Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 ✝ Guðrún FjólaHelgadóttir fæddist á Grund í Höfðahverfi 5. september 1948. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 19. ágúst 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Helgi Snæbjarn- arson, f. 1910, d. 1988, bóndi á Grund, og Marsibil Sigurð- ardóttir, f. 1914, d. 1988. Systk- ini Guðrúnar Fjólu eru Hjördís Regína, f, 1934, d. 1986, Snæ- björn Haukur, f. 1939, d. 1966, Sigurður Helgi, f. 1948, tvíburi Guðrúnar Fjólu, Baldur Jón, f. 1956. Guðrún Fjóla giftist 31. des. 1968 Sveinberg Laxdal, f. 3. júlí 1942. Foreldrar hans voru hjónin Theodór Laxdal, f. 1917, d. 2003, bóndi í Túnsbergi, og k.h. Líney Sveinsdóttir, f. 1911, d. 1968. Guðrún Fjóla og Svein- berg eignuðust þrjú börn; 1) Lí- ney Laxdal, f. 12.4. 1966. Sam- býlismaður hennar er Egill Hjartarson, f. 21.1. 1966. Börn hennar eru; Guðrún Fjóla Bjarnedóttir, f. 16.12. 1982. Sambýlismaður hennar er Hen- rik Nielsen, f. 26.1. 1970. Börn hennar; Bjarney Berta, f. 1999, Kaupfélags Svalbarðseyrar. Hún var söngelsk og unni fal- legum söng. Strax á unglings- árum söng hún í kirkjukór Laufáskirkju og síðar lengi með kvennakórnum Lissý í Þingeyjarsýslum. Átti hún þar margar góðar stundir í hópi söngsystra, m.a. í söng- ferðalögum til annarra landa. Hún var liðtæk leikkona og tók þátt í nokkrum sjónleikjum, fyrst í æskusveit sinni, og síðar með ungmennafélaginu á Sval- barðsströnd. Árið 1991 ákvað hún að hefja nám að nýju og stefndi að því að verða sjúkra- liði, en bílslys árið 1995 breytti þeim áformum töluvert. Eigi að síður hélt hún ótrauð áfram námi, skipti um braut og út- skrifaðist sem stúdent árið 1998, þá rétt tæplega fimmtug. Rættist þar langþráður draum- ur hennar, og var hún afar stolt af því afreki. Guðrún Fjóla tók þátt í ýmsum fé- lagsstörfum um ævina, t.d. var hún til fjölda ára félagskona í Kvenfélagi Svalbarðsstrandar, sat þar í stjórn m.a. sem for- maður í fimm ár. Þá var hún stjórnarkona í Kvenfélaga- sambandi Suður-Þingeyinga í nær áratug, og þar af formað- ur sambandsins í 5 ár. Hún var vel hagmælt og orti fjölmargar tækifærisvísur af ýmsum til- efnum, auk eftirmæla í ljóða- formi. Útför Guðrúnar Fjólu fer fram frá Svalbarðskirkju í dag, 31. ágúst 2012, kl. 14. Jarðsett verður í Laufáskirkjugarði. Ragnar Andri, f. 2001 og Særós Svana, f. 2006. Hjördís Lilja Bjarnedóttir, f. 26.9. 1986. Sam- býlismaður hennar er Ólafur Malm- quist, f. 17.11. 1980. Börn hennar; Júlía Rós, f. 2003, Alexander Bjarni, f. 2006, og Gabríel Þór, f. 2008. Anna Sóley Bjarnedóttir, f. 4.9. 1989. Sam- býlismaður hennar er Sigurður Þórhallsson, f. 6.6. 1989. Barn hennar; Erik Atli, f. 2011. Sveinberg Laxdal Bjarneson, f. 23.5. 1993. Daníel Smári Bjarneson, f. 20.7. 1995. Theo- dór Helgi Laxdal, f. 25.4. 2001. Steinar Bragi Laxdal, f. 28.10. 2003. 2) Theodór Laxdal, f. 10.5. 1967, d. 16.5. 2003. 3) Helgi Laxdal, f. 4.5. 1981, nemi. Guðrún Fjóla ólst upp við venjuleg sveitastörf á Grund. Hún lauk barnaskólaprófi frá Grenivíkurskóla og var síðan einn vetur í Laugaskóla. Guð- rún Fjóla og Sveinberg tóku við búi í Túnsbergi 1969 og hafa búið þar síðan, aðallega með sauðfjár- og kartöflurækt. Guðrún Fjóla var lengi, auk bú- starfa, ráðskona við mötuneyti Guð gefur og Guð tekur. Núna tók hann mömmu mína til sín, væntanlega til góðra verka. Það hefur vantað fallega rödd í englakórinn. Sorg. Dökk ský á himni, það kólnar hratt og það rignir. Himnarnir gráta. Og við með. Að hlusta, að vaka og vera til staðar, það bað hún okkur um. Eitt kvöldið hélt hún einstaklega fast í höndina á mér og vildi ekki sleppa en oft hafði hún ekki vilj- að að við héldum í hönd hennar. Hún vildi ekki sjá tár því það var henni of sárt og erfitt, en það var afskaplega erfitt að halda aftur af þeim á