Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 47
AF DJASSI Örn Þórisson ornthor@mbl.is Nú fer að líða að lokumJazzhátíðar 2012, en íkvöld verður gala-svingkvöld Stórsveitar Reykjavíkur og á laugardag lýkur hátíðinni með stórtónleikum Bills Frisells í Hörpu. Síðustu dagar og vikur hafa verið viðburðarík, fjöl- margir listamenn, innlendir sem er- lendir, hafa haldið tónleika út um allan bæ. Má segja að allir ættu að hafa fundið eitthvað við sitt hæfi; frá svingtónlist til óheftrar framúr- stefnu og allt þar á milli. Í dagbók djassgeggjarans er þessar færslur að finna: Laugardagur, 11. ágúst Góður gestur, bassaleikarinn Mark Dresser, sem frægur er fyrir spilamennsku sína með Anthony Braxton og fleirum hitaði upp fyrir formlega hátíð í Norræna húsinu með Skúla Sverrissyni og Hilmari Jenssyni. Spunagjörningur fyrir harðasta kjarnann. Þriðjudagur 21. ágúst Kaldur norður-skandinavískur tónn Tord Gustavsen-kvartetts með afrískum undirtónum. Frábærlega samhæfður kvartett sem minnir á Jan Garbarek og Keith Jarrett frá áttunda áratugnum. Því miður nutu alltof fáir glæsilegra tónleika frá- bærra listamanna, eins og Vern- harður Linnet sagði í umsögn um tónleikana í Morgunblaðinu. Í djass- inum er pláss fyrir margar tónlist- arstefnur. Súrt djass- og blússkotið proggrokk Gumma Pé og félaga í Faktory var prýðilegt í stuttum skömmtum en vantaði dýnamík og fjölbreytni til að fanga athygli manns. Föstudagur 24. ágúst Skemmtileg og falleg tónlist Hilmars Jenssonar blandast vel við ljóð og söng Theos Bleckmans. Tón- listin kom á óvart og sýnir nýja hlið á Hilmari. Plata er í undirbúningi sem verður spennandi að fylgjast með. Hiphop-rafdjass félaganna í Brink Man Ship á Kexi var hressi- Dagbók djassgeggjarans Morgunblaðið/Golli Vandað Trommuleikarinn Scott McLemore hélt vel heppnaða útgáfu- tónleika í Norræna húsinu þriðjudaginn síðastliðinn. legur og fjölbreyttur gjörningur. Þeir félagar hafa verið í fararbroddi rafdjassins í Evrópu með ekki ómerkari mönnum en Nils Peter Molvaer. Hljóðheimurinn og hljóð- færaskipanin, trommur, bassi, gítar og bassaklarinett, minna eðlilega á Miles Davis-plöturnar Bitches Brew eða On the Corner. Bara gaman. Laugardagur 25. ágúst Þegar fyrirhugað Jack Magnet- kvöld var kynnt fyrir nokkrum vik- um vaknaði smávon í mér að ef til vill yrði það upphaf að nýjum fusion- kafla í lífi hins fjölhæfa tónlistar- manns og menningarmálafrömuðar Jakobs Frímanns Magnússonar. Engar vísbendingar komu fram um það að þessu sinni. Meiri líkur eru á að þeim kafla sé endanlega lokið og kvöldið hafi aðeins verið tækifæri til að ferðast aftur til fortíðar og sem slíkt heppnaðist það vel. Sunnudagur 26. ágúst What Cheer? Brigade, nítján manna skæruliðalúðrasveit frá Bandaríkjunum, yfirtók Faktorý með brjáluðu stuði og stjórnlausu yfirbragði. Sveitin felur kunn- áttuleysi á hljóðfærin með hávaða og spilagleði. Forvitnilegt en varla meira en það. Mánudagur 27. ágúst Aðeins lokatónar frelsissveitar Hauks Gröndal í Iðnó náðu mínum eyrum, en þeir hljómuðu vel. Franski kvartettinn Limousine er eitt tilbrigði við framúrstefnurokk à la Sigurrós, svona án Jónsa. Atriði sem sýnir einmitt fjölbreytnina á Jazzhátíðinni 2012. Þriðjudagur 28. ágúst Trommuleikarinn Scott McLe- more hélt vel heppnaða útgáfu- tónleika í Norræna húsinu til að kynna nýjan geisladisk sinn, Re- mote Location. Með honum voru; saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson, Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleik- ari, Róbert