Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 ✝ Ásta Að-alheiður Er- lendsdóttir fæddist í Hólagerði, Fá- skrúðsfirði, 8. maí 1926. Hún lést á fjórðungssjúkra- húsinu Neskaup- stað 20. ágúst 2012. Hún var dóttir hjónanna Erlendar Elíasar Jónssonar, f. 7. ágúst 1882, d. 27. ágúst 1955, og Önnu Sigríðar Olsen, f. 20. apríl 1893, d. 20. sept. 1973. Bróðir Ástu var Jón Kristberg Erlends- son, f. 23. jan. 1920, d. 10. okt. 2001. Ásta bjó í Hóla- gerði með bróður sínum eftir lát for- eldra þeirra. Eftir lát Jóns 2001 ákvað Ásta að hætta búskap í Hólagerði og flutti til Reyðarfjarðar, þar bjó hún í Sunnugerði 7. Útför Ástu Aðalheiðar fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju í dag, 31. ágúst 2012, kl. 14. Hnarreist með fallegt dökkt hár og flétturnar vafðar um höfuðið, bláyrjótt blússa, hné- sítt pils, í nælonsokkum og inniskóm. Það er útlitsminning mín um frænku úr eldhúsinu í Hólagerði. En það sem kom fyrst upp í hugann þegar ég frétti að Ásta mín væri farin yfir í annan heim með and- legan póst til hinna sem farnir eru á undan var litríkur per- sónuleiki hennar, hláturinn og orðavalið og öll skemmtilegu atvikin frá sumrinu þegar við Villa systir dvöldum hjá systk- inunum Ástu og Nonna. Það var að vísu ekki gaman að eiga að vaska upp í alltof heitu vatni eða mega ekki leika við börnin í næsta húsi af því að Ásta hafði gefið mömmu það loforð að kenna okkur handa- vinnu þegar önnur störf lægju ekki fyrir. En við bættum okk- ur það upp þegar Ásta og Nonni fóru í bændaferð á Borgarfjörð eystri með því að fara uppáklæddar í kjólum af Ástu að gefa kálfunum og liggja svo í leti og lesa bæk- urnar hans Nonna og þær voru sko ekki fáar. Ásta var góður kokkur og það besta sem ég fékk var læri með eplum. Við systurnar eig- um báðar afmæli 25. ágúst og áttum við að fá hreindýrakjöt en það gekk ekki eftir en við fengum gómsæta beljutungu og kartöflumús sem var engu lík og ég gleymi ekki hvað mér fannst beljutungan stór þegar hún lá á fatinu fyrir framan mig. Kuðungakassann sem ég fékk í afmælisgjöf frá frænku á ég ennþá. Af verkunum sem okkur voru falin fannst mér einna skemmtilegast að raka saman heyi en besta verkið fyrir mig var að reka kýrnar því þær kjöftuðu ekki frá tárum sem féllu þegar heimþráin herjaði á. Ásta dró okkur systurnar í margar ferðir en tvær standa þó upp úr. Þegar við ætluðum yfir að Tungu og ég datt í ánni og stígvélið mitt flaut burt. Ekki mátti Jón frétta af þessu tapaða skótaui og laumuðumst við því heim að bænum, ég skipti um skó og svo gengum við veginn að Tungu. Ekki gleymi ég heldur svipnum á Láru föðursystur þegar hún opnaði fyrir okkur þegar Ásta hafði gengið með okkur syst- urnar yfir fjallið frá Fáskrúðs- firði og yfir til Reyðarfjarðar: „Ertu vitlaus, Ásta, að fara þetta með börnin!“ Við tókum með dollu undan kókómalti ef ske kynni að við fyndum ber. Pabbi hafði kennt okkur að stíga ekki á berin því þau væru matur en það var ekki hægt að stíga niður fæti á fjallinu fyrir berjum. Í mörg ár hélt ég að Nonni frændi hefði laumureykt af því að hann væri hræddur við Ástu því einu sinni þegar ég spurði hvar hann væri svaraði hún að hann væri úti í kofa að reykja. Ég vissi ekki að hann væri að reykja kjöt. Heimferðin til Akraness var líka minnisstæð því Ásta reddaði fari með flutn- ingabílstjóra og þarna sátum við systurnar fyrir aftan bíl- stjórasætið með nesti í poka. Hangikjöt, flatkökur, smjör og harðfisk. Sumarið í Hólagerði er eitt af eftirminnilegustu sumrum ævi minnar og frænka mín og frændi eru geymd en ekki gleymd. Nú situr Ásta hinum megin með fréttir úr póstferð- inni, slær sér á lær og segir: „Við ætluðum alveg að verða stjörnuvitlaus úr hlátri.