erfiðum augnablikum. Frá því á aðventu 2011 hefur móðir mín barist hetjulega við krabbamein. Við vissum að bar- áttan yrði erfið. Von og trú bera okkur langt áleiðis, ef við ein- blínum á það jákvæða og góða. Það gerði mamma eins lengi og hún gat og sagði okkur að gera slíkt hið sama. Uppgjöf var ekki í boði. Mamma var afskaplega stolt og það reyndist henni mjög erf- itt verkefni að vera sjúklingur og háð öðrum og hún vildi helst ekki nota nein hjálpartæki, hvorki hjólastól né annað sem gat létt undir. Hún streittist mjög á móti öllu slíku og vildi halda reisn sinni sem lengst. Þó að hún þyrfti að setjast oft á leið sinni milli eldhúss og svefnher- bergis lét hún sig heldur hafa það en að nota hjólastólinn. Henni fannst við gera of mik- ið úr þessu, hún gæti miklu meira en við héldum. Einbeitt og viljasterk hélt hún ótrauð áfram, ekki skyldi gefist upp fyrr en í fulla hnefana. Hún sem var svo sterk og sjálfstæð og vön að bjarga sér með allt sjálf undi mjög illa þessu hlutskipti. Hún bannaði okkur t.d. oft að ónáða hjúkr- unarfræðingana hjá heimahlynn- ingunni, þó að hún væri fárveik inni í rúmi vildi hún samt enn bíða og sjá hvort þetta liði ekki hjá. Vildi ekki biðja um hjálp. En hún gat ekki hjálpað sér sjálf og undir lokin viðurkenndi hún það loks þegar hún bað mig að hringja á stelpurnar eins og hún kallaði starfsfólkið á sjúkra- húsinu og hún sagði að það sem hún öfundaði okkur mest af væri að geta staðið upp og gengið. Höfðahverfið var henni einkar hugleikið. Þar fæddist hún og ólst upp. Á Grund vildi hún sem mest vera og undanfarin ár hef- ur hennar helsta áhugamál verið að betrumbæta, laga og fegra íbúðarhúsið og nánasta umhverfi ættaróðalsins. Hún hefur ekki talið eftir sér tímana og fyrir- höfnina sem hefur farið í það. Tíminn leyfði henni hins vegar ekki að njóta þess lengur, hann hljóp frá henni. Þarna ætlaði hún að dvelja sem mest hún gæti og á meðan kraftar og heilsa leyfðu. Hugurinn stóð til margra verka sem komust ekki lengra en verða að hugmynd og síðar að ósk. Margt langaði hana að gera og eftir að hún veiktist komu draumar hennar margir loks fram í dagsljósið en tíminn leyfði henni ekki meir. Henni var augljóslega ætlaður annar staður og annar tími. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku mamma mín. Þakka þér fyrir samfylgdina. Guð geymi þig. Þín dóttir, Líney. Engin orð fá því lýst hversu mikill missirinn er og söknuður- inn sár. Yndislega amma mín hefur kvatt þessa tilveru eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hún sýndi engin merki um að gefast upp, enda síðustu orðin sem ég heyrði hana segja „ég hef ekki gefist upp ennþá“. Það er ekkert sjálfgefið að sigrast á krabbameini, enda of fáir sem fá að upplifa það. Amma mín stóð sig eins og hetja, hún hélt ótrauð áfram og var staðráðin í því að gef- ast ekki upp, enda var það aldrei í boði. Eftir nokkurra mánaða erfiða en engu að síður hetjulega bar- áttu var ekkert sem dugði til, það var komið að leiðarlokum, krabbameinið varð yfirsterkara og tók hana í burtu frá okkur. Þetta voru örfáir, ógleymanlegir mánuðir en jafnframt alveg ótrúlega dýrmætir fyrir okkur öll. Þetta er svo ótrúlega sárt, elsku hjartans amma mín. Minn- ingarnar streyma fram í huga mér, þær eru óteljandi. Ég þakka fyrir það á hverjum degi að eiga óteljandi yndislegar minningar um þig sem ég mun geyma í hjartanu um ókomna tíð. Ég mun aldrei koma til með að geta þakkað þér fyrir alla hjálpina sem þú hefur veitt mér í gegnum tíðina, allt frá erfiðum tímum upp í að vera viðstödd fæðingu sonar míns, fyrstu og einu fæðinguna sem þú varst viðstödd fyrir utan þínar eigin. Það sem þú varst stolt að geta sagst hafa tekið á móti sjöunda langömmubarninu, alveg yndis- legt að hugsa til baka um þessa tíma. Sárast finnst mér að hugsa