Þórhallsson á bassa og Sunna Gunnlaugsdóttir á píanó. Tónlistin er falleg og vönduð djass- tónlist með snúnum áherslum og ber hógværum höfundi sínum, McLe- more, gott vitni. Tónlist Pauls Moti- ans kom oftar en ekki í hugann og því átti það vel við að Scott McLe- more tileinkaði látnum lærimeistara sínum eitt af fallegri verkunum á tónleikunum. »Má segja að allirættu að hafa fundið eitthvað við sitt hæfi; frá svingtónlist til óheftrar framúrstefnu og allt þar á milli. MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 Rokkstjörnur nefnist myndlistarsýning Fjólu Jóns- dóttur sem opnuð var í gær á Flughóteli Icelandair í Keflavík, Hafnargötu 57. Sýningin er haldin í minningu Hermanns Fannars Valgarðssonar sem féll frá á síðasta ári og mun afrakstur hennar renna í minningarsjóð helgaðan honum. Á sýningunni má sjá portrett eftir Fjólu sem hún hefur unnið frá því um síðustu áramót. Portrettin vann hún á pappír með ýmsum efnum, m.a. kolum og vatnslitum. Hemmi Portrett eftir Fjólu. Í minningu Hermanns Munið að panta tímalega fyrir jólin Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gulleyjan – „Vel að verki staðið“ – JVJ, DV Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 7/9 kl. 20:00 1.k Fös 14/9 kl. 20:00 3.k Fim 20/9 kl. 20:00 5.k Lau 8/9 kl. 20:00 2.k Lau 15/9 kl. 20:00 4.k Fös 21/9 kl. 20:00 6.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Gulleyjan (Stóra sviðið) Fös 14/9 kl. 19:00 frum Sun 16/9 kl. 16:00 3.k Sun 23/9 kl. 16:00 Lau 15/9 kl. 19:00 2.k Lau 22/9 kl. 19:00 4.k Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma Rautt (Litla sviðið) Fös 21/9 kl. 20:00 frums Sun 23/9 kl. 20:00 3.k Lau 22/9 kl. 20:00 2.k Mið 26/9 kl. 20:00 4.k Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar Á sama tíma að ári (Stóra sviðið) Fös 28/9 kl. 20:00 frums Lau 6/10 kl. 19:00 3.k Sun 7/10 kl. 20:00 5.k Lau 29/9 kl. 20:00 2.k Lau 6/10 kl. 22:00 4.k Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur Við sýnum tilfinningar Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Mið 5/9 kl. 15:00 Fors. Sun 16/9 kl. 17:00 4.sýn Sun 14/10 kl. 14:00 11. sýn Fim 6/9 kl. 16:00 Fors. Sun 23/9 kl. 14:00 5.sýn Sun 14/10 kl. 17:00 12.sýn Fös 7/9 kl. 16:00 Aðalæf. Sun 23/9 kl. 17:00 6.sýn Sun 21/10 kl. 14:00 13.sýn Lau 8/9 kl. 14:00 Frums Sun 30/9 kl. 14:00 7.sýn Sun 21/10 kl. 17:00 14.sýn Lau 8/9 kl. 17:00 2.sýn Sun 7/10 kl. 14:00 9.sýn Sun 16/9 kl. 14:00 3.sýn Sun 7/10 kl. 17:00 10.sýn Frumsýning 8.september! Afmælisveislan (Kassinn) Fös 31/8 kl. 19:30 Fös 7/9 kl. 19:30 Sun 16/9 kl. 19:30 Lau 1/9 kl. 19:30 Fös 14/9 kl. 19:30 Fös 21/9 kl. 19:30 Fim 6/9 kl. 19:30 Lau 15/9 kl. 19:30 Lau 22/9 kl. 19:30 Þrenn Grímuverðlaun! Sýningum lýkur í september! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið) Lau 15/9 kl. 20:30 Frums Lau 22/9 kl. 20:30 5.sýn Fim 4/10 kl. 20:30 9.sýn Fim 20/9 kl. 20:30 2.sýn Fim 27/9 kl. 20:30 6.sýn Fös 5/10 kl. 20:30 10.sýn Fös 21/9 kl. 20:30 3.sýn Fös 28/9 kl. 20:30 7.sýn Lau 22/9 kl. 17:00 4.sýn Sun 30/9 kl. 20:30 8.sýn Ein vinsælasta sýning Þjóðleikhússins á síðari árum aftur á svið. FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20 2. sýn: Föstudaginn 26. október 3. sýn: Laugardaginn 27. október 4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember 5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember 6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is WWW.OPERA.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.