Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Síðustu kannanir í Hollandi benda til þess Sósíalistaflokkurinn stórauki fylgi sitt og eigi möguleika á að verða stærsti flokkur landsins í þingkosn- ingum sem fram fara miðvikudaginn 12. september. Fari svo missir Ang- ela Merkel, kanslari Þýskalands, einn af fáum bandamönnum sínum í baráttunni fyrir auknu aðhaldi í ríkisfjármálum innan Evrópusam- bandsins, að því er fram kemur á vef þýska vikuritsins Spiegel. Sósíalistaflokkurinn er flokkur fyrrverandi maóista og fylgisaukn- ing hans er einkum rakin til and- stöðu hans við aukið valdaframsal til Brussel og við sparnaðaráform hol- lensku stjórnarinnar til að uppfylla skilmála Maastricht-sáttmálans. Vill þjóðaratkvæði um valdaframsal Emile Roemer, leiðtogi Sósíal- istaflokksins, segir að það sé „engin lausn á skuldavanda evrulanda að auka völd tæknikrata í Brussel“. Hann vill að allir samningar, sem feli í sér aukið valdaframsal Hollands til Brussel, verði bornir undir þjóðarat- kvæði, m.a. samningur 25 ESB-ríkja um aukið aðhald í ríkisfjármálum. Kannanir benda til þess að Roemer sé vinsælasti stjórnmála- maður Hollands og vinsældir hans eru einkum raktar til andstöðu hans við aukin völd embættismanna ESB í ríkisfjármálum. „ESB-ríkin eiga að gera það aftur sem þeim var ætlað að gera: vinna saman,“ hefur fréttaveit- an AFP eftir honum. „Það er alls ekki það sama og að láta Brussel- valdið ráðskast með sig.“ Sósíalistaflokkurinn var andvíg- ur evrunni áður en hún var tekin upp í Hollandi árið 2002 en flokkurinn hefur ekki lagt til að Holland segi skilið við gjaldmiðilinn. Frelsisflokkurinn, sem er álit- inn lengst til hægri í hollenskum stjórnmálum, hefur einnig lagt áherslu á andstöðu við aukið valda- framsal til Brussel og vill að Holland leggi niður evruna og taki aftur upp gyllini. Ríkisstjórn Marks Rutte, for- sætisráðherra Hollands, hefur stutt Þjóðverja í því að setja ströng skil- yrði fyrir neyðarlánum til skuldugra evruríkja á borð við Grikkland. Í kosningabaráttunni hefur þó Rutte látið í ljósi andstöðu við aukið valda- framsal til Brussel og áform um aukna aðstoð við Grikkland. AFP Vinsæll og veit af því Roemer gæti orðið forsætisráðherra Hollands. Sósíalistar í stórsókn með gagnrýni á ESB  Gætu orðið stærsti flokkurinn á þingi Hollands  Einkum rakið til andstöðu flokksins við aukið valdaframsal til Brussel Tvísýn barátta » Könnun, sem birt var á sunnudag, bendir til þess að Sósíalistaflokkurinn verði stærsti flokkurinn og þingsæt- um hans fjölgi úr 15 í 35. Stjórnarflokknum VVD, sem er mið- og hægriflokkur, var spáð 34 sætum (er nú með 31). » Ef marka má aðra könnun, sem birt var á þriðjudag, fær VVD 34 sæti af 150, en Sósíal- istaflokkurinn 30. Richard Millet, virtur rithöfundur í Frakklandi, hefur verið gagnrýndur harðlega vegna átján síðna bæklings þar sem hann ver norska fjölda- morðingjann Anders Behring Brei- vik. „Breivik er án nokkurs vafa það sem Noregur verðskuldaði,“ segir Millet meðal annars í bæklingnum. Millet tekur fram að hann sé ekki hlynntur „hryllilegum glæpum“ Breiviks og sé ekki að verja fjölda- morðin. Hann fer hins vegar lofsam- legum orðum um 1.500 síðna „stefnuyfirlýsingu“, sem Breivik birti á netinu, og ver hatur hans á múslímum úr