Morgunblaðið - 15.08.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum
Arges PROFESSIONAL
Einfasa rafstöð HD3800
Bensín m/rafstarti 3,2KW
69.900,-
Ryk/blautsuga
15 lítrar HKV 1000w
21.900,-
Slípirokkur
HDA 436 1050w
7.990,-
Rafhlöðuborvél, HDA2544
17.900,-
Rafmagnsborvél,
HDA 310
12 .990,-
skattaívilnunum. Færeyingar fóru
sömu leið. Þar er lagður á flatur 35%
tekjuskattur og 28% hans endur-
greiddur til skipafélaganna. Fær-
eyingar halda þá eftir 7% skattsins
og einhverjum tekjum af skipunum.
Útborgað í íslenskum krónum
Þetta ívilnunarkerfi nýta íslensku
skipafélögin sér. Þau eru með dóttur-
félög í Færeyjum, Fossar og Sam-
skip, sem eru hinir formlegu vinnu-
veitendur áhafnanna. Eingöngu
Íslendingar eru í áhöfnum Dettifoss,
Goðafoss, Brúarfoss og Selfoss, skip-
anna sem Eimskip er með í föstum
áætlanasiglingum til Evrópu og nær
eingöngu Íslendingar í áhöfnum
Helgafells og Arnarfells sem sigla
fast til Íslands fyrir Samskip. Þótt
færeysku dótturfélögin séu með
mennina í vinnu fá þeir laun sín í ís-
lenskum krónum og greidd inn á
reikninga hér á landi enda flestir bú-
settir hér. Þeir starfa einnig eftir
kjarasamningum íslensku stéttar-
félaganna.
Skipafélögin eru með fjölda ann-
arra skipa í tímabundnum verk-
efnum, oftast með erlendum áhöfn-
um að stærstum hluta. Svo er einnig
með erlend skip sem flytja hráefni til
stóriðjufyrirtækjanna og hluta af af-
urðum íslenskra fyrirtækja á mark-
aði. Launakjör áhafna eru í mörgum
tilvikum aðeins brot af þeim launum
sem samið er um í vestrænum sigl-
ingaríkjum.
Kerfið virkar ekki
Áratuga umræða um stofnun ís-
lenskrar alþjóðlegrar skipaskrár
lauk 2007 með samþykkt laga þar um
og annarra laga um skattaívilnanir til
kaupskipaútgerða. Íslenska al-
þjóðlega skipaskráin er dauður laga-
bókstafur sem rykfellur í hillum
stofnana því ekkert skip hefur verið
skráð á hana. Því veldur líklega
breyting sem gerð var á frumvarpinu
í meðförum Alþingis að kröfu ASÍ
sem miðar að því að allir sjómenn, ís-
lenskir jafnt sem erlendir, taki laun
samkvæmt íslenskum kjara-
samningum. Það er frábrugðið
reglum annarra sambærilegra
skipaskráa. Þá reyndust
skattaívilnanirnar sem
samþykktar voru stangast
á við reglur EES-
samningsins og þurfti að
afnema þær.
Íslenska alþjóðlega skipa-
skráin hefur því aldrei verið
samkeppnisfær við þá fær-
eysku.
Fá skatta endurgreidda
Íslenskir sjómenn á áætlunarskipum íslensku skipafélaganna eru færeyskir laun-
þegar og greiða skatta sína þar Íslensk alþjóðleg skipaskrá dauður lagabókstafur
Morgunblaðið/Ómar
Goðafoss Kaupskipin eru í stöðugum ferðum á milli Íslands og Evrópu. Fjórir fossar eru á vegum Eimskips og tvö fell á vegum Samskipa.
Búið er að veiða yfir 100 þúsund
tonn af makríl á vertíðinni, en
heildarkvóti íslenskra skipa í ár er
145 þúsund tonn. Um helmingi
aflans hefur verið landað í Vest-
mannaeyjum og Neskaupstað.
Skip sem njóta aflareynslu hafa
veitt um 72 þúsund tonn af 105
þúsund tonna kvóta. Vinnsluskip
eru búin að landa 19 þúsund tonn-
um af 31 þúsund tonna kvóta og
skip sem ísa um borð hafa landað
ríflega 7 þúsund tonnum af 8.600
tonna kvóta, samkvæmt bráða-
birgðaupplýsingum á vef Fiski-
stofu.
Tólf minni bátar hafa veitt mak-
ríl á línu og handfæri í sumar og er
afli þeirra kominn yfir 400 tonn.
Sæhamar hefur komið með mestan
afla að landi af krókabátunum. Á
heimasíðu Landssambands smá-
bátaeigenda segir að nokkuð sé í
land að krókabátar flykkist á mak-
rílveiðar þar sem veiðarnar séu
enn á tilraunastigi og stofnkostn-
aður mikill. Afli á yfirstandandi
vertíð sýni að þróunin sé í rétta átt.
