Morgunblaðið - 15.08.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.08.2012, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012 Skoðaðu úrvalið www.jens.is Kringlunni og Síðumúla 35 Brúðkaup 2012 Persónuleg þjónusta og mikið úrval Íslensk hönnun og handverk Salattöng 13.900.- Eilífðarrósin, skúlptúr til í tveimur stærðum lítil rós 41.500.- stór rós 44.800.- Úrval morgungjafa Handsmíðaðir hringar úr 14 karata gulli með hvítagullshúðaðri rönd 149.900.- parið Settu upp óskalista hjá okkur og fáðu 15% af andvirði þess sem verslað er fyrir í brúðkaupsgjöf frá Jens! Borðbúnaður og skúlptúrar úr eðalstáli, skreytt íslenskum steinum Ostahnífur 7.900.- Smjörhnífur 7.900.- AF TÓNLIST Gunnar Valgeirsson skrifar frá Los Angeles Sigur Rós lék síðustu tónleikasína í Bandaríkjunum á fyrstahluta heimsreisu sinnar hér í kirkjugarðinum Hollywood Forever á sunnudagskvöld. Hljómsveitin lék níu af tíu tónleikum sínum hér vestra utandyra – þar á meðal á Lol- lapalooza tónleikahátíðinni í Chi- cago. Ef marka má umræður tón- leikagesta á vefsíðum var einstakt andrúmsloft á öllum þeirra. Svo var einnig hér í Hollywood.    Hollywood Forever kirkju-garðurinn er ótrúlegur staður fyrir tónleika og aðra listaviðburði. Hann var stofnsettur 1899 á miklu uppbyggingartímabili í kvikmynda- borginni og var Paramount kvik- myndaverið síðan byggt við suð- urjaðar garðsins. Margar af frægustu kvikmyndastjörnum sög- unnar eru jarðaðar í garðinum, þar á meðal leikstjórinn Cecil B. DeMille, og stjörnurnar Jane Mansfield, Ru- dolph Valentino og Douglas Fair- banks. Að auki var rokkarinn Johnny Ramone jarðsettur í garð- inum. Það er ávallt gaman að ganga um garðinn fyrir listaviðburði, enda andrúmsloftið sérstakt um sólsetur. Hljómleikarnir fóru fram á Fairbanks grasflötinni í garðinum, en þar hafa kvikmyndasýningar Cinespia samtakanna utandyra farið fram undanfarin ellefu ár. Undirrit- aður hefur sótt nokkrar slíkar sýn- ingar í gegnum árin og ávallt er skemmtilegt að sjá byggingar Pa- ramount og pálmatrén í bakgrunni.    Tónleikagestir mættu að venjusnemma, enda mætir fólk í garðinn með teppi, mat og drykk sér til næringar undir berum himni í sumarhitanum. Löng röð var á Santa Monica Boulevard þegar und- irritaður mætti á staðinn og óvenju- margir að leita að miðum á tón- leikana í kringum kirkjugarðinn, enda seldust þeir upp á fáeinum mínútum. Að sögn blaðafólks á staðnum voru miðar á tónleikana Með rétta andann í kirkjugarðinum Ljósmynd/Gunnar Valgeirsson Kirkjugarðstónlist Sigur Rós á tónleikum í Hollywood Forever kirkjugarðinum sunnudaginn síðastliðinn. dýrir á endursölumarkaðnum. Julia Holter, hljómlistakona hér frá Los Angeles, hóf tónleikana um hálf átta, en tónlist og söngur henn- ar var hvorki fyrir minn smekk né flestra tónleikagesta, sem höfðu meiri áhuga á mat- og drykkjar- föngum sínum. Um hálfníu voru reykvélar Sig- ur Rósar settar í gang og tilhlökk- unin í garðinum varð rafmögnuð. Hljómsveitin hóf tónleikana með ró- legri og hæglátari lögum sínum sem voru viðeigandi fyrir andrúmsloftið á staðnum. Á þessari tónleikaferð mæta ell- efu manns á sviðið. Í forgrunni eru þeir Jón Birgisson, Orri Dýrason og Georg Holm, en í bakgrunni eru átta aðstoðarhljóðfæraleikarar – þar af sex manna strengja- og blásturssveit. Þessi uppstilling fyllir tón sveit- arinnar meira en á fyrri tónleika- ferðum (þetta voru fimmtu tónleikar sveitarinnar sem undirritaður hef séð hér vestra), en það kom stundum á kostnað þess að heyra skýrt í leik Jóns, Orra og Georgs.    