Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 Þann 7.september gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað börnum og uppeldi. Víða verður komið við í uppeldi barna bæði í tómstundum þroska og öllu því sem viðkemur börnum. SÉRBLAÐ MEÐAL EFNIS: Öryggi barna innan og utan heimilis. Barnavagnar og kerrur. Bækur fyrir börnin. Þroskaleikföng. Ungbarnasund. Verðandi foreldrar. Fatnaður á börn. Gleraugu fyrir börn. Þroski barna. Góð ráð við uppeldi. Námskeið fyrir börnin. Tómstundir fyrir börnin. Barnamatur. Barnaljósmyndir.. Ásamt fullt af spennandi efni um börn. • • • • • • • • • • • • • • • Pöntunartími auglýsinga: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 3. september NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 5691105 kata@mbl.is – Meira fyrir lesendur EXPRESS SYSTEM Sterkar neglur á aðeins 4 vikum Hvað eiga grjótlín og bakteríur sem lifa á grjóti sameiginlegt? Felst ekki þversögn í hvoru tveggja? Getur lín orðið til úr grjóti eða lifandi verur étið grjót? Minnir helst á öfugmælavísu. Fyrir allnokkrum árum vann ég að út- gáfu Ólandssögu eftir Eirík Laxdal, sem tal- in er rituð á seinni hluta 18. aldar. Sagan er að því er mér sýnist til- raun til þess að setja saman skáld- sögu á nútímavísu og kennir þar ýmissa grasa svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Síðar, um aldamótin 1800, ritaði Eiríkur Söguna af Ólafi Þórhallasyni sem gefin var út 1987 og teljast verður fullgild skáldsaga sé miðað við þau gildi, sem þeirri bókmenntagrein tilheyra, frá því er hún fyrst kom fram í Evrópu. Í Ólandssögu segir m.a. frá stúlkunni Málfríði munnfríðu sem komið er í vist hjá Grýlu Svað- adóttur tröllkonu í Jötungörðum. Hringur kóngsson, sem Grýla ætl- ar sér til eiginorðs, fellur fyrir stúlku þessari sem leiðir til þess óumflýjanlega að hún verður ófrísk. Grýla bregst illa við og læt- ur loka hana inni í myrkum helli. Þá seg- ir frá því að vinkona Málfríðar kennir henni í neyðinni að gera olíu af bergfitu „sem útpressuð er af steinum og kveikir af grjótlíni sem aldrei í eldi brennur.“ Málfríður, sem var mikil hagleiksstúlka, vinnur ekki aðeins kveik úr grjóti hellisins og getur þar með lýst upp allan hellinn, heldur finnur hún upp á að spinna þráð af grjótlíninu „og gjörði þar af fagran vefnað hvörn hún kallaði grjótlínsvefnað og þótti hann mjög verðmætur, því hann kunni ekki að brenna í eldi. Hafa aðrar þjóðir kallað þetta pellsvefnað, og hefur sú list mjög tíðkuð verið (í) suður- heimum.“ (Ólandssaga 2006, bls. 495) Pell er álitinn fínasti vefn- aður, oftast úr silki og með glit- þráðum. Meðan á vinnu við útgáfuna stóð velti ég mikið fyrir mér þessu orði „grjótlín“ . Það kemur fyrir oftar en einu sinni í handritinu og því fer ekkert á milli mála að átt er við lín úr grjóti. Og líkast til er það glitrandi. Athuganir á sögum Ei- ríks hafa sýnt að oftar en ekki hef- ur hann haft rétt fyrir sér þegar hann skýrir „yfirnáttúruleg“ fyr- irbæri þjóðtrúarinnar á „vísinda- legan“ hátt eða með vísun til þess sem við nútímafólk köllum sál- fræðilegan eða geðrænan máta. Nútímavísindi voru að lýsa upp myrkan hjátrúarheim miðaldanna á 18. öldinni og fylgdist Eiríkur vel með á því sviði, enda skráður í nám í náttúruvísindum við Kaup- mannahafnarháskóla árið 1761. Hvaðan hann hefur „sálrænu vís- indin“ veit ég ekki, nema hann hafi verið tímaflakkari! En snúum okkur að nútímanum. Í vetur leið heyrði ég í Kastljósi RÚV sagt frá stórvirki eins manns, sem var að grafa upp og gera að- gengilegan almenningi svokallaðan Vatnshelli á sunnanverðu Snæfells- nesi. M.a. sagði þar frá einhverjum furðulegum bakteríum sem lifðu á grjóti og lýstust upp þegar ljós var borið að þeim. Var þetta ekki bara grjótlínið hennar Málfríðar munn- fögru? Í sumar gafst mér tækifæri til að skoða þennan merkilega helli með fróðum fararstjóra. Í fyrsta hellinum, sem þeir kalla Bárð- arstofu, gefur að líta ótrúlega sjón sé ljósum beint til lofts. Allt fullt af skínandi stjörnum sem glitra í loft- inu. Fararstjórinn útskýrði fyr- irbærið á vísindalegan hátt, sem er þó mjög ankannalegt, sumsé að lif- andi bakteríur lifi á grjótinu og myndi þessar stjörnur eða ljós með vatni. Að sögn fararstjórans eru þessar bakteríur mjög dularfullar og eng- inn veit hvort heimsóknir okkar mannanna kunna að hafa áhrif á þær. Kannski hverfa þær eða hell- inum verður lokað á ný þeim til varnar. Ég veit ekki til þess að þessi „ljós“ hafi fundist víðar, en gaman væri að geta sér þess til að þarna væri komin vísindaleg skýr- ing á ljósinu í helli Málfríðar. Ég segi bara eins og hann afi minn: „Já, það er margt skrýtið í kýr- hausnum.