Morgunblaðið - 15.08.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.08.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ljósmyndabækurnar Ice-landic Turf Houses ogIcelandic National Cost-umes, innihalda myndir frá fyrri hluta síðustu aldar. Þær eru í haganlegu litlu broti með formála og skýringum á ensku. Hildur Hermóðsdóttir, eigandi Bókaútgáfunnar Sölku, tók bæk- urnar saman og skrifaði formála. Áhugi á þjóðararfinum „Hugmyndin að bókunum kviknaði skyndilega á vordögum þegar ég fór að hugsa hvað það væri skrýtið að engin bók væri til um íslenska torfbæi. Enda vekja þeir alltaf athygli og íslenski bún- ingurinn sömuleiðis. Ég hef mikinn áhuga á íslenskum þjóðararfi og datt því í hug að skoða hvað væri til og tína saman ljósmyndir í tvær bækur. Ég leitaði til Þjóðminjasafns- ins, Safnahússins á Húsavík og Ak- ureyri. Eitthvað tíndi ég líka til úr fjölskyldualbúmum hjá mér. Flest- ar myndanna hafa ekki birst áður, þær eru reyndar svolítið misjafnar að gæðum en margar býsna góð- ar,“ segir Hildur. Heppni að húsin standi enn Bókin með torfbæjum Íslend- inga gefur merkilega innsýn í byggingarsögu þjóðarinnar en flest húsin í bókinni eru nú horfin. Ís- lendingar bjuggu í torfbæjum allt frá landnámi en upp úr 1900 fór annar húsakostur að ryðja sér til rúms. Nú eru einungis uppistand- andi örfáir torfbæir sem varðveittir eru af Þjóðminjasafni Íslands, flest- ir þeirra eru burstarbæir, en það var byggingarlag sem fór að þróast skömmu fyrir aldamótin 1900. „Það er í raun bara heppni að nokkur þessara húsa standi enn þá enda var verið að ryðja þeim niður fram undir 1960. Húsin á mynd- unum eru misreisuleg og sést að sum þeirra voru komin nærri að falli þegar myndirnar voru teknar. Þá er skemmtilegt að sjá á mynd- um frá Reykjavík hvernig nýi bær- inn yfirtekur borgina og aðeins einn og einn torfbær stendur eftir. Maður getur ímyndað sér hvað það hefur verið skrýtið þegar uppbygg- Á peysufötunum í lautarferð Torfbæir og sparibúningar íslenskra kvenna eru í aðalhlutverki í ljósmyndabók- unum Icelandic Turf Houses og Icelandic National Costumes. Hildur Hermóðs- dóttir tók myndirnar saman og skrifaði inngang en flestar hafa ekki birst almenn- ingi áður. Myndirnar færa lesanda aftur í tímann og eru mikilvægur minnisvarði þess hvernig lífið var í íslenska bændasamfélaginu á 19. og 20. öld. Morgunblaðið/Ernir Bókagerð Hildur er mikil áhugakona um íslenska þjóðararfinn. ljósmynd/Ljósmyndari óþekktur Glæsilegar Mynd af fallega greiddum konum tekin í kringum 1910. Nú þegar haustið færist nær fara margir foreldrar að huga að því að kaupa klæði á afkvæmin og birgja sig upp fyrir veturinn. Þá er um að gera að nýta sér útsölurnar og spara heimilisútgjöldin. Vert er að vekja at- hygli á því að í íslenskum netversl- unum eru líka útsölur og ein af mörg- um slíkum er skoffin.is, sem stofnuð var fyrir tveimur árum. Skoffin.is er vefverslun með barnaföt og fylgi- hluti. Hjá skoffin.is fást barnaföt frá sænska merkinu Maxomorra, merki sem kallast Fozia og kemur frá Lond- on, finnska merkinu Nosh Organics sem og breska merkinu Pili Pala. Öll eru fötin frá þessum merkjum úr lífrænni bómull. Nýjasta nýtt hjá skoffin.is eru svo sundbleyjur frá sænska merkinu Zunblock. Einnig fást hjá skoffin.is fair trade fylgihlutir fyrir börn frá Global aff- airs, svo sem bakpokar, smekkir, hár- spennur, hárteygjur, náttljós og fleira. Fötin sem þarna fást eru fyrir krakka á aldrinum frá þriggja mán- aða til tólf ára og má þar nefna hlýra- boli, venjulega boli, samfellur, galla, húfur, buxur, sundföt og teppi. Að lokum má geta þess að Skoff- in.is býður upp á heimakynningar fyrir hópa. Vefsíðan www.skoffin.is Litríkt Þau eru mjúk og litaglöð fötin sem fást hjá vefversluninni Skoffin.is Skoffínföt fyrir börnin smá Tónleikastaðurinn Café Rósenberg hefur staðið vel undir nafni og sann- að sig sem einn af þessum litlu og notalegu tónleikastöðum þar sem ná- lægðin við tónlistarfólkið er mikil. Sumir kalla staðinn meira að segja höfuðvígi íslensku indí-senunnar á Ís- landi. Í kvöld verða tónleikar á Café Rósenberg þar sem efnisskráin sam- anstendur af frumsömdum lögum við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi. Í tilkynningu segir að Davíð hafi löngum verið talinn eitt helsta þjóðskáld Íslendinga og að ljóð eins og „Litla Gunna og litli Jón“ og „Kvæðið um fuglana“, sem hefst á orðunum „Snert hörpu mína himin- borna dís“, séu öllum Íslendingum að góðu kunn og hafi haldið okkur fé- lagsskap í rúm hundrað ár. Hljómsveitina sem spilar í kvöld skipa eftirtaldir tónlistarmenn: Con- rad McGreal, lagasmíðar, söngur og hljómborð, Frank Aarnik, trommur og slagverk og Ingólfur Magnússon, kontrabassi. Tónleikarnir hefjast í kvöld klukkan 21 og aðgangseyrir er aðeins 1000 kr. Allir velkomnir. Endilega... ...komið við á Rosenberg Skáldið góða Davíð Stefánsson. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.