Um miðbik tónleikanna varmeiri kraftur settur í tónlistina og þekktari lög sveitarinnar s.s. „Svefn-g-englar“, „Olsen Olsen“ og „Festival“ féllu heldur betur í far- veginn hjá tónleikagestum. Sigur Rós lauk síðan þessum tveggja tíma tónleikum með þremur aukalögum, þar síðast „Popplagið“, sem aldrei bregst að lyfta andanum. Hreint frábær endir. Tónleikar hljómsveitarinnareru ekki venjulegir rokk- tónleikar. Hér er listafólk á ferð sem gefur sér tíma að byggja upp sér- stakt andrúmsloft í hverju lagi og hlustandinn óhjákvæmilega gleymir sér í stað og stund – sérstaklega þá útlendingar sem ekki skilja texta Jóns. Staðurinn sjálfur á sunnudag hjálpaði til, enda mátti heyra fólk þagga niður í öðrum gestum sem ekki gátu setið á sér að tala á sér- staklega hljóðlátum köflum sumra laganna. Svo virtist einnig hafa verið á öðrum tónleikum sveitarinnar á undanförnum tveimur vikum ef marka má umsagnir hljómleikagesta á vefnum.    Sem betur fer eru meðlimirsveitarinnar lítið gefnir fyrir að ávarpa hljómleikagesti sem hefur angrað suma poppskríbenta banda- rískra blaða í gegnum tíðina. Jón tók sig hinsvegar til þegar hann virtist sérstaklega ánægður með gang mála um miðja tónleikana: „Við höfum aldrei leikið í kirkjugarði áður. Þetta er sérstaklega tilkomumikið.“ Hið sama má segja um tónleika Sigur Rósar. Sigur Rós heldur tónleika á Ice- land Airwaves í Nýju Laugardals- höllinni 4. nóvember næstkomandi. » Við höfum aldreileikið í kirkjugarði áður. Þetta er sér- staklega tilkomumikið. Fjölmenni Það var margt um manninn á tónleikum Sigur Rósar. Í gær Ekki múkk Vaka Ný batterí Sæglópur Svefn-g-englar Viðrar vel til loftárása Olsen Olsen Hoppipolla Með blóðnasir Festival Varúð Hafsól Aukalög: Dauðalogn Glósóli Popplagið Lagalistinn Kvintettinn The Heavy Experience gefur út hljómplötuna SLOW- SCOPE á morgun, 16. ágúst og er hún jafnframt fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar. Áður hefur The Heavy Experience sent frá sér sam- nefnda stuttskífu sem kom út sem 10 tommu vínylplata árið 2010 á vegum Kimi Records. Í tilkynningu er tónlist hljóm- sveitarinnar lýst sem illlýsanlegri blöndu drunutónlistar og djass, hún sé „einföld en ákveðin, þunglama- leg en skýr“. SLOWSCOPE verður gefin út á 12 tommu hljómplötu sem verður skorin í 180 gramma jómfrúar- vínylblöndu, eins og því er lýst í til- kynningu. Þá mun geisladiskur fylgja vínylplötunni. Kimi Records og útgáfufélag hljómsveitarinnar, Úsland, gefa plötuna út og mun hún geyma sex frumsamin lög. The Heavy Experience var stofn- uð árið 2010. Hljómsveitina skipa Albert Finnbogason, Þórður Her- mannsson, Brynjar Helgason, Tumi Árnason og Oddur Júlíusson. Blanda The Heavy Experience. Fyrsta breiðskífa The Heavy Experi- ence gefin út Kvikmyndaleikstjórinn Darren Aronofsky er iðinn við tístið á Twit- ter-síðu sinni en hann hefur nú lok- ið þremur vikum af tökum á næstu kvikmynd sinni, Noah, hér á landi. Aronofsky hefur greinilega hrifist af íslenskri náttúru, ef marka má Twitter-færslurnar og í þeirri síð- ustu birtir hann mynd af regnboga og þakkar Íslandi fyrir hann. Nói Leikstjórinn Darren Aronofsky. Þremur vikum lok- ið af tökum á Noah

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.