Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auð- velt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Það er sífellt að koma betur í ljós að sumar ríkisstofnanir og allir þeir sérfræðingar sem þar starfa eru að verða mesti þrándur í götu framfara á landsbyggð- inni. Þarna er ég fyrst og fremst að tala um undirstofnanir um- hverfisráðuneytisins. Það er alveg sama hvað á að gera úti á landi, smátt eða stórt, að þá rísa upp allskonar kverúlantar og hrópa úlfur, úlfur. Svo skrítið sem það er eru það ekki síst burtflutt fólk og einhverjir sem kannski hafa átt afa eða ömmu á viðkomandi stað. Manni dettur oft til hugar að þetta blessaða fólk vilji hafa allt nema suðvesturhorn landsins eins og Hornstrandir. Eyði- byggðir þar sem það getur komið stöku sinnum með bakpokann sinn og göngustafina og gægst inn um brotna gluggana á öllum mannlausu húsunum sem þar standa og grotna niður. Svo ef þeir sem enn þrauka á landsbyggðinni vilja gera vegabætur eða annað sem gæti orðið þeim til hagsbóta spretta þessir sjálfskipuðu varðmenn náttúr- unnar upp og klaga málið fyrir Um- hverfisstofnun, Skipulagsstofnun eða jafnvel ráðherra. Svo undarlegt sem það er þá er alveg sama hvað fáránleg og langsótt „ábendingin“ er, Umhverf- isstofnun er alltaf skylt að „láta nátt- úruna njóta vafans“. Eins og dæmin sanna eru margir þessir „umhverf- issinnar“ eingöngu að verja einhverja einkahagsmuni s.s. að umferð færist nær sumarbústaðnum þeirra eða að vegur gæti skemmt fyrir skógrækt- inni sem þeir eru að dunda við þegar þeir nenna að fara úr borginni. Al- gengt ráð þessara eiginhags- munaseggja er líka að fara í öll hin frjálsu umhverfis- samtök, t.d. Landvernd, Umhverfisverndar- samtök Íslands og um- hverfisverndarsamtök viðkomandi svæðis. Og ekki skal það bregðast að þessi samtök láta eiginhagsmunaseggina misnota sig. Sérfræðingarnir sem fylla stofnanirnar virð- ast frekar vera í því að búa til vandamál en að leysa þau. Skoðanir og staðþekking heimamanna er að engu höfð og ekkert á hana hlustað. Frekar er þeim gert það ljóst með hæfilega dulbúnu orðfæri stofnanamanna að þeir séu auðvitað bara asnar sem viti ekkert hvað fram fer í náttúrunni í kringum þá. Nú fer kosningavetur í hönd. Kannski að þingmenn okkar lands- byggðarmanna láti þá svo lítið að heimsækja atkvæðin sín þótt vissu- lega séu þau orðin fá og ekki eftir miklu að slægjast. Ég vil eindregið leggja það til við dreifbýlisfólk að það spyrji þingmannsefnin vandlega út í þessi mál og fái upp þeirra afstöðu til þess hvort þeir telji það viðunandi að ríkisstofnanirnar á Reykjavíkursvæð- inu vinni að því hörðum höndum að drepa allt í dróma úti á landi. Stofnanaveldið, stærsti vandi landsbyggðarinnar Eftir Þóri N. Kjartansson »Manni dettur oft til hugar að þetta bless- aða fólk vilji hafa allt nema suðvesturhorn landsins eins og Horn- strandir. Þórir N. Kjartansson Höfundur er umhverfissinni og er fyrrverandi framkvæmdastjóri Vík- urprjóns ehf. Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is Komdu spilliefnunum og raftækjunum á söfnunar- stöðina næst þér … … við sjáum um framhaldið! … garðinum … geymslunni Ertu að taka til í … … í bílskúrnum … á vinnustaðnum TREFJARÍKAR PRÓTEINSTANGIR FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.