Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 Karlmaður á fertugsaldri og kona á þrítugsaldri játuðu fyrir Héraðs- dómi Reykjaness aðild sína að inn- flutningi fíkniefna til landsins. Raun- ar er um að ræða nokkur skipti og játuðu þau og neituðu á víxl. Málið tengist karlmanni sem framseldur verður á næstu dögum til Íslands frá Hollandi, segir í frétt mbl.is. Ákæran er í fjórum liðum. Í fyrsta kafla er tveimur karlmönnum og tveimur konum gefið að sök stórfellt fíkninefnalagabrot með því að hafa staðið saman að innflutningi á tæp- um 350 grömmum af kókaíni til Ís- lands frá Spáni, en í gegnum Bret- land. Kókaínið var það sterkt að hægt hefði verið að framleiða 1,3 kg úr því. Við þingfestinguna í gær mættu aðeins karl og kona sem ákærð eru fyrir skipulagninguna. Burðardýrin sem komu með kókaínið til landsins 8. desember 2011 voru fjarverandi. Karlmaðurinn sem fæddur er 1977 og konan sem fædd er 1987 neituðu bæði að hafa skipulagt umræddan innflutning. Í öðrum kafla er báðum gefin að sök tilraun til fíkniefnalagabrots með því að hafa í félagi fjármagnað og skipulagt innflutning á 140 grömmum af kókaíni frá Danmörku. Efnin voru afhent tilteknum einstak- lingi í Kaupmannahöfn en sá hvarf frá verkinu. Ákærð fyrir stórfellt smygl  Sakborningar í stórfelldu fíkniefnamáli ýmist játa eða neita sök í yfirheyrslum fyrir Héraðsdómi Reykjaness GLUGGAR OG GLERLAUSNIR idex.is - sími: 412 1700 - merkt framleiðsla • tré- eða ál/trégluggar og hurðir • hámarks gæði og ending • límtré úr kjarnaviði af norður skandinavískri furu • betri ending — minna viðhald • lægri kostnaður þegar fram líða stundir • Idex álgluggar eru íslensk framleiðsla • hágæða álprófílakerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga Byggðu til framtíðar með gluggum frá Idex Ný sending Fallegir bolir og peysur fyrir konur á öllum aldri Margir litir og gerðir Stærðir S-XXXL Einnig eigum við alltaf vinsælu velúrgallana Stærðir S-XXXL Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Nýtt - Nýtt Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Ríta tískuverslun Mussur og bolir www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu Gómsætar, einfaldar og fljótlegar m ú f f u r í h v e r t m á l morgunmúffur • hádegismúffur • kvöldverðarmúffur Trúnaðarmannahópur fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem að und- anförnu hefur skoðað ýmis ágreiningsefni í frumvarpi um stjórn fiskveiða hefur ekki kallað aðila frá LÍÚ að borðinu við vinnu sína í sumar. „Það hefur ekki verið haft sam- band við mig eða nokkurn annan í stjórninni við vinnu þessa hóps nú í sumar,“ segir Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ. Trúnaðarmannahóp- urinn mun skila af sér niðurstöðum í dag eða strax eftir helgi en góð sam- staða er sögð hafa náðst innan hóps- ins um ýmis atriði. Adolf virðist ekki bjartsýnn á að vinna hópsins verði grundvöllur að frumvarpi sem LÍÚ geti sætt sig við. „Miðað við vinnu- brögðin, að ekki skuli vera haft sam- band við okkur, þá get ég ekki ímyndað mér að eitthvað ásætt- anlegt komi út úr þessari vinnu,“ segir Adolf. „Við höfum ekki kallað til okkar neina umsagnaraðila vegna þess að við höfum umsagnir hagsmunaaðila, m.a. síðan þeir komu sem gestir fyr- ir atvinnuveganefnd á sínum tíma. Allar umsagnir eru til grundvallar í okkar vinnu,“ segir Kristján Möller, formaður atvinnuveganefndar sem á sæti í umræddum trúnaðarmanna- hópi. heimirs@mbl.is Hópurinn ekki verið í sambandi við LÍÚ Adolf Guðmundsson  Formaður svartsýnn á útkomu - nýr auglýsingamiðill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.