til þess að Erik Atli, hafi ekki feng- ið meiri tíma til að kynnast þér, betri langömmu en þig hefði hann ekki geta átt. Ég mun vera dugleg að sýna honum myndir og segja honum frá hversu yndisleg kona þú varst, elsku hjartans amma mín. Það er svo sárt að hugsa til þess að fá ekki að sjá þig aftur, aldrei aftur ömmuknús og spjall, það hræðir mig. Ég veit þó vel að nú verður þú alltaf hjá mér, ég get alltaf talað við þig en það er ekki eins. Söknuðurinn er gíf- urlegur en brosin leynast inni á milli táranna. Elsku amma mín, það er svo sárt að þurfa að kveðja. Ég vona svo heitt og innilega að þú hafir það gott, ég veit að þú vakir yfir okkur. Minning þín er ljósið í lífinu okkar. Megir þú eiga góða ferð, elsku fallega amma mín. Þín, Anna Sóley. Elsku amma mín er dáin. Aðfaranótt sunnudags hinn 19 ágúst sl. hringir síminn, móðir mín á hinum enda línunnar, … amma þín er dáin. Eftir hetjulega baráttu við krabbamein varð amma mín að játa sig sigraða, ekki hennar stíll. Orðin sitja föst á tungu minni, tárin flæða, minningarnar streyma. Elsku amma það er svo margt sem mig langar að segja en kem ekki í orð. Ég elska þig, amma, og mér þykir óendanlega vænt um þig. Þú varðst einhvernveginn mín önnur mamma, þú varst alltaf til staðar, alltaf tilbúin með svar ef vanda bar að. Þú kenndir mér svo margt, ég sakna þín svo sárt. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við höfum átt saman, öll samtöl okkar, alla þá visku sem þú hefur deilt með okkur. Maður telur sig alltaf hafa all- an heimsins tíma, en svona er þetta því miður ekki. Þú varðst að kveðja alltof fljótt, englarnir kallaðir saman. Þá kleifst þú klettótta slóða með slíðrað sverð í farteskinu leiðin lá á tinda og faðmaðir himinn í friði jöklar og eldfjöll risu til þín á hæsta tindinn tré í skógi hafa lofað þúsundir þig hrópað þig velkomna fræ þeirra falla til jarðar og vaxa með minningu þína … nú stend ég einn í skógi miðjum í iljarnar kitlar af iðandi fræjum þar undir hrópa svo undir taka tré: af myrkri þínu stafar birta þess sem lifað hefur dáið og valið að lifa … (Davíð A. Stefánsson.) Elsku amma, það er svo sárt að missa þig, sorgin er þung og tárin flæða, finn engin orð … Ég bið góðan Guð að varð- veita og vernda þig, elsku amma mín. Takk fyrir allt og allt. Elsku afi, mamma og Helgi og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur öllum mínu dýpstu samúð og bið Guðs engla að vaka yfir okkur. Þín ömmustelpa og nafna, Guðrún Fjóla. Engin orð fá því lýst hversu erfitt er að kveðja þig, elsku amma, söknuðurinn er svo sár og missirinn mikill. Ég trúi varla ennþá mínum eigin orðum. Eina amma mín, fyrirmyndin og besti vinur minn er dáin. Ferðin út í sveit eftir símtal frá mömmu í janúar sl. virtist endalaus. Í sveitinni biðu stór knús og óteljandi tár, elsku amma var með ólæknanlegt krabbamein. Loksins þegar ég hafði mig í að fara upp á sjúkrahús að heim- sækja þig reyndi ég mitt besta að halda aftur af tárunum en eins og venjulega sástu í gegn- um mig, og fékk ég sko aldeilis að heyra það, þú sagðir við mig: „Ég er ekkert að fara gefast upp og ekki þú heldur, þetta er bara enn ein hæðin í lífi mínu og við klífum hana upp saman.“ Þú varst alltaf til staðar fyrir mig í gegnum súrt og sætt, óteljandi faðmlög, ráðleggingar og spark í rassinn ef þess þyrfti. Þannig varstu bara, elsku amma, svo hjálpsöm og skiln- ingsrík, varst ekkert að fegra hlutina, sagðir þá bara eins og þeir voru. En elsku amma, nú var komið að mér að hjálpa þér upp þenn- an hjalla. Ég þakka fyrir þann tíma sem ég fékk með ykkur afa í sveitasælunni í Rvík, þótt ég óskaði þess oft að þetta hefði bara verið enn ein sæluferðin með ykkur afa eins og þær voru. En svo var ekki, ferðir inn og út af spítalanum, ælupokar, eilíf- ar lyfjabreytingar, lítill svefn