Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 ✝ Ármann Pét-ursson fæddist í Reykjahlíð í Mý- vatnssveit 24. maí 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 20. ágúst 2012. Foreldrar hans voru Pétur Jóns- son, f. 18.4. 1898, d. 17.11. 1972, hrepp- stjóri í Reynihlíð, og Kristín Þuríður Gísladóttir, f. 31.7. 1895, d. 21.7. 1984, hús- freyja og gestgjafi í Reynihlíð. Systkini Ármanns voru: Gísli Pétursson, f. 10.5. 1922, d. 25.4. 1950; Hólmfríður Pétursdóttir, f. 17.7. 1926, d. 3.11. 2004; Snæ- björn Pétursson, f. 31.8. 1928; Helga Valborg Pétursdóttir, f. 26.6. 1936; d. 8.5. 2012. Dóttir Ármanns og Sigríðar Þórarinsdóttur er Auður Ar- mannsdóttir Karlson, f. 7.5. 1948, gift Roland Karlson og er sonur þeirra Benjamín Sebastí- an Karlson, f. 10.9. 1990, d. afar hugleiknar alla tíð. Hann keypti einn af fyrstu vélsleð- unum sem komu í Mývatnssveit og þegar Hitaveita kom í Reynihlíð 1972 setti hann upp þurrkgrind fyrir hey. 30 KW rafstöð var sett upp í Reykja- hlíð árið 1949 og sá Ármann um keyrslu hennar fram til þess tíma að Laxárrafmagnið kom árið 1963. Eftir það sá hann um aðveitustöðina fyrir Rarik. Hann sat í hreppsnefnd Skútu- staðahrepps 1966-1974. Árið 1976 voru settir upp jarð- skjálftamælar ásamt fleiri tækj- um til vöktunar á jarð- skorpuhreyfingum í Reynihlíð og gerðist Ármann umsjón- armaður þeirra. Hjá Ármanni var miðstöð jarðvísindamanna í árdaga Kröfluelda. Ármann var gangnaforingi til fjölda ára, grenjaskytta og réttarstjóri á Hlíðarrétt. Hann var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Herðubreiðar og formaður hans um tíma auk þess að stunda bridge-spilamennsku með sveitungum sínum Ármann verður jarðsunginn frá Reykjahlíðarkirkju föstu- daginn 31. ágúst 2012 kl. 14. 28.4. 2010. Sonur Auðar og Gísla Dagbjartssonar er Pétur Gíslason, f. 4.1. 1968. Synir Auðar og Isaacs Moraidis eru Konstantín Moraid- is, f. 26.12. 1978, og Alexander Moraid- is, f. 1.3. 1980. Ármann ólst upp í Reykjahlíð og bjó þar og starfaði. Hann tók virk- an þátt í uppbyggingu nýbýlis og ferðaþjónustu í Reykjahlíð sem hlaut nafnið Reynihlíð með Gísla bróður sínum. Ármann gekk á Bændaskólann á Hvann- eyri og útskrifaðist þaðan vorið 1947. Heimkominn hélt hann áfram vinnu við búskap föður síns og varð sauðfjárbúskapur og sauðfjárrækt hans aðal- atvinna fram til 1992. Náði hann góðum árangri í sauð- fjárrækt sinni sem hann stund- aði alla tíð af alúð og festu. Tækninýjungar voru Ármanni Ég var nú ekki hár í loftinu þeg- ar ég fór að fylgja Manna föður- bróður mínum til daglegra starfa. Ég elti hann bókstaflega hvert fót- mál, svo fast að móðir mín óttaðist það mest að hann vissi ekki af mér og myndi loka mig inni í bragga eða fjárhúsum óafvitandi. En á því var engin hætta, Manni vissi alltaf af mér og lét líka alveg í ljósi ef nærverunnar var ekki óskað. Við eltum hann fyrst við Valur, svo við Lappi. Það var gott að vera með honum og hann leiddi mann til verka, kenndi að vinna. Hann fól manni gjarnan verkefni og skyldi maður hafa tileinkað sér það, væri það ekki sómasamlega unnið fékk maður yfirleitt ekki annað tæki- færi. Það voru engin upptökupróf hjá honum. Manni var bóhem, sjálfsagt einn sá fyrsti í Mývatnssveit, bú- sorgir innanhúss voru ekkert að plaga hann, enda sáu konurnar um það. Hann var hins vegar með fulla stjórn á öllu í búskapnum og stundaði gæðastýringu á sínu búi áratugum áður en Landbúnaðar- samtökin