðslu á höf-
uðstól. Þá segir að myntum í þremur
eldri samningum skuli breytt í evrur
og að hlutabréf og skuldabréf liggi að
veði ef lánasamningur falli í vanskil.
Eins og Morgunblaðið hefur greint
frá eru skuldir Hafnarfjarðarbæjar
að sliga sveitarfélagið. Hinn 4. apríl
2012 kom fram í svari innanríkisráð-
herra við fyrirspurn á Alþingi að
bærinn skuldaði 38,4 milljarða króna.
Bærinn hefur hingað til ekki viljað
birta skilmála í samningum upp á 13
milljarða króna við Depfa-bankann
til endurfjármögnunar lána. Hafnar-
fjarðarbær hafði m.a. vísað til þess að
heimilað væri í upplýsingalögum að
takmarka aðgang almennings að
gögnum ef mikilvægir almannahags-
munir krefðust enda væri um samn-
ing við önnur ríki eða fjölþjóðastofn-
anir að ræða. Þannig var vísað til
þess að bankinn væri í eigu þýska
ríkisins. Úrskurðarnefndin féllst
ekki á þau rök þar sem lántaka sveit-
arfélagsins var á almennum lána-
markaði og því hefði verið um mark-
aðsviðskipti að ræða. Þá studdi
bærinn synjun sína einnig þeim rök-
um að Depfa-bankinn hefði krafist
trúnaðar. Úrskurðarnefndin segir að
vissulega sé heimilt skv. upplýsinga-
lögum að synja almenningi um að-
gang að gögnum um mikilvæga fjár-
hags- og viðskiptasamninga
fyrirtækja. Það eigi t.d. við þegar al-
menn vitneskja um kjör viðskipta
fyrirtækja við hið opinbera geti skað-
að samkeppnisstöðu þeirra. Nefndin
segir það sjónarmið þó víkja í þessu
tilviki fyrir almennum fyrirmælum
upplýsingalaga um upplýsingarétt
almennings.
Hagsmunir íbúa ganga fyrir
Ákvæði um trúnað í samningi milli
Hafnarfjarðar og þýsks banka ógild
Helgi Bjarnason
Skúli Hansen
„Allt verður þetta að leggjast á
farmiðana, blessaðir farþegarnir
halda þessu gangandi. Það er kom-
ið að þolmörkum, fyrir nokkru,“
segir Hörður Guðmundsson, aðal-
eigandi Flugfélagsins Ernis, um
auknar álögur á innanlandsflugið.
Félagið reynir að bregðast við
með sparnaði og sagði upp tíu
starfsmönnum um mánaðamót.
Flugfélagið Ernir er með áætl-
unarflug til fimm staða á lands-
byggðinni, ýmist með samningum
við samgönguyfirvöld eða ein-
göngu á viðskiptalegum for-
sendum. Hörður bendir á að samn-
ingarnir við ríkið hafi ekki fylgt
þeim miklu kostnaðarhækkunum
sem orðið hafi.
Þá segir hann að nýir skattar
hafi verið lagðir á flugreksturinn
og aðrir stórhækkaðir. „Það er
ekki möguleiki að setja þetta allt
út í verðlagið. Flugið ber það ekki
heldur. Ég tel að það sé tap á öllu
innanlandsflugi vegna óheyri-
legrar skattlagningar,“ segir
Hörður.
Hann bendir á að ekki hafi orðið
vart við samdrátt hjá stofnunum
sem taki til sín gjaldahækkanir.
Fimm flugmenn hætta hjá Erni
og fækkað er í ýmsum öðrum
störfum. Áætlunin er flogin en
Hörður segir að hún verði ekki
eins hentug fyrir alla notendur og
áður. „Við reynum að halda úti
þjónustunni en höfum ekki mann-
skap til að hafa hana óbreytta. Það
verður að þétta hana,“ segir Hörð-
ur.
Þyrluflugfélagið BlueWest Heli-
copters hefur nú skráð eina þyrlu í
Danmörku og stefnir að því að
skrá þar tvær þyrlur til viðbótar,
að sögn Sigtryggs L. Kristófers-
sonar, eiganda BlueWest Heli-
copters. Aðspurður hvort þyrlan
sé tekin til starfa í Danmörku seg-
ir Sigtryggur svo ekki vera enda
sé hún staðsett í Grænlandi.
Morgunblaðið/Ernir
Flugfélag Hörður Guðmundsson
kveður farþega eftir flug.
