Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kvikmynd byggð á Ávaxtakörfunni, leikriti Kristlaugar Maríu Sigurð- ardóttur, Kikku, verður frumsýnd í dag, 31. ágúst. Ávaxtakarfan fjallar í grunninn um einelti og fordóma og leiðir til að sporna gegn þeim mein- semdum. Segir í henni af ávöxtum sem búa í ávaxta- körfu og því sem á daga þeirra drífur. Líkt og í leikriti Kikku er boðskapur mynd- arinnar sá að hægt sé að láta af óæskilegri og mannskemmandi hegðun. Tónlist- ina samdi Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson en um leikstjórn sá Sævar Guðmundsson. Handrit kvikmynd- arinnar skrifaði Kikka sem og að sjónvarpsþáttum sem teknir voru upp samhliða henni. Tvö handrit og flókið ferli „Ég veit ekki hversu mikið við getum kallað þetta bíómynd, bíó- skemmtun hefur hún (Kikka) viljað kalla þetta sem er ágætisorð,“ segir leikstjórinn Sævar. Tólf þættir verði sýndir á Stöð 2, líklegast næsta vor. Sævar segir efnið hafa verið svo gott að teknar hafi verið upp aukasenur til að hægt væri að búa til sjötíu mínútna mynd, senur sem verði ekki í þáttunum. Því hafi verið unnið eftir tveimur handritum, annars vegar að þáttunum og hins vegar að mynd- inni. „Þannig að það er notað örlítið úr þáttunum plús fullt af nýjum sen- um,“ segir Sævar. Hann segir það vissulega hafa flækt hlutina að vinna eftir tveimur handritum. „Sjónvarpsþáttahandrit- ið var gert fyrst og síðan bíómynd- arhandritið og bíómyndarhandritið þurfti í raun að ganga upp með fjár- hagsáætlun í huga, að hægt væri að nota einhverjar senur sem voru í þáttunum og hugsa svolítið um allar hliðar. Þegar kom að tökum vorum við að gera tólf þætti í einu, þetta var ekki skotið þannig að við klár- uðum einn þátt og snerum okkur svo að þeim næsta heldur voru þeir allir gerðir í einu og myndin líka, til að ná sem mestri hagkvæmni. Þá þurfti maður í raun að treysta voða mikið á handritið,“ segir Sævar. Það hafi verið hagkvæmt og flýtt fyrir ferlinu að taka alla myndina og þættina upp í myndveri en myndverið sem notast var við er það sama og Latabæjar- þættirnir hafa verið teknir í. Sævar er ekki ókunnugur því myndveri því hann hefur leikstýrt nokkrum Lata- bæjarþáttum. Líkt og hokinn af reynslu Ávextina leika þau Matthías Matthíasson, Ólöf Jara Skagfjörð, Birgitta Haukdal, Helga Braga Jónsdóttir, Magnús Jónsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Atli Óskar Fjalarsson, Bára Lind Þórarins- dóttir og Fannar Guðni Guðmunds- son en þau tvö síðastnefndu eru nemendur við Álftanesskóla. – Höfðu allir reynt fyrir sér í leik- listinni áður en að tökum kom? „Nei, Matti er t.d. ekki með mikla reynslu en kemur inn í þetta eins og hann sé hokinn af reynslu. Og Ólöf Jara er í raun ekki með mikla reynslu heldur en flestir aðrir höfðu einhverja,“ svarar Sævar. Ólöf hafi staðið sig virkilega vel, líkt og allur leikarahópurinn. „Tökuferlið gekk mjög vel þótt við værum að skjóta tólf þætti og eina mynd á 24 dög- um,“ segir Sævar. Keyrslan hafi verið mikil en ekki komið niður á gæðum efnisins. „Við lögðum svolít- ið upp úr t.d. tökuvélum, lýsingu, búningum, það er mikið lagt í það og það sést alveg á skjánum. Þetta lítur vel út.“ 12 þættir og kvikmynd á 24 dögum  Ávaxtakarfan verður frumsýnd í bíó á morgun  Kvikmynd, eða bíóskemmtun, sem var tekin upp samhliða sjónvarpsþáttum  Unnið eftir tveimur handritum Kikku, höfundar leikritsins Ávextir Mæja jarðarber (Ólöf Jara) og aðrir ávextir í einu af atriðum Ávaxtakörfunnar sem verður frumsýnd í dag. Sævar Guðmundsson Færeyska tónlistarkonan Eivör Pálsdóttir mun í kvöld kl. 20 halda útgáfutónleika í Silfurbergi í Hörpu vegna nýútkominnar breið- skífu sinnar, Room. Eivör hefur verið á tónleikaferð um Ísland og heldur héðan til Danmerkur. Á tón- leikunum í kvöld verða Eivöru til halds og trausts þeir Mikael Blak sem leikur á bassa, Jeppe Gram trommuleikari og hljómborðsleik- ararnir Magnus Johannesen og Tróndur Bogason. Eivör sótti innblástur víða við laga- og textasmíðar á Room, m.a. til æsku sinnar og fráfall ástvinar en faðir hennar féll frá fyrir rúmu ári. Eivör sá sjálf um framleiðslu plötunnar ásamt eiginmanni sínum, Tróndi Bogasyni. Eivör heldur útgáfutónleika í Hörpu Rými Eivör Pálsdóttir flytur lög af Room í Silfurbergi í kvöld. 56.000 MANNS! ÍSL TEXTI THE EXPENDABLES 2 Sýnd kl. 6 - 8 - 10:10 (Power) THE WATCH Sýnd kl. 10:20 PARANORMAN3D Sýnd kl. 4 INTOUCHABLES Sýnd kl. 3:50 - 5:50 - 8 - 10:20 ÁVAXTAKARFAN Sýnd kl. 4 - 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 2 VIKUR Á TOPPNUM Í USA -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU ÍSL TAL 12 16 7 12 L ÍSL TAL MEÐÍSLENSKUTALI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 3D SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS ÁVAXTAKARFAN KL. 3.50 - 6 L THE EXPENDABLES 2 KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 THE EXPENDABLES 2 LÚXUS KL. 5.40 - 8 - 10.2016 THE WATCH KL. 8 - 10.20 12 PARANORMAN 3D KL. 5.45 / 2D KL. 3.30 7 BRAVE: HIN HUGRAKKA 2D KL. 3.30 / 3D KL. 5.45 L TOTAL RECALL KL. 8 - 10.35 12 ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L TED KL. 8 12 SPIDER-MAN 3D KL. 10.20 10 ÁVAXTAKARFAN KL. 6 L THE EXPENDABLES 2 KL. 6 - 8 - 10 16 THE WATCH KL. 8 - 10 12 ÁVAXTAKARFAN KL. 6 L THE EXPENDABLES 2 KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 THE WATCH KL. 8 - 10.20 12 TO ROME WITH LOVE KL. 5.30 - 8 - 10.30 L INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.