fundu upp á því. Hann var ógiftur alla tíð og ég held satt að segja að honum hafi líkað það líferni. Það varð reyndar Starra í Garði að yrkisefni er hann orti: Mörg er á sveimi meyjan fríð, að mönnum leitar ár og síð. Mér finnst þær ættu í erg og gríð, að elska Manna í Reynihlíð. Hann hafði yndi af veiðiskap, netaveiði í Mývatni var alveg sér- stök athöfn og að una sér í Eilífs- vötnum á björtum sumarnóttum voru hans nautnastundir. Hann hafði fulla trú á að hægt væri að koma upp silungsstofni í tjörnun- um í Herðubreiðarlindum og eitt sinn sendi hann okkur með stöng til að reyna veiðar í Grafarlandaá. Hún var úrskurðuð fisklaus. Hann veiddi lax á stöng, annað ekki. Hann var góð skytta og lá á greni, vor hvert, með Steingrími vini sín- um á Grímsstöðum. Hann veiddi auk þess rjúpur og hreindýr en ég man ekki til þess að hann stundaði gæsaveiðar en fannst sjálfsagt að við reyndum að skjóta meira af öndum. Jarðfræði og eldsumbrot voru hans áhugamál, hann vaktaði jarð- skjálftamæla heima hjá sér í Kröflueldum 1975-’84 og með hon- um og jarðvísindamönnum skap- aðist traust og góð vinátta. Hann hafði auk þess ákveðnar skoðanir á ýmsum jarðfræðikenningum og lét þær óspart í ljósi. Hann naut fjallanna og var gangnaforingi í áratugi, á Mý- vatnsöræfum, naut hann í því embætti virðingar enda ákveðinn í því hvernig gera ætti hlutina, það hringlaði engin í hans ákvörðun- um. Nú er þessi aldni gangnafor- ingi farinn í sínar hinstu göngur, örugglega í Herðubreiðarlindir, en um þær yrkir Ólafur Jónsson. Hefur þú kannað hraunin blá, heitur og vegamóður? Hvergi vatn eða vaxandi strá, víðáttan stirnuð, úfin og grá, týndur sumarsins sjóður. Augað stövast við ekki neitt, allur hugurinn snýst um eitt: Tjarnir og grænan gróður. Og þegar sólin var hnigin að unn, ég signdi mig bljúgur og hljóður. Svo drakk ég lífið af lindarmunn, lagðist niður hjá víðirunn og fann, að guð, sem var góður, sál mína hafði í sólroða fært. Ég sofnaði fljótt, og mig dreymdi vært við brjóst minnar björtu móður. Hvíl í friði, frændi minn. Pétur Snæbjörnsson. Ármann Pétursson föðurbróðir minn, Manni í Reynihlíð, andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 20. ágúst 2012. Þegar Gísli bróðir Manna lést langt fyrir aldur fram skrifaði Jónas Baldursson á Lundar- brekku: „Að Gísla stóðu gildir bú- höldar í báðar ættir. Faðir hans og afar í beinan karllegg hafa búið í Reykjahlíð og nýtt af kappi gæði jarðarinnar, sótt bröndur í flóann og beitt sauðum á fjöllin. Ávallt leituðust þeir þó við að gefa jörð- inni sinni meira en þeir af henni þáðu, enda ber hún þess fagurt vitni. Með honum ólst upp í marg- býli styrkur frændstofn. Um- hverfið allt á æskuheimilinu átti sinn mikla þátt í því að móta áform og eiginleika Gísla Péturssonar. Framundan er sviprík sveitin með fjölbreyttri fegurð og margþætt- um möguleikum, en að baki Aust- urfjöll mikilleit með sín torsóttu gæði í stóru fangi víðernanna. Byggðin gaf frjóum og starfsfús- um huga mörg viðfangsefni, fjöllin efldu bakfiskana, hertu þolið.