“ Gæsk- an, mér þótti alltaf vænt um þig. Þín Jónína. Í dag verður yndisleg frænka mín Ásta Aðalheiður, eða Ásta í Hólagerði eins og ég kallaði hana alltaf borin til grafar. Elsku Ásta mín, aðfaranótt mánudagsins 20. ágúst mun seint fara úr minni mínu, þegar hringt var frá sjúkrahúsinu í Neskaupstað og sagt að þér hefði hrakað mjög hratt vildi ég ekki trúa því enda var ég hjá þér á laugardeginum og þá varstu svo hress og glöð miðað við veikindi þín. Ásta mín, þú varst mér sem amma númer þrjú og verður það alltaf í mínum huga. Þarna þegar ég lá uppi í rúmi fóru all- ar góðu minningarnar um þig að fljúga í gegnum huga minn. Ég hugsaði um allar stundir okkar saman hvort sem var um áramót, í ferðalögum eða bara við eldhúsborðið heima hjá þér að spjalla. Þegar ég vaknaði daginn eftir fékk ég þær sorg- arfréttir að hún Ásta mín væri dáin. Ég bara trúði því ekki þá og ég trúi því ekki enn, að kon- an sem mér þótti svo vænt um sé farin frá okkur og að ég eigi ekki eftir að sjá þig aftur er hugsun sem lætur mig gráta. Ég mun aldrei gleyma ferðun- um sem við áttum saman eins og í sveitina til Jónasar eða rúnta um bæinn til að fara í búð. Áramótin sem þú varst hjá okkur eru mér ofarlega í huga enda var svo gott að fá að hafa þig með okkur. Ein jólin sem þú varst hjá okkur kviknaði í út frá kerti og ég man að þú sast samt sem rólegust á meðan við redduðum þessu og minntir mig svo á þessa sögu reglulega. Það má eflaust segja, elsku Ásta mín, að hann Skarphéðinn litli hafi verið í miklu uppáhaldi hjá þér. Hann var svo heppinn að koma með okkur Torfa þeg- ar við kíktum á þig á laug- ardeginum og þú varst svo ánægð að fá að sjá litla strákinn þinn og þú varst alltaf svo stolt af því hversu orkumikill hann var. Já, elsku Ásta mín, minning- arnar eru svo margar og góðar og þetta hérna að ofan er að- eins pínulítið brot af öllum stundum okkar saman, restina geymi ég alla mína ævi í hjarta mínu. Allir ættu að þekkja eina konu eins og þig, elsku Ásta mín, konu sem var alltaf tilbúin að hjálpa öllum og vildir öllum svo vel. Það má með sanni segja að minning þín sé dýr- mæt perla, Ásta mín. Elsku Ásta mín, ég á þér svo margt að þakka, allar stund- irnar okkar saman, fróðleikinn og líka alla hlutina sem að þú gafst mér, ég mun aldrei gleyma neinu sem þú kenndir mér. Ég veit að þú munt fylgj- ast með mér, og okkur öllum og passa okkur þar til við komum til þín. Ég kveð þig með sorg í hjarta en veit að þér líður betur núna hjá Nonna bróður þínum, mömmu þinni og pabba og öll- um hinum sem eru farin frá okkur. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kölluð á örskammri stundu Í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo falleg, einlæg og hlý en örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. Stefanía Hrund. Ég hef augu mín til fjallanna Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá drottni skapara himins og jarðar Í þessum orðum Davíðssálma felst mikil huggun núna þegar ég kveð Ástu Erlendsdóttur í hinsta sinn. Ástu í Hólagerði kynntist ég þegar ég var á ung- lingsaldri og frá upphafi mynd- uðust tengsl sem dauðinn hefur nú rofið. Þessi lífsglaða kona sem um- vafði mann hlýju og væntum- þykju strax frá upphafi var strax áhugasöm um allt það smáa og stóra sem maður tók sér fyrir hendur í lífinu. Alltaf þegar maður hitti hana var manni heilsað með innilegu faðmlagi og kossi og athugað hvort allt gengi örugglega ekki vel. Ásta hafði yndislega nær- veru, smitandi hlátur og sagna- gáfu á háu stigi. Það voru skemmtilegar stundirnar þegar maður settist niður með henni og rætt var um allt milli himins og jarðar. Hvort sem það var pólitík, bókmenntir eða dægur- mál var Ásta alls staðar á heimavelli, enda bæði fróð og víðlesin. Með sorg í hjarta kveð ég nú í hinsta sinn þessa yndislegu konu. Blessuð sé minning henn- ar. Þórður Vilberg Guðmundsson. Ásta Aðalheiður Erlendsdóttir Gulli og perlum að safna sér, sumir endalaust reyna, vita ekki að vináttan er, verðmætust eðalsteina. Gull á ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina. en viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson.) Elsku Edda mín. Ein af þeim dýrmætu perlum sem lífið hefur fært mér er að hafa fengið að eignast vináttu þína. Við kynnt- Edda Farestveit ✝ Edda Farest-veit fæddist á Hvammstanga 31. ágúst 1947. Hún andaðist 22. mars 2012. Útför Eddu Fa- restveit fór fram frá Hjallakirkju í Kópavogi 4. apríl 2012. umst í mannrækt- arhópum sem við sóttum. Báðar öðl- uðumst við ein- beittan vilja til að bæta líf okkar, til heilla fyrir okkur sjálfar og fólkið okkar. Við veltum fyrir okkur leiðum til úrbóta og lán- uðum hvor ann- arri dómgreind. Stundum leystust