Morgunblaðið - 15.08.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012
Málþing
í tilefni af heimsókn Snædrekans
Háskóla Íslands, föstudaginn 17. ágúst kl. 8.30–13.00
Í tilefni af heimsókn kínverska rannsóknaísbrjótsins
Snædrekans til Íslands verður efnt til málþings
17. ágúst nk. kl. 8.30–13.00 í Hátíðasal Háskóla
Íslands. Íslenskir og kínverskir vísindamenn flytja erindi
um rannsóknir sem tengjast leiðangri Snædrekans og
málefnum norðurslóða. Lokaorð málþingsins á forseti
Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson.
Málþingið, sem fer fram á ensku, er öllum opið. Þátt-
takendur eru beðnir að skrá sig í síðasta lagi miðviku-
daginn 15. ágúst á slóðinni www.hi.is/snaedrekinn,
en þar er einnig að finna dagskrá þingsins og nánari
upplýsingar.
Þýska vikuritið Spiegel er „dag-blað“ á vefnum. Það hefur
löngum dregið tauminn frá vinstri
en þykir að öðru leyti vandað. Í
enskri útgáfu þess voru í gær fjórar
af megin fréttaskýringunum um
evruvandann.
Sú fyrsta fjallaðium að Frakkar,
sem væru mjög háð-
ir fortíð sinni, vildu
gjarnan heyra til
Norður-Evrópu
(m.ö.o. vera ábyrg-
ir), en hjarta þeirra lægi í Suður-
Evrópu og myndu þeir því varla
komast óskaddaðir út úr evruóveðr-
inu sem nú geisaði.
Önnur var um að aðild að ESBhefði ekki sama aðdráttarafl og
áður.
Sú þriðja var um að þýskt efna-hagslíf væri að missa þrótt.
Og sú fjórða fjallaði um að bank-ar, sjóðir og helstu fjárfestar
heimsins byggju sig nú opinskátt
undir að evran leystist upp.
Á sama tíma eru Íslendingar í að-lögun að ESB og aðalröksemd
þess er að þjóðin þurfi að falla undir
evruna. VG líst ekki lengur á blik-
una. En Árni Páll samfylking-
armaður er fastur í „ferlinu“ og seg-
ir:
Íslendingar þurfa að hugsa ferliðöðruvísi en hingað til. Við þurf-
um að hugsa um það hvaða leiðir eru
bestar fyrir okkur til að vera hluti af
hinu evrópska kerfi. Við þurfum
ekkert á því að halda að loka neinum
dyrum strax. Það er svolítið skrýtið
að þeir sem ekki hafa plan B keppist
við að skemma plan A.“
Árni, það var aldrei plan A.
Árni Páll Árnason
Plat A eða plat B?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 14.8., kl. 18.00
Reykjavík 18 skýjað
Bolungarvík 20 skýjað
Akureyri 19 skýjað
Kirkjubæjarkl. 13 skýjað
Vestmannaeyjar 12 léttskýjað
Nuuk 12 skýjað
Þórshöfn 11 skúrir
Ósló 20 heiðskírt
Kaupmannahöfn 18 heiðskírt
Stokkhólmur 21 heiðskírt
Helsinki 22 heiðskírt
Lúxemborg 23 heiðskírt
Brussel 23 léttskýjað
Dublin 20 léttskýjað
Glasgow 21 léttskýjað
London 23 léttskýjað
París 25 skýjað
Amsterdam 22 heiðskírt
Hamborg 22 léttskýjað
Berlín 22 heiðskírt
Vín 25 léttskýjað
Moskva 17 skýjað
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 32 heiðskírt
Barcelona 28 léttskýjað
Mallorca 28 léttskýjað
Róm 30 léttskýjað
Aþena 28 léttskýjað
Winnipeg 20 skýjað
Montreal 22 alskýjað
New York 25 léttskýjað
Chicago 23 léttskýjað
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
15. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:21 21:44
ÍSAFJÖRÐUR 5:12 22:03
SIGLUFJÖRÐUR 4:55 21:46
DJÚPIVOGUR 4:47 21:17
Íslendingar enduðu í 6. sæti í sínum
riðli á ólympíumótinu í brids í Lille
í Frakklandi í gær og komust ekki í
16 liða úrslit mótsins.
Sveinn Rúnar Eiríksson, fyrirliði
íslenska liðsins, segir að íslensku
spilararnir hafi spilað vel á mótinu
ef undan séu skildir tveir leikir, þar
á meðal sá síðasti gegn Mónakó.
Þeir séu því tiltölulega sáttir við
frammistöðuna þrátt fyrir að mark-
miðið hefði verið að komast í úr-
slitakeppnina.
Íslenska liðið byrjaði vel í gær og
vann Botsvana 25:3 í fyrsta leikn-
um. Síðan lagði liðið Norðmenn,
17:13 og var í 4.-5. sæti fyrir síðasta
leikinn ásamt Tyrkjum.
Síðasta viðureignin var við lið
Mónakó, sem er skipað norskum,
frönskum og ítölskum atvinnu-
mönnum. Íslendingarnir byrjuðu
illa í leiknum og smátt og smátt
seig á ógæfuhliðina. Leiknum lauk
síðan með stórsigri Mónakó, 25:1,
og Íslendingar féllu niður í 6. sæti.
Mónakó vann riðilinn með yfir-
burðum og fékk 319 stig. Ísrael
varð í 2. sæti með 290 stig, Noregur
í 3. sæti með 275 stig, Tyrkland í 4.
sæti með 271 stig og Kína í 5. sæti
með 257 stig. Íslendingar enduðu í
6. sæti með 256 stig.
Átta liða úrslitin hefjast í dag Ís-
lenska liðið hefur hins vegar lokið
keppni.
Íslendingar
komust
ekki í úrslit
Tap í síðasta leik
var örlagaríkt
Við græna borðið Keppendur á
ólympíumótinu í Lille.