röðum innflytj- enda í Evrópu og fjölmenningar- hyggju. Hann lýsir fórnar- lömbum Breiviks sem kynblend- ingum og „ósið- uðum sósíaldemókratískum smá- borgurum“. Millet hefur einnig starfað sem ritstjóri hjá einni af stærstu bókaút- gáfum Frakklands, Gallimard, og ritstýrt nokkrum verðlaunabókum. Nokkrir franskir rithöfundar hafa gagnrýnt ummælin harðlega og margir velta því fyrir sér hvað hon- um gangi til. „Hann er ekki með réttu ráði,“ sagði rithöfundurinn Tahar Ben Jelloun. „Ég er einn af hötuðustu rithöf- undum Frakklands,“ hefur Millet sagt um gagnrýnina. „Það er áhuga- verð staða sem gerir mig sér- stakan.“ bogi@mbl.is Fullyrðir að Noregur hafi verðskuldað Breivik Richard Millet Yfir 1.280 manns tóku þátt í fjölmennasta hópnuddi sögunnar í ráðstefnuhöll í Bangkok í gær. Fyrra met var sett í bænum Daylesford í Ástralíu í mars 2010 þeg- ar 526 manns fengu nudd á sama tíma, samkvæmt Heimsmetabók Guinness. Ríkisstjórn Taílands stóð fyr- ir hópnuddinu til að vekja athygli á hefðbundnu taí- lensku nuddi, sem kallað hefur verið „jóga lata manns- ins“, og á taílenskum heilsuhælum fyrir ferðafólk. AFP Metþátttaka í jóga lata mannsins 270 námumenn, sem voru hand- teknir í námu í Suður-Afríku, voru í gær ákærðir fyrir manndráp í tengslum við árás lögreglumanna sem skutu 34 námumenn til bana fyrir tveimur vikum. Yfirvöld sögðu að lögreglumennirnir hefðu ekki verið ákærðir vegna þess að sérstök nefnd myndi rannsaka gerðir þeirra. Suðurafrískur embættismaður sagði að námumennirnir hefðu ver- ið ákærðir vegna þess að þeir hefðu verið í hópi sem veitti lögreglunni mótspyrnu í átökum sem blossuðu upp í námunni vegna verkfalls. Þeir hefðu allir verið ákærðir fyrir manndráp, jafnvel þeir sem voru óvopnaðir eða voru aftast í hópnum og tóku ekki þátt í átök- unum. Þetta er mann- skæðasta lög- regluaðgerð í Suður-Afríku frá kosningunum ár- ið 1994 eftir að kynþáttaaðskiln- aðarstefnan var afnumin. Hópsak- sóknin er mjög umdeild og byggist á lagaákvæði sem stjórn hvíta minnihlutans notaði í baráttunni gegn þeim sem börðust fyrir af- námi aðskilnaðarins. SUÐUR-AFRÍKA Námumennirnir ákærðir fyrir manndráp Saksókninni mótmælt. Karlmaður, sem gaf rangan fram- burð varðandi rannsókn á hvarfi hinnar 16 ára Sigrid Giskegjerde Schjetne, hefur verið ákærður. Hann var dæmdur árið 2007 fyrir nauðgun og fyrir að hafa berað sig á almannafæri. Maðurinn hafði samband við lög- reglu að fyrra bragði og sagðist vera með upplýsingar sem gætu varðað rannsóknina. Þegar lög- regla kannaði málið kom í ljós að enginn fótur var fyrir því sem maðurinn sagði. Hann er búsettur í Ósló, í ná- grenni við heimili Sigrid. Hann mun ekki sæta gæsluvarðhaldi og hefur verið látinn laus. Sigrid hefur verið saknað síð- an aðfaranótt 5. ágúst. Þá var hún á leið heim frá vinkonu sinni, en skilaði sér aldrei á leið- arenda. Sími hennar, sokkur og skór fundust fljótlega við leikskóla í nágrenni heimilis hennar. Lögregla stendur ráðþrota gagnvart hvarf- inu. NOREGUR Ákærður fyrir rangan framburð LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854 Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00 w w w . s i g g a o g t i m o . i s Handsmíðað í Hafnarfirði síðan 1993

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.