“ Þessi orð Jónasar eiga vel við um Manna. Jörðin skyldi nýtt með þeim tólum og tækni sem fáanleg var hverju sinni, án þess þó að ganga nærri henni. Gaman þótti honum að sýna og segja frá sveit- inni sinni og náttúru hennar og nýtingu. Fjölmenni æskuheimilis- ins og gestrisni þess áttu efalaust sinn þátt í hve hann var þolinmóð- ur gagnvart litlum strák sem þvældist frekar fyrir en gerði gagn við búverk. Drengur lét þó ekkert tækifæri ónotað til að elta Manna og fylgja honum við störf hans. Minningarmyndir hrannast upp á þessum tímamótum. Við keyrum um á Landrovern- um. Horfum eftir ánum sem við vitum að hafa meiri hug á græn- gresinu uppi í Bjarnarflagi en sinu og kvistum úti í Heiði. Þegar við finnum þær hottum við þeim af stað. Þegar kemur norður að Brauðhróinu hverfur vegurinn í skafl og gufumökk og Róverinn kemst ekki lengra. Ekki er um annað að velja en að drengurinn leggi land undir fót og reki ærnar heim. Einhver orð hafði hann nú um að hann væri ekki viss hvaða leið ætti að fara. Manna fannst nú að það væri ekki flóknara en bara að elta ærnar, þær líklega vissu hvar þær ættu heima! Það stóð eins og stafur á bók, en mikið var drengurinn glaður þegar hann fór að sjá niður í þorp og kannast ör- lítið við sig. Á sauðburði, verið að flytja lambær út í Heiðartún. Áður en ærnar fara niður af pallinum á Trader er málaður fallegur hvítur hringur á annað hornið á þeim. Ánum er síðan sleppt á túnið og passað að þær lembi sig áður en farið er heim. Heimleiðin er skemmtileg, krakkastóðið fær að vera í „stönduleik“ á pallinum. Einhverja andvökubjarta júní- nóttina er ungur maður vakinn með þessum orðum: „Dóri, komdu á fætur.“ Ég klæði mig, fer út og hitti þar Manna og Steingrím sem eru nýkomnir af greni. Þeir höfðu fengið þá snilldarhugmynd að hýsa túnrollurnar og nú var mitt að koma Tradernum í gang, roll- unum upp á hann og keyra þær og grenjaskytturnar austur á fjöll. Á heimleiðinni rann upp fyrir mér að líklega yrði ég að taka meiraprófið þegar ég hefði aldur til. Takk fyrir fóstrið, frændi sæll. Minningarnar eru mér kærar. Halldór Snæbjörnsson. Ótrúlegt safn minninga rótast upp í huganum við fráfall Jóns Ár- manns Péturssonar, Manna í Reynihlíð. Flestar þeirra tengjast samstarfi okkar þegar hann tók að sér að fóstra jarðskjálftamæli á heimili sínu. Það hófst í aðdrag- anda umbrotanna við Kröflu, árið 1975, og lauk ekki fyrr en á tíunda áratugnum þegar ný kynslóð af jarðskjálftamælum tók við. Mæl- arnir, sem mynduðu landsnet jarð- skjálftamæla á árunum 1973-1994, voru hannaðir og smíðaðir á Raun- vísindastofnun Háskólans. Upp- bygging netsins hófst á Suðurlandi í kjölfar eldgossins á Heimaey en netið var stækkað til Norðurlands haustið 1974. Fljótlega kom í ljós að skjálftavirkni var meiri á Kröflusvæðinu en menn höfðu bú- ist við. Var þá ákveðið 1975 að bæta við mæli í Mývatnssveit en það hafði ekki verið í upphaflegri áætlun. Þegar ráðgast var við heimamenn um hvar slíkum mæli væri best fyrir komið bar þeim öll- um saman um að Manni í Reyni- hlíð væri einmitt maðurinn til að tala við. Málið var auðsótt og sírita mælisins var komið fyrir í horn- herbergi á neðri hæðinni í Reyni- hlíð, beint andspænis svefnher- bergi Manna. Næstu tuttugu árin var það síðan fyrsta verk hans á morgnana að „kíkja á mælinn“ og síðasta verkið á kvöldin að skipta um pappír á síritatromlunni. Manni varð fljótlega mjög glögg- skyggn á hvað mælirinn sýndi, hvenær virkni var með eðlilegum hætti og hvenær eitthvað óvenju- legt var á seyði. Það voru ófá sím- tölin sem við áttum, á nóttu sem degi, þegar hann hringdi til að láta vita af umbrotum í jarðskorpunni. Hann gaf mjög glögga lýsingu á því sem mælirinn sýndi og hafði yfirleitt rétt fyrir sér um túlkun á atburðum. Þegar umbrotin á Kröflusvæð- inu ágerðust