málin á staðnum eða þá að markmið voru sett og síðan unnið eftir þeim. Þegar þú dvaldist er- lendis skrifaði ég þér um það sem mér þótti athyglisvert í þeim hópum sem ég sótti. Þegar þú veiktist var vin- átta okkar komin á það stig að mér hlotnaðist sá heiður að fá að fylgjast með þér allt til enda. Það var mér mjög dýr- mætt og eftir það verð ég aldr- ei söm. Ég hef aldrei upplifað jafn langvarandi tómleika og sökn- uð og við brottför þína. Engin símtöl, engar heimsóknir, svo endanlegt, svo vont. Þá er að opna andlegu skúffurnar mínar sem þú hjálpaðir mér að safna í og hugleiða innihaldið. Í gegnum þig fékk ég að kynnast honum Gunnsteini þínum persónulega og fjöl- skyldu þinni af frásögnum. Þannig geymi ég margar góð- ar minningar. Þið Gunnsteinn heima, eitt- hvað að kýta. Ég sagði glettn- islega, en meinti það. „Mikið eruð þið nú ástfang- in hvort af öðru.“ Þá lituð þið hvort á annað með svip, sem ekki er hægt að lýsa, bara fanga í minningu augnabliks- ins. Sjálf þekki ég þennan óend- anlega kærleika og elsku sem löng sambúð þróar, ef vel tekst til. „Davíð, hvar er Sölvi?“ „Æ, ég gleymdi honum víst uppi á skiptiborðinu.“ Mig langar til að æfa mig í því að svara afskiptasemi af svona hógværð og kímni. Ann- ars er það nú oftar ég sem er afskiptasöm. Það er oft svo hárfín lína milli umhyggju og afskiptasemi. Sjálf á ég svona glettinn og góðan tengdason. Það er ómetanlegt. Við treystum hvor annarri og trúðum. Ég lít svo á að sæmd mín og heiður sé í veði ef eitthvað fer frá mér sem þú treystir mér fyrir. Svo viðkvæmt er lífið sem vordags- ins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Ykkur sem eftir lifið og syrgið og saknið óska ég alls góðs um alla framtíð og vona og bið að allt sem hún var ykkur og kenndi megi vaxa og blómgast ykkur til blessunar. Rúna Knútsdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNÞÓR BJÖRNSSON, Holtateigi 28, Akureyri, lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldu sinnar þriðjudaginn 28. ágúst. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. september kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Heimahlynningar á Akureyri. Alúðarþakkir til hjúkrunarfræðinga Heimahlynningar fyrir ómetanlega hjálp og hlýju á erfiðum stundum. Þú lifir í hjörtum okkar. Anna Sigríður Arnþórsdóttir, Tryggvi Jónsson, Birna Margrét Arnþórsdóttir, Steinar Magnússon, Drífa Þuríður Arnþórsdóttir, Mark Siddall, afa- og langafabörn. ✝ Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, MARGRÉTAR INGIBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Björgvin í Vestmannaeyjum, fer fram frá Landakirkju laugardaginn 1. september kl. 13.30. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Þakkir fyrir góða umönnun til starfsfólks Blesastaða. Anna Jenny Marteinsdóttir, Adólf Sigurgeirsson, Margrét Cornette, Bjarni H. Joensen, Alfreð Júlíusson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR BJÖRNSSON rafvirkjameistari, Gullsmára 9, Kópavogi, lést þriðjudaginn 28. ágúst. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 7. september kl. 11.00. Sigurrós Gísladóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Stefán Þór Sigurðsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Friðgeir Snæbjörnsson, Björn Guðmundsson, Natalía Jakobsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Einar Unnsteinsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR G. HELGASON rafvirkjameistari, Staðarhrauni 15, Grindavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans miðvikudaginn 29. ágúst. Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, Helgi Einar Harðarson, Ármann Ásgeir Harðarson, Ólafía Helga Arnardóttir, Sigurbjörg Brynja Helgadóttir, Katrín Lilja Ármannsdóttir, Ásgeir Bjarni Ármannsson. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI J. ÁSTÞÓRSSON, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 3. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sunnuhlíðarsamtökin. Guðný Sigurgísladóttir, Ástþór Gíslason, Erla Gunnarsdóttir, Hrafnkell S. Gíslason, Ragnheiður D. Gísladóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Kristín Erla Boland, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.