og stanslausar áhyggjur. Sársaukinn við að horfa upp á ykkur afa svona var svo mikill, þú með endalausar áhyggjur yf- ir hvort töflurnar héldust niðri í þetta skipti og afi gat ekki litið af þér, alltaf að halda í höndina á þér. Sorgin sást langar leiðir úr augum afa, mér gekk frekar illa að halda haus og aftur af tár- unum, þau runnu niður seint á kvöldin þegar ég var orðin ein og enginn sá til. Elsku amma, nú er þessu öllu lokið, þú barðist eins og sönn hetja, eins og þér var líkt. Ég veit þér líður mikið betur. Ég vona innilega að Teddi frændi og pabbi hafi tekið vel á móti þér, himnaríki vantaði greini- lega fallegan engil. En elsku amma, nú geturðu gengið hjálparlaust, borðað án þess að hafa áhyggjur, talað án þess að ruglast og engir fleiri ælupokar. Þú ert og verður alltaf eina og besta amma mín, þú munt alltaf eiga stóran hlut í hjarta mínu. Mér þykir svo vænt um allt sem þú hjálpað mér með, gegnum allt erfiðið sem þú stóðst við bakið á mér í. Ég verð þér eilíf- lega þakklát. Ég elska þig svo mikið, þau orð voru alltof sjaldan sögð, ég veit alveg að þú veist hvað mér þótti vænt um þig. Ég leit oft á þig sem mömmu og þú vissir það vel þar sem ég hafði sagt þér það fyrir ekki svo löngu. Þú brostir. Ég veit að þú munt fylgja mér enn í gegnum allt og að þú vakir yfir mér og mínum. Ég sakna þín meira en orð fá lýst. Takk kærlega fyrir að vera amma mín. Ég mun aldrei gleyma þér. Mín kveðja til þín, elsku amma mín, er ljóðið sem þú söngst svo oft fyrir mig þegar ég var lítil. Bíum, bíum, bambaló Bambaló og dilli dilli dó Vini mínum vagga ég ró en úti bíður andlit á glugga. Þegar fjöllin fimbulhá fylla brjóst þitt heitri þrá leika skal ég langspil á Það mun þinn hugann hugga. (Jónas Árnason.) Þín ömmustelpa, Hjördís. Elsku amma mín. Ég gleymi því seint þegar við Svenni bróðir fórum með afa og pabba að reka fé í fjallinu, nokkrar kindur sluppu svo þeir ætluðu að skutl- ast eftir þeim. Á meðan biðum við Svenni eftir þeim. Nokkru seinna kom bíll uppeftir og eng- in önnur en þú elsku amma komst að sækja okkur þar sem afi og pabbi voru komnir heim og gleymdu okkur uppi í fjalli. Líka alltaf ef mér leið illa eða slasaði mig eitthvað í sveitinni þá gat ég alltaf leitað til þín amma, þú huggaðir mig og hlúð- ir að sárum mínum. Það er erfitt að vera í sveitinni ykkar afa núna, það er ekki eins hérna án þín. Það er svo erfitt að hugsa til þess að fá ekki að sjá þig aftur, geta ekki talað við þig um allt á milli himins og jarðar, þú varst alltaf með svör við öllum mínum spurningum amma mín. Ég sakna þín rosalega mikið og takk fyrir alla hjálpina sem þú veittir mér, takk fyrir að vera amma mín. Vona að þú hafir það gott þar sem þú ert og vakir yfir mér. Góða ferð elsku amma mín. Þinn Daníel Smári. Elsku amma okkar, við elsk- um þig og við söknum þín sárt og biðjum góðan Guð að geyma þig. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Þín langömmubörn, Bjarney Berta, Ragnar Andri, Særós Svana. Þú sæla heimsins svalalind ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, Guðrún Fjóla Helgadóttir HINSTA KVEÐJA Amma mín var góð og skemmtileg og finnst mér sárt að missa hana. Hún var besta amma mín og í miklu uppáhaldi hjá mér. Amma bakaði bestu kök- urnar. Ég elska þig amma og sakna þín. Þín ömmustelpa, Júlía Rós Amma mín var best. Hún fór með mér í fót- bolta á ganginum og afi skammaði okkur fyrir há- vaða. Það fannst mér fyndið. Amma lék líka oft við mig með fígúrum sem ég átti í sveitinni, þá aðallega risaeðlunni, Bangsímon og Eyrnaslapa, það var rosa gaman. Ég sakna þín amma mín. Þinn Gabríel Þór Amma mín var rosalega góð, ég elska þig amma. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Ég sakna þín. Þinn Alexander Bjarni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.