og ljóst var að þau mundu dragast á langinn var mæl- um fjölgað á svæðinu. Síritum fyr- ir skjálftamæla og hallamæla var þá komið fyrir í litla hornherberg- inu í Reynihlíð og gekk það yfir- leitt undir nafninu „Skjálftavakt- in“. Þar höfðu bækistöð sína jarðvísindamenn sem voru á vakt hverju sinni þegar þörf var á. Á tímabilum var jafnvel 24 tíma vakt í herberginu til að fylgjast með framvindu í Kröflueldstöðinni. Þarna hittust menn til að ræða málin, kenningar urðu til og vísur voru ortar. Manni var þarna í aðal- hlutverki, yfirvegaður skjálfta- vörður og þýðingarmikill tengilið- ur milli vísindamanna og heimamanna. Þegar þurfti að bjarga málum var hann ætíð til reiðu og lagði gott til. Manni sinnti mælunum af mikilli trúmennsku og vandvirkni svo af bar. Þar vó sterkt umhyggja hans fyrir öryggi sveitunga sinna. Það var fyrst og fremst fyrir árvekni hans að hægt var að gefa út viðvaranir á undan flestum eldgosum sem upp komu í Kröfluumbrotunum. Mæligögnin, sem hann átti svo mikinn þátt í að safna, hafa verið grundvöllur margra greina í vís- indatímaritum. Þessar greinar hafa í seinni tíð hlotið vaxandi at- hygli vegna svipaðra atburða sem orðið hafa annars staðar í heim- inum á síðustu árum, bæði á neð- ansjávarhryggjum og á gliðnunar- svæðum Afríku. Fyrir mæligögnin úr Reynihlíðarmæl- um verður Manna minnst í vís- indaheiminum um langa framtíð. Páll Einarsson. „Bryndís þú ert að vakta vit- laust eldfjall, Hekla er farin að gjósa.“ Jón Ármann Pétursson (Manni) bóndi í Reynihlíð í Mý- vatnssveit, vakti mig með þessum orðum, snemma morguns 9. apríl 1981. Ég hafði þá dvalið á skjálfta- vaktinni í Reynihlíð vegna yfirvof- andi umbrotahrinu í Kröflueld- stöðinni. Manni sá um jarðskjálftamæla Kröflusvæðis í rúm tuttugu ár, frá 1975 þar til ný kynslóð stafrænna mæla leysti pappírsritana af hólmi. Sumarið 1981 voru fimm mælar í hans um- sjón. Síðasta verk Manna fyrir háttinn var að skipta um pappír á skrifaratromlum mælanna, sem hýstir voru í skrifstofuherbergi á móti svefnherbergi hans. Manni stóð skjálftavaktina sleitulaust alla Kröfluelda af þeirri árvekni, reglufestu og samviskusemi sem einkenndu alla hans framgöngu í lífinu. Hann lærði fljótt að túlka það sem mælarnir skráðu og vakti þannig yfir sveitungum sínum undir yfirvofandi náttúruvá. Still- ing og þolinmæði var Manna í blóð borin sem kom sér vel í mannleg- um samskiptum á hættutímum. Manni hafði stórt fjárbú í Reynihlíð. Hann var gangnafor- ingi Mývetninga í mörg ár og heimti 800-900 fjár af fjalli. Manni var einnig veiðimaður, silungs- og laxveiði, refa- og hreindýraveiðar voru honum að skapi. Í byrjun september 1977 skrapp Manni á hreindýraveiðar, rétt fyrir göng- ur. Áður en hann náði heim fór Krafla í gang, skömmu áður en vísindamenn höfðu talið tímabært að setja hana í gjörgæslu. Ungir drengir tóku eftir því að skjálfta- mælarnir létu ófriðlega og sögðu það ömmu sinni, Guðnýju, mág- konu Manna. Guðný hringdi suður á Raunvísindastofnun og sagði tíð- indin, vísindamenn ruku af stað og flugu norður. Manni var einnig á leið heim. Áður en við náðum á skjálftavaktina, tók Krafla að gjósa. Þetta kvöld, fylgdumst við Manni með kvikuhlaupi til suðurs í átt að Bjarnarflagi, símstöðin í Reykjahlíð var höfð opin til þess að halda sambandi við Almanna- varnir og jarðskjálftafræðinga fyrir sunnan, Kísiliðjan og önnur mannvirki í Bjarnarflagi voru rýmd og íbúar