Makrílaflinn kominn
yfir 100 þús. tonn
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þýsk kona var í gær dæmd í
tveggja og hálfs árs fangelsi í Hér-
aðsdómi Reykjaness fyrir stórfellt
fíkniefnalagabrot er hún stóð að
innflutningi á rúmum 400 grömm-
um af MDMA, e-töfludufti. Efnið
flutti konan innvortis í líkama sín-
um er hún kom með flugi frá Berlín
til Íslands.
Í dómnum segir að konan, Mar-
eme Laye Diop, hafi ætlað efnið til
söludreifingar hér á landi í ágóða-
skyni, en hægt er að framleiða tæp-
lega 5.500 e-töflur úr duftinu. Auk
fangelsisdómsins er þess krafist að
Diop greiði allan sakarkostnað.
Ennfremur segir í dómnum að
Diop hafi skýlaust játað brot sitt og
að hún hafi lagt lögreglu lið. Ekki
þykir tilefni til að skilorðsbinda
refsinguna að hluta, en til frádrátt-
ar kemur gæsluvarðhald sem hún
hefur sætt síðan í maí.
2½ árs fangelsi
fyrir fíkniefnasmygl
Til þess að íslensku sjómenn-
irnir geti talist njóta íslenskra
kjarasamninga til fulls, þótt
þeir séu í raun færeyskir laun-
þegar, greiða skipafélögin þeim
persónuafsláttinn sem veittur
er í íslenska skattkerfinu. Þá
greiða þeir í lífeyrissjóð.
Vegna tvísköttunarsamnings
eru tekjur mannanna ekki skatt-
lagðar aftur hér á landi en það
kann þó að fara eftir tekjum
hver snertiflöturinn er við
skattkerfið. Mennirnir eiga ekki
rétt á vaxtabótum og vinna sér
ekki inn réttindi til at-
vinnuleysisbóta eða
fæðingarorlofs. Þeir
eru einnig utan kerfis
í Færeyjum vegna þess
að þeir eru ekki búsettir
þar. Menn sem búsettir
eru á Íslandi njóta þó
heilbrigðisþjónustu og
ýmissa réttinda út á
það.
Fá ekki bætur
ÓVISSA UM RÉTTINDIFRÉTTASKÝRING
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekkert raunverulegt kaupskip siglir
undir þjóðfána Íslands. Skipin sem
annast fastar áætlanasiglingar með
vörur til Evrópu eru skráð erlendis.
Íslenskir sjómenn eru í öllum stöðum
um borð í skipunum en þeir eru í
vinnu hjá færeyskum dótturfélögum
og skipafélögin fá meirihluta skatta
þeirra endurgreidda til sín.
Sem eyþjóð eru Íslendingar mjög
háðir skipaflutningum til og frá land-
inu. Hér var stór kaupskipafloti og
sigldu skipin undir íslenskum fána.
Það er löngu breytt. Eimskip skráir
gámaflutningaskip sín í Antígva og
Barbúda sem er eyríki í Austur-
Karíbahafi og Samskip skrá skip sín
á Alþjóðlegri færeyskri skipaskrá.
Þróunin hér varð sú sama og í ná-
grannalöndunum þar sem flutn-
ingaskipunum var smám saman
flaggað út svo þau voru komin með
torkennilega fána og mönnuð erlend-
um áhöfnum að stórum hluta. Á
Norðurlöndunum voru stofnaðar al-
þjóðlegar skipaskrár til að snúa þró-
uninni við. Skipafélögin voru lokkuð
til að skrá skip sín til baka með
Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrek-
inn liggur nú við Akurey í Kollafirði en skipið hefur að
undanförnu verið við Íslandsstrendur við rannsóknir.
Meðal þess sem hefur verið rannsakað er samanburður
á loftslagsbreytingum í Kína og í Norður-Atlantshafi.
Rannsóknirnar hafa m.a. verið unnar í samvinnu við
íslenska vísindamenn við Háskóla Íslands og tveir ís-
lenskir vísindamenn, þau Egill Þór Níelsson, gisti-
fræðimaður við Heimskautastofnun Kína, og Ingibjörg
Jónsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, hafa verið og
verða um borð í skipinu. Leiðangurinn er afar um-
fangsmikill og sem dæmi um það var athugunardufl
sem vegur fimmtán og hálft tonn sett á flot í Noregssjó
til rannsókna á hafi og veðri fyrr í mánuðinum.
Snædrekinn er fyrsta kínverska skipið sem farið hef-
ur í gegnum norðausturleiðina um Norður-Íshaf og
heimsóknin í boði íslenskra stjórnvalda markar jafn-
framt fyrstu opinberu komu Snædrekans til norður-
slóðaríkis. Þetta er þó fimmti leiðangur skipsins á
norðurslóðir og verður það hér dagana 16.-20. ágúst.
Snædrekinn við Íslandsstrendur
Morgunblaðið/Eggert