Morgunblaðið - 13.09.2012, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.09.2012, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 3. S E P T E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  214. tölublað  100. árgangur  AUKIN GÖGN UM STARFSEMI KOMMÚNISTA VIÐSKIPTABLAÐ Selur öll ríkisskuldabréf á Spán og Ítalíu SÖNGVARINN THOMAS HAMPSON TIL LANDSINS FINNUR.IS Húsin byggð yfir hamingjuna í Eyjum TÓNLEIKAR 42GRIMMUR HEIMUR 16 Morgunblaðið/Einar Falur Kröftugur Nýgenginn lax berst hraustlega eftir að veiðimaður setti í hann í Grímsá.  „Auðvitað höfum við á Veiði- málastofnun velt því fyrir okkur hvort samhengi sé á milli stækk- andi makrílstofns á norðurslóðum á sama tíma og minna hefur gengið af laxi í íslenskar ár en síðustu ár,“ segir Sigurður Guðjónsson, for- stjóri Veiðimálastofnunar. „Makríl- stofninn er margfalt stærri en laxa- stofninn og þessi massi af fiski þarf að éta mikið. Við sjáum líka að lax- inn sem þó hefur gengið í árnar er rýrari en áður.“ Sigurður segir brýnt að rann- saka nánar hvort samhengi sé þarna á milli og kortleggja göngur tegundanna á hverjum tíma. »24 Vilja rannsaka áhrif stækkandi makríl- stofns á laxagengd  „Það er að vissu leyti léttir og það fylgir því að vissu leyti kvíði,“ sagði Hel- ena Albertsdóttir Mawby um að meintur bana- maður dótt- ursonar hennar, Kristjáns Hinriks Þórssonar, hefur verið handtekinn. „Það verða löng réttarhöld og ég hlakka ekki til að sjá þetta skrímsli. Við erum í svo miklu áfalli.“ Útför Kristjáns fer fram á morgun. »14 Meintur morðingi tekinn og ákærður Kristján Hinrik Þórsson Morgunblaðið/Styrmir Kári Mótmæli Fámennur hópur fólks mætti á Austurvöll á meðan forsætisráð- herra flutti stefnuræðu sína og barði m.a. á tunnur í mótmælaskyni. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturj@mbl.is Hart var tekist á um stöðu efnahags- mála í landinu í umræðum á Alþingi í gærkvöldi í kjölfar stefnuræðu for- sætisráðherra. Jóhanna Sigurðar- dóttir lagði höfuðáherslu á þann ár- angur sem hún sagði að hefði náðst í efnahagsmálum. Þjóðin hefði að und- anförnu fundið fyrir batnandi hag eftir bankahrunið. Hamfarirnar á Norðurlandi síðustu daga voru einn- ig ræðumönnum ofarlega í huga. Jóhanna sagði þjóðarframleiðslu hafa aukist hér á landi, störfum fjölgað, kaupmáttur farið vaxandi og lífskjör landsmanna orðið jafnari. Sagði hún fá lönd innan OECD búa við minna atvinnuleysi en Ísland og að engu ríki hefði tekist að minnka atvinnuleysi eins hratt og eins mikið á undanförnum árum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vakti í ræðu sinni m.a. athygli á því að þau ríki sem Ísland væri borið saman við í efnahagsmálum, til þess að sýna fram á meinta góða stöðu, væru flest í Evrópusambandinu. Þrátt fyrir það væri það stefna ríkisstjórnarinnar að ganga í sambandið. Í ræðu sinni vildi Steingrímur J. Sigfússon umræðu um erfiðleikana innan ESB. »2 Deilt um stöðu efnahagsmála  Fámenn mótmæli á Austurvelli  Mikið rætt um hamfarirnar nyrðra Guðni Einarsson gudni@mbl.is Leit að fé í fönn á Norðurlandi hefst aftur í birt- ingu í dag. Leitin stóð fram í myrkur í gær á Þeistareykjasvæðinu og víðar. „Það hefur verið lögð mest áhersla á Þeista- reykjasvæðið. Þar hafa verið um 80 leitarmenn með sín tæki og tól. Þeir fundu allnokkuð af fé og mest á lífi,“ sagði Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík og yfirmaður almannavarna í Þingeyj- arsýslu í gær. Hann sagði að 140-150 manns hefðu mætt til leitar í gærmorgun og átti hann von á að yfir 200 manns yrðu við leitir í dag. Neyðarstig al- mannavarna er enn í gildi. Nokkrum vandkvæðum var bundið að koma fé af Þeistareykjavæðinu í gær vegna ófærðar, að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Um 200 kindur voru fluttar niður af Reykjaheiði í gær og þá var lokið við að leita Vaðlaheiði og Bárðardal. Meginþungi leitarinnar í dag verður á Þeista- reykjasvæðinu, í Fnjóskadal og á Flateyjardal. Eins verður leitað í Skarðsdal og bændur aðstoð- aðir við leit í Kelduhverfi. Um 250 björgunarsveit- armenn víða að af landinu verða við leitarstörf í dag, auk bænda og búaliðs og fleiri. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra gerir ráð fyrir að hamfarirnar á Norðurlandi verði ræddar í ríkisstjórn á morgun. Hann segir að ekki sé víst að ríkið þurfi að leggja meira fé í Bjarg- ráðasjóð vegna þeirra búsifja sem bændur á Norð- austurlandi hafa orðið fyrir. Steingrímur útilokar ekki að afurðatjón bænda mælist frekar í tugum milljóna en milljónum. MNeyðarástand í kjölfar óveðurs »12 og 18-21 Neyðarstig áfram í gildi  Hundruð leitarmanna víða að af landinu halda áfram leit að fé í fönn á Norður- landi í dag  Allnokkuð af fé fannst á Þeistareykjasvæðinu í gær og mest á lífi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjármunir Kolbeinn Kjartansson, bóndi í Hraunkoti, brunaði um Þeistareykjasvæðið á vélsleða í gær og flutti fé úr auðninni til móts við bíla með vagna. –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.