Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 52
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 244. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Jarðskjálfti upp á 4,6 stig 2. Óþægilega lík tengdamóðurinni 3. Ákærður í Sigrid-málinu 4. Grunaður um rangan framburð »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Þungarokkssveitin DIMMA heldur tónleika á Bar 11 kl. 23 í kvöld og er aðgangur að þeim ókeypis. Hljóm- sveitin er að leggja lokahönd á þriðju breiðskífu sína sem gefin verður út í haust. Beljandi þungarokk á Bar 11 í kvöld  Síðustu tón- leikar tónleika- raðar djass- klúbbsins Múlans á Jazzhátíð Reykjavíkur verða haldnir í Norræna húsinu í kvöld kl. 19.30. Á þeim leika hljómsveit- irnar Splashgirl og K-tríó. Splashgirl er norsk hljómsveit og hefur hún sent frá sér þrjár breiðskífur. K-tríó hefur leikið reglulega á hátíðinni. Seinustu tónleikar Múlans á Jazzhátíð  Kjerringen og Rúsí Sæng er titill samsýningar myndlistarmannanna Helga Þórssonar og Steingríms Ey- fjörð sem opnuð verður í kvöld kl. 19 í sýningarrým- inu Tidens Krav í Ósló. Sýningar- stjórinn er einnig íslenskur, Birta Guð- jónsdóttir. Sýn- ingin stendur til 16. september. Kjerringen og Rúsí Sæng opnuð í Ósló Á laugardag Suðvestan 5-13 m/s. Skýjað og rigning eða súld með köflum sunnan- og vestantil, en annars bjart með köflum. Hiti 8 til 16 stig, svalast við norðvesturströndina en hlýjast á A-landi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 5-13 og rigning en úrkomuminna norðan- og austanlands. Snýst í suðvestan 8-15 með skúrum seinnipartinn, fyrst SV-til. Hvessir NA-til í kvöld. Hiti 7 til 14 stig. VEÐUR FH-ingar stigu stórt skref í átt að Íslandsmeist- aratitlinum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu eftir 2:0 sigur gegn ÍBV í Kaplakrika í gærkvöld. Þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu hefur Hafnarfjarðarliðið sjö stiga forskot á KR-inga sem eru ríkjandi Ís- landsmeist- arar. »3 FH færðist skrefi nær titlinum Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, telur líklegt að Ólafur Stefánsson hafi spilað sinn síðasta landsleik. Ólafur, sem er 39 ára gamall, er án félags eft- ir að danska störnuliðið AG Köbenhavn fór á haus- inn í síðasta mánuði. »1 Aron reiknar ekki með Ólafi í landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í körfuknatt- leik var tekið í kennslustund af frá- bæru liði Serba þegar liðin áttust við í undankeppni EM í Serbíu í gær. Ís- lenska liðið sá ekki til sólar og þegar yfir lauk var munurinn 56 stig. Sló- vakar verða næstu mótherjar Íslend- inga en liðin eigast við í Höllinni á sunnudaginn. »4 Körfuboltalandsliðið tekið í kennslustund ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Ég hugsa ekki um aldurinn,“ segir Skagamaðurinn Dean Martin, sem er fertugur í dag. „Aðalatriðið er að hafa gaman af lífinu, en ég held að fólk spái allt of mikið í aldurinn. Öllu skiptir að vera í nógu góðu formi og þá er aldurinn afstæður.“ Ísland tilviljun Fótboltamaðurinn Dean Martin, eða Dínó eins og hann er kallaður, byrjaði að hrella íslenska mark- menn í efstu deild 1995 og hann er enn við sama heygarðshornið 17 ár- um síðar, skoraði meðal annars í síð- ustu umferð fyrir ÍA í Pepsi- deildinni. „Ég er ánægður með þetta en tek bara einn leik fyrir í einu og næst er það ÍBV á sunnu- daginn.“ 1995 var Dínó laus allra mála á Englandi. „Það var hringt í mig og ég spurður hvort ég vildi fara til Ís- lands og spila. Ég svaraði já, já, og fór til Akureyrar nokkrum dögum seinna,“ rifjar hann upp. Eftir að hafa spilað með KA í tvö sumur lék hann með liði í Hong Kong í tvö ár. Hann gekk svo til liðs við ÍA 1998 og hefur skipst á að leika með þeim gulklæddu á Skaganum og á Akur- eyri auk þess sem hann hefur verið spilandi þjálfari á báðum stöðum og er nú aðstoðarþjálfari ÍA. „Það er gaman að vera á Íslandi og ég skemmti mér rosalega vel í fótbolt- anum hérna,“ segir hann. Nóg að gera Dínó er önnum kafinn maður og tekur daginn snemma, byrjar að þjálfa einstaklinga klukkan sex á morgnana og afrekshópa ÍA hálf- tíma síðar, annars vegar grunn- skólakrakka og hins vegar fram- haldsskólakrakka. „Ég get ekki kvartað, hef nóg að gera. Dagarnir eru langir en skemmtilegir,“ segir Dínó sem er með hæstu þjálfara- gráðu sem hægt er að taka á Íslandi, a-gráðu Knattspyrnusambands Evr- ópu, er þjálfari og einkaþjálfari og byrjaði í íþróttafræðinámi við Há- skólann í Reykjavík fyrir nokkrum dögum. „Ég vil reyna að læra eins mikið og ég get og stefni að því að vera þjálfari í framtíðinni.“ Hann hefur svo sem nóg að gera sem þjálfari og segir að Akranes henti sér vel. „Bærinn snýst um fót- bolta, klúbburinn er flottur, er að gera vel og stefnir í rétta átt.“ Hann segir að hugarfarið sé líka rétt. „All- ir vilja alltaf sigra, gera vel og ná ár- angri og það er mér að skapi. Ég vil alltaf vinna þegar ég hleyp inn á völlinn.“ Eitt orð á dag Dínó talar glettilega góða ís- lensku. „Það hefur tekið mig sautján ár að læra málið en ég er ekki full- numa enn, læri eitt og eitt orð á hverjum degi.“ Aldurinn afstæður í boltanum  Skagamaðurinn Dean „Dínó“ Martin fertugur á fullu í efstu deild fótboltans Ljósmynd/Einar Logi Einarsson Samstarfsmenn á Skaganum Þórður Þórðarson þjálfari, Dean Martin aðstoðarþjálfari og Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA. Dean Martin er elsti leikmað- urinn sem hefur tekið þátt í Pepsi-deildinni í sumar og sennilega elsti útileikmaðurinn sem leikið hefur í efstu deild í fótbolta hérlendis. Kristján Finnbogason spilaði með Fylki í bikarnum og var hetja liðsins á móti FH þegar hann varði þrjú víti í Kaplakrika fyrr í sumar. Hann er 41 árs. Birkir Kristinsson var 42 ára, þegar hann varði mark ÍBV á móti KR 2006, en hann hætti ári fyrr vegna meiðsla. Sir Stanley Matthews lék með enska landsliðinu þegar hann var 42 ára og var atvinnu- maður til fimmtugs. Elstur úti á vellinum EKKI BARA „KJÚKLINGAR“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.