Morgunblaðið - 15.08.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.08.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012 Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst ALVÖRU MÓTTAKARAR MEÐ LINUX ÍSLENSK VALMYND Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Baldur Arnarson Björn Jóhann Björnsson Kanadísk góðgerðasamtök, On Guard for Humanity, hafa gert langtímasamning við íslenska vatnsfyrirtækið Brúarfoss Iceland ehf. um kaup á íslensku vatni sem ætlunin er að flytja út í gámum með þar til gerðum blöðrum. Vatn- ið er ætlað til nota í flótta- mannabúðum og víðar um heim þar sem vatnsskortur ríkir eða vatn er ódrykkjarhæft sökum mengunar. Að sögn Alberto de Sousa Costa, forstjóra og stjórnarformanns sam- takanna, verður vatnið flutt í sér- hönnuðum gámum sem uppfylla allar alþjóðlegar kröfur. Þegar ákveðinni eftirspurn hefur verið náð er fyrirhugað að notast við sér- stök tankskip við vatnsflutninginn. Áform eru um að fylla á gáma og tankskip á fimm stöðum á land- inu, þar á meðal á Ísafirði. Að- standendur verkefnisins segjast munu greina nánar frá því á næstu vikum. Vatnsskortur víða vandamál „Verkefnið er alþjóðlegt og verð- ur unnið í nánu samstarfi við hjálp- arsamtök og frjáls félagasamtök sem aðstoða fórnarlömb stríðs- átaka, náttúruhamfara og annarra hamfara víða um heim þar sem ekki er aðgangur að hreinu vatni,“ segir Alberto. Hann bendir á að samkvæmt gögnum WHO, Alþjóða heilbrigð- isstofnunarinnar, glímir 1,1 millj- arður jarðarbúa við skort á hreinu vatni og 1,8 milljarðar deyja árlega úr sjúkdómum eins og kóleru og vegna ekólíbaktería. Hann nefnir einnig að af 4.900 manns sem deyja daglega vegna vatnsmengunar séu 90% þeirra börn undir fimm ára aldri, flest í þróunarlöndunum. „Fólk getur ekki lifað án vatns en of margir deyja vegna vatns- mengunar og -skorts. Okkar verk- efni er að koma hreinu vatni til fólks sem þarf lífsnauðsynlega á því að halda,“ segir Alberto. Hann segir kaupin á íslenska vatninu vera fjármögnuð með framlögum og styrkjum frá ein- staklingum í Kanada, einkaaðilum og opinberum stofnunum. Þá munu samtökin fá fjármagn vegna við- skipta með kolefniskvóta í þeim löndum sem vatnið verður flutt til. Aukin lífsgæði Alberto segir þetta gefa mögu- leika á öflugri fjármögnun verkefna af þessu tagi, þannig að hægt sé að byggja upp innviði og skapa ný störf hér á landi og erlendis. „Markmið okkar er meðal ann- ars að minnka útblástur gróð- urhúsalofttegunda í þróunarríkjum og draga úr notkun á eldsneyti með nýjustu tækni og þekkingu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Ís- land er mjög framarlega í flokki í nýtingu jarðhita og hvernig úr- gangi er breytt í orkugjafa. Verk- efnið gefur einnig möguleika á að skapa störf og auka menntun í móttökulöndum vatnsins. Draga mun úr fátækt og lífsgæði aukast í þessum vanþróuðu ríkjum,“ segir Alberto ennfremur. Hann segir verkefnið og hug- myndafræði þess hafa fengið góðar móttökur bæði erlendis og hér á landi. Fjölmörg fyrirtæki á Íslandi, í Kanada og Evrópu hafi sýnt mikinn áhuga. Kaupa íslenskt vatn til þróunarríkja  Kanadísk góðgerðasamtök kaupa vatn af Brúarfossi Iceland  Flutt út í vatnsblöðrum í gámaskip- um til flóttamannabúða og víðar um heim  Fyllt á gámana á fimm stöðum á landinu, m.a. á Ísafirði Morgunblaðið/Styrmir Kári Vatnskaup Alberto de Sousa Costa stýrir kanadísku góðgerðasamtökunum On Guard for Humanity. Hann var staddur hér á landi á dögunum út af gerð langtímasamnings við vatnsfyrirtækið Brúarfoss Iceland ehf. Kanadísku samtökin On Guard for Humanity eru góðgerða- samtök, eins og kemur fram hér til hliðar. Þau byggjast alfarið á vinnu- framlagi sjálf- boðaliða af öll- um stigum þjóðlífsins. Al- berto segir þetta fólk leggja fram sinn tíma, þekkingu og hæfileika til að láta gott af sér leiða um allan heim. „Við vonumst til að fá sjálf- boðaliða á Íslandi til liðs við okkur, sem einnig vilja starfa í þeim löndum sem vatnið fer til og eftir því sem verkefnið þróast áfram,“ segir hann. Starf sjálf- boðaliða GÓÐGERÐASAMTÖK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.