Ernir fækkar um tíu starfsmenn
Skattar að sliga flugið BlueWest Helicopters skráir þyrlu í Danmörku
„Bæjarfulltrúar
bera ábyrgð á
fjögurra ára
fresti, enda er
ekki hægt að
kjósa aftur á
miðju kjör-
tímabili. Það átti
að halda innihaldi samningsins
leyndu fram yfir næstu kosn-
ingar en þar með hefðu bæj-
arbúar ekki forsendur til að
meta störf bæjarfulltrúa fyrr en
þær eru afstaðnar. Í ljósi þess
hve fjárhagsleg staða bæjarins
er slæm má segja að það sé að-
för að lýðræðinu að halda upp-
lýsingunum leyndum,“ segir
Jón Arnar Guðmundsson, íbúi í
Hafnarfirði.
„Aðför að
lýðræðinu“
ÍBÚI KÆRÐI BÆINN
„Við bentum á
það allan tímann
að það væri mjög
óeðlilegt að trún-
aður væri yfir
þessu og þar af
leiðandi kemur
það okkur þannig
ekki á óvart að
þetta standist
ekki þau viðmið
sem eru sett,“
segir Valdimar
Svavarsson, bæj-
arfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í
Hafnarfirði, að-
spurður hvort úr-
skurður úrskurð-
arnefndar um
upplýsingamál í
máli Jóns Arnars
Guðmundssonar
gegn Hafnarfirði
kalli ekki á bætt vinnubrögð hjá
meirihluta bæjarstjórnarinnar, og
bætir við: „Þetta er auðvitað áfell-
isdómur yfir meirihlutanum að
starfa með þessum hætti.“
„Í úrskurðinum eru tilteknir
ákveðnir hlutir sem ekki verða gefn-
ir upp, eins og vaxtakjörin og fleira í
þeim dúr, en það eru akkúrat hlut-
irnir sem krafist var leyndar út af.
Það sem okkur ber að afhenda er í
sjálfu sér nokkurn veginn það sem
hefur verið upplýst og hefur verið á
borðinu alveg frá upphafi,“ segir
Guðmundur Rúnar Árnason, forseti
bæjarstjórnar og fyrrverandi bæj-
arstjóri Hafnarfjarðar, spurður út í
fyrstu viðbrögð í kjölfar úrskurð-
arins, og bætir við að úrskurðurinn
feli það í sér að það sem viðsemj-
endur bæjarins vildu halda leyndu
verði ekki gert opinbert.
Sjálfhelda í lóðamálum
Aðspurður hvort ekki sé ein-
kennilegt að 90% af söluandvirði
lóða í bænum renni beint til Depfa-
bankans samkvæmt samningi bank-
ans við sveitarfélagið segir Valdi-
mar að þetta ákvæði samningsins sé
mjög heftandi fyrir sveitarfélagið ,
þetta geri það t.d. að verkum að í
einstaka tilvikum sé ekki endilega
hagstætt að selja lóðir enda kalli
sala á íbúðarlóðum á ákveðna þjón-
ustu sem sveitarfélagið þarf að
veita, þá kalli lóðir á nýbygging-
arsvæðum á byggingu mannvirkja á
borð við t.d. skóla.
„Það lá fyrir alveg frá upphafi og
var eitthvað sem ég upplýsti um
sjálfur dagana eftir að samning-
urinn var undirritaður, þannig að
það er ekkert nýtt í því,“ segir Guð-
mundur Rúnar aðspurður út í þetta
ákvæði samningsins. Rétt er að taka
það fram að í samtali við Morg-
unblaðið hinn 22. desember 2011
sagði Guðmundur Rúnar að trún-
aður ríkti um efni samningsins við
Depfa og neitaði hann að gefa upp
hvort söluverð lóðanna rynni til
bankans. skulih@mbl.is
Áfellis-
dómur yfir
meirihluta
Morgunblaðið/Ómar
Hafnarfjörður Deilt um samninga.
Valdimar
Svavarsson
Guðmundur Rúnar
Árnason
Borgarskákmótið fór fram samkvæmt venju í
Ráðhúsi Reykjavíkur í gær og voru keppendur
ungir jafnt sem gamlir.
„Við vorum með 93 keppendur í ár og erum
mjög ánægðir með mætinguna. Þetta er með því
betra sem gerist og það tóku fjölmargir góðir
skákmenn þátt,“ segir Vigfús Vigfússon, formað-
ur Taflfélagsins Hellis. Þetta var í 27. sinn sem
mótið fór fram. pfe@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Vel mætt og margir góðir skákmenn