“ Er grjótlín Málfríðar munnfríðu fundið? Eftir Maríu Önnu Þorsteinsdóttur » Í vetur leið heyrði ég sagt frá stórvirki eins manns, sem var að grafa upp og gera að- gengilegan almenningi Vatnshelli á sunn- anverðu Snæfellsnesi. María Anna Þorsteinsdóttir Höfundur er íslenskufræðingur og framhaldsskólakennari. Ég er einn þeirra fjölmörgu sem naut þess að fylgjast með Ólympíuleikunum í sjónvarpinu og varð sannarlega snortinn af öllu þessu frábæra íþróttafólki sem lagt hefur þvílíkt á sig til þess að ná þeim ár- angri að fá að taka þátt í þeirri stór- brotnu hátíð sem leikarnir voru. Okkar fólk stóð sig vel og marg- ir toppuðu eigin árangur og settu jafnvel Íslandsmet, þótt það nægði ekki til að vera með þeim fremstu á leikunum í öllum tilfellum, en hver gat svo sem ætlast til þess? Virkilega glæsilegir fulltrúar okkar sem við getum verið stolt af. Miklar og góðar fyrirmyndir sem hafa lagt mikið á sig og eiga fram- tíðina fyrir sér hvort sem það er í áframhaldandi íþróttaiðkun eða á öðrum sviðum tilverunnar. Strákarnir okkar Strákarnir okkar sem við erum svo stolt af og eru hluti af þjóð- arsálinni, þ.e. handboltalandsliðið, stóðu sig líka frábærlega. Að vinna alla leikina í riðlakeppninni þar með talda Svía og Frakka, sem síðar léku til úrslita á mótinu, en detta síðan út með þeim sár- grætilega hætti í átta liða úrslitum eins og raunin varð, er í senn einn besti árangur okkar á alþjóðamóti fyrr og síðar, en jafnframt ein mestu vonbrigði sem liðið og þjóð- in hefur orðið fyrir með að hafa ekki náð að leggja Ungverjana að velli í átta liða úrslitunum, þar sem við hefðum ekki getað verið nær því. – Og menn spyrja sig, hvernig má það vera að lið sem vinnur tvo leiki í riðlakeppninni kemst í fjög- urra liða úrslit en ekki lið sem vinnur alla sína fimm leiki riðla- keppninnar, en það er nú önnur saga, og svo sem ekkert sem þurfti að koma á óvart. Ólafur Stefánsson Og svo bara lauk leikunum og allt í einu var allt búið og menn héngu svolítið eins og í lausu lofti. Guðmundur landsliðsþjálfari hafði stýrt sínum síðasta leik og enginn veit hvort Ólafur Stefánsson á eftir að leika fleiri landsleiki, jafnvel ekki hann sjálfur. Hafi svo verið, sem við vonum sannarlega ekki, og þar sem Ólaf- ur Stefánsson er ekki neinn venju- legur íþróttamaður í sögu þjóð- arinnar þá legg ég til að þjóðin fái að kveðja kappann, þegar að því kemur að hann ákveði að segja þetta gott, þar sem komið verði á einhvers konar kveðjuleik í Laug- ardalshöllinni þar sem Óli og landsliðið leiki gegn liði sem Óli velur sjálfur. Liði sem sam- anstæði af leik- mönnum sem hann hefur spilað með eða á móti í gegnum tíðina frá Þýskalandi, Spáni, Danmörku, jafnvel Frakklandi og víðar. Eins og kunnugt er hefur hann fjórum sinnum verið kjörinn íþróttamaður ársins. Hann hefur unnið meistaratitla með sínum fé- lagsliðum á Íslandi, í Þýskalandi, Spáni og Danmörku og það jafnvel oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í hverju landi. Auk þess sem hann hefur unnið meist- aradeild Evrópu með sínum fé- lagsliðum a.m.k. tvisvar ef ekki oftar. Hann var fyrirliði íslenska landsliðsins sem varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á EM 2010. Þá hefur hann verið markahæsti maðurinn á stór- móti og valinn í það minnsta þrí- vegis í lið mótsins. Að margra áliti einn farsælasti og besti handknatt- leiksmaður sem uppi hefur verið. Hvort það hugnast Ólafi síðan að spila slíkan kveðjuleik þar sem ekki er að neinu sérstöku að keppa verður svo að koma í ljós. Íslenska þjóðin stendur í þakkarskuld við þennan mann sem yljað hefur landsmönnum með drengskap sínum, baráttuþreki, út- sjónarsemi, keppnisskapi, jákvæðni og aga jafnt að sumri til sem og á dimmum vetrardögum og átt ein- stakan þátt í að sameina þjóðina á erfiðum tímum. Önnur eins fyrirmynd jafnt fyrir æsku landsins og hina sem eldri eru er vandfundin og verður lengi í minnum höfð og vitnað verður til. Íþróttaferill Ólafs Stefánssonar er engu líkur og enginn af okkar annars frábæra fyrirmyndar íþróttafólki kemst í líkingu við hann. Ólafur Stefánsson Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Ólafur Stefánsson hefur verið okkur einstök fyrirmynd með drengskap sín- um, baráttuþreki og þolgæði, útsjónarsemi og keppnisskapi, já- kvæðni og aga. Höfundur er rithöfundur. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 28. ágúst var spilað á 16 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Jóhann Benediktss. – Erla Sigurjónsd. 394 Jón Sigvaldason – Katarínus Jónsson 362 Örn Isebarn – Örn Ingólfsson 337 Bjarni Þórarinss. – Jón Lárusson 334 A/V Bragi Björnsson – Bjarnar Ingimars 386 Óskar Ólafsson – Magnús Jónsson 385 Auðunn Guðmss. – Örn Einarss. 379 Tómas Sigurjónss. – Björn Svavarss. 359 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.