Morgunblaðið - 15.08.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.08.2012, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012 Heimsendir er í nánd.Loftsteinn er í þannmund að skella á jörðinaog ekkert sem almenn- ingur né stjórnvöld geta gert. Í stað þess að eyða síðustu dögum sínum í eiturlyfjasukk eða kynlífsorgíur, eins og svo margir, þá leggja ná- grannarnir Dodge (Steve Carell) og Penny (Keira Knightley) af stað í leiðangur til að finna ástvini sína. Þau verða síðan að sjálfsögðu ást- fangin á leiðinni. Spurningin sem þau standa frammi fyrir er því sú hvort það taki því yfirhöfuð að verða ástfangin þar sem þau eiga aðeins þrjár vikur eftir ólifaðar. Hugmyndin um tilgangslausa ást, og tilgangsleysi yfirhöfuð, er áhuga- verð en það er hinsvegar fremur ódýr aðferð að nýta sér heimsendi til þess að búa til slíkar aðstæður. Gæði handritsins hefðu orðið meiri ef tekist hefði að skapa sömu flækj- ur og tilfinningar án þess að skella heimsendi inn í ástarsöguna. Atburðarásin er mjög línuleg og fátt sem truflar skynbragð áhorf- andans. Myndin er ágætlega tekin upp og ramminn skemmtilega hreyfður á köflum. Tónlist er mikið nýtt í myndinni og kemur hún mis- vel út. Undirrituðum þótti þó ein- staklega gaman að sjá að Penny átti Pixies plötu á vínil sem hún, af óskiljanlegum ástæðum, ákvað að skilja eftir og taka í stað hennar Wilco plötu með sér inn í heimsend- inn. Einu rökin sem færa má fyrir slíku glapræði er að Penny hafi grunað að plöturnar á heimili henn- ar yrðu betur verndaðar gegn brennandi eldhafi loftsteinsins en þær sem hún tók með sér í leiðangurinn. Steve Carell hefur ekki leikið al- mennilegt hlutverk síðan hann fór með hlutverk Franks í Little Miss Sunshine. Þar sannaði hann að hann getur vel leyst af hólmi öllu al- varlegri hlutverk en þau sem hann fæst vanalega við. Hann leysir hlut- verk Dodge vel og jarðbundin, ein- læg og þunglynd persóna hans kemst vel til skila. Keira Knightley er að sama skapi ágæt. Þó svo frammistaða hennar sé ekki á sama stalli og Carells þá tekst henni ágætlega til við að vera farþegi í framvindu sem er drifin áfram af þeim fyrrnefnda. Myndin verður fremur hjartnæm á köflum án þess þó að missa sig í einhverri væmni, kímni Carells nýt- ist þar vel. Kvikmyndin nær þó því miður ekki að verða annað en ágæt- is tilraun til viskubrunns. Heimsendaást Dodge og Penny þurfa að ganga í gegnum súrt og sætt er þau verða ástfangin rétt áður en loftsteinn skellur á jörðina. Ástin flækir heimsendann Sambíóin Seeking a Friend for the End of the World bbbnn Leikstjórn og handrit: Lorene Scafaria. Aðalhlutverk: Steve Carell, Keira Knightley, William Petersen, Adam Brody og Martin Sheen.101 mín. Banda- ríkin 2012. DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON KVIKMYNDIR The Watch Gamanmynd sem segir af fjórum körlum sem búa í sama úthverfinu og ákveða að sinna þar nágranna- vörslu, einkum þó til að komast út úr húsi á kvöldin og skemmta sér. Framan af reynist nágrannavarslan þeim auðveld eða þar til þeir kom- ast að því að geimverur hafa komið sér fyrir í hverfinu og að þeir þurfa að bjarga mannkyninu frá útrým- ingu. Leikstjóri myndarinnar er Akiva Schaffer og í aðalhlut- verkum Ben Stiller, Billy Crudup, Jonah Hill og Vince Vaughn. Metacritic: 35/100 Bíófrumsýning Geimverur í úthverfi Geimverur Úr gamanmyndinni The Watch sem verður frumsýnd í dag. Kanadíska eins- manns- hljómsveitin Paper Beat Scis- sors, nánar til- tekið tónlistar- maðurinn Tim Crabtree, heldur tónleika á Fak- torý á morgun, 16. ágúst. Fyrsta plata Paper Beat Scissors kom út fyrr á árinu og vann hann plötuna m.a. með hljómsveitinni Arcade Fire. Auk Crabtree koma fram annað kvöld Snorri Helgason og Boogie Trouble. Tónleikar Paper Beat Scissors eru þeir fyrstu á tónleikaferðalagi hans um Evrópu. Crabtree mun taka stutta upphitun á Hemma og Valda í kvöld. Paper Beat Scissors á Faktorý Paper Beat Sciss- ors/Tim Crabtree Taustir lásasmiðir í yfir 24 ár Verslun, Laugavegi 168 • www.neyd.is • laugavegur@neyd.is s: 510 8888 • Opið alla virka daga 8:00-18:00 og hurðapumpur Læsingar Inni/úti Læsingar ▪ húnar ▪ skrár ▪ rósettur ▪ sílindrar • Hurðapumpur Komum á staðinn og stillum hurðapumpur gegn vægu gjaldi THE WATCH Sýnd kl. 8 - 10:20 PARANORMAN3D Sýnd kl. 4 - 6 - 8 BRAVE:HINHUGRAKKA 3D Sýnd kl. 4 - 6 KILLER JOE Sýnd kl. 10:20 INTOUCHABLES Sýnd kl. 3:50 - 6 - 8 - 10:20 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÍSL TEXTI Frá höfundum Toy Story 3, Leitin að Nemó og UPP Stórkostleg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna 49.000 MANNS! Bráðskemmtileg teiknimynd frá þeim sömu og færðu okkur CORALINE MATTHEW MCCONAUGHEY -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is 12 16 12 L L HHH HHHH VJV - SVARTHÖFÐI HHHHH-MIAMI HERALD HHHH- ROLLING STONES HHHH- GUARDIAN HHHH- TIME ENTERTAINMENT MEÐ ÍSLENSKU TALI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 3D SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS BREYTTU ÖRLÖGUM ÞÍNUM! THE WATCH KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 THE WATCH LÚXUS KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 PARANORMAN 3D KL. 3.30 - 5.45 L BRAVE:HINHUGRAKKA 2D KL. 3.30 - 5.45 L BRAVE:HINHUGRAKKA 3D KL. 5.45 L TOTAL RECALL KL. 8 - 10.35 12 ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL / 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L TED KL. 8 - 10.20 12 SPIDER-MAN 3D KL. 8 - 10.50 10 THE WATCH KL. 5.50 - 8 - 10 12 TOTAL RECALL KL. 8 12 KILLER JOE KL. 10.15 16 INTOUCHABLES KL. 5.50 12 THE WATCH KL. 8 - 10.20 12 PARANORMAN 3D KL. 5.40 L TO ROME WITH LOVE KL. 5.30 - 8 - 10.30 L TOTAL RECALL KL. 8 - 10.35 12 ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 5.40 L INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.