Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Elena Romanenko er fæddog uppalin í Úkraínu enhefur í námsleyfi sínudvalið á Íslandi í nærri ár. Elena lauk meistaragráðu í hag- fræði sumarið 2011 frá Institute of international relations of national aviation í Kiev. Elena hyggur á dokt- orsnám í hagfræði en var óviss um hvaða viðfangsefni hún vildi taka fyrir. Hún ákvað því að leita nýrra ævintýra en tilviljun réð því að Ís- land varð fyrir valinu. Elena hefur áhuga á íþróttum, tónlist, útivist, hagfræði og atferli mannfólksins og segist aldrei neita tækifæri um að gera, sjá og reyna eitthvað nýtt. Ástfangin af náttúrunni Elena hefur starfað hjá kristi- legum samtökum í Úkraínu (YMCA) í sjálfboðaliðastarfi frá árinu 2006. Þar var stungið upp á því að hún gæti starfað hjá KFUM og KFUK á Íslandi og öðlast þannig nýja reynslu af slíku starfi. Hún segist hafa ákveðið að slá til en vinir og ætt- ingjar hafi ekki verið ýkja hrifnir af hugmyndinni enda er þetta í fyrsta sinn sem hún dvelur svo lengi frá heimahögunum. „Það var erfitt að þau vildu helst ekki að ég færi en ég var áköf í að sinna hjálparstarfi, deila menn- ingu minni og kunnáttu með öðrum, kynnast nýju fólki og stöðum og víkka sjóndeildarhringinn. Það styrkti líka ákvörðun mína að ræða við aðra úkraínska stelpu sem hér hafði starfað í sjálfboðaliðastarfi í kirkjustarfi. Hún hafði kunnað vel við sig á Íslandi og svo þegar ég hafði lesið mér til um Ísland og séð myndir á netinu varð ég einfaldlega ástfangin af ótrúlegri náttúru lands- ins,“ segir Elena. Gítartímar, útivist og köfun Hún kom til Íslands í nóvember síðastliðnum og átti að fara heim í október en var beðin að dvelja fram í nóvember og hjálpa til við „Jól í skó- kassa“ verkefnið. Elena segist vera stolt af því að fá að taka þátt í verk- efninu en í því felst að safna jólagjöf- um fyrir börn í Úkraínu. Síðastliðna mánuði hefur Elena Notar lífsreynsluna til að breyta sjálfri sér Dvöl hinnar úkraínsku Elenu Romanenko á Íslandi hefur verið ævintýraleg. Elena er með meistaragráðu í hagfræði en dvelur nú hér í námsleyfi og starfar fyr- ir KFUM og KFUK í sjálfboðaliðastarfi. Elena hefur nýtt dvölina til að ganga í ís- lenskri náttúru, læra á gítar og ferðast hringinn í kringum landið á puttanum. Snæfellsjökull Elenu er mjög minnisstætt að hafa gengið á jökli. Göngugarpur Elena er hér á leið upp á Heklu í blíðskaparveðri. Fyrir tónlistarmenn á öllum aldri er vefsíðan ultimate-guitar.com mikill happafengur. En þar má finna nótur fyrir flest þau lög sem manni gæti dottið í hug. Allt frá ABBA lögum yfir í rokk og ról og allt þar á milli. Nóturnar eru fyrir söng og gítar en einnig fyrir trommur og er þetta mikill kostur fyrir fólk sem er að byrja að æfa á hljóðfæri. Eða er kannski í hljómsveit og vantar nótur við uppáhaldslög hljómsveit- armeðlima. Á vefsíðunni má líka finna viðtöl við tónlistarfólk og ýmsar greinar er tengjast bæði gítarleik svo og öðrum hljóðfæraslætti. Eins er hægt að skrá sig inn á síðuna og taka þá þátt í spjalli tónlistaráhugafólks víða um heim. Fjölbreytt og skemmtileg vef- síða fyrir allt tónlistarfólk. Vefsíðan www.ultimate-guitar.com Morgunblaðið/Þorkell Tónlistarsíða Nótur fyrir trommur, gítar og söng má finna á vefsíðunni. Nótur fyrir ABBA og rokk og ról Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. 20% opnunarafsláttur! Komið og sjáið allt það nýjasta í gleraugnatískunni. Álfabakka 14as. 5271515 Ef þú verður á ferðinni í New York á næstunni og vilt vera þar sem allt unga fólkið safnast saman þessa dagana þá er Rockaway-ströndin rétti staðurinn fyrir þig. Þessi strönd í Queens-hverfinu í New York mátti muna sinn fífil fegri og voru ákaflega fáir sem þangað komu. Nú virðist hins veg- ar hafa orðið breyting á. Þangað flykkjast nú brimbrettakappar og alls konar hipsterar og listamenn til að njóta umhverfisins, svamla í sjónum og hlýða á tónleika. En útitónleikar eru meðal afþreyingar sem sprottið hefur upp á Rockaway í sumar. Skemmtileg dægrastytting í stórborginni sem aldrei ku sofa. Hinn stóri heimur AFP Brimbrettakappar Tekist á við öldurnar á Rockaway-ströndinni. Vinsæl strönd í New York

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.