Reykjahlíðar und- irbjuggu hugsanlega brottför. Undir miðnættið kom blaðamaður á hlaupum inn á skjálftavaktina og tilkynnti okkur að gos væri hafið í Bjarnarflagi. Manni sá strax fyrir sér að nú færi nýja túnið hans í Námaskarði undir hraun. Svo var þó ekki, þar sem þetta var einung- is lítið gos uppúr borholu en megnið af kvikunni skreið til suð- urs neðanjarðar. Kvikuhlaupið hitaði svæðið það mikið að Mý- vetningar gátu tekið upp soðnar kartöflur þetta haust og jarðhitinn kynti undir túninu svo Manni mátti vökva það næstu árin, til þess að fá af því uppskeru. Um helgina verða fyrstu réttir haustsins, þá munu Mývetningar smala vettvang Kröfluum- brotanna, Gjástykkið og Kröflu, þá verður og til moldar borinn fyrrverandi gangnaforingi þeirra sem nú snýr aftur heim í ástkæru sveitina sína, eftir að hafa dvalið á hjúkrunarheimilinu á Húsavík síð- ustu árin. Við samferðamenn Manna munum ávallt hugsa til hans með hlýju, minnug vinsemd- ar hans og velvilja, skemmtilegra ferða á fjöll og fróðleiks um víð- lendur Mývatnssveitar. Bryndís Brandsdóttir. Mig langar að minnast „æsku- vinar“ míns hans Manna í Reyni- hlíð í örfáum orðum. Manni spilaði mikinn þátt í minni æsku í Mývatnssveitinni. Ég flutti þangað með fjölskyldu minni árið 1966, þá sex ára, þar sem faðir minn fór þangað sem framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar og bjuggum við þar til haustsins 1973. Var mikill samgangur við stórfjölskylduna í Reynihlíð þessi ár. Ég var með svakalega dýra- dellu og hafði ég skilning Manna á því. Hann leyfði mér að dandalast með sér í fjárhúsin að gefa, hjálpa honum við heyskapinn á sumrin, hjálpa til við sauðburðinn, gefa hestunum og hreyfa þá, smala heimalandið, fylgja kindunum yfir hraunið á leið þeirra út í Heiði og fleira sem ég gat gert að gagni. Ekki vildi maður þvælast fyrir, en það var nú kannski stundum þannig án þess að maður gerði sér grein fyrir því. Allavega tók hann viljann fyrir verkið af þolinmæði blessaður. Þegar ég komst á fullorðinsár fór ég svo í tveggja daga göngur fyrir hann nokkur haust í Norð- urfjöll – að sjálfsögðu ríðandi. Manni lánaði mér hesta vetrar- langt tvo vetur þegar ég bjó á Ak- ureyri og svo á Dalvík. Ég var svo tilbúin með hestana í göngur á haustdögum þegar kom að leitum. Bara snilld. Ég vil þakka þessum öðlingi fyrir allt sem hann gerði fyrir mig, aðflutta stelpuskottið með sína miklu dýradellu. Minning hans lifir djúpt í hjört- um okkar Snorra. Guð blessi þig elsku Manni minn. Kær kveðja, Sigríður Birgisdóttir (Siddý). Ármann Pétursson Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Cavalier-rakkar til sölu Til sölu ótrulega sætir cavalier blen- heim-rakkar með ættbók frá HRFÍ. Endilega hafðu samband við okkur í e-mail: laudia92@hotmail.com eða í síma 846 4221. Gisting Orlofsíbúðir - Hótel Sandafell Njótið náttúrufegurðar Dýrafjarðar. Orlofsíbúðir til leigu og hótelgisting. Sími 456 1600. gisting@hotelsandafell.com Geymslur Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, báta og fleira í upphituðu rými. Gott verð.S. 899 7012. E-mail solbakki.311@gmail.com. Til sölu Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. Óska eftir Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir, Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is - sími 551 6488. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bílaþjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.